Morgunblaðið - 24.03.2000, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Rætt um breytt rekstrarfyrirkomulag sparisjóðanna
á aðalfundi Sparisjóðs Keflavikur
Sparisjóðirnir eigi
frumkvæðið
Á AÐALFUNDI Sparisjóðsins í
Keflavík, sem fram fór í síðustu
viku, ræddi Geirmundur Kristins-
son, sparisjóðsstjóri, í ræðu sinni
um nokkra möguleika á breyttu
rekstrarfyrirkomulagi sparisjóð-
anna og jafnvel hlutafjárvæðingu.
Spunnust miklar umræður um mál-
ið á fundinum.
Geirmundur segir í samtali við
Morgunblaðið að stofnfjáraðilar
Sparisjóðsins hafí tekið mjög vel í
hugmyndir hans á fundinum. Flest-
ir sem tóku til máls hafi talið tíma-
bært að endurskoða rekstrarform
sparisjóðanna og færa það í þann
búning sem henti nútíma viðskipta-
háttum. „Fundarmenn hvöttu
stjórn Sparisjóðsins í Keflavík til að
hafa frumkvæði að opinni umræðu
um breytingar á rekstrarfyrir-
komulagi.“ Geirmundur segir að
eignarhald sparisjóðanna hafi lengi
verið í umræðunni. „Ráðherra kom
inn á þetta í grein í Morgunblaðinu
ekki alls fyrir löngu. Fyrir dyrum
stendur að samræma lög um banka
og sparisjóði og þar verður eflaust
tekist á um breytt eignarhald spari-
sjóðanna. Hvort þetta verður gert
valkvætt eður ei. Einnig er sá
möguleiki fyrir hendi að einhverjir
sparisjóðir sameinist, þó sérstak-
lega hinir stóru,“ segir Geirmundur.
Góð afkoma Sparisjóðsins m.a.
vegna tekna af hlutabréfaeign
Eindreginn vilji var á fundinum
að sparisjóðirnir hefðu frumkvæði
að því að ræða við stjórnvöld um
þessar breytingar, áður en gripið
yrði til lagasetningar, að sögn Geir-
mundar.
Lagt var til á aðalfundinum að
haldinn yrði aukafundur með stofn-
fjárfestum sem fyrst, þar sem farið
yrði sérstaklega yfir hugmyndir um
breytt rekstrarfyrirkomulag Spari-
sjóðsins.
Geirmundur segist fagna góðri
afkomu Sparisjóðsins í Keflavík á
síðasta ári, en mikil hagnaðaraukn-
ing varð á milli ára. „Þetta varð
þrátt fyrir að rúmar 43 milljónir
króna hefðu runnið í lífeyrisskuld-
bindingar. Þessi hagnaðarauki staf-
ar fyrst og fremst af auknum
tekjum af hlutabréfaeign og öðrum
eignarhlutum, ásamt gengishagn-
aði.“
Um horfur á þessa ári segir Geir-
mundur að hann sé bjartsýnn á að
rekstrarafkoman verði eins góð í ár
og á árinu 1999. Stjórn Sparisjóðs
Keflavíkur var öll endurkjörin á að-
alfundinum.
Átök í sænsku stjórninni um
breiðbandsflárfestingar
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
STJÓRNARFRUMVARPI um
upplýsingatækni, sem leggja átti
fram í sænska þinginu í gær, hefur
verið frestað um viku og um leið
stjómarfrumvarpi um sölu á 49
prósentum í Telia, sænska ríkis-
símafyrirtækinu. Ástæðan er
ósamkomulag Björns Rosengren
atvinnuráðherra, sem leggur frum-
varpið fram, og Bosse Ringholm
fjármálaráðherra um fjármagn til
breiðbandsframkvæmda. Málið er
snúið fyrir sænsku stjórnina, þar
sem inn í það blandast bæði metn-
aður til að búa vel að upplýsinga-
tækni og byggðastefna.
Ætlun Björns Rosengren var að
hagnaður af sölu sænsku stjórnar-
innar á 49 prósentum í Telia yrði
notaður til að fjármagna breið-
bandslögn. Undir þetta hafa bæði
Umhverfisflokkurinn og Vinstri-
flokkurinn tekið, en þeir flokkar
styðja minnihlutastjórn jafnaðar-
manna.
