Morgunblaðið - 24.03.2000, Page 32

Morgunblaðið - 24.03.2000, Page 32
32 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Islensk lög í sparifötunum Kristján Jóhannsson er á ferð og flugi þessa dagana milli Deutsche Oper í Berlín og Vín- aróperunnar. Eftir það stefnir hann m.a. á ---------------7-------- að halda tvenna tónleika á Islandi og gefa út plötu með íslenskum lögum. Pétur Blöndal hitti Kristján á ítölskum veitingastað gegnt óperunni við Bismarckstrasse og talaði við hann yfír ljúffengum lambakótelettum. Kristján Jóhannsson sem Oþelló í dauðateygjunum í uppfærslu í Modena. KRISTJÁN Jóhannsson syngur um þessar mundir í óperunni La Gioconda í Deutsche Oper í Berlín, sem er eitt af stærstu óperuhúsunum í Þýskalandi. Hann tók fyrst þátt í uppfærslunni fyrir fimm árum og syngur að þessu sinni í þremur sýn- ingum. „Verkið var upphaflega sett upp árið 1974 og er uppfærslan hefð- bundin og ein sú fallegasta í Berlín í gegnum tíðina,“ segir hann. Af því tilefni var efnt til móttöku hjá sendiherrahjónunum Ingimundi Sigfússyni og Valgerði Valsdóttur. Þangað var boðið Kristjáni og eigin- konu hans, Sigurjónu Sverrisdóttur, forráðamönnum Deutsche Oper, sendiherra Slóveníu, sem viðstaddur var sýninguna, ásamt fleiri góðum gestum, þar á meðal óperusöngvur- unum Gunnari Guðbjömssyni og Amdísi Höllu Ásgeirsdóttir, sem bæði em fastráðin við ópemhús í Berlín. Það vekur athygli blaðamanns að þegar Kristján talar um sýninguna leggur hann áherslu á orðið hefð- bundin og grettir sig þegar minnst er á framúrstefnulegar uppfærslur. „Nabucco var einmitt sett upp af um- deildum leikstjóra, Hans Neuenfels, í Deutsche Oper fyrir skömmu. Er það nýmóðins uppfærsla þar sem m.a. er gert lítið úr trúarbrögðum. Það olli mikilli reiði og varð til þess að kard- inálinn í Berlín skrifaði opið mót- mælabréf í dagblaðið Die Welt. Að mínum dómi er Neuenfels eins konar djöfull í ópemnni, - og þeir em að verða svo margir að það er óþolandi. Svo lifum við með þessum andskota á hverri sýningu, baulinu frá áhorfend- um og óánægjunni, en þeir em á bak og burt. Það er ákaflega ósanngjarnt." Sjálfur söng Kristján nýverið í um- deildri uppfærslu á Oþelló í Modena á Ítalíu. „Leikstjórinn og leiktjalda- hönnuðurinn vom þýskir og það stóð ekki steinn yfir steini í sýningunni. Ég skil ekki af hveiju þeir semja ekki bara eigin ópem; sýningin gekk ekki upp með þeim breytingum sem þeir gerðu og það var hundfúlt fyrir okk- ur sem þurftum að standa á sviðinu." Ömurlega búið að íslenskum söngvurum Á milli þess sem Kristján syngur hlutverk Enzos Grimaldos í La Gioconda flýgur hann til Vínar og syngur í uppfærslu á Oþelló í Vínar- óperanni. Eftir þessi verkefni liggur leiðin til íslands. „Ég mun syngja þrisvar á Islandi á þessu ári, en svo oft hef ég ekki sungið heima síðan ár- ið 1994 þegar Á valdi örlaganna eftir Verdi var sett upp í Þjóðleikhúsinu. Að þessu sinni syng ég svona oft vegna þess að Reykjavík er ein af menningarborgum Evrópu, sem er mikil lyftistöng íyrir íslenska menn- ingu. Ég vona að það verði til góðs og að íslenskir söngvarar grípi tækifær- ið.“ Hann segir það mikilvægt því öm- urlega sé búið að söngvuram á Is- landi. „Það læra um tvö til þrjú þús- und manns söng; margir þeirra álíta sig snillinga og það leynast vísast nokkrir inni á milli. En enginn þeirra fær tækifæri. Tugir milljóna em lagðar í að mennta þetta fólk og svo er því bara kastað út á gangstétt, kannski eftir átta til tíu ára nám. Það er sama sem engin aðstaða á Islandi, ekkert tónlistarhús og aðeins einn tónleikasalur. I ofanálag er enginn atvinnusöngvari í landinu. Það er bara kallað á söngvarana þegar mik- ið liggur við og svo er viðmótið: „Elsku vinur, þetta var frábært og vertu blessaður.