Morgunblaðið - 24.03.2000, Page 42
!
ý42 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000
Væðing af
vondri sort
Nekt ogklám eru óþjóðlegfyrirbrigði og
falla ekki að íslenskri menningu.
Eftir Asgeir
Sverrisson
FLESTU ermisskipt
og því miður er það
svo að fáum þjóðum
gefast tilefni til að
gleðjast yfir eigin
framgöngu í sama mæli og Islend-
ingum. A þeim miklu breytinga-
tímum, sem við nú lifum, sannast
enn á ný hversu dýrmætum krafti
íslensk þjóð býr yfir. Alkunna er
að útlendingar eru ekki jafn „opn-
ir íyrir“ nýjungum og menningar-
þjóðin dáða í norðri. Það er ekki
síst sökum þessa eiginleika, sem
íslendinga bíður forustuhlutverk
á flestum sviðum í heimi framfara
og stórbrotinna tækninýjunga.
íslendingar eru þjóð „væðing-
anna“.
„Tölvuvæðingin" hefur nú þeg-
ar tryggt íslendingum forskot á
aðrar þjóðir. Á nær öllum heimil-
um landsins má finna tölvubúnað,
sem erlendir menn þekkja aðeins
úr alþjóðlegum stórfyrirtækjum.
Þessi nýja tækni, sem er göldrum
uhiuadc líkust í huga
* wniFnr okkar hinna
eldri, hefur
sýnilega í för
með sér að
kunnátta íslenskra ungmenna í
íramandi tungumálum svo sem
ensku eykst til mikilla muna eins
og heyra má á þeim upp-
hrópunum, sem notkun búnaðar-
ins íylgir. Að auki er við-
bragðsflýtir þeirra greinilega
annar og meiri en fyrri kynslóða
líkt og hver og einn fær greint,
sem fylgist dálitla stund með afa-
baminu fi-emja fjöldamorð í bráð-
skemmtilegum tölvuleik, sem er
svo raunverulegur að undrun og
kátínu vekur.
Uppeldisgildi tölvunotkunar er
ótvírætt enda er okkur sagt að
enginn fái haldið velli, sem aðlag-
ast ekki hraða nútímans.
Vissulega er erfitt að skilja
„hnattvæðinguna“ til fullnustu en
greinilegt er að íslendingar hafa
tekið henni fagnandi. Er það vafa-
laust tengt þeirri yfirburðakunn-
áttu, sem yngra fólk í þessu landi
ræður yfir í enskri tungu en hlut-
ur annarra erlendra mála mun
vera lítill og minnkandi í töfra-
heimi intemets. Haldbetri rök
fyrir því að dönskukennsla verði
aflögð í skólum hafa enn ekki
komið fram enda er haft fyrir satt
að enn hafi enginn íslendingur
verið ráðinn til starfa hjá Evrópu-
sambandinu sökum kunnáttu í því
tungumáli.
„Hnattvæðingin" virðist enn-
fremur hafa haft þjóðlegt aftur-
hvarf í för með sér. Þannig muna
þeir sem eldri eru að fyrr á tíð
þótti sjálfsagt að tala illa um nafn-
greinda einstaklinga á Islandi.
Þessi þjóðlegi siður lét síðan, því
miður, nokkuð undan en sökum
„hnattvæðingarinnar" þykir á ný
við hæfi að íjallað sé bæði um ein-
staklinga og þjóðfélagshópa sem
vesalinga, er aldrei fái staðist
kröfúr nútímans. Síðast en ekki
síst hefur „hnattvæðingin“ haft í
för með sér að Islendingum gefast
nú fleiri tækifæri en áður til að
ræða um peninga, sem sýnast
ætla að verða helsta áhugamál
þjóðarinnar á eftir einkahögum
annars fólks og öllum hugsanleg-
um birtingarformum mannlegrar
ógæfu.
íslendingar hafa einnig tekið
„markaðsvæðingunni“ svonefndu
opnum örmum og vart er það að
undra; loksins gefst nú færi á að
koma á sæmilegri misskiptingu í
þjóðfélaginu rétt eins og tíðkast í
öðrum menningarríkjum. Jöfnuð-
urinn, sem forðum einkenndi sam-
félagið, hafði óneitanlega kallað
fram minnimáttarkennd hjá þjóð-
inni alltof lengi. Yngra fólk gerir
sér ef till vill ekki ljóst, að íslend-
ingar voru oftar en ekki spyrtir
saman við þjóðir Norðurlanda og
sambærilega fulltrúa jafnaðar,
meðalmennsku og yfirþyrmandi
leiðinda í heiminum.
