Morgunblaðið - 24.03.2000, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Yfirmaður NASA fyrir þingnefnd
vegna afdrifa Marsfarsins
Neitar ásökun-
um um yfir-
hylmingu
Washington, AP, AFP, Reuters.
DANIEL Goldin, yfirraaður
NASA, bandarísku geimvísinda-
stofnunarinnar, vísaði í fyrradag
á bug fréttum í fjölmiðlum um að
stofnunin hefði þagað um hönnun-
argalla í Marsfarinu sem hvarf í
desember. Hann viðurkenndi hins
vegar að minni framlög og fækk-
un starfsfólks hjá stofnuninni
hefði aukið hættu á mistökum.
Bandariskir fjölmiðiar hafa síð-
ustu daga flutt fréttir af því að yf-
irmenn hjá NASA hafi vitað um
alvarlegan galla í Marsfarinu áð-
ur en því var skotið á loft. Er
einkum nefnt að litlar eldflaugar
áfastar farinu, sem áttu að hægja
á ferðinni er það kæmi inn til
lendingar á Mars, hafi verið gall-
aðar eða kannski öllu heldur bún-
aðurinn sem átti að kveikja á
þeim. Vegna þess sé líklegt að
geimfarið hafi brotlent á Mars 3.
desember sl.
Goldin kom fyrir vísindanefnd
öldungadeildar Bandaríkjaþings í
fyrradag og sagði þá að vissulega
hefðu menn haft áhyggjur af
flaugunum eða hemlunum og frá
því hefði verið skýrt á blaða-
mannafundi snemma í nóvember,
næstum mánuði áður en Marsfar-
ið átti að lenda. Ferðin þangað
tók alls II mánuði.
Vaxandi gagnrýni
NASA hefur legið undir si'vax-
andi gagnrýni að undanförnu fyr-
ir tíð mistök f geimrannsóknun-
um; fyrir ýmis tæknileg vandamál
sem komið hafa upp í geimferju-
áætluninni og fyrir tafir og
óraunhæfar kostnaðaráætlanir
varðandi smi'ði alþjóðlegu geim-
stöðvarinnar. Það eru þó afdrif
tveggja Marsfara sem fylltu mæl-
inn hjá mörgum.
Marsfarið, sem hvarf í desem-
ber, kostaði rúmlega 12 milljarða
ísl. kr. og nokkruin mánuðum áð-
ur, í september, eyðilagðist annað
sem átti að kanna lofthjúpinn um
reikistjörnuna rauðu. Það kostaði
rúmlega níu milljarða kr. Mistök-
in þykja einstaklega álappaleg því
að þá gleymdist að laga enskar
mælieiningar að mctrakerfinu.
Engin stefnubreyting
Þessi dýru mistök hafa vakið
efasemdir um þá stefnu Goldins
og raunar stjórnvalda að gera
geimrannsóknir „ódýrari, hrað-
virkari og betri“ en Goldin sagði í
fyrradag að engin stefnubreyting
væri fyrirhuguð. Kvaðst mundu
halda áfram að samþykkja áætl-
anir þótt þeim fylgdi nokkur
áhætta. Væri það í samræmi við
vilja bandarískra skattborgara
sem hefði fundist kostnaðurinn
við NASA of mikill.
Goldin viðurkenndi þó að NASA
ætti í nokkrum erfiðleikum vegna
þess að starfsfólkinu hefði verið
fækkað á sama tíma og verkefn-
unum hefði Qölgað og mikil
áhcrsla lögð á að flýta þeim. Af-
leiðingin væri sú að margir
fengju ekki næga þjálfun. Hjá
NASA starfa nú 18.000 manns en
25.000 áður.
Goldin vildi raunar ekki gera of
mikið úr mistökum hjá stofnun-
inni og sagði að frá 1992 hefðu
geimskotin verið 146, metin á
rúmlega 1.300 milljarða ísl. kr.,
og þar af hefðu 10 misfarist.
Kostnaðurinn við þau hefði verið
um 47 milljarðar kr.
