Morgunblaðið - 24.03.2000, Page 50

Morgunblaðið - 24.03.2000, Page 50
í 50 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Músíktilraunir Tónabæjar Aukakvöld Músíktilrauna Músíktilraunir standa sem hæst og í kvöld er þriðja tilraunakvöld af fiór- um. Arni Matthíasson spáir í hljóm- sveitirnar níu sem leika í kvöld. MÚSÍKTILRAUNIR, hljóm- sveitakeppni Tónabæjar, hóf- ust í síðustu viku og í kvöld er komið að þriðja tilraunakvöld- inu. Kvöldið í kvöld er auka- kvöld vegna mikillar aðsóknar, en alls taka 35 hljómsveitir hvaðanæva af landinu þátt í til- raununum að þessu sinni. Sautján hljómsveitir hafa þegar látið til sín heyra á Mús- íktilraunum og í kvöld bætast níu við, allar úr Reykjavík og nágrannasveitarfélögum, Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ, en ein hljómsveit kemur frá Dalvík. Hljómsveitimar keppa meðal annars um hljóðvers- tíma, sem nýst geta til að koma undir hljómsveit fótunum, eins og dæmin sanna, en einnig eru fjölmörg verðlaun önnur í boði, aukinheldur sem sigur- sveitin leikur meðal annars á vegum Reykjavíkurborgar 17. júní. Tilraunimar em sendar út að þessu sinni á slóðinni www.coca-cola.is. Kynnir er Ólafur Páll Gunnarsson. Gestasveitir leika jafnan áð- ur en keppnin byrjar hvert kvöld og einnig á meðan at- kvæði em talin. í kvöld leika fönksveitin Jagúar og til- raunasveitin Múm. Frír bjór ► I hljómsveitinni Frír bjór eru þeir Lcó Stefánsson sem spilar á hljóð- og grúfbox og melódíku, Kári Hólmar Ragnarsson básúnu- leikari og Atli Bollason hljómborðsleikari. Þetta er hljómsveit úr Fossvoginum og spilar tilraunafönk. Meðalaldur í hljómsveit inni er sextán ár. Morgunblaðið/Arni Matt Ovana ► I hljómsveitinni Óvana eru þeir Ari Klæng- ur Jónsson bassaleikari, Númi Snær Gunn- arsson gítarleikari og söngvari, Guðmundur Guðmundsson trommari og Einar Ólafsson gítarleikari. Meðalaldur þeirra er um tuttugu ár, þeir koma frá Stokkseyri, Selfossi og Reykjavik og spila pönk. Molest ► I Kópavoginum búa þeir Erlingur Páll Karlsson trommari, Hallgrímur Ó. Hallgrímsson gítarleikari, Skúli Helgi Sigur- gíslason gítarleikari og Hrafn Jónsson söngvari og skipa þeir '■«» hljómsveitina Molest. Þeir spila þungarokk og er meðalaldur þeirra fimmtán ár. Linchpin ► Reykvíska hljómsveitin Linchpin er skipuð þeim Ómari Ström bassaleikara, Helga P. Hannessyni trommara, Brynjari Pálssyni söngvara og Þorvaldi Erni Valdimarssyni gítarleik- ara. Þeir spila hart rokk og meðalaldur þeirra er um átján ár. Prozac ► Hljómsveitina Prozac skipa þeir Steinar Sigurpálsson söngvari, Magnús Felixson bassaleikari, Heiðar Brynjarsson trommari, Jón Helgi Sveinbjörnsson gítarleikari og Matthias Friðriksson gítarleikari. Þeir koma frá Dalvík og er meðalald- ur þeirra fimmtán ár. Þeir spila þungt rokk í líkingu við Kom. Be not! ► Be not! er hljómsveit ættuð að mestu úr Hafnarfirðinum. Hún er skipuð þeim Friðbimi Oddssyni gítarleikara og söngvara, Ingólfí Amarsyni trommara, Brynjari Geirssyni gítarleikara og Jóhanni Hjaltasyni bassaleikara. Meðalaldur- inn er tuttugu og eitt ár og spila þeir félagar íslenskt gleðipopp. Auxpan ► Elvar Már Kjartansson skipar eins manns hljómsveitina Auxpan úr Kópavoginum. Hann er á át jánda ári og spilar noise-tónlist á ýmsar græjur. Mistúlkun ► f hljómsveitinm Mistúlkun em þau Iljörtur Gunnar Jóhann- esson forritari, Ámi Þór Jóhannesson forritari og saxófón- leikari, Karl Jóhann Jónsson gítarleikari og Erna Dís Eiríks- dóttir söngkona. Þau em á sautjánda ári, úr Reykjavík og spila triphop. Elexír ► Elexír er hljómsveit ættuð úr Garðabænum og er skipuð þeim Haraldi Antoni Skúlasyni söngvara og aukatrommuleik- ara, Kristjáni Páli Leifssyni gítarleikara, Birgi Má Björnssyni bassaleikara og Darra Emi Hilmarssyni trommara. Þeir fé- lagar segjast spila svona þungarokksdæmi, svolítið Minuslegt, og er meðalaldurinn sautján ár. >t Nýjar vorur OXFORD STREE' ^ r 108 Reykjavíl i c i IAXAFENI 8 Tilboð á eldri vörum - Gœðavara Gjafavara - malar- og kaffistell. ' Allir verðflokkar. . Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versate. vVERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. GARDIMUEFNI Fyrir alla giugga . . . saumum eftir þínum óskum O O cn LD CÖ 00 in Allt lyrir , AllllltocSlir P J.1X223.1111 SiðumúJa 32 - RejlgavíV • IJamargötB 17 - Ktífavfk ° OO www.alnabaer.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.