Morgunblaðið - 24.03.2000, Page 30

Morgunblaðið - 24.03.2000, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Vinsældir Pútíns hafa jákvæð áhrif á verðbréfamarkaði Reuters Vladimir Pútín, settur forseti Rússlands, hlýðir á Júrí Lúzhkov, borgarstjóra Moskvu, fjalla um framkvsemdir í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Pútín hefur ferðast um Rússland undanfarna daga. Moskva. AP, AFP, Reutcrs. FORSETAKOSNIN GAR fara ffam í Rússlandi á sunnudag og bendir flest til að Vladimir Pútín, settur forseti, fari þar með sigur af hólmi. En rúss- nesk verðbréf hækkuðu í verði í gær og rúblan hélst stöðug, sem þykir benda til þess að væntanlegt kjör Pú- tíns í embætti forseta sé talið líklegt til að auka stöðugleika í landinu. Staðan á rússneskum fjármáia- mörkuðum hafði í gær ekki verið betri síðan í maí 1998, þegar mikið hrun á markaðnum dró mjög úr trú Rússa og erlendra fjárfesta á rúss- neska fjármálamarkaðinn. Hluta- bréfavísitala sem ínterfax-frétta- stofan tók saman í gær hafði til að mynda hækkað um 6,11% í gær og var þá komin í 235,99 punkta. Jákvæð staða á fjármálamörkuð- um kann að reynast Pútín akkur, en fylgi hans rnæhst slíkt að eina vafa- atriðið varðandi kosningamar á sunnudag virðist vera hvort Pútin hljóti yfir 50% greiddra atvæða. Hljóti Pútín minna en helming at- kvæða þarf hann að mæta Gennadí Zjúganov, leiðtoga kommúnista- flokksins, í annarri umferð forseta- kosninganna sem færi þá fram hinn 16. apríl. Óttast lélega kjörsókn Skoðanakannanir í fyrradag bentu hins vegar til þess að Pútín hlyti 53- 55% greiddra atkvæða, en hann hefur undanfama daga ferðast um Rúss- land til að reyna að auka fylgi sitt meðal kjósenda, jafnvel þótt hann hafi lýst því yfir að hann ræki enga eiginlega kosningabaráttu. Vinsældir Pútíns, sem virðist hér- umbil öraggur með að tryggja sér forsetaembættið næstu fjögur árin, hafa þó vakið ótta meðal sumra ráða- manna í Kreml sem telja að svo gott sem öraggur sigur setts forseta kunni að hafa letjandi áhrif á kjörsókn. En mælist kjörsókn undir 50% teljast kosningamar ógildar. Aðrir hafa hins vegar bent á að fregnir um að hætta sé á lélegri kjörsókn séu líklegar til að hvetja stuðningsmenn Pútíns enn frekar í að mæta á kjörstað. Þá benti skoðanakönnun á vegum VTsIOM- stofnunarinnar, sem birt var á þriðju- dag, til þess að rúmlega 65% kjós- enda hafi hug á að kjósa. Pútín háði kosningabaráttu sína í höfuðborginni Moskvu í gær og rétti þar með Júrí Lúzhkov, borgarstjóra Moskvu sáttahönd eftir deilur Lúzhkovs við Kreml. Pútín lofaði Lúzhkov og lýsti yfir aðdáun sinni á þeim framkvæmdum sem hafa átt sér stað í Moskvu en bæði Lúzhkov og Pútin era taldir þurfa á stuðningi hvor annars að halda. Nígeria 35 fórust er olíuleiðsla sprakk Umuahia. AFP, Reuters. AÐ MINNSTA kosti 35 manns létu lífið þegar bensínleiðsla sprakk í loft upp í Abia-ríki í suð-austurhluta Nígeríu á mánudag. Slysið er það mannskæðasta síðan olíuleiðsla sprakk á þessum slóðum árið 1998, með þeim afleiðingum að yfir 1.000 manns létust. Stjórnvöld í Nígeríu hafa íýrirskipað lögreglu landsins að girða af staðinn þar sem slysið átti sér stað. Slökkviliðsmönnum tókst á þriðju- dag að ráða niðurlögum eldsins en talið er að hann hafi kviknað í kjölfar tilrauna manna til að gera göt á leiðsluna. Að sögn talsmanns ríkis- stjóra Abia-ríkis virðist sem fólk hafi verið að reyna að tappa eldsneyti af leiðslunni í þeim tilgangi að selja það og hagnast á því. Breska blaðið The Guardian hermir að lögregla hafi handtekið nærri 45 manns sem granaðir eru um að hafa stundað þá iðju að tappa bensíni af leiðslunni sem sprakk á mánudag. Að sögn blaðsins vora ým- is tæki og tól úr fóram hinna hand- teknu gerð upptæk, þar á meðal þrír olíuflutningabílar, fimm hópferða- bifreiðar og búnaður til að dæla olíu. í Nígeríu hafa á undanfómum ár- um mörg mannskæð slys orðið í tengslum við tilraunir fólks til að tappa af olíuleiðslum. Meirihluti íbúa