Morgunblaðið - 24.03.2000, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Sviðstjörn-
ur o g hand-
rukkarar
Söngleikurinn Kysstu mig Kata eftir Cole
Porter verður frumsýndur á Stóra sviði
Borgarleikhússins í kvöld í leikstjórn Þór-
hildar Þorleifsdóttur. Hávar Sigurjónsson
_____----------------y----
ræddi við hana og leikarana Egil Olafsson
og Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur.
Morgunblaðið/Ami Sæberg
íslenski dansflokkurinn leggur svningunni lið með miklum tilþrifum.
ÞAÐ er óhætt að segja að í
leikflokk Freds Grahams
hafi raðast mislitir sauðir.
Fyrstan skal að sjálfsögðu
telja hann sjálfan, stórleik-
ara sem leikið hefur öll
helstu hlutverk leikbók-
menntanna í leikhúsum ut-
an heimsborganna. Ekki
skyldi heldur gleyma
prímadonnunni Lilli Van-
essi, fyrrverandi eiginkonu
hans, sem hefur náð svo
langt að komast til Holly-
wood og „er miklu frægari
en Fred“, segir Jóhanna
Vigdís sem stendur með
sinni konu. Egill leyfir sér
að efast um það og bendir á
að Fred hafi leikið Hamlet í
Amsterdam. „A tréskóm.
Gleymdu því ekki,“ segir
Jóhanna Vigdís.
Handrukkarar
með hæfileika
Aðrir leikarar í leikhópi
Freds eru héðan og þaðan, Fred
sumir þekktir fyrir flest
annað en leikhæfileika, en
metnaður Freds er þó slíkur að sjálf-
ur Shakespeare er tekinn til kost-
anna; Skassið tamið með þau hjónin
fyrrverandi í aðalhlutverkum, Petr-
úsíó og Katrínar. Einn leikaranna í
hópnum Bill Calhoun, er óforbetran-
legur spiiafíkill og hefur safnað upp
stórri skuld við glæpaforingja í
borginni. Tveir skuggalegir hand-
rukkarar gera sig heimakomna í
leikhúsinu á frumsýningardaginn og
það flækir óneitanlega málið að Bill
hefur falsað nafn Fred undir skulda-
viðurkenninguna. Handrukkararnir
reynast þó meiri listunnendur en
virðist við fyrstu sýn og eiga tals-
verðan þátt í skemmtigildi sýningar-
innar. Sumsé, Fred og Lilli, takast á
bæði innan sviðs og utan. Þau eru
ennþá ástfangin, það er greinilegt,
en jafngreinilegt er að að ástin leysir
ekki allan vanda þeirra. Handrukk-
og Lilli eru engan veginn skilin að
skiptum þó skilin séu.
aramir flækja svo málið enn frekar
og loks er það frumsýningin á Skass-
inu sem auðvitað fer úr böndum þeg-
ar Lilli og Fred halda áfram að leysa
ágreining sinn þó kominn séu í bún-
inga og aðrar persónur. Því má ekki
á milli sjá hvort það er Fred sem
notar feginn tæidfærið og flengir
Lilli í hefndarskyni eða Petrusíó sem
gerir það af hreinni gæsku fyrir
hinni óstýrilátu heimasætu.
Hvað segja Egill og Jóhanna Vig-
dís um þetta spil allt saman. „Þetta
er frábærlega skemmtilegur söng-
leikur, með tónlist sem á fáa sína líka
í þessum bransa og skemmtilegum
söguþræði sem heldur öllum ágæt-
lega við efnið,“ segir Egill og bætir
því við að þetta sé auðvitað það sem
gert hafi Kötu jafnvinsæla og raun
ber vitni. „Þetta hefur verið sýnt út
um allan heim og alls staðar við met-
Handrukkararnir tveir luma á ýmsum hæfileikum þegar á reynir.
aðsókn. Ekki síður núna en fyrir
hálfri öld.“
Metaðsókn
alls staðar
Kysstu mig Kata tók Broadway
með trompi árið 1948. Sýningar urðu
alls 1077 og í London urðu þær 400.
Ails staðar þar sem meistarastykki
Cole Porters birtist á sviði sló það í
gegn, jafnvel í Vínarborg hefur eng-
inn annar söngleikur slegið metið
sem Kysstu mig Kata setti þar á 6.
áratugnum. Þjóðleikhúsið sýndi
söngleikinn 1958 og fyrir tíu árum
var hann sviðsettur á Akureyri.
Og nú hefur Leikfélag Reykjavík-
ur tekið „Kötu“ til sýninga í leik-
stjóm Þórhildar Þorleifsdóttur leik-
hússtjóra. „Stórsýning þar sem við
leggjum mikla áherslu á að útlit sýn-
ingarinnar sé sem glæsilegast, fal-
IdlBt
M
Slappleiki og
slen horfið !
