Morgunblaðið - 24.03.2000, Side 18

Morgunblaðið - 24.03.2000, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Nýr samningur um þjónustu við fatlaða undirritaður Samið um 330 milljónir á ári SAMNINGUR um framhald reynsluverkefna Akureyrarbæjar í þjónustu við fatlaða á Eyjafjarðar- svæðinu hefur verið undirritaður, en það gerðu þeir Páll Pétursson félagsmálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akur- eyri. Samningsupphæðin er 330 milljónir króna á ári, í ár og á því næsta. Samningurinn gildir til loka árs 2001, en þá er áætlað að þjón- usta Svæðisskrifstofa flytjist al- mennt til sveitarfélaganna. Akureyrarbær hefur frá árinu 1996 annast þjónustu sem Svæðis- skrifstofa málefna fatlaðra á Norð- urlandi annaðist áður. Verkefnið var eitt af svonefndum reynslu- verkefnum bæjarins. I meginatrið- um byggist samningurinn á núver- andi þjónustustigi en auk þess eru í honum fjárveitingar til reksturs á 6 nýjum þjónustuíbúðum fyrir fatl- aða sem teknar verða í notkun í byrjun næsta mánaðar. Nær samn- ingurinn til umfangsmikillar þjón- ustu, sem m.a. er fólgin í rekstri sambýla, stuðningi við sjálfstæða búsetu fatlaðra, aðstoð á vinnu- markaði, verndaðri vinnu og þjón- ustu á endurhæfingarstað, þjón- ustu á hæfingarstöð og ráðgjöf við einstaklinga. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði það sína skoðun að þetta væri hinn rétti farvegur, þ.e. að sveitarfélögin önnuðust þessa þjónustu, skjólstæðingarnir væru ánægðari, aðstandendur þeirra sem og sveitarstjórnar- og ráðuneytis- fólk. Þetta væri því sú braut sem reyna ætti að þræða. Góð reynsla hefði verið af samningum af þessu tagi þar sem þeir hefðu verið gerð- ir. Hann sagði mikla grósku í þess- um málaflokki, en í sinni ráðuneyt- istíð hefðu útgjöld vaxið um 85%. Umfangsmikil þjónusta Kristjáns Þórs Júlíussonar sagði að samningurinn næði til 13 sveit- arfélaga í Eyjafirði auk Hálshrepps í S-Þingeyjarsýslu. Hann tók einn- ig undir með Páli varðandi vöxt í þessari þjónustu og sagði að árið 1997 hefði greiðsla vegna samnings um þessa þjónustu verið 229 millj- ónir króna en nú væri samið um 330 milljónir. Hann nefndi sem dæmi um umfang verkefnisins að á Akureyri væru rekin 13 sambýli fyrir fatlaða en í þeim byggju 66 einstaklingar, þá væri dagþjónusta rekin á tveimur stöðum og ein skammtimavistun en stöðugildi væru um 130 talsins. Um 125 ein- staklingar njóta heimaþjónustu af einhverju tagi. Frá Eyjafjarðarsveit Jörflin Melgerði Eyjafjarðarsveit auglýsir hér með eftir hugmyndum að nýt- ingu jarðarinnar Melgerðis, sem liggur sunnan Mel- gerðismela, þar sem m.a. er athafnasvæði hestamanna. Jörðin er í u.þ.b. 25 km fjarlægð frá Akureyri í umhverfi þar sem hafin er mikil skógrækt og uppgræðsla. Henni fylgja um 30 ha ræktaðs lands og bithaga og veiðiréttur í Eyjafjarðará. Auk þess eftirtaldar fasteignir: íbúðarhús, hæð, kjallari og ris, samtals um 130 fm. Húsið er hæft til sumarbúsetu en þarfnast viðhalds til að þar megi hafa búsetu allt árið. Útihús, fjós og kálfahús (hesthús) ásamt hlöðu, samtals u.þ.b. 280 fm. Þessi hús þarfnast mikils viðhalds eða endur- nýjunar. Gistiskáli, u.þ.b. 125 fm, með gistirými fyrir allt að 20 manns. Um afnot hans eða kaup þarf að semja við fyrri leigj- anda, sem er eigandi skálans. Stöðuleyfi er útrunnið. Þeir, sem kynnu að hafa áhuga á að nýta þessa aðstöðu, að hluta eða í heild, komi óskum sínum skriflega á framfæri á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar ásamt stuttri greinargerð um fyr- irhugaða nýtingu eða athafnasemi á jörðinni í síðasta lagi 31. mars nk. Byggingarlóðir ( nýju hverfi norðan Reykár, þ.e. norðan og vestan Laugar- borgar, hefur verið skipulagt byggingarsvæði. Þar er gert ráð fyrir 11 einbýlishúsum ásamt 10 íbúðum í par- og raðhúsum. Lóðir þessar eru hér með auglýstar til umsóknar. Upplýsing- ar um verð og byggingarskilmála eru fyrirliggjandi á skrif- stofu Eyjafjarðarsveitar. Til greina kemur að einnig verði tekið til skipulagningar undir íbúðarbyggð svæði, sem liggur sunnan og vestan heimavist- arhúss Hrafnagilsskóla og bjóða þar fullbúnar íbúðir á góð- um kjörum og af mismunandi stærðum í par- og raðhúsum. Vakin er athygli á þessu svæði sem góðum valkosti fyrir ungt fólk, sem er að hefja búskap, eða eldra fólk sem vill minnka við sig og losa fjármuni. Áhugasömum er bent á að hafa samband við skrifstofu Eyjafjarðarsveitar sem fyrst. Komi í Ijós verulegur áhugi fyrir búsetu á þessum stað verð- ur svæðið boðið verktökum til