““ Að mati Kristjáns þarf hugarfars- breytingu á íslandi og segist hann raunar hafa fundið hana hjá stjóm- málamönnujn og sendihermm, sem séu mun jákvæðari en áður í garð sönglistarinnar. Þá finnst honum við hæfi að Þjóðleikhúsið sinni meira tónlistarflutningi, óperum og óper- ettum, eins og lög geri ráð fyrir, sam- hliða metnaðarfullri leikhúsdagskrá, og að það þurfi að sameinast Is- lensku óperanni. „Það þarf að halda 3 til 5 uppfærslur á ári og fastráða 40 til 50 söngvara við Þjóðleikhúsið," segir hann. „Þá er ég ekki að tala um stórstjömur, heldur trygga söngvara sem geta sungið minni hlutverk og leitt góðan kór; undirstöðuna í hverju leikhúsi. Svo má ekki brenna sig aft- ur á því að vera alltaf með sömu söngvarana í aðalhlutverkum. Þeir þurfa að vera lausráðnir og það þarf að vera hreyfing á þeim.“ Kristján segist bjartsýnn á að þetta eigi eftir að lagast á meðan hann sé enn að brölta, næstu tíu til fimmtán árin. Raunar eigi hann um þessar mundir í viðræðum við Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóra um sniðuga uppákomu sem bjóði upp á að hægt sé að nýta það sönglið sem íslendingar eigi heima og erlendis. „Ég vona að það verði fæðing úr því,“ segir hann. Sálumessa Verdis í Höllinni Uppfærslan á Aidu í Laugardals- höll í febrúar heppnaðist afbragðs vel, að mati Kristjáns. „Ég er afar stoltur af því að það skyldi vera upp- selt og að okkur tækist að setja á fót svo fjölmenna sýningu, með 350 lista- mönnum, í svona litlu samfélagi. Næst stefnum við á að setja upp Sálumessu Verdis í kringum páskana í Höllinni. Það hefur verið draumur hjá mér í tíu ár, en ég hef sungið það nokkmm sinnum áður, m.a. í Notre Dame.“ Þá stendur til að Kristján syngi á hátíðartónleikum í Höllinni 8. júní. „Þar syng ég með landsliði íslenskra söngvara, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Rannveigu Bragadóttur og Kristni Sigmundssyni,“ segir hann. „Þetta verður kræsilegur kokkteill enda ær- ið tilefni, Sinfóníuhljómsveit íslands á hálfrar aldar afmæli og þrjátíu ár era liðin síðan Listahátíð í Reykjavík var haldin í fyrsta skipti." Eins og við mátti búast er meira á dagskrá hjá íslenska stórtenórnum. „Ég syng inn á plötu í maí ásamt Sin- fóníuhljómsveit Lundúna og verða það þjóðkunn íslensk lög í spariföt- unum. í haust mun ég svo taka þátt í Aidu árþúsundamótanna í Kaíró. Það er risauppfærsla. Um 12 til 15 hund- ruð manns þátt í sýningunni og hluti af leikmyndinni em pýramídamir.“ Aðspurður hvort ekki sé þröngt um manninn á sviðinu, svarar Kristján: „Hún er stór sandauðnin." Eftir það stendur til að heims- fmmflytja verk eftir ítalska tón- skáldið Togni í Brescia. „Það er óp- era byggð á biblíusögunum og ég verð í hlutverki Barrabas," segir Kri- stján. Þetta er sameiginlegt verkefni þriggja borga á Ítalíu. Og óperu- söngvarar skipuleggja sig langt fram í tímann. „Ég mun syngja mikið í Vín á næsta ári. Þá verður 100 ára dán- arafmæli Verdis og óperur eftir hann á dagskrá hjá öllum helstu óperahús- unum. Ég mun syngja í Oþelló og Aidu í Vín, Oþelló í Frankfurt og Oþelló í Pai-ma, sem er fæðingarborg Verdis." Söngnámskeið í framtíðinni Kristján hristir bara höfuðið þegar hann er spurður að því hvort hann ætli að flytja heim aftur. „Ég hef búið á Ítalíu í 24 ár, helminginn af líftór- unni, og mér finnst mannlífið þar elskulegt og ljúft. Við Sigurjóna höf- um náð að festa þar rætur, og það er ekki síst henni að þakka; hún er ekki bara húsmóðir heldur er hún líka listamaður sem þekkir leikhúsið og veit hvað þarf til að ná árangri á þeim vettvangi. Hennar skynsemi er mín lukka.