Morgunblaðið - 24.03.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.03.2000, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framtíð fjarskiptaþjónustu rædd á hádegisverðarfundi IMARK Aukin samkeppni leiðir til enn frekari verðlækkana Morgunblaðið/Ásdís Rætt var um fjarskiptamál á hádegisverðarfundi IMARK í gær. FORSVARSMENN íslensku síma- fyrirtækjanna eru á einu máli um að aukin samkeppni í fjarskiptum leiði til enn frekari verðlækkana á þjón- ustunni. Fram kom í máli Ólafs Þ. Stephensen, forstöðumanns upplýs- inga- og kynningarmála hjá Lands- símanum, á hádegisverðarfundi sem IMARK stóð fyrir í gær, að fyrirséð væri að markaðshlutdeild Landssím- ans á innlendum markaði mundi dragast saman með aukinni sam- keppni og fyrirtækið hefði hafið út- rás á alþjóðlegan fjarskiptamarkað með samstarfi við erlenda aðila. Símgjöld munu hverfa Páll Þór Jónsson, framkvæmda- stjóri Frjálsra fjarskipta, sagði í sínu erindi að hann væri þess fullviss að símgjöld, eins og rnenn þekktu þau í dag, hyrfu. Fyrirtækið hefði sagt öll- um gjöldum stn'ð á hendur og það væri stefna fyrirtækisins að gera verðskrár einfaldari á þann veg að mínútugjald endurspeglaði kostnað notenda. Hann taldi jafnframt að í framtíðinni yrði stuðst við annars konar aðferðir hjá fjarskiptafyrir- tækjunum og mínútur yrðu að magni. Þannig réðist kostnaður við notkun Netsins af því hve mikið menn notuðu það fremur en hve lengi þeir væru tengdir Netinu. Kostnaður yrði reiknaður eftir magni líkt og greitt er fyrir rafmagn á heimilunum þar sem einvörðungu er mælt hve mikil notkunin er. Þann- ig yrði einnig notkun sjónvarps, tölvu og síma mæld og notendur greiddu í samræmi við notkun. „Þjónustuframboð á eftir að auk- ast gríðarlega. Opið internet er orðið nánast sjálfgefið nú til dags og allir ætla að taka það upp enda er það eðlilegur hlutur,“ sagði Páll Þór. Hann sagði að Frjáls fjarskipti hefðu þá sýn að fjarskipti væru verslunar- vara. Notendur veldu þá vöru sem hentaði þeim, væri á hagstæðustu verði eða þar sem þjónustan væri best. Ekkert fyrirtæki mundi skara fram úr á öllum sviðum og sam- keppnin ætti ekki síður eftir að koma erlendis frá. Meiri hraði og gæði fyrir stöðugt lægra verð Ólafur Stephensen sagði að Sím- inn tæki ekki þátt í verðstríði. Fyrir- tækið tæki þátt í samkeppni og legði áherslu á gæði, traust, áreiðanleika og hagkvæmar lausnir til frambúðar. Almennt um framtíðarhorfurnar sagði Ólafur að óhætt væri að full- yrða að notendur héldu áfram að fá meira fyrir peninga sína í formi meiri gæða, hraða og bandbreiddar fyrir hlutfallslega og stöðugt lægra verð. 1. apríl geti íslendingar valið sér fjarskiptafyrirtæki til að skipta við í millilandasímtölum með föstu forvali. Ólafur sagði ekkert nema gott um aukna samkeppni að segja og þessi þróun hefði verið fyrirséð. Ólafur greindi frá áformum al- þjóðlega fjarskiptafyrirtækisins @IPbell, sem Síminn fjárfesti í fyrir stuttu ásamt öðrum íslenskum og er- lendum fyrirtækjum. Fyrirtækið byggir á nýrri tækni sem nýtir inter- net, eða IP-staðal, til fjarskipta. Ólafur segir að samstarfsaðilar í þessu verkefni séu í hópi öflugustu stórfyrirtækja í samskiptatækni. ,Á.ætlanirnar gera ráð fyrir upp- byggingu á nýju fjarskiptaneti sem á að geta lækkað fjarskiptakostnað verulega með hagnýtingu IP-stað- alsins. Þannig verður hægt að flytja hvers kyns upplýsingar samtímis, hvort sem það er tal, tölvugögn, fax eða videomyndir. I upphafi verða um 50 tengipunktar í tíu löndum, þar á meðal íslandi, og síðan er ætlunin að byggja upp net 1.000 tengipunkta um allan heim,“ sagði Ólafur. Hann sagði að kerfið byði upp á nýja leið til verðlagningar á fjarskiptaþjónustu sem byggðist á magni fluttra gagna en ekki tímalengd á tengingu. Markaðshlutdeild Landssímans mun fara lækkandi „Hjá Símanum horfum við eðlilega til þess að vaxtarmöguleikar fyrir- tækisins í hefðbundinni fjarskipta- þjónustu hér á landi eru takmarkað- ir. Fyrirséð er