Rosengren lýsti því yfir á
þriðjudagskvöldið að hann hygðist
fresta frumvarpinu um viku. I
Dagens Nyheter í gær er haft eftir
honum að ástæðan sé sú að frum-
varpið um upplýsingatækni snúist
um háar fjárhæðir, sem hann telur
sig ekki enn hafa fengið. í upp-
kasti frumvarpsins var talað um
7,5 milljarða sænskra króna, en
talið er að Rosengren hafi hug á
14 milljörðum.
Ringholm fjármálaráðherra hef-
ur aðrar ætlanir með söluhagnað-
inn af Telia og kýs að nota hann til
að greiða niður skuldir sænska
ríkisins. Hans hugmynd var að at-
vinnuráðuneytið ætti að nýta eigið
fé til að fjármagna breiðbandið og
taka það þá af fé ætluðu í byggð-
astefnu.
Þótt svo virðist sem Ringholm
hafi haft betur í viðureigninni við
atvinnuráðherrann á endanleg nið-
urstaða eftir að koma í ljós. Þing-
flokkur jafnaðarmanna styður
hugmyndir Rosengren auk stuðn-
ingsflokkanna tveggja. Þingmenn-
irnir eru margir hverjir óánægðir
með að tekið verði af byggðast-
efnufé og þar með þrengt að öðr-
um málum. Breiðbandið sé einmitt
mjög mikilvægt fyrir byggðastefn-
una og því eigi að koma til þess
aukaframlag.
I
Morgunveröarfundur á Hótel Sögu
Þriðjudaginn 28. mars 2000, kl. 8:00 - 9:30 í Sunnusal Hótels Sögu
BREYTINGAR A
SAMKEPPNISLÖGGJÖF
• Er breytinga þörf á sviði samkeppnismála?
• í hveiju felast breytingar þær sem lagðar hafa verið ffam á Alþingi?
• Hvaöa áhrif gætu þær haft?
• Hvemig munu fyrirtækin bregðast við?
FRAMSÖGUMENN: _____________________________________________
Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar
Þórunn Guömundsdóttir, hæstaréttarlögmaöur
Ómar Benediktsson, ffamkvæmdastjóri íslandsflugs hf.
Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 2.000,-
Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er
að tilkynna þátttöku fyrirffam i síma 510 7100
eða bréfasíma 568 6564 eöa meö tölvupósti
mottaka@chamber.is. ,
VERSLUNARRAÐ ISLANDS
Skipulag Vöku Helgafells - mars 2000
STJÓRN
________i_______
Framkvæmdastjóri
Tímarit
Safnefni
Hljóð og mynd
Nýmiðlun
Verslun
Sölumiðstöð
Dreifing
Aðstoðar-
framkvæmdastjóri
r i 1 2 n c> 1
H C <0 1 8 5 a §
ii 1 fa c o o !
sg 1 f <n 1 I 1
Bækur
Iceland Review
o g Vaka-Helga-
fell sameinast
Nýtt stjórnskipulag tekur gildi
ÚTGÁFU- og miðlunarfyrirtæk-
ið Vaka-Helgafell og tímarita-
og bókaútgáfufyrirtækið Iceland
Review hafa nú verið sameinuð
eftir þriggja mánaða samruna-
ferli. Sameinuðu fyrirtæki, sem
starfar undir nafni Vöku-Helga-
fells, er nú stýrt samkvæmt
nýju skipulagi.
Unnið hefur verið að því að
finna húsnæði þar sem öll al-
menn starfsemi Vöku-Helgafells
gæti verið á einum stað en ekki
er ljóst hvenær því takmarki
verður náð. Starfsemi fyrirtæk-
isins er nú á fjórum stöðum í
Reykjavík, yfirstjórn, stoðsvið
og hluti sölumiðstöðvar í Síðum-
úla 6, hinn hluti sölumiðstöðvar
í Síðumúla 8, ritstjórnir bókaút-
gáfu, tímarita, safnefnis og tón-
listarútgáfu í Nóatúni 17, auk
hönnunarstofu, en þar var starf-
semi útgáfufyrirtækisins Icel-
and Review áður til húsa. Þá er
dreifingarmiðstöð í Síðumúla 27.
