Morgunblaðið - 24.03.2000, Side 63

Morgunblaðið - 24.03.2000, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 63 < BRÉF TIL BLAÐSINS Er saimleikuriim sár? Frá Hinriki Má Ásgeirssyni: ÉG ER kannski það ungur og óreyndui’ að sumir hlutir séu einfald- lega enn sem komið er ofar mínum skilningi. Lífið hefur kennt mér margar stað- reyndir og hefur sú kennsla reynst trú og sönn í flestum tilvikum. Ein staðreyndin er sú að þegar ég greiði fyrir eitt- Hinrik Már Ásgeirsson hvað þá fæ ég það, einfalt og skýrt. Annað sem ég hef lært er að þegar ég fæ greitt fyrir eitthvað þá mynd- ast hagsmunir og þá er betra að standa við gefln orð. Þriðja stað- reyndin er sú að ef eitthvað er ólög- legt þá á maður að láta það eiga sig og hafa ekkert með það að gera. Fjármál sljórnmálaflokka Hvað varðar fjármál pólitískra flokka sem bjóða sig fram sem full- trúar almennings þá finnst mér það dapurlegt að umræðan sem á sér stað um að setja reglur um fjármál stjórnmálaflokka skuli vera slíkt deilumál. Eins og staðan er í dag hjá stjórnmálaflokkum mætti halda að þeir fylgdu fótboltareglum þegar kemur að siða- og bókhaldsreglum. Mætti í raun segja að alþingismenn- irnir ættu skilið gula spjaldið fyrir kjaftbrák og óheiðarlegan leik! Meira að segja nemendafélög menntaskóla, sem talin eru velta samtals um 130-150 milljónum króna fylgja flest strangari reglum. Það liggur klárt fyrir öllum sem vilja sjá það að ef einhver borgar flokki stórar fjárhæðir þá myndast hags- munir. Þetta er staðreynd og það hljóta viti bornir menn á Alþingi að sjá. Er það ekki sjálfsögð krafa al- mennings, þ.e.a.s. þeirra sem þessir menn vilja vera í forsvari fyrir, að einhverjar reglur séu til staðar til að tryggja að það myndist ekki það miklir hagsmunir að peningar fari að vera ígildi atkvæða og hugsjóna? Eða er það kannski skoðun ríkis- flokkanna að þeir tapi fleiri atkvæð- um á að samþykkja slík lög heldur en að láta þau eiga sig? Tillagan hefur verið lögð fram fímm sinnum áður á þingi og í öll skiptin hent í ruslaföt- una! Ríkisskattstjóri telur alltént til- löguna til bóta og hlýtur það að telj- ast hið besta mál. Hins vegar telur Ríkisendurskoðun það ekki eðlilegt að hafa skoðun. Stendur hún þar með ekki undir síðari hluta nafns síns! Vill íslenskur almenningur hafa myrkur yfir fjármálum þess flokks sem hann kýs? Ég. hef a.m.k áhyggj- ur og vona innilega að fleiri deili þessum áhyggjum með mér. Fyrir mér er grundvöllur þess að fjár- magnið taki ekki völdin í lýðræðis- ríki (þinglýðræðisríki) okkar að sett- ar séu reglur þannig að ekki sé hægt að beita fjármagni til að hafa áhrif á stefnu flokka. Ef almenningur vill aftur á móti hafa myrkur yfir fjár- málum flokkanna þá legg ég til að við köllum okkur markaðslýðveldi. Ég er alls ekki að halda því fram að þingflokkarnir hafi eitthvað óhreint í pokahominu. Ég er einung- is að skýra frá þeirri hættu sem það hefur í för með sér að hafa engar reglur um fjármál flokka. Þó svo að engin spilling eigi sér stað í dag þá er það engin trygging fyrir því að svo muni vera um ókomna tíð. Lokaorð Ég vil búa á Islandi. Ég vil búa í lýðræðisríki (sætti mig við þingræði eins og er). Ég vil ekki búa á landi þar sem atkvæði mitt er selt velvild- armönnum stjórnmálaflokka. Ég hef kynnt mér frumvarp til laga um starfsemi og fjárreiður stjómmála- samtaka sem Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir fluttu fyrir þingið. Það er ekkert í þessu fmmvarpi sem skaðar (eða ætti að skaða) stjórnmálaflokka þessa lands. Ég bið bara alþingismenn um að muna að sannleikurinn er sagna bestur. En eins og ég sagði er ég ungur og óreyndur. Kannski skil ég betur mátt peninga þegar ég verð eldri. Þá mun ég öragglega hlæja dátt að því hve óreyndur og saklaus ég var er ég var