Morgunblaðið - 24.03.2000, Síða 44
MORGUNBLAÐIÐ
* 44 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000
HESTAR
Vildi að fleiri fatlaðir
kæmust á hestbak
1 og 2. Stigið á bak með aðstoð Halldórs og
Kristínar.
3. Teygjur eru settar aftur fyrir fæturna
til að halda þeim á réttum stað.
4. Sérstakir stopparar eru hafðir á
taumnum og pískurinn festur með
frönskum rennilás.
Margir telja að hesta-
mennska sé ákaflega
góð íþrótt fyrir fatlað
fólk og er hún notuð við
þjálfun fatlaðra víða um
heim. Islenski hesturinn
er einmitt talinn henta
vel fyrir fatlaða. Ásdís
Haraldsdóttir hitti
Kristján Eyþórsson í
Borgarnesi sem ríður út
þrisvar í viku og hefur
gaman af.
Kristján og Blossi, Halldór og Kristín ánægð með árangurinn.
Lagt af stað. Aðstoðarmennirnir fylgja fyrsta spölinn.
KRISTJÁN Eyþórsson hefur um-
gengist hesta frá fyrstu tíð. Hann var
í sveit í Akurholti í Eyjahreppi þegar
hann var ungur drengur. Hann er al-
inn upp í Borgamesi en þegar hann
var Í2 ára fluttist fjölskyldan að
Hamri, sem er skammt fyrir utan
Borgames, og hafði hesta þar.
Hrundum um koll, ég og klárínn
Kristján slasaðist 9. júlí 1994.
Hann hafði farið ríðandi á hesta-
mannamót í Dölunum, eins og Borg-
firðingar gera gjamam. „Ég var að
leggja af stað heim á leið og þá
hmndum við báðir um koll, ég og
klárinn," segir Kristján. „Ég fór koll-
hnís og það næsta sem ég vissi var að
ég gat ekki staðið upp. Ég fann fyrir
mikilli þreytu í fótunum og mér
fannst eins og þeir stæðu beint upp í
loftið. En þegar ég gáði lágu þeir á
jörðinni og ég gat ekki hreyft þá. Á
mér var ekkert að sjá, enginn mar-
blettur, nema á mænunni. Ég hafði
oft dottið af baki og ekki orðið meint
af, en hálsliðimir á mér vom víst
orðnir kalkaðir og mér skilst að þess
vegna hafi þetta farið svona illa.
Næstu tvær vikumar var ég á
Borgarspítalanum og fór þaðan á
Grensásdeildina þar sem ég dvaldi á
11. mánuð. Eftir þjálfunina þar gat
ég gengið um í grind og svolítið á
. hækjum.“
Kristján segist fljótlega hafa lang-
að til að setjast á hestbak eftir að
hann kom heim. Hann prófaði það en
hesturinn mátti ekki hreyfa sig því
jafnvægið var ekkert. Næsta vor
frétti hann af sýningu í Reiðhöll
Gusts í Kópavogi þar sem hesta-
mennska var kynnt fyrir fötluðu
fólki. Þangað fór hann og prófaði að
láta teyma undir sér. Það gekk vel
þótt jafnvægið væri ekki gott.
Á Reykjalund til
að komast á hestbak
En löngunin til að komast á hest-
bak dvínaði ekki svo hann fór á
Reykjalund vorið 1997 í þeim tOgangi
að komast á hestbak, en þar eru hest-
ar einmitt notaðir við þjálfun fatl-
aðra. Þetta varð til þess að Kristján
ákvað að reyna að fá aðstoðarfólk til
að hjálpa sér við að komast á hestbak
heima í Borgarnesi.
Málið tók nokkuð langan tíma að
komast í gegnum „kerfið". Það tókst
að lokum og haustið 1997 var hesta-
fólkið Kristín Ingólfsdóttir og Bjarni
Guðjónsson ráðið til að aðstoða hann.
Síðar kom Halldór Sigurðsson í stað
Bjama.
Kristján keypti sér hest um ára-
mótin 1997-1998. Blossi, ættaður frá
Kirkjubæ, varð fyrir valinu. Kristján
hafði séð til hans í hesthúsahverfinu
Vindási við Borgames, þar sem hann
á sjálfur hesthús, og sá að hann gæti
hentað vel. Hann er rólegur og yfir-
vegaður, að vísu svolítið sjónhrædd-
ur, en mjög ganggóður og þýður.
Þau Kristín og Halldór segja að
fyrst í stað hafi þurft að teyma undir
Kristjáni og styðja við hann. Nú
hjálpa þau honum á bak, setja púða
undir rassinn, setja teygju fyrir aftan
fætuma í ístöðunum, stilla hendum-
ar af við stoppara sem settir hafa ver-
ið á tauminn og festa pískinn með
frönskum renniiás á aðra höndina.