„Símavæðingin" er síðan lyg-
inni líkust og þegar hugsað er til
baka er í raun óskiijanlegt að
hvarfla skyldi að nokkrum manni
að leggja upp í vélsleðaleiðangur
án þess að með í för væri búnaður,
sem gerði kleift að greiða rafork-
ureikninginn af hálendinu.
Frekari „hirðvæðing" for-
setaembættisins nýtur yfir-
gnæfandi fylgis.
íslendingar eru því hæstánægð-
ir með „væðingarnar".
Allar nema „klámvæðinguna".
Nýjungagirni þjóðarinnar á
þessu sviði veldur vonbrigðum
eins og jafnan þegar ekki er
brugðist tímanlega við óæskilegu
erlendu áreiti. Nekt og klám eru
óþjóðleg fyrirbrigði og falla ekki
að íslenskri menningu. Stúlkur
þær, sem kasta af sér fotunum
fyrir peninga í menningarborginni
Reykjavík, munu enda flestar tala
erlend tungumál auk þess að vera
vændiskonur og eiturlyfjasjúkl-
ingar. Að auki er fatnaðurinn, sem
þær fella, Islendingum framandi
og svo óhentugur í því loftslagi,
sem hér ríkir, að meiri undrun
vekur að þær skuli klæðast honum
en afklæðast.
Rétt er það, Grettir Ásmundar-
son klæmdist. En þar var um að
ræða lögmæta vörn hans við frýj-
unarorðum griðkonu, sem veittist
að honum fyrir neðan beltisstað
og hlaut makleg málagjöld.
Spurt hefur verið hvers vegna
ráðamenn og lögregla láti „klám-
væðinguna“ viðgangast, sem ýti
undir kvenfyrirlitningu, ónáttúru
og misnotkun barna, ferfætlinga
og fiðurfénaðar. Áður en menn
taka að gagnrýna lögregluna, mik-
ilvægustu þjónustustofnun samfé-
lagsins, ættu þeir að huga að því
álagi, sem hlýtur að vera samfara
rannsóknum af þessu tagi:
- Sæl góða.
- Sæll vinur, hvemig var í vinn-
unni?
- Bara eins og venjulega. Varð-
stjórinn sendi mig út í hádeginu
að kaupa malt og skoða klámblöð.
Síðan fór ég í myndböndin.
- Erfitt?
- Söguþráðurinn er stundum
rosalega flókinn. Ég er t.d. enn
ekki búinn að átta mig á hvað pyg-
mýamir og kamel-dýrin em að
gera þarna. Hvar er Þrúðsteinn?
- Inni í herbergi, á intemetinu,
eins og venjulega.
Skáld-Sveinn þekkti vargöld,
vindöld, skálmöld, og skeggöld en
þrátt fyrir mikla framsýni hvarfl-
aði ekki að honum að klámöld yrði
þröngvað upp á eðlilegt fólk í
þessu landi. Mótun opinberrar
nektarstefnu, sem samgöngu-
ráðherra hefur haft forystu um,
vekur vonir. Þótt yfirþyrmandi og
viðurstyggilegt siðleysi kunni að
tíðkast í löndum þar sem hitinn
hefur lamað allan framkvæmda-
vilja manna og sólin rúið fólk
sjálfsvirðingu er það engan veginn
sæmandi menningarþjóð sem Is-
lendingum að taka upp nektar-
dýrkun og hvatalíf suðrænna
manna, sem hvorki þekkja fald né
stokkabelti.
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Menningarsam-
starf Islands og
Bonn-borgar
Andreas Guðmundur Sigurður
Loesch Emilsson Bragason
Hin glæsilega listadag-
skrá Reykjavíkur, einn-
ar af níu menningarhöf-
uðborgum Evrópu árið
2000, hefur að vonum
vakið athygli í Evrópu-
löndum, segir Andreas
Loesch, ekki síst í
Þýskalandi, þar sem
áhugi á íslenskri menn-
ingu og listum á sér
djúpar rætur.
ETTA á ekki síst við um
íbúa í Bonn, sem um ára-
tugi var ríkisstjórnarset-
ur sambandslýðveldisins,
en borgin sækist nú eftir því að
verða menningarhöfuðborg Evrópu
innan tíðar. Menningaryfirvöld í
Bonn telja sig geta lært töluvert af
systurborgum í Evrópu, þar sem
menningarlíf blómstrar vel, en von-
ast jafnframt til þess að geta átt
gott samstarf við yfirvöld menning-
armála og listamenn sem flestra
landa. Menningarsamstarfið hefur
yfirleitt tengst Sumarlistahátíðinni
í Bonn, sem um árabil hefur verið
ein umfangsmesta og fjölbreyttasta
listahátíð sinnar tegundar í Þýska-
landi.
