Morgunblaðið - 24.03.2000, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
ERLENT
Búnaður Stjörnu-Odda
vekur athygli erlendis
BANDARÍSKA vísindablaðið New
Scientist greinir í nýjasta tölublaði
sínu frá mikilvægi búnaðar sem
Stjömu-Oddi hefur þróað og hann-
að til að merkja fiska niður á allt að
1.000 metra dýpi. „Petta er virt
vísindarit sem er dreift i miklu
magni um allan heim og því er um
gífurlega mikla og jákvæða kynn-
ingu að ræða,“ segir Sigmar Guð-
björnsson, framkvæmdastjóri
Stjörnu-Odda.
Sigmar segir að öll kynning sé
mikilvæg og umfjöllunin í New
Scientist skipti miklu máli enda
hafi tímarit víðs vegar um heiminn
fylgt í fótsporin, þar á meðal World
Fishing, netfréttabréfin Ocean-
space og Environment Network
News auk þess sem blöð eins og
Fishing News International, Sea
Technology, Ocean News & Techn-
ology, Fisheries Product News,
Fiskeren í Noregi og Ingeniören í
Danmörku ætli að fjalla um málið.
„Við erum að teygja okkur lengra
en aðrir í rannsóknum á sjávarauð-
lindinni og erum núna í fram-
leiðsluþróun en umfjöllunin er ekki
aðeins mikilvæg fyrir okkur heldur
fyrir ímynd íslenskra sjávaraf-
urða.“
Stjörnu-Oddi, Hafrannsókna-
stofnun og Grandi hf. hafa starfað
að umræddu verkefni með stuðn-
ingi frá Rannsóknarráði íslands.
„Ef ekki hefði komið til styrkur frá
Rannís á sínum tíma hefði þetta
ekki orðið eldra,“ segir Sigmar.
„Trúin á verkefnið var til staðar og
tekin var áhætta en nú erum við að
uppskera árangurinn. Á döfinni er
að ljúka þróuninni á búnaðinum og
undirbúa okkur þannig að við get-
um farið að merkja fjölda fiska.“
Morgunblaðið/Gunnar
Guðmundur Einarsson aflakló landar gdðum afla eftir vel heppnaðan línuróður.
Guðmundur Einars-
son kominn í 436 tonn
Bolungarvík. Morg-unblaðið.
ÞAÐ er oft líf í tuskunum þegar smá-
bátamir í Bolungarvík koma að til að
landa. Aflabrögð hafa verið mjög góð
að undanförnu, þó tíðarfarið hafi
verið leiðinlegt hefur ekki verið lang-
varandi gæftaleysi það sem af er
marsmánuði.
Frá Bolungarvík eru gerðir út
um fimmtán svo kallaðir hraðfiski-
bátar sem flestir róa með línu yfir
vetrarmánuðina og hafa þeir aflað
mjög vel, t.d. var heildarafli þessara
báta um 500 lestir í febrúar. Einn
þeirra er Guðmundur Einarsson
sem gerir út 5,9 lesta Viking 800,
Guðmund Einarsson ÍS.
5,4 tonn að meðaltali
í róðri í mars
Fréttaritari hitti Guðmund er
hann var að koma úr róðri á dögun-
um með 4,3 tonn á 20 bala, þar af
voru um tvö tonn steinbítur sem
Guðmundur kvaðst vera að reyna að
ná í núna þar sem hann væri utan
kvóta.
Guðmundur er ákaflega fengsæll
skipstjóri, aflaði t.d. tæplega 75
tonna í febrúar í 16 róðrum eða hátt í
5 tonn í róðri að meðaltali. Öllu betri
hefur aflinn þó verið hjá honum það
sem af er mars því hann hefur komið
með 65,5 tonn að landi í 12 róðrum
eða 5,4 tonn að meðaltali í róðri.
Það sem af er kvótaárinu hefur
Guðmundur fiskað 436 tonn, þar af
129 tonn af ýsu og 12 tonn af steinbít.
Guðmundur sagðist mest fara þetta
12 til 16 mílur út frá Bolungarvík,
það tæki svona um klukkutíma að
sigla út á miðin en heldur lengri tíma
tæki að sigla með aflann í land.
Færeyjabankamálinu lokið
Den Danske
Bank greiðir
300 milljónir
Kaupmannahöfn. Morgunblaðiö.
MEÐ 300 milljónum danskra króna,
sem Den Danske Bank greiðir
danska ríkinu, var í gær endi bund-
inn á Færeyjabankamálið svokall-
aða. Um leið verður ekkert úr
milljarðastefnu á hendur bankanum
vegna yfirtöku færeysku land-
stjómarinnar 1993 á Færeyja-
banka, dótturbanka Den Danske
Bank, sem síðar kom í ljós að var
skuldugri en landsstjómin áleit
hafa verið upplýst við yfirtökuna.
Bankinn fellst á að greiða féð, en
hafnar því að greiðslan sé viður-
kenning á að bankinn hafi gert eitt-
hvað rangt. Mogens Lykketoft fjár-
málaráðherra lýsti sig í gær
ánægðan með niðurstöðuna, en í
röðum stjórnarandstöðunnar heyrð-
ust óánægjuraddir um að málinu
lyki án þess að nokkur væri dreginn
til ábyrgðar.