býr við fátækt og er sagður vera reiðubúinn að taka mikla áhættu í því augnamiði að bæta kjör sín. Viljum ekki undir íshelluna á ný eftir Borís Nemtsov ©The Project Syndicate. STRÍÐIÐ í Tsjetsjníu er nú að fjara út og breytast í staðbundnar erjur. Tími er því kominn til að huga á ný að því hvað barist var um og hverjar afleiðingamar verði. Vestur- veldin brugðust við átökunum eins og um aft- urhvarf Rússa til heimsvaldastefnu væri að ræða, stríðið væri merki um að samskipti Rússlands við umheiminn gætu aftur kólnað. Margir Rússar líta svo á að þar sé um mis- skilning að ræða og á þetta einnig við lýðræð- issinnaða umbótamenn sem ekki styðja í einu og öllu stefnu rússnesku stjómarinnar. Þegar Rússar tala um þjóðarhagsmuni sína sjá sumir fyrir sér að heimsveldi í sovét-stíl hyggi á hefndir. Þetta er ragl. Ef við undan- skiljum fáeina ofstækismenn og stuðnings- menn einingar allra slava álíta Rússar ekki að hægt sé að snúa aftur til daga heimsveldisins. Þeir vilja heldur ekki snúa aftur jafnvel þótt það væri hægt. Engin samtök land- heimtumanna eða þjóðemissinna hafa nú um- talsvert fylgi í Rússlandi, engin þeirra nálgast 15-410% fylgið sem róttækir þjóðernissinnar hafa í Frakklandi og Austurríki. Mér finnst að Rússar njóti ekki sannmælis eða hljóti viður- kenningu fyrir að hafa með svo eindregnum hætti hrist af sér aldagamlar hefðir heims- valdastefnu. Eitt af því sem olli þvl að Rússar sam- þykktu á friðsamlegan hátt að Sovétríkin væra leyst upp var að margir litu svo á að heimsveldi og lýðræði gætu ekki farið saman. Það sem Rússar vilja er efnahagsleg endur- reisn sem muni gera þeim kleift að leika veigameira hlutverk í Evrópu og heiminum öllum. Ekkert tillit til Rússa Þar með er ekki sagt að ekki sé nein óánægja yfir því hvernig komið er fram við Rússland. I heilan áratug urðum við að sætta okkur við hverja auðmýkinguna á fætur ann- arri. Við hættum að vera risaveldi, gríðarleg félagsleg vandamál ollu ringulreið, Atlants- hafsbandalagið (NATO) þandist út til austurs. Enginn tekur tillit til Rússlands, hvort sem fjallað er um málefni Júgóslavíu eða mál fyrr- verandi sovétlýðvelda þar sem fjöldi fólks af rússneskum upprana býr. Oft sögðust vestur- veldin vera að hjálpa; Rússar þóttust vera þakklátir. En í hreinskilni sagt hefur ekki neitt verið aðhafst sem ekki má útskýra full- komlega með vísun til eiginhagsmuna. Reuters Ættingjar rússneskra hermanna sem féllu í Tsjetsjníu við útförina í borginni Pskov fyrir skömmu. Þetta merkir ekki að vesturveldin hafi ekki átt rétt á að gæta eigin hagsmuna. En Rússar hafa líka rétt til þess. Margir Rússar, í þeim hópi era menntaðir, frjálslyndir menn sem styðja vestræn gildi, litu svo á að seinna stríð- ið í Tsjetsjníu gæfi okkur tækifæri til að sýna að ekki væri allt tapað. Nær allir Rússar telja nú að við verðum að verja eigin hagsmuni. Þetta er hinn sálfræðilegi grundvöllur vin- sælda Pútíns. Ekki hefur verið fyllilega viðurkennt að rætur seinna Tsjetsjníustríðsins era raun- veralegir þjóðarhagsmunir Rússa og ekki heimsvaldastefna. Sjálfur studdi ég reyndar ákaft Pútín í upphafi, einkum þegar baráttan beindist gegn hryðjuverkamönnum. Tsjetsj- nía var hreiður stjórnleysis og hryðjuverka, þar börðust innbyrðis allmargai- ættir af grimmd ojg ógnuðu um leið stöðugleika á svæðinu. Atökin vora þegar farin að breiðast út til grannhéraðsins Dagestans; veldi lög- leysunnar var orðið raunveraleg hætta. Tsjetsjníustríðið var þannig styijöld til „Tsjetsjníustríðið var þann- ig styrjöld til varnar stjórn- arskránni okkar en sé hún borin saman við til dæmis bandarísku stjórnarskrána er eini munurinn að okkar á sér styttri og ótraustari hefðir.