Ný áætlun um
menningarsamvinnu
Borgarstjórnin í Bonn hefur nú
samþykkt nýja og umfangsmikla
áætlun um alþjóðlega samvinnu á
sviði lista og menningar við ýmsar
borgir víða um heim. Að þessu sinni
er áhersla lögð á samvinnu við
nokkrar borgir í Mið-Asíu, Afríku,
Bandaríkjunum og Suður-Ameríku.
Evrópa er ekki undanskilin í nýju
áætluninni, frekar en áður, og er
gert ráð fyrir að borgunum Murcia
á Spáni, Salzburg í Austurríki og
Reykjavík verði boðið til samstarfs.
Með áætluninni er leitast við að
skapa nýtt fyrirkomulag í samskipt-
um borga á milli, sem jafnframt nái
út fyrir hið hefðbundna vinabæjar-
samband. Reynt verður, að taka
upp samstarf við svæði, sem þýskar
borgir hafa ekki átt samstarf við áð-
ur, til dæmis í nýju lýðveldunum í
Mið-Asíu. Einnig er leitast við að
hafa í huga aðra mikilvæga þætti í
samskiptunum samhliða menning-
arsamskiptum, t.d. hið svokallaða
„norður-suður“ samstarf í anda
Sameinuðu þjóðanna, ekki síst inn-
an ramma umhverfisáætlunar sam-
takanna (Agenda 21), en þess má
geta, að skrifstofur samnings Sam-
einuðu þjóðanna til að sporna við
eyðimerkurmyndun hafa aðsetur í
Bonn. í því sambandi er ætlunin að
efna til samstarfs við borgir á svæð-
um, sem ógnað er af eyðimerkur-
myndun, t. d. borgir í Mið-Asíu og
Afríku.
Menningarsamstarf
með stuðningi ESB
Sem fyrr segir hafa borgir í
Evrópu ekki verið undanskildar í
menningarsamstarfi Bonn-borgar.
Mikil reynsla er nú komin á sam-
starf við ýmsar borgir í ESB-ríkj-
um með stuðningi Evrópusam-
bandsins, en eins og kunnugt er
geta EES-þjóðir einnig notið góðs
af hinni umsvifamiklu menningar-
samvinnu Evrópusambandsins.
Borgaryfirvöld í Bonn hafa því
áhuga á að fá til liðs við sig sam-
starfsaðila, til að hrinda í fram-
kvæmd áætlunum, sem njóta stuðn-
ings Evrópusamvinnunnar. Það
gefur mikla möguleika í sambandi
við fjölhliða menningarsamstarf Is-
lands innan Evrópu, að Island er
aðili að Evrópska efnahagssvæðinu
og því gjaldgengur aðili í sameigin-
legum menningaráætlunum, sem
styrktar eru af Evrópusambandinu.
íslenskar listahátíðir í Bonn
og Nordrhein-Westfalen
íslenskir listamenn hafa notið
góðs af þessum áhuga stjómar
menningarmála í Bonn á samskipt-
um við Island. Fyrir um tíu árum
tókst með Bonn og íslendingum
gott samstarf, sem náði hápunktum
með íslenskum listahátíðum, „Kult-
ur aus Reykjavík" árið 1993 innan
ramma Sumarlistahátíðarinnar í
Bonn og „Kultur aus Island“ árið
1995 í nokkrum borgum sambands-
landsins Nordrhein-Westfalen;
Bonn, Bielefeld, Dússeldorfj Kref-
eld og Köln. Forgöngu af Islands
hálfu í þessu samstarfi hafði ís-
lenska sendiráðið í Bonn undir for-
ystu sendiherranna Hjálmars W.
Hannessonar og Ingimundar Sig-
fússonar. Fjölmargir aðrir íslenskir
aðilar lögðu þar hönd á plóginn, til
að gera þátttöku íslendinga sem
veglegasta, þeirra á meðal Reykvík-
urborg, Kjarvalsstaðir, menntamál-
aráðuneytið og utanríkisráðuneytið.
Reykvíska listahátíðin í Bonn
1993, sem opnuð var af Markúsi
Erni Antonssyni, þáverandi borgar-
stjóra, var umfangsmesta íslenska
menningardagskrá, sem haldin
hafði verið í Þýskalandi. Á hátíðinni
var m.a. haldin stærsta sýning á
verkum Jóhannesar Kjarvals, sem
þá hafði verið haldin utan Islands.
