Morgunblaðið - 24.03.2000, Page 68

Morgunblaðið - 24.03.2000, Page 68
68 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLKí FRÉTTUM MYNDBÖND Þórunn Lárusdóttir ieikur, syngur, dansar og spilar í Landkrabbanum B-mynda- kóngurinn Dudikoff HUÓÐDEYFIRINN (The Silencer) S I* E N N IJ M V N n ★ Leikstjóri: Robert Lee. Aðal- ~ ■ hlutverk: Michael Dudikoff, Brenn- an Elliot. (90 mín.) Stjörnubíó. Bandaríkin 2000. Bönnuð innan 16 ára. HANN er mættur, sjálfur B- myndakóngurinn, hasarhetja númer eitt í myndbandageiranum, Michael Dudikoff. Það er orðið langt um liðið síðan sá maður lék í mynd sem rataði á hvíta tjaldið. Það er alveg sama hvað maðurinn heíur reynt. Síðast sá maður hann með Jerry Springer í Sú'kusstjóranum. Dudikoff greyið hefur eflaust litið á það sem sitt stóra tækifæri. En allt kom fyrir ekld; mynd Springer fór, eins og allt annað sem Dudikoff kemur nálægt, beint á myndband hér á land sem víðast annars staðar. Aðeins Tar- antino getur reddað honum úr þessu. I þessari mynd (sem er öll hin dular- fyllsta því það bólar hvergi á henni á hinu víða og breiða Neti) leikur Dudi- koff leigumorðingja sem tekur að sér að leiðbeina FBI-manni í dulargervi. Dæmigert B-myndafóður. Hvorki ’iuetri né verri en fjölmargar henni lík- ar, sem reyndar verða æ sjaldséðari í útgáfu hér á landi, sem mér þykir vel en því eru án efa margir ósammála. Skarphéðinn Guðmundsson Bræðralag hnefaleik- anna ALLAR STUNDIR (Twenty Four Seven) l)RAMA ★★★ Leiksljóri: Shane Meadows. Hand- rit: Paul Fraser, Shane Meadows. Aðalhlutverk: Bob Hoskins, Danny Nussbaum, Bruce Jones. (92 mín.) England. Myndform, 1999. Bönnuð innan 12 ára. BOB Hoskins hefur ekki látið mik- ið á sér bera undafarin ár en þegar hann var upp á sitt besta lék hann í myndum á borð við „Long Good Fri- day“ og „Mona Lisa“ sem eru með eftirminnilegustu myndum Breta á 9. áratugnum. í þess- ari mynd sýnir hann hvers hann er megnugur sem leikari og gamli eld- móðurinn er hvergi nærri horfinn. Hoskins leikur mann sem reynir að koma saman nokkrum drengjum í smábæ í Bretlandi til þess að nota tíma sinn í uppbyggingu líkamans og sálarinnar í staðinn fyrir að eyða tím- anum í einhverja vitleysu. Hann sæk- ir hart að strákunum og verður brátt lærifaðir þeirra í hnefaleikaíþrótt- inni. Margir utanaðkomandi eru '^amt fullir efa um þetta framtak hans 'og einnig er erfitt að halda drengjun- um á réttri braut. Þetta er lítil mynd sem er haldið uppi af góðri persónu- sköpun og frábærum leik í mörgum hlutverkum. Áberandi sterkasta hlutverkið er í höndum Bruce Jones sem leikur föður sem hefur enga trú á syni sínum og vill helst draga hann íjg alla aðra ofan í svaðið með sér. Ottó Geir Borg Þjóðleikhúsið frumsýndi í síðustu viku leikritið Landkrabbinn. Birgir Örn Stein- arsson skellti sér á stefnumót við Þórunni Lárusdóttur sem leikur, syngur, dansar, spilar á trompet og skartar einu umtal- aðasta korseletti seinni tíma í leikritinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þórunni Lárusdóttur er margt til lista lagt. Þórunn: „Hún Viktoría, sem ég leik, er alls eng- inn sjóari. Hún hefur aldrei farið á togara fyrr, Iíklegast aldrei farið á sjó fyrr.