“ Auðheyrt er að Kristján nýtur h'fs- ins við Garda-vatn, þar sem hann hefur búið í tólf ár. „Það er mikil- vægt, ekki síst fyrir mann í mínu starfi, að eiga fjölskyldu og fastan samastað, elska og vera elskaður." Hann brosir breitt og bætir kumpán- lega við: „Við eram líka svo hégómaf- ullir. Við þurfum reglulega að fá komplíment og það helst á færibandi. Ekki síst þegar ekki hefur gengið að óskum. Þegar lífið er dans á rósum er maður faðmaður og kysstur, en um leið og dansinn verður að þunglama- legu stappi þá vill vinunum fækka.“ Nokkrir af nágrönnum Kristjáns við Garda-vatn era um þessar mund- ir að stofna alþjóðlegan aðdáenda- klúbb og era félagar þegar orðnir um hundrað talsins. Er ætlunin að efna til hópferða á uppákomur með Krist- jáni um allan heim. Þá fær hópurinn aðgang að litlu leikhúsi sem verið er að endurbyggja í bænum Desenzano; þar verða haldnirtónleikar og jafnvel settar upp óperur. „Tónlistarlífið á svæðinu hefur verið í lægð og mikill vilji er fyrir því að koma hreyfingu á það aftur.“ Kristján hyggst einnig standa fyr- ir söngnámskeiðum í framtíðinni fyr- ir unga söngvara, sem era við það að ná frama á alþjóðavettvangi. „Ég myndi leiðbeina þeim um verkefna- val, tækni, söngmáta og jafnvel sjá um að koma þeim á framfæri," segir hann að lokum. HriWáriiærtf NATURAL COSMETICS Jason Aloe Vera 84% rakakrem. Jason tryggir náttúruleg gœði! ♦ Vlðheldur raka og mýkt húðarirmar ♦ Vemdar gegn mengun og kulda • Einstaklega milt • Inniheldur 84% Afoe Vera • E vítamín dregur úr hrukkumyndun • Inniheldur nærandi olíur * Ver húðina fyrir útfjólubláum geislum » Hentar alfri fjölskyídunni * Alhliða dag og nætur krem ♦ Jason, náttúrulegt siðan 1959 Fæst í apótekum og sérverslunum um land allt. /j/a/s/ö/n/® Fyrirlestrar og námskeið í LHI JOHN Baldessari flytur fyrirlestur í Listaháskóla Islands, Laugarnes- vegi 91, stofu 24, í dag, föstudag, kl. 12.30. Fyrirlesturinn nefnir hann „Víkingur í Kaliforníu" og fjallar hann þar um eigin verk. John Bald- essari er bandarískur ljósmyndari og listamaður (f. 1931), sem hefur verið einn fremsti fulltrúi hug- myndalistarinnar í heiminum und- anfarna þrjá áratugi, segir í frétta- tilkynningu. Hann hóf feril sinn sem listmálari en vinnur nú mikið með ljósmyndir og orðmyndanir af ýmsu tagi í verkum sínum. Baldess- ari hefur einnig unnið með kvik- myndir. Baldessari hefur hlotið fjölda við- urkenninga og verið fulltrúi Banda- ríkjanna á ýmsum þekktum alþjóð- legum sýningum. Listamaðurinn er staddur hér á landi í boði Listasafns Reykjavíkur til undirbúnings sýningar á verkum hans, sem haldin verður í Hafnar- húsinu á komandi hausti. Sýningar- stjóri verður Þorvaldur Þorsteins- son myndlistarmaður. Mánudaginn 27. mars kl. 12.30 á Laugarnesvegi 91, stofu 24, fjallar Jaroslaw Kozlowski um eigin verk og sýnir litskyggnur. Jaroslaw er pólskur myndlistarmaður og um þessar mundir gestakennari við skúlptúrdeild LHI. Miðvikudaginn 29. mars kl. 12.30 í stofu 113 í Skip- holti 1 fjallar Arno Lederer um samspil myndlistar og byggingar- listar. Hann er kunnur þýskur arki- tekt og kennari við arkitektaskól- ann í Karlsruhe. Námskeið Framhaldsnámskeið í bókagerð hefst þriðjudaginn 28. mars. Kynnt- ar eru fleiri aðferðir við að binda inn og búa til bækur á einfaldan hátt, byggðar á japönskum hefðum. Námskeiðið er ætlað þeim sem áður hafa fengist við bókagerð í ein- hverjum mæli eða verið á byrjend- anámskeiði. Kennari er Sigurborg Stefáns- dóttir myndlistarmaður. Kennt verður í Listaháskóla Is- lands í Skipholti 1.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.