Blossi er síðan teymdur út úr gerðinu
og þau ganga um stund hvort sínum-
megin við hann. Síðan ríður Kristján
af stað og ekki er að sjá að þar fari
fatlaður maður.
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
Kristján hefur góða stjórn á Blossa. Ekki er hægt að
sjá að hér fari fatlaður maður.
Ótrúlegar framfarir
Kristín segist sjá ótrúlegar fram-
farir hjá Kristjáni, ekki síst núna frá
áramótum. Hún segir að áður hafi
ekki sést nein hreyfing í líkama
Kristjáns, en núna sést vel hvemig
Kristján fylgir hreyfingum hestsins.
Kristján segist hins vegar hafa viljað
finna fyrir meiri framfömm. Þau
Kristín og Halldór em sammála um
að þetta viðhorf Kristjáns sé einmitt
það sem flýtir fyrir framföranum.
Hann er duglegur að drífa sig, enda
segist hann sjálfur vita að framfar-
imar komi ekki fyrirhafnarlaust.
„Maður verður að gera aðeins meira
en maður getur,“ segir hann.
Nú stendur til að hann fari í rann-
sókn til að athuga hvort hægt verði
að koma fyrir tölvustýrðum lyfja-
skammtara í honum. Þá fær hann lyf
gegn spasmanum, sem háir honum
hvað mest, beint inn í mænuna. Ef
þetta tekst allt vel er líklegt að þjálfa
þurfi upp ýmsa vöðva sem ekki hafa
verið í notkun í langan tíma.
Vill fá sér sprækari hest
Svo vill hann fara að fá sér spræk-
ari hest. Þótt Blossi sé góður og sé nú
farinn að þora að vera svolítið
ákveðnari með Kristján á baki, þá vill
Kristján fara að fá hest sem er meira
krefjandi. „Ég hef líka alltaf haft
gaman af góðum brokkumm. Þótt
sjúkraþjálfarinn minn hafi nú
ákveðnar efasemdir um að ég geti
riðið brokk, þá held ég að það sé ekki
rétt hjá henni. Ég held ég hafi bara
gott af að prófa það,“ segir hann.
Kristján getur gengið ofurhægt og
styður sig við hækjur, en vöðvarnir
em mjög stífir vegna spasmans.
„Mér h'ður svo miklu betur þegar ég
kemst á hestbak,“ segir hann. „Þegar
ég kem heim og er búinn að hvíla mig
svolitið finn ég hvað ég er miklu af-
slappaðri og líður mun betur. Ef ég
missi úr dag stífna ég allur upp.
Læknirinn minn hefur líka hvatt mig
til að fara á hestbak. Þó er hann eng-
inn hestamaður.
Ég vildi óska að fleiri fatlaðir
kæmust á hestbak. Ég held að þeir
fái yfirleitt mjög mikið út úr sam-
skiptum sínum við hesta. Ég hef séð
mjög fötluð böm, sem hvorki geta
hreyft sig né tjáð sig, ljóma öll um
leið og þau snerta hest,“ sagði Kri-
stján að lokum.
Lágmörk afkvæma
hesta vantaði
MEÐ grein um möguleika nokk-
urra stóðhesta til að komast á
landsmót með afkvæmahóp og
hljóta heiðurs- eða fyrstu verð-
laun sem slíkir (sem birtist í blað-
inu á þriðjudaginn) áttu að fylgja
upplýsingar um þau lágmarksskil-
yrði sem hestamir þurfa að upp-
fylla. Vegna mistaka féll sú klausa
út og birtist því hér til skýringar.
Heiðursverðlaun
Til að ná heiðursverðlaunum
þarf stóðhestur að ná a.m.k. 120
stigum og vera með að lágmarki
50 dæmd afkvæmi. Með því að ná
þessum mörkum er heimilt að
mæta með 12 afkvæmi hestsins á
opinbera sýningu og þar með
tryggir hesturinn sér heiðursverð-
launatitilinn.
Fyrstu verðlaun
Til að ná fyrstu verðlaunum era
tveir möguleikar inni í myndinni.
Stóðhestar sem náð hafa 120 stig-
um þurfa að hafa á bak við sig 15
til 29 dæmd afkvæmi. Stóðhestar
sem hafa náð 115 stigum þurfa að
hafa á bak við sig 30 eða fleiri af-
kvæmi. I báðum þessum tilvikum
þarf að sýna sex afkvæmi hestsins
á opinberri kynbótasýningu.
I upptalningu á stóðhestum sem
möguleika eiga á að koma fram
vantaði einn, Platon frá Sauðár-
króki, en hann hefur verið sýndur
með afkvæmum og hlaut þá önnur
verðlaun sem nú hafa verið af-
numin úr verðlaunakerfinu. Plat-
on er nú með 117 stig og 40 dæmd
afkvæmi og því vel innan marka.