Morgunblaðið - 24.03.2000, Síða 36
36 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Kristján B. Hjálmar Geir
Jónasson Sveinsson Svansson
Vopn til
daglegs brúks
✓
Ut eru komnar fyrstu þrjár bækurnar í
ritröðinni Atvik, en að henni standa
bókaútgáfan Bjartur og Reykjavíkur-
akademían, félag sjálfstætt starfandi
fræðifólks. I samtali við forsprakka rit-
raðarinnar komst Margrét Sveinbjörns-
dóttir að því að tilgangurinn væri að
gera andlegt líf á Islandi frjórra og
skemmtilegra.
RITRÖÐINNI erætlaðað
vera vettvangur þar sem
kynntar verða hugmynd-
ir og rannsóknir með
þýðingum og frumsömdum textum
í hnitmiðuðum smáritum.
„Henni er ætlað að örva umræðu
um knýjandi efni sem tengjast sam-
tímanum með útgáfu á handhægum
og ódýrum bókum í vasabroti; vasa-
fræði. Atvik tekur fyrir afmörkuð
svið og fyrirbæri án þess að ætlunin
só að gefa heildarskýringar á
menningu, hugsun og þjóðfélags-
kerfum hvers tíma,“ segir í kynn-
ingu á hinni nýju ritröð.
Einn af forsprökkum Atvika er
Hjálmar Sveinsson. Hann segir rit-
röðina hugsaða til þess að gera
andlcgt líf hér á Islandi fijórra og
skemmtilegra. „Þessi útgáfa er í
sjálfu sér ekki frumleg að því leyti
að það eru víða erlendis til svipaðar
útgáfur fræðirita í aðgengilegu og
ódýru formi. Oft eru þetta seríur
sem sérhæfa sig í samtímapæling-
um,“ segir hann.
Ekki lengur nóg að vitna í fs-
lendingasögurnar eða Jónas
„Við búum í þjóðfélagi sem tekur
mjög hröðum breytingum, ekki síst
út af tækni og viðskiptaháttum.
Þetta eru pælingar um gerð þessa
þjóðfélags, hvernig tæknin breytir
hugsunarhætti okkar, skynjun og
■'V W jg j
Faxafeni 8
alla daga 1 2-1 9
lifsháttum, svo ég tali nú ekki um
alþjóðavæðinguna sem nú er efst á
baugi. Það er nauðsynlegt fyrir
okkur að pæla 1 þessum hlutum til
þess að skilja umhverfi okkar - það
er ekki lengur nóg að vitna í íslend-
ingasögurnar eða Jónas Hallgríms-
son,“ heldur Hjálmar áfram. „Mér
fannst svona ritröð vanta hér á
landi. Hér er að vísu til hin ágæta
Lærdömsritaröð, en í henni koma
frekar út klassisk fræðirit og hún
hefur þróast út í að vera meira fyr-
ir háskólafólk. Atvikaröðin er
hugsuð sem eins konar verkfæri
sem fólk getur gripið í til að átta sig
á þessum tæknivædda fjölmiðla- og
tölvumiðlaða veruleik okkar. Þetta
verða ódýrar bækur sem fólk getur
keypt án þess að hugsa sig lengi
um, lesið í strætó, í flugvél, heima á
kvöldin - hvar sem er þegar færi
gefst. Þannig getur maður lesið
eina ritgerð um tiltekið efni og
fengið við það ákveðna innsýn og
innblástur. Þess vegna tölum við
um bækurnar sem verkfæri," segir
Iljálmar og vísar til inngangsorða
Kristjáns B. Jónassonar að fyrstu
bókinni. Þar segir að bókunum sé
ætlað „að vera vopn til daglegs
brúks, verkfæri til að nota hér og
nú til að skilja umhverfi sitt, breyta
því og umskapa".
Hjálmar bendir á að víða erlendis
hafi hvað eftir annað átt sér stað
mjög skemmtileg og ftjó umræða
um ýmsa menningar- og þjóðfélags-
strauma. Þar nefnir hann sem
dæmi umræðuna um póstmódcrnis-
mann, sem kom að vísu mjög seint
hingað til lands. Ymislegt annað
rati jafnvel aldrei alla leið hingað.
„Að okkar dómi hefur vantað að fá
slíka umræðu hingað á meðan hún
er í gangi - en ekki þrjátíu árum
síðar,“ segir Hjálmar.
Ritröðin greinist í fjórar megin-
kvíslar sem eru auðkenndar með
atviksorðunum nú, þá, þannig og
þegar. Að sögn Hjálmars er ekki
um flokka að ræða, heldur vi'sa
atviksorðin til fjölbreyttrar nálgun-
ar og mismunandi sjónarhorna.