“ Trompetleikur á rúmsjó í leikritinu leikur Þórunn söng- konu sem fer óvart með í túr eftir að hafa verið næturgestur hjá skip- stjóra áhafnarinnar. Hún er ekki ýkja hrifinn af prísundinni og reyn- ir allt til að sannfæra áhafnarmeð- limi um að snúa aftur í land hið snarasta. „Hún Viktoría, sem ég leik, er alls enginn sjóari. Hún hefur aldrei farið á togara fyrr, líklegast aldrei farið á sjó fyrr. Hún fær náttúru- lega ofboðslega innilokunarkennd og þetta er henni hræðileg lífs- reynsla því hún er svo sjóveik. Hún er að missa af sínu stærsta söng- tækifæri og reynir því allt sem hún getur til að komast í land. En ég held, þó svo að það sé ekkert sagt um það í handritinu, að hún sé af- skaplega léleg söngkona." En þú syngur nokkur lög í leik- ritinu. „Það er einhvers konar stílbrot. Það er eiginlega ekki Viktoría sem er að syngja þar, frekar einhver draumur um hana.“ Svo spilar þú líka á trompetið, lærðir þú það hjá pabba þínum? „Já, ég lærði hjá pabba. Eg hef ekki spilað mjög lengi þar sem ég hafði ekkert hljóðfæri úti. En svo gaf kærastinn mér trompet í 25 ára afmælisgjöf sem var kærkomið. Mér finnst það svolítið gaman að fá að spreyta mig á trompetinu í þessu stykki. Þetta er rosaleg áskorun líka því það er frekar erfitt að þurfa að leika, syngja, dansa og spila á trompet í einni sýningu. Mér finnst þessi ákvörðun Brynju Benediktsdóttur [leikstjóra] að gera þetta mjög skemmtileg því þetta brýtur upp sýninguna og það er líka svolítið húmorískt að stelp- an standi allt í einu upp og byrji að spila á trompet. Hún er eiginlega hálfgerður trúður um borð. Þetta er líka mikill heiður að fá að spila tónlist sem er skrifuð fyrir mig af Atla Heimi, það er æðislegt." Trompetleikurinn var þá ekki upphaflega í handritinu? „Nei, þetta er náttúrulega bara gert af því ég kann að spila á trompet, það er ekkert leyndarmál. Tónlistin var líka skrifuð eftir að þessi ákvörðun var tekin.“ Trompetleikurinn minnti mig svolítið á herinn, það þarf kannski svipaðan aga til að vera í her og á sjó? „Það er gott að það skín í gegn því það er einmitt meiningin með trompetleiknum." Leiklistin og kærastinn Getur verið að þetta leikrit höfði betur til eldri leikhúsáhugamanna vegna innihaldsins? „Eg gæti nefnilega trúað því. Sérstaklega fólks sem hefur verið á sjó. Það kemur til okkar og þakkar okkur innilega fyrir, því það hrein- lega upplifir hlutina á ný. Það er rosalega mikið hrós að heyra það. Ég held líka að eldra fólk hafi lent meira í því að fara á sjó, þessvegna er þetta nær því. Ég myndi ráð- leggja öllum sjómönnum að koma og sjá þetta. Það er mikið hægt að hlæja að þessu.“ Er mikið af húmor í þessu sem sjóarar skilja betur? „Alveg heilmikill. Á þriðjudaginn í síðustu viku fengum við fólk sem hefur verið að aðstoða okkur við sýninguna, sem vinnur við sjávar- útveginn, og það var svo mikið hlegið, það var svo gaman að sýna fyrir þetta fólk. Við fundum það frá salnum hvað þetta fólk skyldi ná- kvæmlega hvað aumingja Pétur var að ganga í gegnum.“ Það er í raun ekkert illmenni í þcssari sýningu. Þetta er í rauninni um árekstra skoðana, er það ekki? „Já, það mætast þarna alveg tveir heimar. Enginn er vondi kall- inn, það er hægt að hafa samúð með öllum.“ Korselettið sem þú klæðist í einu atriði leikritsins vekur gríðarlega athygli. „Þetta er skemmtilegt því það eru aldrei sýndar neinar myndir af því. Einhvers staðar stóð undir mynd að ég væri í korselettinu þegar ég var ekki í neinu korsel- etti. Þetta er búningur sem mamma mín klæddist í sýningunni Gæjar og Píur. Þegar ég er að syngja eitt lagið ríf ég af mér kjól- inn og er í korselettinu hennar inn- an undir.