Morgunblaðið - 24.03.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.03.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 37 Morgunblaðið/Golli Af sýningu Ingólfs Arnarssonar í Nýlistasafninu. Hvít list MYNDLIST \v1istasafnið BLÖNDUÐ TÆKNI INGÓLFUR ARNARSSON, ANDREAS KARL SCHULZE, ROBIN VAN HARREVELDOG HILMAR BJARNASON Sýningin er opin alla daga nema mánudaga og stendur til 16. apríl. LISTAMENNIRNIR fjórir sem nú sýna í Nýlistasafninu tefla fram naumari list en íslenskir sýningar- gestir eiga að venjast, jafnvel þeir sem að jafnaði sækja sýningar í Ný- listasafninu. Mínimalísk framsetning ræður ferðinni og svo langt er gengið að gestum gæti við fyrstu sýn virst að gleymst hefði að setja upp verkin, sérstaklega þegar komið er upp í SUM-salinn á efstu hæð þar sem Andreas Karl Schulze hefur látið sér nægja að líma nokkra smáa litaða bómullarferninga á súlu en skilur veggina eftir auða. Knöpp framsetn- ing af þessu tagi er gegnumgangandi í sýningunni. Schulze býr í Köln og hefur undan- farin ár einkum unnið verk úr litlum bómullarfemingum eins og þeim sem hann sýnir nú. Femingamir em lit- aðir og verkin byggjast á því að raða litunum saman og skoða hvemig heildaráhrifin verða þegar ferningj amir standa nokkrir saman á vegg. í Nýlistasafninu hefur Schulze gætt þess að setja ferninga sína á óvænta staði, ekki á miðja veggi þar sem alla jafna mætti búast við að sjá verk hengd heldur til hliðar eða jafnvel á súlu eins og í SÚM-salnum. Robin van Harrevel frá Hollandi er elstur listamannanna á sýningunni og sýnir svart-hvítar ljósmyndir sem liggja í bunka á borði í stað þess að vera hengdar á veggi. Viðfangsefnið er hversdagslegir hlutir, svo hvers- dagslegir að stundum getur jafnvel verið erfitt að átta sig á því að um yf- irleitt sé um ljósmynd af einhverjum sérstökum hlut að ræða, til dæmis Uppspuni frá rótum á Húsavík LEIKFÉLAG Húsavíkur frum- sýnir Uppspuni frá rótum eftir þingeyska þríeykið Armann Guð- mundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason, á morgun, laugardag kl. 17. I fréttatilkynningu segir að þetta sé fislétt og fyndin fjöl- skyldusaga með söngvum. Leik- stjóri er Oddur Bjarni Þorkelsson, tónlistarstjóri er Valmar Valjaots. Leikritið var sérstaklega skrifað fyrir Leikfélag Húsavíkur í tilefni af 100 ára afmæli félagsins og 50 ára afmæli Húsavíkurkaupstaðar. Þátttakendur í leikritinu þ.e. leikarar og annað starfsfólk, eru 55. Næstu sýningar eru þriðjudag- inn 28. mars, föstudaginn 31. mars og laugardaginn 1. apríl þegar skoðuð er ljósmynd af óskrif- uðu vinnubókarblaði. Hilmar Bjamason, yngstur lista- mannanna, hefur verið við nám í Vín og Kaupamnnahöfn og verk hans - hljóð- og myndbandsverk - þarfnast meiri umgjarðar en framlag hinna. Myndbandsverkin eru sýnd á nokkr- um sjónvarpsskermum á gólfi í forsal safnsins og sýna óljósar skugga- myndir sem nær hverfa í snjó og truflunum. Hljóðverkin má hlusta á í heymartólum og era þau svipaðs eðl- is og myndböndin, hávaði sem leysist upp í truflunum og verður eins og margradda suð. Verkin vinnur Hilm- ar með framstæðum eða gamaldags tækjum svo í raun virðist sem verið sé að hlusta á traflanir úr búnaðinum frekar en það sem tekið er upp. Loks má sjá verk Ingólfs Arnar- ssonar, sem jafnframt stjómar sýn- ingunni í Gryfjunni á neðstu hæð safnsins. Þar er um að ræða óhlut- bundnar teikningar, unnar með blý- anti beint á vegginn, en slíkar teikn- ingar hafa verið helsta viðfangsefni Ingólfs undanfarin ár. Allir þessir íjórir listamenn eiga það sammerkt að reyna að ganga eins langt og hægt er til að leysa listaverk sín upp og láta þau nánast hverfa inn í umhverfið eða renna saman við það. Bæði hvað varðar framsetningu og innihald forðast þeir alla persónulega túlkun eða táknun, verkin merkja alls ekki neitt, miðla ekki neinni sérstakri sýn á veraleik- ann eða vekja nein sérstök hugrenn- ingatengsl hjá áhorfandanum. Eftir stendur formið eitt, miðillinn sjálfur og tær, óhlutbundin framsetningin. Þessi óvenju knappa og afdráttar- lausa sýning er þrátt íyrir naumleik- ann afskaplega heillandi. Þar ráða auðvitað mestu öragg og fost tök listamannanna á viðfangsefninu og óvenju vel heppnuð samsetning verka. Eins ólíkir og þeir fjórir era sem nú sýna í Nýlistasafninu nær sýningin að mynda öfluga heild og miðla styrk hvers listamanns um leið og verkin kallast á hvert við annað. Jón Proppé Sýningxim lýkur Listasafn íslands Sýningu á verkum Svavars Guðnasonar og Nínu Tryggva- dóttur, í sal 3 og 4, lýkur nú á sunnudag. Nína og Svavar eru tveir helstu fulltrúar abstrakt- expressíónismans í íslenskri myndlist. Öll verkin á þessum sýning- um era í eigu Listasafns Is- lands. Safnið er opið alla daga, nema mánudaga, kl. 11-17. Listamiðstöðin Straumur v/Reykjanesbraut Málverkasýningu Árna Rún- ars Sverrissonar lýkur á sunnu- dag. Ami hefur unnið á vinnu- stofu í Straumi sl. fimm mánuði. Sýningin er opin frá kl. 11-18. Með blaðinu * a morgun 44 síðna blaðauki um fermingar fylgir Morgunblaðinu á morgun. DENVER fullorfl.jakkl flísfóðraður með öndunarfilmu Stærðir: S-XL Sifefc.... Litír: 6 FJORD fullorð.flís 2.9S0 áður 8.600 Stærðlr: S-XL Lltir: 5 töppurtfitví/útUút Stofnaö 1913 Eyjarslóð7 Reykjavík Sími511 2200 íbróttir á Netinu ég> mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.