Tíu manns reyna að finna taug
milli sín og samtímans
Fyrsta bókin í röðinni heitir
Tengt við tímann: Tíu sneiðmyndir
frá aldalokum, í ritstjóm Kristjáns
B. Jónassonar. I kynningu Kristjáns
að bókinni segir að þar sé um að
ræða „safii tíu texta þar sem tíu
manns reyna að finna taug milli sín
og samtímans". Höfundar efnis em:
Eiríkur Guðmundsson, Auður Jóns-
dóttir, Hjálmar Syeinsson, Andri
Snær Magnason, Úlfhildur Dags-
dóttir, Hermann Stefánsson, Oddný
Eir Ævarsdóttir, Ármann Jakobs-
son, Kristján B. Jónasson og Jón
Karl Helgason. Að sögn Kristjáns
var ekki ætlunin að setja saman
hreina fræðibók með neðanmáls-
greinum, þó að menn hafi alveg
mátt skrifa þannig greinar. „Eina
skilyrðið var að ritgerðirnar fjöll-
uðu um tengsl þeirra sem skrifuðu
við samtfmann. Svo máttu menn út-
færa það hvernig sem þeir vildu.
Utkoman var að þetta sveifiaðist al-
veg frá því að menn skrifuðu mjög
persónulega og jafnvel létt flippað,
eins og Oddný Eir Ævarsdóttir, yfir
í hreina fræðigrein, eins og Her-
mann Stefánsson," segir Kristján.
Önnur bókin í röðinni er Lista-
verkið á tímum fjöldaframleiðslu
sinnar, en hún hefur að geyma
þijár ritgerðir eftir Walter Benja-
min, í ritstjóm Hjálmars Sveinsson-
ar, sem einnig ritar formála. Rit-
gerðiraar þrjár em: „Listaverkið á
tímum fjöldaframleiðslu sinnar" í
þýðingu Árna Óskarssonar og Öm-
ólfs Thorssonar, „Saga ljósmyndun-
ar í stuttu máli“ í þýðingu Hjálmars
Sveinssonar og „Höfundurinn sem
framleiðandi", þýðandi er Ámi
Óskarsson. Hjálmar segir það hafa
legið nokkuð beint við að gefa út
ritgerðir eftir Benjamin, sem kall-
aður hefur verið guðfaðir menning-
arfræða. „Maður les t.d. varla eina
einustu ritgerð um áhrif Netsins á
samfélag manna eða áhrif tölvu-
væðingarinnar á tónlist o.s.frv. án
þess að þar sé vitnað í Walter
Benjamin, hann er algjör brautr-
yðjandi. Hann er krítískur hugsuð-
ur en hann er líka framfarasinnað-
ur í þeim skilningi að hann skrifar
mikið gegn afturhaldssamri list-
dýrkun og tækniandúð," segir
Hjálmar.
Munaðarlaust líkneski
Frá eftirlíkingu til eyðimerkur er
titill þriðju bókarinnar, sem inni-
heldur safn greina eftir franska
heimspekinginn Jean Baudrillard í
ritstjórn Geirs Svanssonar. Hann
ritar einnig inngang bökarinnar og
er þýðandi greinanna í félagi við
Þröst Helgason og Ólaf Gfslason.
„Baudrillard er umdeildur menn-
ingarfræðingur sem er að skoða
hvernig við skynjum veruleikann,
hvernig við höfum það í þessu svo-
kallaða póstmóderniska ástandi.
Hans aðalverkefni er að greina
ástandið i samtímanum, 1 þessum
fjölmiðlaða veruleika. Hann heldur
því fram að við séum búin að missa
öll tengsl við veruleikann og að það
sem hann kallar líkneski sé komið í
hans stað. Þetta líkneski vísar þó
ekki í veruleikann, tilvísununin er
meira að segja horfin - þetta er
með öðrum orðum munaðarlaust
líkneski. Það týnist öll snerting við
veruleikann í þessum fjölmiðlaða
veruleika," segir Geir. Hann segir
Baudrillard mjög sérstakan fræði-
mann, eiginlega nýja gerð af fræði-
manni. „Eg hef kallað hann skáld-
fræðimann. Það má ekki taka hann
alveg á orðinu, því hann beitir fyrir
sig hæðni og sjálfshæðni. Hann hef-
ur gjarnan verið talinn í villtari
kantinum af þessum svokölluðu
póstmóderni'sku fræðimönnum,"
segir Geir.