“ varnar stjórnarskránni okkar en sé hún borin saman við til dæmis bandarísku stjórnar- skrána er eini munurinn að okkar á sér styttri og ótraustari hefðir. Imyndum okkur að Al- abama ákvæði skyndilega að kasta fyrir róða öllum lýðræðisstofnunum. Eg er viss um að Bandaríkjamenn myndu ekki hika við að koma aftur á stjómarskrárbundinni stjóm, jafnvel þótt beita þyrfti valdi. Fram til þessa hafa Vesturlönd ekki viljað sætta sig við að Rússland hafi sams konar rétt til lýðræðislegrar sjálfsvarnar. Þar sem stjórnarskrárleg gildi Rússa era talin ótraust virðist mönnum það sýna einþykkni og skort á lýðræðishugsun að fylgja þeim eftir með valdi. En Rússar hafa sömu skyldu og allar aðrar þjóðir til að veija stjómarskrá sína. Þegar við verjum hana veijum við lýðræðið. Styrjaldir öðlast að sjálfsögðu innri rök- hyggju sem oft brýtur í bága við góð áform sem hrinda þeim af stað. Þegar sóknin efldist fóra tsjetsjnesku glæpamennirnir að fela sig í fjöllunum en hernaðarmætti Rússa var þá beitt gegn borgunum þar sem óbreyttir borg- arar féllu. Eg gat ekki stutt þessar villimann- legu sprengjuárásir. Ég fór því að efast þegar stríðið hætti að vera barátta við hermdar- verkamenn eins og í upphafi og fjöldi flótta- manna komst í 200.000 manns án þess að rík- isstjómin skipulegði viðunandi hjálparstarf. Endurreisn Tsjetsjníu Tstjetsjnía kostaði einnig pólitískar fórnir. Stríðið jók vinsældir Pútíns en gróf einnig undan stöðu hans. Hershöfðingjar okkar vita að sigur Pútíns er kominn undir því hvernig fer í Tsjetsjníu. Þeir beita hann nú þvingun- um, vilja að framlög til hermála verði aukin um 150%, herþjálfun verði tekin upp í skólum og kallaðir verði út 20.000 liðsmenn úr varaliði hersins. Pútín verður að ljúka stríðinu innan skamms ef hann ætlar að verða fær um að efla sjálfstæði sitt á ný. Pútín hefur ekld enn lagt fram neina áætlun til langs tíma. Ég er sannfærður um að erfið- asta hluta stríðsins mun ljúka fljótlega eftir forsetakosningamar. En eftir sem áður mun verða háð skæraliðastríð, það mun brenna eins og neðanjarðareldur. Hvað gerum við þá? Ekki er í augsýn neinn nothæfur samstarfs- aðili í héraðinu og því verða Rússar að sjá um það einir að koma aftur á lágmarks röð og reglu í Tsjetsjníu. Skipa verður landstjóra, hann verður að fá það hlutverk að leggja nýj- an grunn að mannlífi, skapa tækifæri til að endurreisa efnahaginn, útvega aðstoð til handa þeim sem ekki geta unnið, byggja upp innviði samfélagsins sem hafa verið eyði- lagðir. En veita verður almenningi í Tsjetsj- níu aðild _að stjórn héraðsins eins fljótt og hægt er. Ég held að einhvers konar þingræði væri best, þá yrðu hinar mörgu ættir að starfa saman og mynda samsteypustjórn en ekki úti- loka hver aðra eins og þær hafa gert undan- farin ár þar sem forseti hefur farið með völdin í héraðinu. Það sem skipth- mestu fyrir Rússland og umheiminn varðandi niðurstöðu Tsjetsjníu- stríðsins era áhrifin á þróun rússnesks lýð- ræðis. Hvað það snertir er ástæða til bjartsýni. Kosningar fai-a fram. Tjáningar- frelsi er einnig við lýði og fjölflokkakerfi. Mál fréttamannsins Babítskís sem talið var að hefði verið afhentur uppreisnarmönnum Tsjetsjena og óttast var að hefði týnt lífi olli hörðum viðbrögðum hjá almenningi. Þetta var gott teikn, það þýddi að lýðræði hefur skotið rótum. Líf eins manns skipti máli, jafn- vel í miðju stríðsæðinu. Ef átökin í Tsjetsjníu núna hefðu orðið 1991 hefðu þau verið mikil ógnun við vonir okkar um lýðræði. En þótt stjórnarskrárhefðir okk- ar séu ungar hafa Rússar nú andað að sér andrúmslofti lýðræðisins í tíu ár. Við viljum ekki aðra gerð af andrúmslofti, við viljum ekki fara aftur undir íshelluna. Tsjetsjníustríðið var ekki einvörðungu um einingu rússneska ríkisins heldur snerist það einnig um að varðveita lýðræðislega stjórnar- skrá okkar. Rússar og Tsjetsjenar greiddu hátt gjald í mannslífum. Við verðum að tryggja að þeim hafi ekki verið fórnað til einskis._____________________________________ Höfundurinn er fyrrverandi aðstoðarforsætis- ráðherra Rússlands, einn af leiðtogum flokks- ins Sameinuðu hægriaflanna og varaforseti dúmunnar. Millifyrirsagnir eru blaðsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.