Áhersla á blandaða
stjórnun og samstarf sviða
Starfsemi Vöku-Helgafells hf.
hefur verið skipt í átta rekstrar-
einingar, eins og fram kemur á
meðfylgjandi mynd. Vaka-
Helgafell hefur í allmörg ár ver-
ið rekið sem alhliða útgáfu- og
miðlunarfyrirtæki og sent á
markað fjölbreytt efni í ólíku
formi: Bækur, blöð, tímarit,
safnefni, geisladiska og fleira.
Með nýju skipulagi eru skil milli
þessara miðlunarforma orðin
skýrari en áður var og verður
áhersla lögð á blandaða stjórn-
un og stöðugt samstarf milli
sviða og rekstrareininga.
Stjórn Vöku-Helgafells hf.
skipa Ólafur Ragnarsson, fyrr-
um framkvæmdastjóri Vöku-
Helgafells, formaður, Guðflnna
S. Bjarnadóttir, rektor Háskól-
ans í Reykjavík, varaformaður,
og auk þeirra sitja í stjórn Böð-
var Þórisson, markaðsstjóri
Flögu, Kristján B. Thorlacius,
héraðsdómslögmaður og Ólafur
Jóhann Ólafsson, stjórnarfor-
maður Time Warner Digital
Media. Framkvæmdastjóri fyr-
irtækisins er Bernhard A. Pet-
ersen og aðstoðarframkvæmda-
stjóri Pétur Már Ólafsson.
Fjórum stoðsviðum stýra for-
stöðumenn. Hið fyrsta þeirra er
fjármála-, upplýsinga- og starfs-
mannasvið en verið er að ráða
forstöðumann þess, næst er
markaðs- og jjróunarsvið, sem
Kjartan Örn Olafsson stýrir, þá
framleiðslusvið undir stjórn
Unnar Ágústsdóttur og útgáfu-
og réttindasvið en Pétur Már
Ólafsson aðstoðarframkvæmda-
stjóri er jafnframt forstöðumað-
ur þess.
Átta rekstrareiningar
Þá er starfseminni skipt upp í
átta rekstrareiningar sem
hverri er stýrt af rekstrarstjóra.
í einingunni Bækur eru gefnar
út bækur undir forlagsnöfnum
Vöku-Helgafells, Lögbergs,
Iceland Review og Almenna
bókafélagsins.
Tímarit eru samtals átta:
Iceland Review, Atlantica, Icel-
and Business, Ský, Andrés Önd,
Myndasögusyrpa, Bangsímon og
Innsýn, kynningarrit klúbba
fyrirtækisins. Þrenns konar
safnefni er gefið út á spjöldum.
Undir rekstrareininguna Hljóð
og mynd heyrir m.a. Tónlistar-
klúbbur Vöku-Helgafells, auk
hljómplötuútgáfu. Nýmiðlun
nær jrfir kynningarvefí Vöku-
Helgafells og Iceland Review á
Netinu ásamt daglegri frétta-
þjónustu á ensku á Netinu og
netverslun í tengslum við frétta-
vefinn. Undir rekstrareininguna
Verslun fellur verslun forlagsins
í Síðumúla.
Sölumiðstöð hefur nýverið
verið sett á fót og á hennar veg-
um var sameinuð síma- og far-
andsala bóka, símasala áskrifta
að tímaritum og safnefni,
auglýsingasala fyrir tímarit fyr-
irtæksins og sala útgáfuefnis til
bókaverslana.
Dreifing er áttunda rekstrar-
einingin en undir hana heyrir
Dreifingarmiðstöð Vöku-Helga-
fells sem annast alla almenna
bókadreifingu fyrirtækisins,
dreifingu safnefnis og bóka frá
klúbbum fyrirtækisins um um-
boðsmannanet sem nær til höf-
uðborgarsvæðisins og stærstu
kaupstaða landsins. Auk þess
sér miðstöðin um innflutning og
dreifingu um 60 erlendra tíma-
rita sem flutt eru til landsins á
hennar vegum. Þessi verkefni
munu síðar á þessu ári falla inn
í starfsemi Dreifíngarmiðstöðv-
arinnar ehf., sem nýlega var
stofnuð og er í eigu Vöku-
Helgafells og Máls g menning-
ar en hvort fyrirtæki á 50% í
nýju Dreifingarmiðstöðinni.
;