Dagskrá í Nýlistasafninu
Aðspurður um framhaldið á út-
gáfu Atvika segir Hjálmar að næsta
bók, sem vonandi komi út í vor,
muni heita Framtíð lýðræðis. „í
henni verða níu eða tíu splunkunýj-
ar greinar eftir erlenda fræðimenn
og hugsanlega einn eða tvo ís-
lenska. Þar pæla menn f hvernig
fari saman þessi svokallaða al-
þjóðavæðing og lýðræði og spyija
meðal annars spurninga á borð við
þá hvort lýðræði sé dragbítur á
hagvöxt. Einnig er í bígerð Atviks-
bók með þýðingum á völdum verk-
um kanadi'ska fræðimannsins Mar-
shall McLuhan um fjölmiðlakenn-
ingar, auk þess sem innlendir
fræðimenn hafa hug á að kynna sín-
ar hugmyndir," segir hann.
„Sumir segja að það sé óþarfi að
vera að þýða verk manna eins og
Baudrillards, það sé bara hægt að
lesa þau á ensku, en ég held að
þetta sé alrangt. Við þurfum að
geta talað um þessa hiuti á i's-
lensku,“ segir Hjálmar.
Dagskrá í tilefni af útkomu
fyrstu bókanna verður í Nýlista-
safninu ídagkl. 17.15-19.00. Þar
munu aðstandendur útgáfunnar,
höfundar og þýðendur kynna efni
bókanna.
I ritstjóm Atvika eru þau Davíð
Ólafsson, Hjálmar Sveinsson, Irma
Erlingsdóttir, Sigurður Gylfi Magn-
ússon og Úlfhildur Dagsdóttir.
Helga Björg Helga A.
Arnardóttir Jónsddttir
Burtfararpróf
í Salnum
ÞRÍR nemendur þreyta burtfarar-
próf frá Tónlistarskólanum í Reykja-
vík sunnudaginn 26. mars og einn
nemandi mánudaginn 27. mars. Tón-
leikarnir fara fram í Salnum, Tónlist-
arhúsi Kópavogs.
Helga Aðalheiður Jónsdóttir
blokkflautuleikari kemur fram
sunnudaginn 26. mars kl. 14. Elín
Guðmundsdóttir leikur með á sembal.
Auk þeirra koma fram Nína Rúna
Kvaran, sópransöngkona, Ragnheið-
ur Haraldsdóttir, blokkflautuleikari
og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, viola
da gamba.
A efnisskrá eru: verk eftir Jacob
van Eyck, Dario Castello, Arcangelo
Corelli, Ryhoei Hirose, Jacques Hott-
eterre le Romain og J. Chr. Pepusch.
Tónleikar Helgu Bjargar Amar-
dóttur klarínettuleikara verða kl. 17,
en þetta er seinni hluti einleikara-
prófs Helgu frá skólanum. Anna Guð-
ný Guðmundsdóttir leikur með á
píanó. Auk þeirra koma fram Þórunn
Guðmundsdóttir, sópransöngkona og
strengjakvartett sem er skipaður
Hildi Ársælsdóttur, fiðluleikara,
Ólöfu Júlíu Kjartansdóttur, fiðluleik-
ara, Elínborgu Ingunni Ólafsdóttur,
víóluleikara og Steinunni Ambjörgu
Stefánsdóttur, sellóleikara.
Flutt verða verk eftir Claude
Debussy, Áskel Másson, Franz Schu-
bert og Johannes Brahms.
Burtfararprófstónleikar Ama
Heiðars Karlssonar píanóleikara
verða kl. 20:30. Á efnisskrá em verk
eftir J. S. Bach, L.v. Beethoven, Oliv-
ier Messiaen, César Franck og Franz
Liszt.
Tónleikar mánudaginn 27. mars kl.
20:30 era seinni hluti einleikaraprófs
Margrétar Árnadóttur, sellóleikara,
frá skólanum. Steinunn Bima Ragn-
arsdóttir leikur með á píanó.
Flutt verða verk eftir J. S. Bach, R.
Schumann, L.v. Beethoven, Mozart
og D. Sjostakovitsj.
M-2000
Föstudagur 24. mars.
Lokaháti'ð
yf \ fþróttasirkus
r Ýmiskonar
* íþróttir verða kynntar í
Kringlunni seinni hluta
dags. Reykvískt íþróttafólk
sýnir kúnstir og fær almenning
til að prófa íþróttagreinar á
ýmsum stöðum í Kringlunni.
www.ibr.is
www.reykj avik2000.is
Okkar samstarf, þinn hagur...
taeknival.is
Cisco Systems
COMPAd Microsoft
Tæknival