Fæst i apótekum og
^^sérverslununwn^anc^allt^
„Eftir að ég byrjaði að taka Naten
hefur slappleiki og slen horfið eins
og dögg fyrir sólu. Mér líður miklu
betur, er hressari jákvæðari og kem
meiru í verk. Ég ætla að halda
áfram að taka Naten."
K Y N N I N G
Lyf & Heilsa 1. hæð Krínglunni
Laugardaginn 25.3 frá kl. 13-16
20%
kynnmgarafsláttur
legir búningar, fjölmenn dansatriði
með þátttöku íslenska dansflokksins
og frábærir tónlistarmenn undir
stjóm Óskars Einarssonar," segir
Þórhildur sem kveðst sannfærð um
að Kysstu mig Kata eigi eftir að
vinna hug og hjarta áhorfenda hér
og nú sem fyrr og annars staðar.
Það sem vekur sérstaka eftir-
væntingu er að danshöfundurinn og
búningahönnuðurinn koma frá Eng-
landi og hafa ekki unnið hér áður.
Þórhildur kveðst mjög ánægð með
vinnu þeirra enda séu þetta hvom-
tveggja þaulvanir atvinnumenn hvor
á sínu sviði.
Michele Hardy (danshöfundur)
fæddist á Englandi en hlaut þjálfun
hjá NewYork City Ballet og dansaði
með Royal Winnipeg ballettinum og
í söngleilgum á Broadway. Hún
sneri aftur til Englands og dansaði á
West End en einnig í kvikmyndum
og sjónvarpi, m.a. í Oliver og
Scrooge. Hún hefur samið dansa fyr-
ir sýningar Ensku þjóðaróperunnar,
Skosku ópemnnar, Opera North,
Áströlsku óperunnar ofl. Hún hefur
einnig samið dansa og leikstýrt
söngleikjum á borð við West Side
Story, Chicago og Showboat, og tek-
ið þátt í sýningum hjá Royal Albert
Hall í London og unnið að auglýsing-
umog kvikmyndum.
David Blight (búningar) stundaði
nám við Wimbledon College of Art
og lauk þaðan BA prófi í leikhús-
hönnun. Hann hannaði búninga fyrir
Salome og The Trial hjá Steve Berk-
off við The Royal National Theatre
og kvikmyndina Decadence með
Joan Collins. Hann hefur hannað
leikmyndir og búninga fyrir tólf
heimsfmmsýningar á ópemm fyrir
mismunandi óperahús, jiar á meðal
Ensku þjóðarópemna, Skosku óper-
una og Opera North.
Betri en flestir söngleikir
Egill rifjar upp að tónlist Cole
Porters hafi náð langt út fyrir raðir
söngleikjafólksins. „Á sjötta og
sjöunda áratugnum sungu allir
Leikarar og
listrænir
sljórnendur
KYSSTU MIG KATA við tón-
list og söngtexta eftir Cole
Porter.
Höfundar leiktexta:
Sam og Belia Spivak.
Leikstjóri:
Þórhildur Þorleifsdóttir
Leikarar: Ami Pétur Guð-
jónsson, Baldur Trausti Hreins-
son, Bjöm Ingi Hilmarsson,
Edda Björg Eyjólfsdóttir, Egg-
ert Þorleifsson, Egill Ólafsson,
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir,
Guðmundur Ingi Þorvaldssson,
Hera Björk Þórhallsdóttir, Jó-
hanna Vigdís Amardóttir, Jón
Hjartarson, Margrét Sigurðar-
dóttir, Regína Ósk Óskarsdótt-
ir, Sigrún Edda Bjömsdóttir,
Stefán Stefánsson, Theódór Júl-
íusson, Þórhallur Gunnarsson.
Dansarar Islenska dans-
flokksins:
Cameron Corbett, Chad
Adam Bantner, Guðmundur
Helgason, Hildur Óttarsdóttir,
Hlín Diego Hjálmarsdóttir, Jó-
hann Freyr Björgvinsson, Júlía
Gold, Katrín Ingvadóttir, Kat-
rín Ágústa Johnson.
Þýðing leiktexta:
Gísli Rúnar Jónsson.
Þýðing söngtexta:
Egill Bjamason, Böðvar Guð-
mundsson, Jón Hjartarson.
Tónlistarstjóri:
Óskar Einarsson.
Danshöfundur:
Michéle Hardy.
Leikmynd:
Stígur Steinþórsson
Búningar: David Blight.
Lýsing: Láras Bjömsson.
Hljóð: Baldur Már Arn-
grímsson.