Morgunblaðið - 18.04.2000, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 18.04.2000, Qupperneq 54
MORGUNBLAÐIÐ 54 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000 ‘ FRÉTTIR • • Ossur og Tryggvií Borgarnesi ÖSSUR Skarphéðinsson og Tryggvi Harðarson, formannsefni Samfylk- ingarinnar, verða á opnum framboðs- fundi á Mótel Venus við Borgarfjarð- arbrú þriðjudaginn 18. aprfl kl 20.30. Frambjóðendur kynna stefnumál sín, hugmyndir um hinn nýja flokk, sem stofnaður verður formlega í maí, og framtíðarsýn. Fundarstjóri verð- ur Dóra Líndal, varaþingmaður Samfylkingarinnar á Vesturlandi. Þeir halda sams konar fundi í 4iverju kjördæmi vegna formanns- kosningar. Gestir á fundum fram- bjóðendanna fá tækifæri til að spyrja um þau mál sem fólki þykir mestu varða. Þá verða fjölmiðlamenn á hverjum stað í hópi fyrirspyrjenda. í upphaíi flytja formannsefnin stutt ávörp. Atkvæðisrétt í formannskjörinu hafa allir gildir félagar í Samfylking- unni eða aðildarfélögum hennar. Póstkosning hefst 10. aprfl og lýkur 30. aprfl. Úrslit verða kynnt í upphafi stofnfundar Samfylkingarinnar 5. maí. A fundinum sjálfum verður varaformannskjör og kosning í önn- ur embætti. Morgunblaðið/Jim Smart Vinnueftirlit rfkisins s Isaga fær viðurkenningu Á ÁRSFUNDI Vinnueftirlits ríkis- stjóra Isaga, viðurkenningu eftir- ins afhenti Páll Pétursson félags- litsins ársins 2000 fyrir vinnuvernd- málaráðherra Geir Þ. Zoéga, for- arstarf innan fyrirtækisins. Uthlutun Starfslauna 2000 STARFSLAUN verða veitt í fyrsta skipti úr nýjum Launasjóði fræði- ritahöfunda við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í dag kl. 16. Eftir að tilkynnt hefur verið hverj- ir hljóta starfslaunin árið 2000 flyt- ur Björn Bjarnason menntamála- ráðherra ávarp. Mikii samkeppni var um þessi starfslaun. Rétt til að sækja úr Launasjóði fræðiritahöfunda hafa höfundar al- þýðlegra fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsinga- efnis á íslensku. Meginhlutverk Launasjóðs fræðiritahöfunda er að auðvelda samningu bóka og verka í stafrænu formi til eflingar íslenskri menn- ingu. Starfslaun eru veitt til hálfs árs, eins árs, til tveggja ára eða þriggja. Stjórn Launasjóðs fræði- ntahöfunda skipuðu dr. Stefanía Óskarsdóttir, dr. Sverrir Tómas- son og dr. Haraldur Bessason. Ofbeldismál og innbrot meðal verkefna Helgin 14. til 16. aprfl UM helgina voru 56 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstm- og 23 grunaðir um ölvun við akstur. Frekar rólegt var yfir miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöld en hins vegar talsverður erill hjá lög- reglu á laugardagskvöld vegna of- beldismála og annaiTa verkefna. Nokkuð var um átök milli manna sem sáust í eftirlitsmyndavélum sem voru síðan stöðvuð af lögreglu. Aðfaranótt laugardags var maður staðinn að því að sparka í bifreið. Nokkrar skemmdir urðu á henni og var maðurinn handtekinn. Aðfaranótt sunnudags var mað- ur fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild með áverka á andliti og hendi, eftir að hafa verið sleginn í miðbænum. Arásaraðili var hand- tekinn á staðnum og vistaður í fangageymslu. Einn var fluttur á slysadefld eft- ir átök tveggja manna við stjórnar- ráðsbygginguna aðfaranótt sunnu- dags. Aðfaranótt laugardags hafði lögregla afskipti af ölvuðum manni sem vísað hafði verið frá skemmt- un. Hugðist hann aka á brott á bif- reið og tók því illa að honum skyldi meinaður aksturinn. Hann veittist að lögreglumönnum og var hand- tekinn og vistaður í fangageymslu. Tveir ökumenn voru stöðvaðir í Grafarvogi aðfaranótt laugardags þar sem þeir óku ökutækjum sín- um á 115 km hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km. A sunnudagskvöld féll maður á bifhjóli í Armúla. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Um helgina var tilkynnt um tvö innbrot í sumarbústaði og var nokkrum verðmætum stolið, ásamt því að skemmdir voru unnar við innbrotin. Þá var tilkynnt um inn- brot í heimahús í Breiðholti á sunnudag þaðan sem stolið var nokkrum verðmætum, einkum tækjabúnaði. A íostudag var veski með pen- ingum og kortum stolið í fyrirtæki í borginni. Maður sem grunaður er um verknaðinn sást hlaupa frá vettvangi. Á laugardagskvöld var grjóti hent í gegnum rúður á strætis- vagni og skemmdist ein rúða á hvorri hlið vagnsins. Maður var handtekinn að morgni sunnudags eftir að sést hafði til hans bijóta rúður í mið- bænum. Eftir hádegi á föstudag var bif- reið stöðvuð við reglubundið eftir- lit. Við leit í henni fundust ætluð fíkniefni og voru þrír handteknir vegna málsins. Nokkuð var um verkefni tengd veðurfari á föstudagskvöld og fram á laugardagsmorgun. Þakplötur fuku í Mosfellsbæ og þar lagðist byggingarkrani á hliðina vegna veðursins. Tilkynningar um fok lausra muna bárust víðsvegar að úr borginni. * Innifalið: Flug, bílaleigubíll í Aflokki í 1 viku. M.v. að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11 ára ferðist saman. Ef2fullorðnirferðast saman er verðið 26.740 kr* 6.000 afsláttur á mann 17. jání, 24. júní og 5. júlí. Innifalið: Flug, gisting í 15 nætur, flugvallarskattar og 10.000 kr. afsláttur fyrir Visa-korthafa. M. v. 2 fullorðna í stúdíói á Sol Doiro. 10.000 kr. afsláttur á mann í brottför 24. apríl og 2. maí. ■ 9 kr. á marn Innifalið erflug, gisting á Sol Doiro í 2 vikur, flugvallaskattar og 10.000 kr. afsláttur fyrir Visa-korthafa. M. v. að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11 ára ferðist saman. Ef 2fullorðnir ferðast saman er verðið 56.550 kr* 10.000 kr. afsláttur á mann í brottför 27. júní. Innifalið: Flug, gisting í 2 vikur á Dolphin, flugvallarskattar og 10.000 kr. afsláttur fyrir Visa-korthafa. M.v. að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11 ára ferðist saman. Ef 2 fullorðnir ferðast saman er verðið 54.990 kr.* 10.000 kr. afsláttur á mann í brottför 10. júlí ----- Miðað er við að ferðin sé að fullu greidd með VISA. Höfn • S: 478 1000 EgilsstaBir • S: 471 2000 ísafjörður • S: 456 5111 Sauðárkrókur • S: 453 6262/896 8477 Vestmannaeyjar • S: 481 1450 Keflavík• S: 421 1353 Akranes • S: 431 4884 Borgames • S: 437 1040 Dammörk Þú gctur bókað á wctimu Umboósmertm Þlúsferða um alll lard "wST | Blönduós' S: 452 4168 DaMk»S: 466 1405 Akureyri' S: 462 5000 Selfoss» S: 482 1666 Erindavík’S.m 8060 I / ^ Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 535 2100 • Fax 535 2110 ‘Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is w FERÐIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.