Islenska menningarkynningin í
Nordrhein-Westfalen 1995 var opn-
uð í Bonn af Birni Bjarnasyni
menntamálaráðherra. Viðstaddur
var einnig Hans Schwier mennta-
málaráðherra Nordrhein-West-
falen. í tengslum við hátíðina fór
einnig fram sérstök miðsumarhátíð
í Augústusborgarhöll við Köln í boði
Jóhannesar Rau, núverandi forseta
Þýskalands, sem þá var forsætis-
ráðherra Nordrhein-Westfalen.
Of langt mál yrði að telja upp all-
an þann fjölda íslenskra lista-
manna, sem komið hafa fram í
Bonn-borg á síðustu árum, en þeir
eru örugglega vel á þriðja hundrað.
Aftur á móti skiptir það mestu máli,
að íbúar í Bonn hafa fengið að kynn-
ast afburða listamönnum, eins og
Tríói Reykjavíkur og Kammersveit
Reykjavíkur, nýjustu íslensku kvik-
myndunum, Islenska dansflokkn-
um, verkum afburða rithöfunda,
sem þýdd hafa verið á þýsku, eins
og Einars Kárasonar og Einars
Heimissonar, Jazzkvartetti Reykja-
víkur, verkum ungra myndlistar-
manna og ljósmyndara.
Mikið ánægjuefni var heimsókn
hins sérstaka leikhóps, Perlunnar,
undir forystu Sigríðar Eyþórsdótt-
ur, sem sýndi verkið „Midas kon-
ungur í Bielefeld“ og dvaldi þar síð-
an í eina viku í samstarfsverkefni
með leikhópum fatlaðra í Þýska-
landi.
Ný íslensk tónlist
Á listahátíðunum í Bonn var leit-
ast við sýna hina fjölbreytilegu nú-
tímamenningu Islendinga. Það var
ekki síst lyftistöng í þeim efnum, að
samstarf komst á við Guðmund Em-
ilsson hljómsveitarstjóra, sem gerði
hvert stórvirkið á fætur öðru. Á
listahátíðinni 1993 gekkst hann fyr-
ir eftirminnilegri kynningu í Beet-
hoven Haus á íslenskum nútímatón-
skáldum, m.a. Þorkeli Sigur-
björnssyni, á tónleikum Ensamble
Instrumental de Grenoble, ásamt
íslenskum einleikurum og söngvur-
um.
Á listahátíðinni 1995 stjórnaði
Guðmundur konsertfrumflutningi
óperunnar Tunglskinseyjan eftir
Atla Heimi Sveinsson, með Sigurð
Bragason bariton og Signýju Sæ-
mundsdóttur sópran í aðalhlutverk-
um. Hljómsveitarstjórn Guðmund-
ar Emilssonar á Baltnesku fíl-
harmóníuhljómsveitinni í Riga
hefur vakið verðskuldaða athygli,
eins og nýjasti geisladiskur hennar
með forleikjum og aríum úr óperum
Mozarts og söng Sigurðar Braga-
sonar baritons ber glæsilegan vott
um.
Áframhaldandi
menningarsamstarf
Listahátíðimar í Bonn urðu einn-
ig hvati að því að komið var á lagg-
irnar reglulegum fundum embætt-
ismanna í menningarmála- og
utanríkisráðuneytum og sendiráð-
um landanna, til að fjalla um menn-
ingarsamvinnu. Til funda þeirra
hefur einnig verið boðið fulltrúum
ýmissa menningarstofnana, auk
þess sem menntamálaráðuneyti
sambandslandsins Nordrhein-
Westfalen hefur einnig tekið virkan
þátt í þessum skoðanaskiptum.
Þessi skoðanaskipti hafa orðið til að
treysta samskipti ríkjanna í menn-
ingarmálum og eiga eftir að nýtast
vel í framtíðinni.
Hin nýja menningarsamstarfs-
áætlun Bonn-borgar ber vott um
hinn góða árangur af samstarfinu
við íslendinga og vilja til að halda
áfram á sömu braut. Hún verður
vonandi einnig hvatning til Islend-
inga um að gera fleiri þýskum lista-
mönnum kleift að koma til íslands.
Höfundur er yfírmaður AI-
þjóðadeildar inenningarmálaskrif-
atofu Bonn og framkvæmdastjóri
sumarlistahátfðarinnar í Bonn.