að markaðshlut- deildin innanlands fari lækkandi og þess vegna horfum við til þess að tryggja vöxt fyrirtækisins með því að hasla okkur völl í skyldum grein- um bæði innanlands og erlendis og höfum hafið þessa útrás í ajþjóðlegri fjarskiptaþjónustu,“ segir Ólafur. Þá upplýsti Ólafur á fundinum verðlækkun á ADSL-þjónustu, sem er liður í heildarendurskoðun á verð- lagningu á þjónustu fyrirtækisins, og sömuleiðis að nú væri að hefjast tilraun tU gagnvirks Netaðgangs í gegnum Breiðbandið. Vonir stæðu til að fullburða þjónusta á því sviði yrði til síðar á árinu. Sigurður Ingi Jónsson, yfirmaður viðskiptamótunar hjá Íslandssíma, sem hefur þjónustu með millilanda- símtöl fyrir einstaklinga 1. aprfl nk., rakti sögu fyrirtækisins. Hann sagði að þróunin í verðlagsmálum væri mjög augljós. Verðið væri að verða mun hagkvæmara en það hefði verið. Sigurður Ingi tók undir það að fram- tíðin væri sú að notkunin yrði mæld eftir magni en ekki tíma. Það sem réði verðlagningu væri samkeppnin, aðföng og nýtingarhlutföll þjónust- unnar; því meira sem sími væri not- aður því ódýrari yrði þjónustan. Hann minnti á að þótt til stæði að lækka skrefagjöld í fastlínukerfinu innanlands stæði jafnframt til að hækka fastagjaldið. Frægustu skákmenn heims keppa í Kópavogi DAGANA 1. og 2. apríl nk. fer fram Heimsmótið í Kópavogi á vegum Skáksambands íslands, þar sem keppt verður í atskák. Mótið er eitt sterkasta skákmót sem haldið hefur verið hérlend- is og fer fram í Salnum, Tónlist- arhúsi Kópavogs. I atskákinni er umhugsunar- tími keppenda aðeins 25 mínút- ur en meðal þátttakenda eru frægustu skákmenn samtím- ans, m.a. Garríj Kasparov, ind- verski stórmeistarinn Vishw- anathan Anand og fleiri þekktir skákmenn, t.d. Jan Timman og Viktor Kortsnoj. Sex íslenskir skákmenn tefla Alls keppa tólf skákmenn á mótinu og þar af sex íslenskir; Jóhann Hjartarson, Hannes Hlífar Stefánsson, Margeir Pétursson, Jón L. Árnason, Helgi Ólafsson og Friðrik Ólafsson. Sjónvarpsstöðin Skjáreinn mun senda beint út frámótinu. í fyrstu verðlaun eru 4,500 dollarar eða sem svarar um 325 þúsund íslenskum krónum, í önnur verðlaun 3,500 dollarar og í þriðju verðlaun 2,500 doll- arar. Peningaverðlaun era einnig veitt fyrir 4,- 6. sætið eða frá 1,600 dollurum niður í 1,200 dollara. Mánudaginn 3. apríl stendur svo til að efna til tíu manna fjöl- teflis uppi á íslenskum jökli, þar sem Kasparov mun tefla við þjóðþekkta Islendinga. Er ekki enn afráðið á hvaða jökli verður teflt en til greina koma Sól- heimajökull, Langjökull eða Snæfellsjökull. Dregið hefur úr afköstum gufudreifíkerfís í Hveragerði vegna þrýstingsbreytinga Gæti þýtt fram- kvæmdir í dreifíkerfí Oddviti Tálknafjarðar um sameining- arhugmynd félagsmálaráðherra Hvergi farið að ræða þetta einu orði ÞRÝSTINGSBREYTING hefur orðið á jarðhitakerfinu í Hvera- gerði og nágrenni þannig að afköst gufudreifikerfisins þar hafa minnk- að um milli 15 og 20% og segir Guðmundur Baldursson, veitustjóri Hitaveitu Hveragerðis, að þetta geti kallað á umtalsverðar fram- kvæmdir í dreifikerfinu. „Það hafa orðið umtalsverðar breytingar í jarðhitakerfi hér í Hveragerði eða á suðurhluta Hengilssvæðisins sem veldur lækk- andi þrýstingi á gufudreifikerfinu,“ sagði hann. „Það má segja að það séu þrjú hitaveitukerfi í bænum. Eitt kerfanna er gufuveitukerfi og þrýstingsbreytingin veldur minni afköstum í því.“ Hin kerfin sem era annars vegar tvöfalt kerfi og hins vegar hefðbundið hitaveitu- kerfi virka eðlilega. Gerst samfara jarðhræringum undanfarinna fjögurra ára? Gufuveitukerfið dreifir gufu að- allega til iðnaðarnota og til garð- yrkjustöðva í bænum. „Það er í því kerfi, sem þrýstingur hefur farið lækkandi þannig að kerfið flytur ekki eins mikla orku og áður,“ sagði hann og bætti við að talið væri að flutningsgeta kerfisins hefði sennilega minnkað um 15 til 20 af hundraði. Hann sagði að þessi vandi væri tiltölulega nýtil- kominn. „Það er ekki vitað með vissu hvenær þetta gerist, en ekki er ósennilegt að þetta hafi gerst samfara þeim jarðhræringum, sem verið hafa á svæðinu undanfarin fjögur ár,“ sagði Guðmundur. „Orkustofnun hefur verið að mæla þrýsting í borholum á svæðinu, en það var ekki fyrr en í haust að menn áttuðu sig á því hvað var að gerast.