Morgunblaðið - 24.03.2000, Side 20

Morgunblaðið - 24.03.2000, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 AKUREYRI LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Gamli kvennaskólinn á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit Meðferðarheimili fyrir stúlkur tekur til starfa í sumar SVEITARSTJÓRN Eyjafjarðar- sveitar og Bamaverndarstofa hafa gert með sér samning um að lang- tímameðferðarheimili fyrir stúlkur verði komið upp í gamla kvennaskól- anum á Laugalandi í Eyjafjarðar- sveit. Um er að ræða að meðferðar- heimilið að Varpholti í Glæsibæj- arhreppi, norðan Akureyrar, verður flutt í gamla kvennaskólann. Bjami Kristjánsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, sagði að nú fljót- lega yrði hafist handa við nauðsyn- legar breytingar á skólahúsnæðinu, en um allumfangsmiklar fram- kvæmdir væri að ræða. Húsið var byggt sem húsmæðraskóli en hann var lagður niður á áttunda áratugn- um; þá var húsnæðið leigt Hitaveitu Akureyrar á meðan framkvæmdir á hennar vegum stóðu yfir. Um nokk- urra ára skeið var gmnnskóli starf- andi í húsinu, en starfsemi hans var fyrir nokkmm ámm flutt yfir á Hrafnagil. Síðustu ár hefur húsnæð- ið því verið vannýtt. Þó hefur hand- verksfólk í Eyjafjarðarsveit haft að- setur í hluta hússins. Barnavemdarstofa mun taka tvær hæðir af þremur á leigu til 10 ára, en annars staðar í húsnæðinu verður handverksfólk áfram með að- stöðu. Þá hefur heimilisfræði- kennsla Hrafnagilsskóla farið fram á Laugalandi og svo verður áfram. Samband eyfirskra kvenna hefur einnig afnot af um 30 fermetra rými í viðbyggingu norðan við skólann og í kjallara er leikfangasmiðjan Stubbur til húsa. Bjarni sagði að engar áætlanir væm um annað en að þessi starfsemi yrði áfram í húsinu. „Við emm afskaplega ánægð með þennan samning,11 sagði Bjarni. „Það var orðið mjög brýnt að gera endurbætur á húsnæðinu og í það verður farið á næstunni. Við fáum þessa starfsemi inn í sveitarfélagið og hugsanlega skapast í kjölfarið fleiri atvinnutækifæri og þá teljum við það líka heiður að okkar sveitar- félag skyldi vera valið til að hýsa þessa starfsemi." Starfsemin hefst í sumar Gamla kvennaskólahúsið verður afhent 1. ágúst n.k. Ingjaldur Arn- þórsson, forstöðumaður Varpholts, sagði að um yrði að ræða langtíma- meðferðarheimili fyrir stúlkur á aldrinum 13 til 18 ára. í Varpholti er gert ráð fyrir 6 unglingum en þar hafa að undanfömu verið 8 ung- menni. A hinu nýja heimili í Eyja- fjarðarsveit verður pláss fyrir 10 stúlkur. Kvennasamband Akureyrar Morgunblaðið/Margrét Þóra Sigfríður Inga Karlsdóttir, deildarstýra í mæðravemd Heilsugæslu- stöðvarinnar á Akureyri, sýnir stjórnarkonum í Kvennasambandi Akur- eyrar hvað tækin sem þær gáfu gera. Frá vinstri er Guðrún Sigurðar- dóttir, þá Kristrún Bergsveinsdóttir, Margrét Kröyer, Kristjana Jónsdóttir og Helga Rósantsdóttir, en Sigfríður Inga er lengst til hægri. Heilsugæslustöð fær góðar gjafír Listasafnið á Akureyri Barnæska í íslenskri myndlist NÝ sýning verður opnuð í Listasafninu á Akureyri í kvöld, föstudagskvöldið 24. mars kl. 20. Hún ber yfir- skriftina: Sjónauki 11, Barn- æska í íslenskri myndlist og Barnið: Ég. Hlutverk sjónaukanna er að ljá gestarýnum tækifæri til að koma á framfæri