Maestro
ÞITT FÉ
HVAR SEM
ÞÚ ERT
Uppstokkun boðuð í flokki þjóðernissinna á Taívan
AP
Chen Shui-bian, nýkjörinn forseti Taívans, lyftir baunaspírukörfum sem kaupsýslumenn færðu honum til að
minna hann á uppruna sinn. Chen er kominn af fátækum bændum.
Formaður Kuom-
intang segir af sér
Taipei. AFP, AP.
LEE Teng-hui, fráfarandi forseti
Taívans, hyggst segja af sér í dag
sem formaður flokks þjóðernissinna,
Kuomintang, hálfu ári fyrr en ráð-
gert var. Margir af flokksbræðrum
Lees höfðu lagt fast að honum að
draga sig strax í hlé og kennt honum
um ósigur flokksins í forsetakosn-
ingunum á laugardag.
Skrifstofustjóri Liens Chans vara-
forseta staðfesti að Lee hygðist láta
af formennsku á skyndifundi mið-
stjórnar flokksins í dag. Lee hafði
ákveðið skömmu eftir kosningarnar
að segja af sér sem formaður flokks-
ins í september, ekki á næsta ári eins
og ráðgert hafði verið fyrir forseta-
kosningarnar. Hann hefur nú fallið
frá þeirri ákvörðun vegna daglegra
mótmæla við höfuðstöðvar flokksins
í Taipei og vaxandi þrýstings frá at-
kvæðamiklum félögum í Kuom-
intang, sem hefur verið við völd á
Taívan í rúma hálfa öld.
Tíðindin urðu til þess að verð taív-
anskra hlutabréfa hækkaði um 5,1%
eftir að hafa lækkað vegna óvissunn-
ar um þróunina í stjómmálum lands-
ins og samskiptunum við kínversk
stjórnvöld. Fjármálasérfræðingar
sögðu að fjárfestar litu á afsögn
Lees sem „merki um stöðugleika og
nýtt upphaf í stjórnmálum landsins".
Talsmaður Kuomintang sagði að
framkvæmdastjóri flokksins, Huang
Kun-hui, og aðstoðarmaður hans
myndu einnig segja af sér á fundi
miðstjómarinnar. Gert er ráð fyrir
þvi að Lien Chan, varaforseti og for-
setaefni Kuomintang í kosningun-
um, verði formaður flokksins þar til
nýr leiðtogi verður kjörinn á flokks-
þingi í júní. Þingmenn Kuomintang
hafa hingað til valið formanninn en
forystumenn flokksins hafa fallist á
kröfu grasrótarinnar um að allir fé-
lagar flokksins fái atkvæðisrétt í
leiðtogakjörinu.
Viðskiptaveldi
Kuomintang rannsakað
Lien lofaði í gær að blása nýju lífi í
Kuomintang og skipa nefnd til að
leggja drög að uppstokkun innan
flokksins. Hann sagði að nefndin
yrði skipuð umbótasinnum, mönnum
með nýjar hugmyndir, og fulltrúum
sem flestra afla í samfélaginu. Þetta
er aðeins í annað sinn sem gerðar
eru verulegar breytingar á Kuom-
intang sem var stofnaður fyrir 106
áram. Komið var á umbótum innan
flokksins árið 1950 eftir rannsókn á
því hvers vegna þjóðernissinnar biðu
ósigur fyrir kommúnistum í borg-
arastyrjöldinni í Kína og urðu að
flýja til Taívans.
Liu Tai-yin, sem hefur stjómað
umdeildu viðskiptaveldi Kuom-
intang, hefur einnig ákveðið að segja
af sér. Flokkurinn hefur verið um-
svifamikill í viðskiptalífinu og áætlað
er að eignir hans nemi 200 milljörð-
um taívanskra dala, andvirði 450
milljarða króna. Umbótanefndinni
er meðal annars ætlað að skoða
þessa starfsemi ofan í kjölinn.
