Morgunblaðið - 24.03.2000, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 4S
Lögbrot framið á öryrkj-
um og lífeyrisþegrim
Ársmeðaltal
1999
Bætur
Hvaða vísitala sem not-
uð er og hvernig sem út-
reikningum er háttað
kemur aldrei önnur nið-
urstaða en sú, segir
Ogmundur Jónasson,
að bætur til lífeyrisþeg-
ans eru annað hvort
lægri en launavísitala
eða launaþróun.
Tryggingastofnun ríkisins. Eins og
hér má sjá hefur ríkisstjórnin ekki
einu sinni farið að lögum gagnvart
þeim á nýliðnu ári hvað þá að
nokkur tilraun hafi verið gerð til
að bæta kjör þeirra og gefa þeim
réttmætan hlut í margrómuðu góð-
æri. Hvaða vísitala sem notuð er
og hvernig sem útreikningum er
háttað kemur aldrei önnur niður-
staða en sú að bætur til lífeyris-
þegans eru annað hvort lægri en
launavísitala eða verðlagsþróun.
Þetta sýndi ég fram á í utandag-
skrárumræðu á Alþingi fyrir fáein-
um dögum. Astæðan fyrir því að
þetta er nú tíundað á síðum Morg-
unblaðsins er að fram komu í
fjölmiðlum efasemdir um að hér
hafi verið um réttar fullyrðingar
að ræða - eða markvissan mál-
flutning eins og einkunnagjöfin
hljómaði í hádegisfréttum Ríkis-
útvarpsins daginn eftir umræðuna
á þingi.
f besta lagi blekking
Að mínum dómi er grundvallara-
triði að greiðslur til öryrkja og líf-
eyrisþega hækki aldrei minna en
nemur hækkunum á lægstu kaup-
töxtum - og eins og fyi-r er getið
hafa slíkir kauptaxtar hækkað
helmingi meira á síðustu sjö árum
Hækkun frá
jan. '99 -jan. '00
5.27 %
5,80 %
3,60 %
Hækkun frá
des. ’98 - des. '99
5,68%
5,60%
6,20%
FYRIR nokkrum dög-
um sendi ríkisstjórnin
frá sér yfirlýsingu „í
tengslum við kjarasamn-
inga“ og er þar meðal
annars kveðið á um
hækkanir á greiðslum
almannatrygginga, 4,5%
á þessu ári, það er 0,9%
umfram þá hækkun sem
kom í byrjun árs; síðan
3% á árinu 2001, 3% á
árinu 2002 og að lokum
2,25% á árinu 2003.
Samanlagðar eru þessar
prósentutölur 12,75% á
fjórum árum en sam-
kvæmt framreikningi 13,36%.
Þetta er svipuð prósentuhækkun
og Flóabandalagið samdi um, en
þá má ekki gleyma því að lægstu
laun samkvæmt þeim samningum
hækka um 30% á samningstímabil-
inu.
Af þessu er augljóst að bilið á
milli þeirra sem eru á lágum kaup-
töxtum annars vegar og hinna sem
þurfa að reiða sig eingöngu á bæt-
ur almannatrygginga hins vegar
mun aukast á komandi árum. Hér
er ekki á bætandi í ljósi þeirrar
óheillaþróunar sem orðið hefur á
undangengnum áratug hvað þetta
snertir.
Vont versnar
Frá 1993 til 1999 hækkuðu
lágmarkslaun um 52%, en
grunnlífeyrir, tekjutrygging, heim-
ilisuppbót og sérstök heimilisupp-
bót auk eingreiðslna, um 30%. En
hafa ber í huga að á þessu tímabili
kom til sérstakrar hækkunar á
heimilisuppbót vegna niðurfelling-
ar á eftirgjöf á afnotagjaldi út-
varps og sjónvarps og ársfjórðung-
sgjaldi fyrir síma. Þegar þetta er
tekið með í reikninginn lætur
nærri lagi að helmingsmunur sé á
kjaraþróun þessara hópa. Ef við
lítum fram á veginn í ljósi fyrir-
ætlana stjórnvalda mun að óbr-
eyttu enn gliðna þarna á milli.
Lágmarkslaun verða komin í 91
þúsund krónur eftir þrjú ár ef að
líkum lætur. Einstaklingur sem
býr einn og fær einvörðungu bæt-
ur frá Tryggingastofnun hefur nú
69.598 kr. en verður árið 2003
kominn í 76.154 kr. samkvæmt yf-
irlýsingunni. Þeir sem hins vegar
eru í sambúð eða giftir fá hins veg-
ar nú 48.253 kr. á mánuði en munu
að öllu óbreyttu fá 52.798 kr. að
þremur árum liðnum. Hér er ekki
minnst á þá einstaklinga sem búa
við þá köldu staðreynd að tekjur
maka þeirra skerða
bæturnar þannig að
þegar upp er staðið
geta þeir endað
með 15.692 kr. í
tekjur. Það er tals-
verður vegur frá
þessum upphæðum
og upp í lágmar-
kskauptaxta.
Út af fyrir sig er
þetta nógu slæmt,
reyndar svo slæmt
að við það verður
ekki unað. Ekki er
þó öll sagan sögð
því við skoðun kem-
ur í ljós að ríkisstjórnin hefur þeg-
ar brotið gegn lögum um hækkun
bótagreiðslna almannatrygginga.
Þegar ríkisstjórnin rauf sam-
bandið á milli lágmarkslauna og
bótagreiðslna um miðjan tíunda
áratuginn var því ákaft mótmælt
af hálfu samtaka elli- og örorkulíf-
eyi'isþega og samtaka launafólks.