sjón- armiðum sínum með því að velja myndir á sýningu og fjalla um þær á fræðilegan hátt. Að þessu sinni tóku þrír starfsmenn kennaradeildar Háskólans á Akureyri að sér að kanna hvort sömu tilhneig- inga gætti við lýsingar á börnum í íslenskri myndlist og alþjóðlegri. Þetta eru þau Chia-jung Tsai listfræðingur, Guðmundur Heiðar Frí- mannsson, heimspekingur og deildarforseti, og Kristján Kristjánsson, prófessor í heimspeki. I vestursal safnsins gefur að líta afrakstur af listrænni vinnu barna sem fengu það verkefni, undir handleiðslu Rósu K. Júlíusdóttur við Myndlistaskólann á Akureyri, að lýsa sjálfum sér í starfi og leik. Auk barnanna eiga 30 listamenn verk á sýningunni. Listasafnið er opið þriðju- daga til fimmtudaga frá 14 til 18, föstudag og laugardag frá kl. 14 til 22 og á sunnudögum frá 14 til 18. STJÓRN Kvennasambands Akur- eyrar færði Heilsugæslustöðinni á Akureyri nokkur tæki að gjöf; sí- rita til að mæla hjartslátt fósturs, hvíldarstól, handtæki til að hlusta hjartslátt og tæki til þvagskimunar. Guðrún Sigurðardóttir, formað- ur Kvennasambands Akureyrar, sagði að ákveðið hefði verið fyrir um tveimur árum að safna fé til kaupa á nýju sónartæki fyrir mæðravernd Heilsugæslustöðvar- innar þar sem það sem fyrir er þótti úr sér gengið. Leitað var til um 50 félaga á svæðinu, m.a. kvenfélaga og verkalýðsfélaga, og var erindinu vel tekið en um 209 félög lögðu málefninu lið. Síðar var horfið frá því að kaupa nýtt sónartæki og áð- urnefnd tæki keypt þess í stað, en þau munu koma heilsugæslustöð- inni að góðum notum. Fjögur kvenfélög standa að Kvennasambandi Akureyrar, eða kvenfélögin Baldursbrá, Eining, Framtíðin og Hlíf. -----I-H---- Tónleikar strengja- deildar STRENGJADEILD Tónlistarskól- ans á Akureyri heldur tónleika á sal Brekkuskóla (gagnfræðaskólahús- inu) á laugardag, 25. mars, kl. 16. Leikið verður á fiðlu, lágfiðlu, selló og kontrabassa. Að tónleikunum loknum verður foreldrafélag strengjadeildar með kaffisölu. Að- gangur að tónleikunum er ókeypis. Kristján Gunnarsson í verkfæra- herberginu. Altítt var að eld- smiðir smiðuðu eigin verkfæri. Morgunblaðið/Egfll Egilsson Með fyrstu símunum á Þingeyri. Síminn var notaður á milli húsa. Eldsmíði að gömlum hætti VÉLA- og bílaþjónusta Kristjáns á Þingeyri hefur tekið að sér viðgerðir á svokölluðum „stakkettum", eða málmgrindverkum, við leiðin í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík. Stakkettin hafa legið undir skemmdum, en til þess að lag- færa þau þarf að notast við vinnulag og tækni eldsmiða, sem ekki tíðkast lengur og engar eldsmiðjur eru starfandi í dag. Kristján Gunnarsson, vélvirkja- meistari á Þingeyri, er einn fárra starfandi eldsmiða í dag og hefur tekið þessar viðgerðir að sér, en verkið er talið nema 3-4 ársverkum. Að sögn Kristjáns var vélsmiðjan þekkt á sínum tíma fyrir eldsmíði, og það væri eflaust ástaeðan fyrir því að þetta óvænta verkefni hefði borist þeim í hendur. Hann segir að viðgerðin sé viða- mikið og jafnframt erfitt verk. Taka þarf mót af þeim grindverkum sem verst eru farin og steypa þau upp á nýjan leik. Ákveðna tækni þarf til að steypa mótin, mikið sé um smáatriði og engar teikningar liggi fyrir sem hægt sé að ganga í. Verkefnið krefst þess einnig