Lee varaforseti galt afhroð í for-
setakosningunum, varð í þriðja sæti
og fékk tæplega helmingi minna
fylgi en sjálfstæðissinninn Chen
Shui-bian, sem var kjörinn næsti for-
seti Taívans. Ósigurinn var meðal
annars rakinn til spillingar innan
stjómai’flokksins og meintra tengsla
ráðamannanna við glæpasamtök.
Stjómvöld í Kína sögðu í gær að
aðalsendifulltrúa þeirra í málefnum
Taívans, Wang Daohan, yrði ekki
heimilað að þiggja boð Taívana um
að vera viðstaddur innsetningu
Chens í forsetaembættið í næsta
mánuði nema þeir samþykktu þá af-
stöðu kommúnistastjórnarinnar í
Peking að aðeins væri til „eitt Kína“.
Chen hefur léð máls á að ræða þessa
kröfu við leiðtoga Kína en hafnað því
að samningaviðræður um bætt sam-
skipti og hugsanlega sameiningu
Taívans og Kína grandvallist á því að
Taívan sé aðeins hérað í Kína. Hann
vill að litið verði á þær sem viðræður
tveggja jafnrétthárra landa.
Kínversk stjórnvöld sögðust einn-
ig vera algjörlega andvíg því að
Chen færi í heimsókn til Bandaríkj-
anna eða annarra ríkja sem hafa
stjórnmálasamband við Kína.
Bandaríska alrikisstjórnin, þrjú ríki og 29 borgir mynda samtök
Kaupa aðeins byssur
með öryggisbúnaði
Washington. AFP.
BANDARÍSK stjórnvöld, þrjú ríki
og 29 borgir hafa samþykkt að
skipta aðeins við þá byssuframleið-
endur sem búa byssurnar nauðsyn-
legum öryggisbúnaði. Gagnrýna þau
jafnframt þingið harðlega fyrir
seinagang í þessum málum.
„Samtök sveitarfélaga um öragg-
ari byssur“ vora stofnuð í fyrradag
og þá tilkynnti Andrew Cuomo hús-
næðismálaráðherra að samtökin
myndu skipta við þá byssuframleið-
endur sem færa að dæmi Smith and
Wesson, stærsta vopnaframleiðanda
í Bandaríkjunum. Fyrir viku setti
fyrirtækið sér nýjar reglur um
byssuöryggi og ábyrgð byssusala til
að draga úr líkum á að byssurnar
lentu í höndum glæpamanna eða
óvita. Þá hefur fyrirtækið lofað því
að innan þriggja ára verði allar byss-
ur með búnaði sem leyfir aðeins eig-
anda þeirra að nota þær. Gegn þessu
hétu alríkisstjórnin og stjórnvöld í
ríkjunum því að falla frá fyrirhuguð-
um málaferlum gegn fyrirtækinu og
efna ekki til nýrra af sömu sökum.
Að samtökunum fyrrnefndu
standa alríkisstjómin, New York,
Maryland og Connecticut og 29
borgir, þar á meðal Los Angeles,
San Francisco, Miami, Atlanta, New
Orleans, Detroit, St. Louis og Hon-
olulu.
Cuomo kvaðst vona að frumkvæði
samtakanna yrði til að knýja þingið
til að samþykkja ný byssulög og
hann minnti á að alríkisstjórnin ein
keypti 20-30% af allri byssufram-
leiðslunni í landinu. Elliot Spitzer,
dómsmálaráðherra í New York-ríki,
nefndi einnig að samtökin nýju væra
miklu stórtækari í kaupum sínum á
byssum en Samtök bandarískra
byssueigenda en þau hafa barist
hart gegn auknu öryggi og eftirliti.
Sumir byssuframleiðendur hafa
nú þegar neitað að fara að dæmi
Smith and Wesson, til dæmis Glock
og Browning, og þingmaðurinn Bob
Barr, andstæðingur aukins eftirlits,
sagði að það hefðu þau gert „í hinum
sanna anda bandarísks einkafram-
taks“.