skipulagningar og uppbygg- ingar, e.t.v. með þarfir tiltekins markhóps í huga. Allar upplýsingar varðandi framanskráð veitir undirritaður í síma 463 1250. Sveitarstjóri. Morgunblaðið/Rúnar Þór Hundarnir hlutu blessun DANIELLE Palade á Akureyri hef- ur ræktað hunda af gerðinni Royal Arctic Chihuahua um nokkurra ára skeið og hún hefur ávallt farið með hunda sín til blessunar í Kaþólsku kirkjuna við Eyrarlandsveg á Ak- ureyri. Nú nýlega fór hún með hund sinn Goldie, þrjá hvolpa henn- ar auk tveggja til viðbótar til bless- unar í kirkjunni. Á myndinni sem HALD var lagt á um 15 grömm af hassi á Akureyri í vikunni og voru tveir menn handteknir í kjölfarið. Þeir viðurkenndu að eiga fíkniefnin. Fjórir menn hafa setið í gæslu- varðhaldi á Akureyri frá því á fimmtudag í síðustu viku, en þeir hafa viðurkennt að eiga nokkurt magn fíkniefna sem rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri lagði hald á, eða um 50-60 grömm af hassi og eitthvað af amfetamíni. Mennimir voru allir úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald, en þeir kærðu úr- skurðinn til Hæstaréttar, en niður- staða í málinu liggur ekki fyrir. í fyrrinótt var brotist inn í Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum. Bjóðum eitt mesta úrval á íslandi af smáum og stórum vogum. HafÖu samband tekin var að lokinni athöfn fyrir framan kirkjuna má sjá séra Pat- rick Breen og systur Immaculata, Daniellu og nokkur böm sem þar voru viðstödd með hundana sem þá höfðu hlotið blessun séra Patricks. Fjöldi mynda var tekinn við þessa athöfn en þær geta áhugasamir séð á Netinu á slóðinni www.// ismennt.is/not/orafn/pet.html. Brekkuskóla og farið rakleiðis að lyfjaskáp og úr honum tekið lyfið Rítalin, en það er gefið ofvirkum bömum. Þá var einnig brotist inn í Umferðarmiðstöðina á Akureyri, en bæði þessi innbrot em til rannsókn- ar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri. -------------- Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkju- skóli á morgun, laugardaginn 25. mars kl. 13.30. í Grenivíkurkirkju. Kirkjuskóli verður í Svalbarðskirkju á laugardag kl. 11. Guðsþjónusta í kirkjunni kl. 14 á sunnudag. Ferm- ingarfræðsla í safnaðarstofu kl. 11 á sunnudag. Kyrrðarstund í Sval- barðskirkju kl. 21 á sunnudagskvöld, 26. mars. María Mey- Augu Guðs til sýnis í Deiglunni LÁRUS H. List setur upp málverk- ið María Mey - Augu Guðs í Deigl- unni í Kaupvangsstræti og verður verkið til sýnis nú og út næstu viku. Verk þetta var sýnt í Þjóðarbók- hlöðunni fyrir réttu ári og vakti þá athygli, segir í frétt frá listamann- inum. Ekki síst vakti dagsetningin, 25. mars, athygli, níu mánuðum íyr- ir fæðingu Krists. Með sýningunni vildi listamaðurinn vekja athygli á því að liðin voru 2000 ár frá getnaði hans. Láms vill með sýningunni gefa Akureyringum kost á að skoða þetta verk og meta það af eigin raun, en eitt af því sem athygli vakti í fyrra var að hann skyldi halda í sýningarferð suður með eitt listaverk í farteskinu. A sunnudag verður opið í Deigl- unni frá kl. 13 til 17, en í næstu viku á hefðbundnum afgreiðslu- tíma. Láms sýnir um þessar myndir á Kaffi Mokka í Reykjavík, en sú sýning ber yfirskritina Eskimo Art. -------------- Ferðafélag Akureyrar Skíðaganga í Glerárdal FERÐAFÉLAG Akureyrar býður upp á skíðagönguferð inn á Glerár- dal um helgina. Gist verður í skála félagins, Lamba, og gengið verður um dalinn eins og tími og aðstæður leyfa. Brottför er frá húsakynnum félagsins við Strandgötu kl. 9 á laugardagsmorgun, 25. mars. Skráning í ferðina er á skrifstof- unni á föstudögum frá kl. 17.30 til 19. -----♦-♦-♦---- Innbrot í sumarbústað BROTIST var hinn í sumarbústað á Guðrúnarstöðum í Eyjafjarðarsveit og þaðan stolið m.a. sjónvarpi og myndbandstæki. Innbrotið uppgötv- aðist um liðna helgi, en ekki er vitað hvenær það var framið. Sá eða þeir sem þar vora að verki bmtu rúðu í sumarbústaðnum til að komast inn, en að öðm leyti vom skemmdir óvemlegar. Rannsóknar- deild lögreglunnar á Akureyri rannsakar innbrotið, en það er óupp- lýst. Opinn fyrirlestur Titill: Hvemig getum við kennt betur? Erindi um Momingside- kennslu-líkanið; „bein fyrirmæli“, fæmiþjálíun og símat. Fyrirlesari: Guðríður Adda Ragnarsdóttir, atferlisíræðingur og kennari. Staður: Háskólinn á Akureyri, Þingvallastræti 23, stofa 24. hAskóunn Aakureyri Rannsóknardeild lögreglunnar Tveir hand- teknir með hass t> - vogir eru okkar fag - Tími: Laugardagur 25. mars kl. 16.00. Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.