Morgunblaðið - 24.03.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.03.2000, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Rætt um breytt rekstrarfyrirkomulag sparisjóðanna á aðalfundi Sparisjóðs Keflavikur Sparisjóðirnir eigi frumkvæðið Á AÐALFUNDI Sparisjóðsins í Keflavík, sem fram fór í síðustu viku, ræddi Geirmundur Kristins- son, sparisjóðsstjóri, í ræðu sinni um nokkra möguleika á breyttu rekstrarfyrirkomulagi sparisjóð- anna og jafnvel hlutafjárvæðingu. Spunnust miklar umræður um mál- ið á fundinum. Geirmundur segir í samtali við Morgunblaðið að stofnfjáraðilar Sparisjóðsins hafí tekið mjög vel í hugmyndir hans á fundinum. Flest- ir sem tóku til máls hafi talið tíma- bært að endurskoða rekstrarform sparisjóðanna og færa það í þann búning sem henti nútíma viðskipta- háttum. „Fundarmenn hvöttu stjórn Sparisjóðsins í Keflavík til að hafa frumkvæði að opinni umræðu um breytingar á rekstrarfyrir- komulagi.“ Geirmundur segir að eignarhald sparisjóðanna hafi lengi verið í umræðunni. „Ráðherra kom inn á þetta í grein í Morgunblaðinu ekki alls fyrir löngu. Fyrir dyrum stendur að samræma lög um banka og sparisjóði og þar verður eflaust tekist á um breytt eignarhald spari- sjóðanna. Hvort þetta verður gert valkvætt eður ei. Einnig er sá möguleiki fyrir hendi að einhverjir sparisjóðir sameinist, þó sérstak- lega hinir stóru,“ segir Geirmundur. Góð afkoma Sparisjóðsins m.a. vegna tekna af hlutabréfaeign Eindreginn vilji var á fundinum að sparisjóðirnir hefðu frumkvæði að því að ræða við stjórnvöld um þessar breytingar, áður en gripið yrði til lagasetningar, að sögn Geir- mundar. Lagt var til á aðalfundinum að haldinn yrði aukafundur með stofn- fjárfestum sem fyrst, þar sem farið yrði sérstaklega yfir hugmyndir um breytt rekstrarfyrirkomulag Spari- sjóðsins. Geirmundur segist fagna góðri afkomu Sparisjóðsins í Keflavík á síðasta ári, en mikil hagnaðaraukn- ing varð á milli ára. „Þetta varð þrátt fyrir að rúmar 43 milljónir króna hefðu runnið í lífeyrisskuld- bindingar. Þessi hagnaðarauki staf- ar fyrst og fremst af auknum tekjum af hlutabréfaeign og öðrum eignarhlutum, ásamt gengishagn- aði.“ Um horfur á þessa ári segir Geir- mundur að hann sé bjartsýnn á að rekstrarafkoman verði eins góð í ár og á árinu 1999. Stjórn Sparisjóðs Keflavíkur var öll endurkjörin á að- alfundinum. Átök í sænsku stjórninni um breiðbandsflárfestingar Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. STJÓRNARFRUMVARPI um upplýsingatækni, sem leggja átti fram í sænska þinginu í gær, hefur verið frestað um viku og um leið stjómarfrumvarpi um sölu á 49 prósentum í Telia, sænska ríkis- símafyrirtækinu. Ástæðan er ósamkomulag Björns Rosengren atvinnuráðherra, sem leggur frum- varpið fram, og Bosse Ringholm fjármálaráðherra um fjármagn til breiðbandsframkvæmda. Málið er snúið fyrir sænsku stjórnina, þar sem inn í það blandast bæði metn- aður til að búa vel að upplýsinga- tækni og byggðastefna. Ætlun Björns Rosengren var að hagnaður af sölu sænsku stjórnar- innar á 49 prósentum í Telia yrði notaður til að fjármagna breið- bandslögn. Undir þetta hafa bæði