ungur. HINRIK MÁR ÁSGEIRSSON, meðlimur í Ungum j afnaðarmönnum. Kvóti og Kanarí Frá Guðmundi Bergssyni: GUÐMUNDUR Þórarinsson skrifar grein í Dagblaðið 8.3. um kosninga- loforð og kvótamál. Hann vitnar í kosningaræðu utanríkisráðherra um að fólki væri misboðið þegar menn í útgerð hættu í greininni og færa út með gríðarlegar fjárhæðir og taldi hann að skattleggja bæri söluhagn- aðinn. Ekki hefur ráðherrann minnst á þetta eftir kosningar. Nóg hefur þó þetta verið í umræðu að undanförnu eftir að einn aðili seldi hlut sinn í kvótahæsta útgerðarfyrir- tæki landsins en það er ekki víst að Halldór hafl frétt af því. Þarna var verið að selja þjóðareignina fiskinn í sjónum sem þeir höfðu í upphafi að- eins leyfi til að veiða en ekki selja sem sína eign enda var í upphafi ekki gert ráð fyrir að þeir eignuðust fisk- inn í sjónum. Það var bara veiðileyfi. Ef bara skipin hefðu verið seld í um- ræddu tilfelli, hefði ekld fengist mjög hátt verð fyrir þau, þrátt fyrir að þau séu góð, svo það er fiskurinn i sjónum sem hleypir upp verðinu. Halldór sagði nú fleira fyrir kosning- ar t.d. að hann ætlaði að beita sér fyrir stór átaki til að útrýma eitur- efnavandanum sem er að eyðileggja mannlíf á íslandi. Ekki bólar á því eftir kosningar að hugur hafi fylgt máli frekar en í kvótamálinu, en það er alvanalegt að það sem sagt er fyr- ir kosningar komi ekki strax að þeim loknum og er þá vanalega svarið, ef eftir þeim loforðum er spurt, að mið- að sé við að gera það á kjörtímabilinu þannig að þetta getur aðeins dregist. í sáttmála stjórnarflokkanna er lof- að að skipa nefnd til að endurskoða fiskveiðistjómunina. Sú nefnd hefur ekki enn verið skipuð. Guðmundur segir að áhugahópur um auðlindir í almannaþágu hafi skrifað sjávarát- vegsráðherra bréf og óskað eftir við- ræðum fyrir þrem mánuðum en ekk- ert svar hefur ennþá borist enda era póstsamgöngur milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur sjálfsagt ei’fiðar nú í ótíðinni. Guðmundur hefur mikið álit á Davíð og er ekki einn um það ef marka má skoðanakannanir. Þess- vegna reiknar hann með því að hann grípi inní gang mála eins og oft áður nú í kvótamálinu og væri ekki van- þörf á þegar svo er komið að eitt út- gerðarfyrirtæki á eða hefur umráð yfir um 7% af kvótanum. Það er nú svo komið að þau tíu útgerðarfyrir- tæki sem mest hafa eiga hátt í 40% af kvótanum (samkvæmt kvótabók- inni). Tíu fyrirtæki hafa náð til sín þetta stóram hluta af fiskinum í sjón- um, sameign allra landsmanna, þjóð- areigninni, eins og ráðamenn þjóðar- innar segja stundum þegar þeim finnst það eiga við. Guðmundur hef- ur ekki horft á Davíð í sjónvarpi þeg- ar rætt var um kvótadóm á Vest- fjörðum í Kastljósi. En þá sagði Davíð að ef sá dómur yrði eins í Hæstarétti myndi það rásta allri út- gerð og atvinnulífi á íslandi og þá væri ekkert annað að gera en loka öllu hér og flýja hólmann og flytja til Kanarí. Svo mörg vora þau orð. Vestfirðingar hafa alla tíð verið harðir í horn að taka enda lifað mest á trosi allt frá dögum Þuríðar Sunda- fyllis og þeir vilja halda því áfram. Ef Vestfirðingar verða ei góðir VillhannDavíðtakafrí Suðrænar á siglir slóðir Sest hann að á Kanarí. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178, Reykjavík. INNROMMUNCO O FAKAFENI 11 * S: 553 1788 Rógurinn um f SAL Frá Hlöðveri Kristjánssyni: Á VEFSÍÐU ASÍ og í dagblöðum, hefur á síðustu mánuðum verið haldið uppi alveg ótrálegum rógi um íslenska álfélagið hf. Nú nýlega má sjá á vef ASí atlögu að fyrirtækinu þar sem greint er á mjög hlutdræg- an hátt frá niðurstöðu Félagsdóms í þremur málum sem stéttarfélögin fóra með þangað vegna uppsagna þriggja starfsmanna hjá ISAL. í þessari grein er því haldið fram að stjórnendm- fyrirtækisins grípi ít- rekað til óvinsælla aðgerða