“ Hann sagði að ekki hefðu orðið vandræði nema hjá tveimur not- endum, sem gert hafa athugasemd- ir. Einkum hefðu skapast vandræði í garðyrkjustöð,_ sem væri í útjaðri dreifikerfisins. í upphafi var talið að ástæðan væri bilun í dreifikerf- inu sjálfu og var þegar tekið til við að leita að stíflum og þrengingum í því þegar kvartanir bárust. Heim- æðin að garðyrkjustöðinni var víkkuð, breytingar gerðar á dreifi- kerfinu og teknar brott lagnir, sem taldar voru of grannar, en allt kom fyrir ekki. „Þegar það dugði ekki fengum við Orkustofnun í lið með okkur og hún hefur staðfest að um þessa þrýstilækkun á jarðhitakerfinu sé að ræða,“ sagði hann. „Ástæðuna fyrir lækkuninni vitum við ekki. Það geta verið áðurnefndar jarð- hræringar sem valda henni, en það geta verið aðrar ástæður, til dæm- is niðurdráttur vegna orkunýtingar á Nesjavallasvæðinu. Þetta eru getgátur." Hann sagði að héldi þessi þróun áfram gæti farið svo að dreifa þyrfti orku til garðyrkjustöðva og til iðnaðar með öðrum hætti en nú væri gert. Nýtt hitaveitukerfi lagt? Væntanlega yrði lagt nýtt hefð- bundið hitaveitudreifikerfi í stað gufudreifikerfisins. Hann sagði að á sl. ári hefðu verið boraðar tvær nýjar jarðhitaholur til að auka rekstraröryggi hitaveitunnar, en gufa úr þeim holum eykur ekki flutningsgetu gufudreifikerfisins og leysir ekki þann vanda. Ekki er að svo stöddu hægt að segja til um kostnað við nauðsyn- legar endurbætur á gufudreifikerf- inu sagði Guðmundur, fá þarf til liðs við okkur ráðgjafa til að meta hvað þurfi að gera og framkvæma nauðsynlegar úrbætur í kjölfarið. „Við stefnum að því að lenda ekki í þessum vandræðum næsta vetur,“ sagði hann. „Það kallar að öllum líkindum á umtalsverðar framkvæmdir á dreifikerfinu." BJÖRGVIN Sigurjónsson, oddviti Tálknafjarðarhrepps, segir að yfir- lýsingar Páls Péturssonar félags- málaráðherra og fréttaflutningur af hugsanlegri sameiningu Bíldu- dals og Tálknafjarðar séu komin langt fram úr veruleikanum. „Það er hvergi farið að ræða þetta einu orði. Það eina sem við höfum gert er að svara bréfi Páls um viðræður um þessa hluti og skipuð hefur verið nefnd, annað ekki. Ég skil ekki þennan fréttaflutn- ing, hvorki af hendi Páls eða ann- arra, að vera með svona yfirlýsing- ar án þess að hafa hugmynd um hvort þessi sameining kemur yfir höfuð til gi-eina,“ sagði Björgvin. Fram kom í Morgunblaðinu sl. þriðjudag að félagsmálaráðherra hefur óskað eftir að Vesturbyggð tilnefni tvo menn til viðræðna um hugsanlega sameiningu Bíldudals og Tálknafjarðarhrepps. „Ég hef hreyft þeirri hugmynd að færa byggðina sem er sunnan Arnar- fjarðar, þ.e. Ketildalahrepp hinn forna og Bíldudalshrepp, úr Vest- urbyggð og sameina hana Tálkna- firði. Tálknfirðingar hafa tekið vel í þetta og hafa tilnefnt tvo menn, að beiðni minni, til að ræða frekar um möguleika í stöðunni. Ég hef jafn- framt óskað eftir að Vesturbyggð tilnefni tvo fulltrúa til viðræðna,“ sagði Páll m.a. í frétt Morgun- blaðsins sl. þriðjudag. Kom eins og þruma úr heiðskíru lofti Björgvin segir ekkert annað hafa gerst í þessu máli en að bréfi félagsmálaráðherra hafi verið svar- að, enda sé það sjálfsögð kurteisi að svara bréfum. „Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir íbúana enda var þetta ekki komið á það stig að það ætti að fara að ræða um sam- einingu. Því miður er þetta dæmi um það þegar hlutirnir fara langt fram úr sér,“ segir Björgvin. Aðspurður hvernig honum litist á hugmynd félagsmálaráðherra sagðist Björgvin ekkert geta um hana sagt því hann vissi ekkert hvað héngi á spýtunni „Það er ná- kvæmlega ekkert um þetta að segja,“ sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.