Umhverfisflokkurinn og Vinstri- flokkurinn tekið, en þeir flokkar styðja minnihlutastjórn jafnaðar- manna. Rosengren lýsti því yfir á þriðjudagskvöldið að hann hygðist fresta frumvarpinu um viku. I Dagens Nyheter í gær er haft eftir honum að ástæðan sé sú að frum- varpið um upplýsingatækni snúist um háar fjárhæðir, sem hann telur sig ekki enn hafa fengið. í upp- kasti frumvarpsins var talað um 7,5 milljarða sænskra króna, en talið er að Rosengren hafi hug á 14 milljörðum. Ringholm fjármálaráðherra hef- ur aðrar ætlanir með söluhagnað- inn af Telia og kýs að nota hann til að greiða niður skuldir sænska ríkisins. Hans hugmynd var að at- vinnuráðuneytið ætti að nýta eigið fé til að fjármagna breiðbandið og taka það þá af fé ætluðu í byggð- astefnu. Þótt svo virðist sem Ringholm hafi haft betur í viðureigninni við atvinnuráðherrann á endanleg nið- urstaða eftir að koma í ljós. Þing- flokkur jafnaðarmanna styður hugmyndir Rosengren auk stuðn- ingsflokkanna tveggja. Þingmenn- irnir eru margir hverjir óánægðir með að tekið verði af byggðast- efnufé og þar með þrengt að öðr- um málum. Breiðbandið sé einmitt mjög mikilvægt fyrir byggðastefn- una og því eigi að koma til þess aukaframlag. I Morgunveröarfundur á Hótel Sögu Þriðjudaginn 28. mars 2000, kl. 8:00 - 9:30 í Sunnusal Hótels Sögu BREYTINGAR A SAMKEPPNISLÖGGJÖF • Er breytinga þörf á sviði samkeppnismála? • í hveiju felast breytingar þær sem lagðar hafa verið ffam á Alþingi? • Hvaöa áhrif gætu þær haft? • Hvemig munu fyrirtækin bregðast við? FRAMSÖGUMENN: _____________________________________________ Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar Þórunn Guömundsdóttir, hæstaréttarlögmaöur Ómar Benediktsson, ffamkvæmdastjóri íslandsflugs hf. Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 2.000,- Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er að tilkynna þátttöku fyrirffam i síma 510 7100 eða bréfasíma 568 6564 eöa meö tölvupósti mottaka@chamber.is. , VERSLUNARRAÐ ISLANDS Skipulag Vöku Helgafells - mars 2000 STJÓRN ________i_______ Framkvæmdastjóri Tímarit Safnefni Hljóð og mynd Nýmiðlun Verslun Sölumiðstöð Dreifing Aðstoðar- framkvæmdastjóri r i 1 2 n c> 1 H C <0 1 8 5 a § ii 1 fa c o o ! sg 1 f <n 1 I 1 Bækur Iceland Review o g Vaka-Helga- fell sameinast Nýtt stjórnskipulag tekur gildi ÚTGÁFU- og miðlunarfyrirtæk- ið Vaka-Helgafell og tímarita- og bókaútgáfufyrirtækið Iceland Review hafa nú verið sameinuð eftir þriggja mánaða samruna- ferli. Sameinuðu fyrirtæki, sem starfar undir nafni Vöku-Helga- fells, er nú stýrt samkvæmt nýju skipulagi. Unnið hefur verið að því að finna húsnæði þar sem öll al- menn starfsemi Vöku-Helgafells gæti verið á einum stað en ekki er ljóst hvenær því takmarki verður náð. Starfsemi fyrirtæk- isins er nú á fjórum stöðum í Reykjavík, yfirstjórn, stoðsvið og hluti sölumiðstöðvar í Síðum- úla 6, hinn hluti sölumiðstöðvar í Síðumúla 8, ritstjórnir bókaút- gáfu, tímarita, safnefnis og tón- listarútgáfu í Nóatúni 17, auk hönnunarstofu, en þar var starf- semi útgáfufyrirtækisins Icel- and Review áður til húsa. Þá er dreifingarmiðstöð í Síðumúla 27. Áhersla