Eftir að Den Danske Bank hafði
haft framkvæði að því við Poul
Nyrap Rasmussen forsætisráð-
herra yfirtók færeyska landsstjóm-
in Færeyjabanka í mars 1993. Er
leið á árið kom í ljós að bankinn var
mun verr staddur en virst hafði. I
ágúst hafði landsstjórnin neyðst til
að taka um 2,4 milljarða lán hjá
dönsku stjóminni vegna taps á
bankanum. Árið eftir vora Færeyja-
banki og Sjóvinnubankinn samein-
aðir undir nafninu Færeyjabanki,
sem enn starfar og stendur nú
traustum fótum. Hvað það varðar er
ánægja í Færeyjum með ráðstöfun-
ina, en minni ánægja með að hún
varð mun dýrari en búist var við.
Landstjómin áleit að Den
Danske Bank hefði ekki upplýst
hana að fullu um stöðu bankans og
þar sem hún hafði orðið að taka á
sig miklar fjárhagslegar skuldbind-
ingar vegna yfirtökunnar stefndi
hún bankanum og fór fram á 1,5
milljarða danskra króna í skaðabæt-
ur. Áður hafði bankinn boðið 250
milljónir vegna málsins, en án þess
að viðurkenna að honum bæri
skylda til þess. Skuldir Færeyinga
við Dani nema nú 4,4 milljörðum
danskra króna, en aðeins hluta þess
má relqa til bankayfirtökunnar.
Færeyingar fóra fram á að málið
yrði kannað og það var gert af
danskri nefnd, sem skilaði skýrslu
um málið í ársbyrjun 1998. Skýrslan
benti til tvöfeldni Den Danske Bank
og lausra taka danskra embættis-
manna á málinu, en mat manna var
að hin siðferðilega ábyrgð lægi hjá
forsætisráðherra. Síðar á árinu varð
úr að danska ríkið yfirtók mála-
rekstur gegn bankanum frá lands-
stjórninni, sem í staðinn fékk á ný
efnahagsstuðning frá dönsku
stjórninni. Þegar færeyskir þing-
menn studdu skömmu síðar efna-
hagsaðgerðir dönsku stjórnarinnar
álitu margir að þarna hefðu verið
gerð hrossakaup um þann stuðning.
Lykketoft lykilmaður
Vitað er að Mogens Lykketoft
hefur mjög unnið að því að ná sátt-
um í málinu í stað þess að fara í mál
við bankann, sem hefur heldur ekki
haft áhuga á margra ára dýram
málaferlum. Hvorki Venstre né
íhaldsflokkurinn hyggst styðja
málalokin þegar þau verða tekin
fyrir í fjármálanefnd þingsins, en
heldur ekki greiða atkvæði gegn
þeim og koma þannig í veg fyrir
málalok. Formælendur flokkanna
segja að stjórnin beri ábyrgð á
hvernig málin standa nú. Einnig er
óánægja með að Færeyjabankamál-
inu skuli ljúka án þess að í raun hafi
komið í ljós hjá hverjum ábyrgðin
lá. Það verður svo verkefni sagn-
fræðinga framtíðarinnar að komast
að því hvað gerðist í raun þá mánuði
sem yfirtaka Færeyjabanka var í
bígerð og hvort síðar hafi verið
reynt að hylja einhver spor.
Leiðtogafundur ESB í Lissabon
N et- o g nútíma-
væðing skal efld
Lissabon. AFP.
LEIÐTOGAR Evrópusambandsins,
ESB, freistuðu þess í Lissabon í gær
að koma sér saman um leiðir til að
virkja tækni 21. aldarinnar til að
leggja baráttunni gegn atvinnuleysi
og félagslegu misrétti lið - og gera
Evrópuríkin betur í stakk búin að
veita Bandaríkjunum samkeppni í
framsæknasta geira vestræns efna-
hagslífs, sem byggist á netvæðingu
og hagnýtingu nútíma tölvu- og fjar-
skiptatækni.
Þá ræddu leiðtogamir ennfremur
stöðuna á vestanverðum Balkan-
skaga, þar sem stefna og aðgerðir
ESB- og NATO-ríkjanna hafa ekki
skilað tilætluðum árangri.
Gestgjafi fundarins, Antonio Gut-
erres, forsætisráðherra Portúgals,
sagði að aðildarríkin þyrftu að sam-
einast um stórátak til að gera hinum
þjóðfélagslega lakar stöddu kleift að
taka virkan þátt í tölvutæknivæddu
efnahagslífi 21. aldarinnar. Þykir
það til merkis um hve langt Evrópu-
ríkin era á eftir Bandaríkjunum í
þessari þróun, að um 70% allra net-
viðskipta í heiminum fara fram í
Bandaríkjunum, en aðeins um 20% í
Evrópu.
Upp kom sú tillaga á fundinum, að
ESB-ríkin settu sér það takmark að
ná 3% meðalhagvexti í öllu samband-
inu, en Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, og fleiri settu sig upp á
móti hugmyndum um slík tölulega
fastsett markmið.
Wolfgang Schússel, kanzlari Aust-
urríkis, lýsti því yfir við upphaf fund-
arins, að hann vonaðist til að geta
talið hina leiðtogana á að fallast á að
byrja að draga úr þeim pólitísku
refsiaðgerðum sem hin ESB-ríkin 14
hafa beitt Austurríki frá því Schúss-
el myndaði ríkisstjórn í byrjun febr-
úar með hinum umdeilda Frelsis-
flokki. Virtust þó litlar horfur á að
hann ætti erindi sem erfiði. Vakti at-
hygli, að Schússel - sem er þaulvan-
ur fundahöldum á vettvangi ESB
sem fyrrverandi utanríkisráðherra -
mætti að þessu sinni með bindi í stað
þverslaufu, en hún verið hefur ein-
kenni klæðaburðar hans í gegn um
tíðina. Andstæðingar stjórnarsam-
starfs Þjóðarflokks Schússels og
Frelsisflokksins hafa gert þver-
slaufu að tákni íyrir nýju stjómina.