“ Smitaðist þú af leiklistinni frá móður þinni? „Ég varð fyrir gífurlegum áhrifum frá henni. Ég eiginlega ólst upp í Þjóðleikhúsinu. Þegar mamma var á æfingum var ég alltaf að skoða mig um. Máta bún- inga og skoða leikhúsið frá hinum ýmsu sjónarhornum. Ég held að maður fæðist annaðhvort með bakteríuna eða ekki. Svo bara annaðhvort skiptir hún sér og verður meiri eða bara blundar í manni. Ég var lengi vel ekkert ákveðin í að verða leikkona en svo bara verður maður að gera það sem mann langar til að gera ann- ars verður maður ekkert ham- ingjusamur." Að lokum setti blaðamaður sig í stellingar og forvitnaðist fyrir hönd piparsveina og saumaklúbba þjóðarinnar úm ástarlíf Þórunnar. „Kærastinn minn heitir James Healy og er leikari líka. Við erum búin að vera í svona fjarskipta- sambandi síðan ég kom heim til að leika í Hryllingsbúðinni. Ég kynnt- ist honum í leiklistarskólanum og hann er voðaleg indæll. Við erum búin að vera saman í fjögur og hálft ár. Hann er að skrifa leikrit sem verður vonandi sett upp í sum- ar og ég er að vonast til að getað leikið í því.“ EG LÆRÐI í skóla sem heitir Webber Douglas Academy of Dramatic Arts In London" svarar Þórunn Lárusdóttir aðspurð hvar hún hafi stundað leiklistarnám. „Ég lærði þar í þrjú ár, bjó úti í fjögur en kom svo heim til að leika í Litlu Hryllingsbúðinni og er búin að vera hér síðan.“ Þú hefur ratað beint inn í þá sýningu? „Já, ég var ofboðslega heppin, ég var úti og það vantaði íslenska Auði. Þórhildur Þorleifsdóttir [Borgarleikhússtýra] frétti af því að ég væri ekki í neinu verkefni þá og þegar ég svo fór í prufu gekk allt saman upp. Ég ákvað að koma heim og sé ekkert eftir því.“ Þó svo að veðráttan sé eins og hún er þessa dagana? „Æi, mér finnst þetta yndislegt. Ég verð reyndar að taka það fram að það eru orðin sjö eða átta ár síð- an ég hef verið á Islandi heilan vet- ur, þannig að þetta er voða gaman. Ég er voða hrifin af snjó.“ Finnst þér þetta veðurfar venj- ast? „Já, mér finnst snjórinn svo ynd- islegur en mér finnst leiðinlegra ef maður fær ekki almennilegt sum- ar.“ Blaðamaður er einn af þeim sem formælir örlögum sínum að hafa verið fæddur í röngu loftslagi, enda aldrei kunnað að renna sér á skíð- um og ræður varla við að hnoða snjóbolta. „Farðu út til Flórída í svona tvö ár, þá fer þig að langa í snjóbyl. Ég átti heima þar þegar ég var fimm- tán og sextán ára og eftir eins árs dvöl þar var ég farin að sakna snjósins." Landkrabbinn er íslenskt leikrit um sjómannalífið, er það ekki? „Já, þetta er það. Þetta endur- speglar það sem gerist úti á sjó. Afi minn, Þorvaldur Steingríms- son, sagði mér að hann hefði farið á sjó ungur maður, þá menntamaður og músíkkant, og hafði ekki frá ós- vipaðri sögu að segja. Þannig að ég held að það hafi rosalega margir lent í þessu. Ragnar Arnalds [höf- undur] var víst á sjó þegar hann var yngri, og ég held að Pétur [að- alpersóna leikritssins] sé málpípa hans. Það mætti alveg segja mér, án þess að ég viti það, að hann hefði lent í einhverju svona. Ég held að sé heilmikið til í þessu þeg- ar fólk fer út á sjó en það er alls ekki það að menntafólk sé eitthvað verra eða meiri aumingjar. Það er rosalegt að fara út á sjó. Við heim- sóttum togara og jafnvel í logni var skítkalt þannig að maður getur ímyndað sér að þegar það eru kom- in tíu vindstig, frost og læti þá hljóti þetta að vera mjög erfitt. Ég ber meiri virðingu fyrir sjómönn- um eftir kynnin og ég held að það hafi allir gott af því að fara á sjó í smátíma." Sjóaður söngfugl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.