Þótt ekki væri fallist á að koma
þessum tengslum á að nýju fékkst
það í gegn árið 1997 að lögfest var
ákvæði sem er að finna í 65. grein
almannatryggingalaga þar sem
segir að bætur almannatrygginga
skuli breytast árlega í samræmi
við fjárlög hverju sinni og svo vitn-
að sé orðrétt í greinina þá „... skal
taka mið af launaþróun, þó þannig
að þær hækki aldrei minna en
verðlag samkvæmt vísitölu neyslu-
verðs“.
Frá lögum til framkvæmdar
Lítum á framkvæmd þessara
laga og horfum til síðasta árs.
Hver skyldi verðlagsþróun hafa
verið á síðasta ári? Spyrjum enn-
fremur um launaþróunina og að
lokum um hækkun bóta almanna-
trygginga. Nú er okkur einn vandi
á höndum og hann er sá að menn
nota mismunandi reikningsaðferð-
ir við útreikninga af þessu tagi.
Þess vegna ætla ég að bregða á
það ráð að setja upp í eftirfarandi
töflu útreikninga sem byggja á
mismunandi forsendum:
Hækkun bóta með
eingreiðslum 5,26 %
Vísitala neysluverðs 3,23 %
Vísitala launa 6,80 %
Sá hópur sem hér er notaður til
viðmiðunar eru þeir sem búa einir
og hafa engar aðrar tekjur en frá
en greiðslur í almannatrygginga-
kerfinu. Ef ekki á að miða við
þessa kauptaxta eins og krafist
Ögmundur Jónasson
Mesta þræla-
ríki nútímans
BISKUP íslands
hefur skörulega bent
á við hvaða áþján
börn búa í Indlandi,
en þar eru þau hneppt
í þrældóms áþján í
þúsundatali, ef ekki
tugþúsundatali. Þarf
ekki að fara mörgum
orðum um, hversu
óguðlegt ríki Indland
er, en þar tíðkast allt,
sem kristnir menn
fordæma, og margt í
hávegum haft. Þar
eru konur færðar á
bál að brenna lifandi
með dauðum mönnum
sínum, börn færð í þrældóm vegna
skulda foreldra eða seld eins og
kvikfénaður, og þjóðfélagið í heild
er byggt á kenningum
um óyfirstíganlega
múra stéttaskiptingar
(kastakerfinu) og þeir
sem þar eru lægstir
hafa engan mannlegan
rétt. Þrátt fyrir fagurt
ytra byrði á stundum er
Indland eitt ógeðfelld-
asta ríki veraldarinnar.
Það hefur komið
fram_ í fréttum, að for-
seti Islands ætli að fara
í opinbera heimsókn í
þetta ríki. Mér er sú
heimsókn óskiljanleg.
Af hverju eiga Islend-
ingar að senda forseta
sinn til að skála við foringja Ind-
lands? Forseti Islands á ekki að
sækja þrælaríki eins og Indland
Indland
Forseti íslands, segir
Haraldur Blöndal, á
ekki að sækja þrælaríki
eins og Indland heim.
heim. íslendingar eiga ekki að hafa
viðskipti við ríki, sem er grundvall-
að á mannfyrirlitningu og mann-
hatri. Væri ekki nær að sleppa þess-
ari heimsókn og afhenda féð, sem
sparast, til biskups, að hann geti
keypt indverskum börnum frelsi úr
áþján sinni? Það yrðu mörg börn.
Höfundur er lögfræðingur.
Haraldur Blöndal
hefur verið, þá verður ríkisstjórnin
að gera sér grein fyrir því að hún
er bundin af því í landslögum að
taka skuli mið af almennri verð-
lags- og launaþróun í landinu þeg-
ar hækkanir á gi-eiðslum almanna-
trygginga eru annars vegar.
Undan þessu lágmarksskilyrði get-
ur hún ekki vikið sér.
Nýleg yfirlýsing ríkisstjórnar-
innar gagnvart lífeyrisþegum og
öryrkjum er í besta lagi blekking-
arleikur - í versta lagi hefur hún í
för með sér lögbrot og kjaraskerð-
ingu fyrir lífeyrisþega og öryrkja.
í yfirlýsingunni er gert ráð fyrir
hækkunum til öryrkja og ellilífeyr-
isþega í samræmi við lágmarksum-
samda launaþróun. Það er lög-
bundið eins og hér hefur verið
rakið. Ef hins vegar verðlagsþróun
er hærri en þessum hækkunum
nemur verða þessir hópar hlunn-
farnir.
Yfirlýsingin gefur þessum hóp-
um ekki meiri kjarabætur en nú-
verandi lög kveða á um - en út-
koman getur hins vegar orðið
lakari ef verðlags- eða launaþróun
verður umfram þær hækkanir sem
kveðið er á um í yfirlýsingunni.
Höfundur er alþingismaður og
form. BSRB.
SLIM-LINE
dömubuxur frá
gardeur
öðuntv
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680
Byggingaplatan WDK©(S®
sem allir hafa beðið eftir
VlROC®byggingaplatan er fyrir
veggi, loft og gólf
VIROC*byggingaplatan er eldþolin,
vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og
hljóðeinangrandi
VlROC®byggingaplötuna er hægt
að nota úti sem inni
VIROC® byggingaplatan
er umhverfisvæn
VIROC®byggingaplatan er platan
sem verkfræðingurinn getur
fyrirskrifað blint.
PP
&CO
Leitið frekari upplýsinga
Þ.hORGRÍMSSON & CO
ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 8 568 6100
Spindillæsing
600w, 115mm
Lipur og léttur
Fyrir iðnaðar-
manninn
4.995 kr.
HUSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
HITACHI
SKpirokkur