að ráða þarf bæði vélsmiði og eldsmiði til verksins, sem ólíklegt má teljast að séu starfandi í dag. Kristján telur ekki ólíklegt að ráðast megi í svipuð verkefni víða á landsbyggðinni í framhaldi af þessu verki, enda séu víða kirkjugarðar með svipuðum leiðisgrindum. Vélsmiðjan var rekin frá árinu 1913 undir nafninu Vélsmiðja Guð- mundar J. Sigurðssonar, eða allt þar til Kristján tók við rekstrinum árið 1995. Nú er hefðbundin framleiðsla vélsmiðjunnar fólgin í ýmsum hlut- um úr steypujárni fyrir útgerðina, t.d. koppum, línuskífum, netaskífum og ýmsu fleiru. Éldsmiðjan er í nánast uppruna- legu horfi í vélsmiðjunni og er vin- sælt meðal ferðamanna að kíkja í heimsókn til að kynnast gömlu hand- bragði eldsmiðanna. Kristnitökuhátíð á Eskifirði HALDIN verður Kristnihátíð á Eskifirði sunnudaginn 26. mars. Hefst hún með hátíðarmessu kl. 14 í nýbyggingu Kirkju- og menningar- miðstöðvar í Bleiksárgih. Byggingaframkvæmdir hafa stað- ið yfir frá því í sumar leið. Þar hefur Gísli Stefánsson farið fyrir af hálfu Byggðarholtsmanna og annarra verktaka. Síðustu hönd er verið að leggja á innréttingu kirkjuskips og senn lokið við forstofu, snyrtingar, fundarherbergi og eldhús. Hefur sér- staklega verið hugað að hljómburði hússins í allri hönnun. A kristnitöku- afmælishátíð sóknarinnar gefst fólki kostur á að fylgjast með framvindu byggingar. Sóknin mætir nýrri öld með nýjum og glæsilegum helgidómi sem jafnframt verður menningarhús Fjarðabyggðar. Eins og áður hefur fram komið er stefnt að vígslu bygg- ingar þann 24. september nk. Kirkjukórar í Fjarðabyggð annast og leiða söng ásamt hljómsveit og organistum. Hljóðfæraleikarar, nemendur og kennarar sjá m.a. um undirleik og einsöng. Sóknarprestar í Fjarðabyggð munu þjóna fyrir altari og sóknarprestur prédika. Að athöfn lokinni verða kaffiveitingar í boði sóknamefndar ásamt tilheyrandi dagskrá. Settar verða upp sýningar í grunn- skóla Eskifjarðar er stendur opinn sunnudag 26. mars frá kl. 17-19. Gef- ur þar að líta sýnishom af handverki nemenda gmnnskóla Eskifjarðar, gert í þemaviku um kristnitöku sl. haust. Þá er þar farandsýning, Kirkjur á Austurlandi, sett saman af Pétri Sörenssyni, ljósmyndara, að tilstuðlan afmælisnefndar á Austur- landi, um 1000 ára kristnitöku á Austurlandi. Síðast en ekki síst er myndasýning, ágrip af sögu Hólma- sóknar, tilurð fríkirkju og stofnun Eskifjarðar- og Reyðarfjarðarsókna, myndir af prestum sem þjónað hafa fyrir altari frá miðri 19. öld. Síðast talda sýningin er framlag menningarnefndar Fjarðabyggðar til kristnihátíðar í prestakalhnu og unnin í samstarfi við Hilmar Bjarna- son safnvörð á Eskifirði, minjavörð á Austurlandi, Guðnýju Zoega og Pét- ur Sörensson, ljósmyndara. Verður fólki gefinn kostur á því að pjóta þeirrar sýningar a.m.k. fram eftir ári. LISTMUNAUPPBOÐ SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 5. MARS KL. 20.00 Á HÓTEL SÖGU VINSAMLEGA KOMIÐ OG SKOÐIÐ VERKIN í GALLERÍI FOLD, RAUÐARÁRSTÍG 14 - 16, í DAG KL. 10.00 - 18.00, Á MORGUN KL. 10.00 - 17.00 EÐA Á SUNNUDAGINN KL. 12.00 - 17.00. SELD VERÐA UM 100 VERK, ÞAR Á MEÐAL FJÖLMÖRG VERK GÖMLU MEISTARANNA. ART CALLERY Rauðarárstíg 14-16, sími 551 0400.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.