Morgunblaðið - 18.04.2000, Page 54

Morgunblaðið - 18.04.2000, Page 54
MORGUNBLAÐIÐ 54 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000 ‘ FRÉTTIR • • Ossur og Tryggvií Borgarnesi ÖSSUR Skarphéðinsson og Tryggvi Harðarson, formannsefni Samfylk- ingarinnar, verða á opnum framboðs- fundi á Mótel Venus við Borgarfjarð- arbrú þriðjudaginn 18. aprfl kl 20.30. Frambjóðendur kynna stefnumál sín, hugmyndir um hinn nýja flokk, sem stofnaður verður formlega í maí, og framtíðarsýn. Fundarstjóri verð- ur Dóra Líndal, varaþingmaður Samfylkingarinnar á Vesturlandi. Þeir halda sams konar fundi í 4iverju kjördæmi vegna formanns- kosningar. Gestir á fundum fram- bjóðendanna fá tækifæri til að spyrja um þau mál sem fólki þykir mestu varða. Þá verða fjölmiðlamenn á hverjum stað í hópi fyrirspyrjenda. í upphaíi flytja formannsefnin stutt ávörp. Atkvæðisrétt í formannskjörinu hafa allir gildir félagar í Samfylking- unni eða aðildarfélögum hennar. Póstkosning hefst 10. aprfl og lýkur 30. aprfl. Úrslit verða kynnt í upphafi stofnfundar Samfylkingarinnar 5. maí. A fundinum sjálfum verður varaformannskjör og kosning í önn- ur embætti. Morgunblaðið/Jim Smart Vinnueftirlit rfkisins s Isaga fær viðurkenningu Á ÁRSFUNDI Vinnueftirlits ríkis- stjóra Isaga, viðurkenningu eftir- ins afhenti Páll Pétursson félags- litsins ársins 2000 fyrir vinnuvernd- málaráðherra Geir Þ. Zoéga, for- arstarf innan fyrirtækisins. Uthlutun Starfslauna 2000 STARFSLAUN verða veitt í fyrsta skipti úr nýjum Launasjóði fræði- ritahöfunda við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í dag kl. 16. Eftir að tilkynnt hefur verið hverj- ir hljóta starfslaunin árið 2000 flyt- ur Björn Bjarnason menntamála- ráðherra ávarp. Mikii samkeppni var um þessi starfslaun. Rétt til að sækja úr Launasjóði fræðiritahöfunda hafa höfundar al- þýðlegra fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsinga- efnis á íslensku. Meginhlutverk Launasjóðs fræðiritahöfunda er að auðvelda samningu bóka og verka í stafrænu formi til eflingar íslenskri menn- ingu. Starfslaun eru veitt til hálfs árs, eins árs, til tveggja ára eða þriggja. Stjórn Launasjóðs fræði- ntahöfunda skipuðu dr. Stefanía Óskarsdóttir, dr. Sverrir Tómas- son og dr. Haraldur Bessason. Ofbeldismál og innbrot meðal verkefna Helgin 14. til 16. aprfl UM helgina voru 56 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstm- og 23 grunaðir um ölvun við akstur. Frekar rólegt var yfir miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöld en hins vegar talsverður erill hjá lög- reglu á laugardagskvöld vegna of- beldismála og annaiTa verkefna. Nokkuð var um átök milli manna sem sáust í eftirlitsmyndavélum sem voru síðan stöðvuð af lögreglu. Aðfaranótt laugardags var maður staðinn að því að sparka í bifreið. Nokkrar skemmdir urðu á henni og var maðurinn handtekinn. Aðfaranótt sunnudags var mað- ur fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild með áverka á andliti og hendi, eftir að hafa verið sleginn í miðbænum. Arásaraðili var hand- tekinn á staðnum og vistaður í fangageymslu. Einn var fluttur á slysadefld eft- ir átök tveggja manna við stjórnar- ráðsbygginguna aðfaranótt sunnu- dags. Aðfaranótt laugardags hafði lögregla afskipti af ölvuðum manni sem vísað hafði verið frá skemmt- un. Hugðist hann aka á brott á bif- reið og tók því illa að honum skyldi meinaður aksturinn. Hann veittist að lögreglumönnum og var hand- tekinn og vistaður í fangageymslu. Tveir ökumenn voru stöðvaðir í Grafarvogi aðfaranótt laugardags þar sem þeir óku ökutækjum sín- um á 115 km hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km. A sunnudagskvöld féll maður á bifhjóli í Armúla. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Um helgina var tilkynnt um tvö innbrot í sumarbústaði og var nokkrum verðmætum stolið, ásamt því að skemmdir voru unnar við innbrotin. Þá var tilkynnt um inn- brot í heimahús í Breiðholti á sunnudag þaðan sem stolið var nokkrum verðmætum, einkum tækjabúnaði. A íostudag var veski með pen- ingum og kortum stolið í fyrirtæki í borginni. Maður sem grunaður er um verknaðinn sást hlaupa frá vettvangi. Á laugardagskvöld var grjóti hent í gegnum rúður á strætis- vagni og skemmdist ein rúða á hvorri hlið vagnsins. Maður var handtekinn að morgni sunnudags eftir að sést hafði til hans bijóta rúður í mið- bænum. Eftir hádegi á föstudag var bif- reið stöðvuð við reglubundið eftir- lit. Við leit í henni fundust ætluð fíkniefni og voru þrír handteknir vegna málsins. Nokkuð var um verkefni tengd veðurfari á föstudagskvöld og fram á laugardagsmorgun. Þakplötur fuku í Mosfellsbæ og þar lagðist byggingarkrani á hliðina vegna veðursins. Tilkynningar um fok lausra muna bárust víðsvegar að úr borginni. * Innifalið: Flug, bílaleigubíll í Aflokki í 1 viku. M.v. að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11 ára ferðist saman. Ef2fullorðnirferðast saman er verðið 26.740 kr* 6.000 afsláttur á mann 17. jání, 24. júní og 5. júlí. Innifalið: Flug, gisting í 15 nætur, flugvallarskattar og 10.000 kr. afsláttur fyrir Visa-korthafa. M. v. 2 fullorðna í stúdíói á Sol Doiro. 10.000 kr. afsláttur á mann í brottför 24. apríl og 2. maí. ■ 9 kr. á marn Innifalið erflug, gisting á Sol Doiro í 2 vikur, flugvallaskattar og 10.000 kr. afsláttur fyrir Visa-korthafa. M. v. að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11 ára ferðist saman. Ef 2fullorðnir ferðast saman er verðið 56.550 kr* 10.000 kr. afsláttur á mann í brottför 27. júní. Innifalið: Flug, gisting í 2 vikur á Dolphin, flugvallarskattar og 10.000 kr. afsláttur fyrir Visa-korthafa. M.v. að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11 ára ferðist saman. Ef 2 fullorðnir ferðast saman er verðið 54.990 kr.* 10.000 kr. afsláttur á mann í brottför 10. júlí ----- Miðað er við að ferðin sé að fullu greidd með VISA. Höfn • S: 478 1000 EgilsstaBir • S: 471 2000 ísafjörður • S: 456 5111 Sauðárkrókur • S: 453 6262/896 8477 Vestmannaeyjar • S: 481 1450 Keflavík• S: 421 1353 Akranes • S: 431 4884 Borgames • S: 437 1040 Dammörk Þú gctur bókað á wctimu Umboósmertm Þlúsferða um alll lard "wST | Blönduós' S: 452 4168 DaMk»S: 466 1405 Akureyri' S: 462 5000 Selfoss» S: 482 1666 Erindavík’S.m 8060 I / ^ Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 535 2100 • Fax 535 2110 ‘Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is w FERÐIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.