gegn starfsmönnum, þeir séu iðnir við að viðhalda neikvæðu andrámslofti á svæðinu, ætlun þeirra sé sú að vekja upp ótta og hræða fólk til hlýðni! - nokkrir starfsmenn hafi að ástæðu- lausu og án fyrirvara verið reknir frá fyrirtækinu og undran og reiði hafi risið upp meðal starfsmanna „m.a. vegna þess að töluverður skortur hefur verið á starfsfólki og verksmiðjan hefur verið að auglýsa eftir starfsmönnum" eins og segir í greininni. Hverjum er ætlað að trúa svona fáránleika, eða er það trálegt að fyr- irtæki sem vantar starfsfólk sé að ástunda „terrorisma" gagnvart því og sé að segja upp starfsmönnum sem eigi að „baki áratuga farsælt starf hjá fyrirtækinu" án þess að hafa til þess ástæður? Svo er lítið gert úr þvi að Félags- dómur dæmdi eina uppsögnina lög- mæta, skilningur dómara á þeirri klausu kjarasamninga að fastráðnir starfsmenn skuli að öðra jöfnu hafa forgang „sé ekki í samræmi við skilning stéttarfélaganna" getur ekki verið að fyrirtækið hafi sínar ástæður en sé ekki reiðubúið, m.a. vegna hagsmuna starfsmannanna sjálfra, að láta þær koma fram í dagsljósið? Ég held að menn séu á villigötum ef þeir halda að ágreiningsmál sem þessi sé hægt að leysa með því að níða niður stjórnendur fyrirtækisins á þann hátt sem gert er, það a.m.k. stuðlar ekki að bættu andrámslofti á vinnustað. ISAL hefur nú verið á vinnumarkaði í rám þrjátíu ár og er öragglega það fyrirtæki sem hefur komið með fleiri og betri réttinda- bætur inn í umhverfí íslenskrar verkalýðsbaráttu en nokkrir aðrir atvinnurekendur, og má þar nefna nú síðast stofnun Stóriðjuskólans, sem þó hefur verið reynt að gera tortryggilegan, en einn af starfs- mönnum ÍSAL svaraði þeirri aðför svo sem vert er - og var þá svarað því til í Morgunblaðsgrein að starfs- manninn væri ekkert að marka, hann væri flokksstjóri og hugsaði líklega „rétt“! Ég var mörg ár í samninganefndum starfsmanna fyr- irtækisins, þá tíðkaðist ekki að sam- skipti við viðsemjendur færa fram með fúkyrðum og illmælgi á opin- berum vettvangi, það var ekki hátt- ur manna eins og Magnúsar Geirs- sonar, Hermanns Guðmundssonar eða annarra sem voru í forsvari fyr- ir starfsmenn á þeim tíma. Ég skrifa þessa grein vegna þess að mér ofbýður þessi óhróður um minn gamla vinnuveitanda, sem sjálfur hefur valið þann kostinn að svara lítt þessum árásum. Mál er að linni. HLÖÐVER KRISTJÁNSSON, rafvélavirki á ellilaunum Hjallabrekku 35, Kópavogi. Hættu að reykja í síðasta skiDti! Námskeið í Reykjavík frá 3.-19. aprfl Námskeiðið verður haldið í Brautarholti 8, 2. hæð, mánudaga og miðvikudaga kl. 18.45. „Hvort sem vií trúum þvl oð viðgetum eitthvaS eSa ekki, höfiim við réttfyrir okkur. “ Henry Ford. Bókaðu núna og náðu árangri Verð aðeins 9.500 kr. Árskostnaður við reykingar kr. 131.400 (miðað við einn pakka á dag). Heihu?arður Gauja litla imnt VISA Guðjón Bergmann, tóbaksvarnaráðgjafi. Nánari upplýsingar í símum 561 8586 og 694 5310 og e-mail: gbergmann@simnet.is Kennslustund í hönnun Óvenjuskemmtileg og djörf hönnun sem svo sannarlega hefur slegið f gegn í Evrópu. Multipla var valinn bíll ársins í Danmörku M.a er hann eini bfllinn tfl sýnis á Nýlistasafninu í New York sem dæml um frábæra hönnun. Sex sæti, gott aðgengi og yflrdrifið pláss fyrir alla. Undrabíll sem þú verður að skoða og prófa til að trúa. Multipla Fiat er hinn fullkomni fjölskyldubíll. Fiat Multipla Verð kr. 1.630.000 *ABS hemlalæsivörn *4 loftpúðar *6 sæti ‘Rafstýrð hæöarstilling framsætis *6 x þriggja punkta belti *160w hljómflutningstæki ‘Fjarstýrðar samlæsingar ‘Grindarbyggður 'Upphitaðirog rafdrifnirspeglar *8 ára gegnumtæringarábyrgð Opiö á laugardögum 13-17 _______BlLAR FYRIR ALLA________ SMIÐSBÚÐ2 - GARÐABÆ - S I Ml 5 400 800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.