á blandaða stjórnun og samstarf sviða Starfsemi Vöku-Helgafells hf. hefur verið skipt í átta rekstrar- einingar, eins og fram kemur á meðfylgjandi mynd. Vaka- Helgafell hefur í allmörg ár ver- ið rekið sem alhliða útgáfu- og miðlunarfyrirtæki og sent á markað fjölbreytt efni í ólíku formi: Bækur, blöð, tímarit, safnefni, geisladiska og fleira. Með nýju skipulagi eru skil milli þessara miðlunarforma orðin skýrari en áður var og verður áhersla lögð á blandaða stjórn- un og stöðugt samstarf milli sviða og rekstrareininga. Stjórn Vöku-Helgafells hf. skipa Ólafur Ragnarsson, fyrr- um framkvæmdastjóri Vöku- Helgafells, formaður, Guðflnna S. Bjarnadóttir, rektor Háskól- ans í Reykjavík, varaformaður, og auk þeirra sitja í stjórn Böð- var Þórisson, markaðsstjóri Flögu, Kristján B. Thorlacius, héraðsdómslögmaður og Ólafur Jóhann Ólafsson, stjórnarfor- maður Time Warner Digital Media. Framkvæmdastjóri fyr- irtækisins er Bernhard A. Pet- ersen og aðstoðarframkvæmda- stjóri Pétur Már Ólafsson. Fjórum stoðsviðum stýra for- stöðumenn. Hið fyrsta þeirra er fjármála-, upplýsinga- og starfs- mannasvið en verið er að ráða forstöðumann þess, næst er markaðs- og jjróunarsvið, sem Kjartan Örn Olafsson stýrir, þá framleiðslusvið undir stjórn Unnar Ágústsdóttur og útgáfu- og réttindasvið en Pétur Már Ólafsson aðstoðarframkvæmda- stjóri er jafnframt forstöðumað- ur þess. Átta rekstrareiningar Þá er starfseminni skipt upp í átta rekstrareiningar sem hverri er stýrt af rekstrarstjóra. í einingunni Bækur eru gefnar út bækur undir forlagsnöfnum Vöku-Helgafells, Lögbergs, Iceland Review og Almenna bókafélagsins. Tímarit eru samtals átta: Iceland Review, Atlantica, Icel- and Business, Ský, Andrés Önd, Myndasögusyrpa, Bangsímon og Innsýn, kynningarrit klúbba fyrirtækisins. Þrenns konar safnefni er gefið út á spjöldum. Undir rekstrareininguna Hljóð og mynd heyrir m.a. Tónlistar- klúbbur Vöku-Helgafells, auk hljómplötuútgáfu. Nýmiðlun nær jrfir kynningarvefí Vöku- Helgafells og Iceland Review á Netinu ásamt daglegri frétta- þjónustu á ensku á Netinu og netverslun í tengslum við frétta- vefinn. Undir rekstrareininguna Verslun fellur verslun forlagsins í Síðumúla. Sölumiðstöð hefur nýverið verið sett á fót og á hennar veg- um var sameinuð síma- og far- andsala bóka, símasala áskrifta að tímaritum og safnefni, auglýsingasala fyrir tímarit fyr- irtæksins og sala útgáfuefnis til bókaverslana. Dreifing er áttunda rekstrar- einingin en undir hana heyrir Dreifingarmiðstöð Vöku-Helga- fells sem annast alla almenna bókadreifingu fyrirtækisins, dreifingu safnefnis og bóka frá klúbbum fyrirtækisins um um- boðsmannanet sem nær til höf- uðborgarsvæðisins og stærstu kaupstaða landsins. Auk þess sér miðstöðin um innflutning og dreifingu um 60 erlendra tíma- rita sem flutt eru til landsins á hennar vegum. Þessi verkefni munu síðar á þessu ári falla inn í starfsemi Dreifíngarmiðstöðv- arinnar ehf., sem nýlega var stofnuð og er í eigu Vöku- Helgafells og Máls g menning- ar en hvort fyrirtæki á 50% í nýju Dreifingarmiðstöðinni. ;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.