Morgunblaðið - 24.03.2000, Síða 67

Morgunblaðið - 24.03.2000, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAGUR 24. MARS 2000 67 FÓLK í FRÉTTUM Rósa Björk á heimsmeistarakeppni í ásetningu gervinagla Öll smáatriði skipta máli Morgunblaðið/Golli Rósa Björk Hauksdóttir er naglatæknir og förðunarfræðingur. í FEBRÚAR stóð tímaritið Hár og fegurð fyrir förðunarkeppni á Hótel Islandi. Keppt var í ýmsum flokkum og var ásetning gervinagla einn þeirra. Rósa Björk Hauksdóttir hafnaði í öðru sæti í þeim flokki en í kjölfarið bauðst henni að taka þátt í heimsmeistarakeppni á því sviði sem fram fer í Diisseldorf í Þýska- landi nú um helgina. Annette nokk- ur frá Svíþjóð, sem var dómari í keppninni á Hótel íslandi, kom auga á hæfileika Rósu og mælti með því að hún tæki þátt í heimsmeist- arakeppninni. Það er ekki hlaupið að því að öðlast þátttökurétt, aðeins nokkrir útvaldir fá boð um þátttöku, en Rósa er auk þess fyrsti íslend- ingurinn sem tekur þátt í keppninni. En hvað er það fyrsta sem verður að hafa í huga þegar halda skal í keppni sem þessa? Að ýmsu þarf að hyggja „Eg reyni að fá módel sem er með fallegar hendur og fallegar neglur,“ útskýrir Rósa. „I keppninni verð ég að setja gervineglurnar á á staðnum og lakka þær og ég hef tvo og hálfa klukkustund til verksins.“ En að hverju þarf að hyggja til að ásetningin heppnist sem best? „Það eru ýmis smáatriði sem þarf að hugsa út í,“ segir Rósa. „I fyrsta lagi að neglurnar séu allar jafn langar og allar eins í laginu, hliðarn- ar allar jafnar, límingin sé góð og „broslínan" falleg og bein. Engin skil mega sjást og gervineglurnar verða að vera þunnar, það má í raun ekki sjást að um gervineglur sé að ræða.“ Neglurnar eru glærar þegar þær eru settar á en síðan verða Rósa og aðrir keppendur að lakka þær í ein- hverjum fallegum lit og verður lökkunin að vera óaðfinnanleg. „Keppnin úti er miklu strangari en hérna heima,“ segir Rósa. „Ég er búin að fá smáþjálfun frá Annette og hún hefur leiðbeint mér um það sem betur má fara. Ég lærði heil- mikið af henni.“ En hvernig fara dómararnir að því að sjá hvað er jafnt, nota þeir málband? „Ja, þeir mæla þetta bara með augunum," segir Rósa og hlær. „Þær eru rosalega þjálfaðar í því að sjá strax hvort neglurnar eru jafnar eða ekki. Það er farið eftir ströng- um alþjóðlegum reglum í keppn- inni.“ Hérlendis fá keppendur einn og hálfan tíma til að ljúka við að setja gervineglurnar á en þá eru líka að- eins fimm fingur sem þarf að setja neglur á en í heimsmeistarakeppn- inni verða allir tíu fingurnir að fá sömu meðferð. Rósa notast við gelneglur en keppendur ráða hvers konar neglur þeir nota. „Gel er efni sem ég set á neglurnar sem er síðan hert undir ljósi.“ Rósa starfar á snyrtistofunni Heilsu og fegurð en hún er mennt- aður naglatæknir auk þess sem hún hefur lært förðun. Hvað fínnst þér vera mest spenn- andi við þetta fag? „Þegar ég byrjaði í náminu hafði ég varla hugmynd um hvað ég var að fara út í,“ viðurkennir Rósa og brosir. „En mér fannst þetta rosa- MYNDASÖGUR www.nordiccomic.com lega spennandi þegar ég sá hvað þetta snerist um. Mér finnst þetta mjög gaman og ég legg mikinn metnað í hvert einasta sett af nögl- um sem ég set á.“ En hvaða möguleika áttu í keppn- inni úti? „Það er aðeins keppt um heims- meistaratitilinn. Ég hef sjálfsagt einhverja möguleika líkt og aðrir keppendur en ég vinn nú kannski ekki,“ segir hún að lokum hlæjandi. Keppnin verður haldin næstkom- andi sunnudag, hinn 26. mars, en um helgina verður einnig opnuð í Dusseldorf stór sýning á öllu sem viðkemur nöglum og naglasnyrt- ingu. Aparnir siðsömu rökræða hvað þeir eigi að gera við „Kalla Hest“. Apaplánetan endurgerð NU er endanlega búið að ganga frá samningum um endurgerð ævintýrisins um apaplánetuna. Það verður enginn annar en snillingurinn Tim Burton sem leikstýrir myndinni, en hann flýtur þessa dagana á öldu vel- gengninnar eftir að siðasta mynd hans „Sleepy Hollow" kvað niður efasemdarraddir. Tim Burton lofar að nálgun hans að verkinu verði með öðru móti en upphaflegu myndirnar enda er hann þekktur fyrir að skapa yfirleitt afar sérstætt and- rúmsloft í myndum sínum sem ofast er yfirfullt af kaldhæðni. Framleiðandi myndarinnar, Richard Zanuck, er sá sami og kom boltanum af stað í upphaf- legu seriunni. Upphaflega myndin, frá árinu 1968 þar sem Charlton Heston (eða Kalli Hestur) lék geimfar- ann sem brotlenti á framtíðar- jörð í sárum kjarnorkustyrjald- ar og sprangaði þar um á loð- dýrssvuntu á meðal talandi apa, var kvikmyndaútfærsla af sam- nefndri vísindaskáldsögu eftir Pierre Boulle. Vinsældir myndarinnar urðu svo gífurlegar að gerðar voru fjórar framhaldsmyndir, með mislukkuðum árangri og óvenju stuttlíf sjónvarpssería. Tökur hefjast á endurgerðinni i' sumar og er þegar byrjað að tala um myndina sem einn stærsta sumarsmell næsta árs. Hverjir koma til með að fara með aðalhlutverkin er ekki vitað en þó þykir líklegt að stuðst verði við tölvutækni til að gera mun „raunverulegri" apa en voru í upprunalegu seríunni. Nœturqatinn í kvöld leikur Danssveitin Cantabile frá Akureyri. Ókeypis aðgangur og _ veitingar á hálfvirði til kl. 24.00. HftRMONIKUBftLL verður í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima, á morgun, laugardagskvöldið 25. mars, kl. 22 Allir velkomnir maxFactor kynningar Nýr andlitsfarði Kvikmyndir sem Max Factor hefur séð um förðun eru m.a.: Notting Hill, Titanit, The English Patient, Evita, Ever After, Bugsy Malone, Alien, Interview with a Vampire, Midnight Express, Anna and the King.... Nýir Gold-varalitir Spennandi kaupauki Háholti 14, Mosfellsbæ, í dag, föstudag, kl. 14-18. rMadonnu- , varalitir ,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.