Morgunblaðið - 20.04.2000, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Össur Skarphéðinsson
formannsefni Samfylkingar
Telur aðild fs-
lands að NATO
sjálfsagða
OSSUR Skarphéðinsson, alþingis-
maður og annað formannsefni Sam-
fylkingarinnar, segir þegar hann er
inntur eftir því hvort hann sé
hlynntur aðild Islands að Atlants-
hafsbandalaginu (NATO) að hann
telji aðild íslands að Atlantshafs-
bandalaginu (NATO) sjálfsagða.
„Já. Ég tel aðild íslands að Atlants-
hafsbandalaginu sjálfsagða. Aðildin
er okkur ákaflega mikilvægt örygg-
ismál og virkari þátttaka íslendinga
í starfi bandalagsins gefur færi á
verulegum áhrifum. Það þarf að efla
umræðu hér innanlands um breyt-
ingarnar sem eru að verða á Atl-
antshafsbandalaginu og á hinu al-
þjóðlega öryggiskerfi og móta þar
okkar eigin stefnu. Það er ekkert
óeðlilegt, finnst mér, þótt félagar
mínir í Samfylkingunni margir hafi
ákveðna fyrirvara þegar Atlants-
hafsbandalagið einskorðast ekki
lengur bara við gagnkvæmar varn-
ir. Samspil bandalagsins og Sam-
einuðu þjóðanna er líka eitt af brýn-
um athugunarefnum í dag,“ segir
Össur.
Sér enga ástæðu til breytinga
á varnarsamningnum
„Þegar ég var yngri var ég þátt-
takandi í ýmsum félagsskap þar
sem menn höfðu m.a. illan bifur á
aðild íslands að þessu bandalagi.
Þar voru orðræður manna kannski
ekki alltaf jafn gáfulegar en ég tel
að alla jafna hafi fylgt hugur máli í
þeirri baráttu fyrir friði og virðingu
Islands. Hvaða afstöðu sem menn
kjósa í dag að hafa til sögunnar er
það hins vegar þannig að nú eru að-
stæður allar aðrar. Þeir sem halda
því fram í dag að íslendingar eigi að
segja sig úr Atlantshafsbandalag-
inu virðast einfaldlega ekki bara
hafa áttað sig á þessum breytingum
eða þeir vilja ekki átta sig á þeim.
Breytingarnar eru samt sem áður
staðreynd. Það hefur til dæmis
ákaflega fáum komið til hugar fyrir
aldarfjórðungi að hið virðulega blað
Morgunblaðið ætti eftir að skrifa
leiðara til að mótmæla viðskipta-
banni Bandaríkjamanna á Kúbu.“
Þegar Össur er í framhaldi af
þessu spurður að því hvort hann sé
hlynntur varnarsamningi íslands
og Bandaríkjanna segist hann ekki
sjá neina ástæðu til þess nú eða á
næstunni sem hvetji til breytinga á
varnarsamningnum.
„Varnarsamningurinn hefur ver-
ið ein af meginstoðunum undir ís-
lenskri utanríkýsstefnu í bráðum
fjóra áratugi. Ég sé engar þær
ástæður núna uppi eða á næstunni
sem hvetja til breytinga á varnar-
samningnum eða þeim tengslum ís-
lands og Bandaríkjanna sem hann
byggist á. Okkur er samt hollt að
minnast þess að það er ekkert nátt-
úrulögmál að á Islandi sitji erlendur
her að staðaldri," segir hann.
„Ég er þeirrar skoðunar að við
eigum að stefna að því að taka sjálf
að okkur sífellt meiri hluta af nauð-
synlegum öryggisstörfum. Ég er
andvígur þeirri hugmynd að stofna
íslenskan her en ég hef til dæmis á
þessum fundum mínum [í kringum
landið síðustu vikurnar vegna for-
mannsframboðsins] bent sérstak-
lega á nýja öryggisvá; hermdar-
verk, m.a. á sviði rafrænna
samgangna, sem vettvang sem mér
finnst sjálfsagt að við tökum forystu
á og ég tel auk þess að almanna-
varnir og slysavarnir á íslenskum
hafsvæðum eigi að vera í okkar
höndum.“
Össur bendir á að varnarsamn-
ingurinn sem Islendingar hafa verið
aðilar að allt frá 1951 sé ramma-
samningur og segir að innihald hans
sé skýrt hverju sinni með bókunum
sem ríkin geri með sér. „Það er ljóst
að á síðustu árum og áratug hafa
Bandaríkjamenn breytt áherslum
sínum gagnvart aðstöðunni hérna.
Sömuleiðis hefur öryggissamstarf
Evrópuþjóðanna innan Atlantshafs-
bandalagsins aukist og á næstunni
er þess vegna eðlilegt að fara yfir
allt þetta svið og ræða við Banda-
ríkjamenn um framtíðarþróun okk-
ar samskipta á grunni hins gamla
samnings,“ segir Össur að síðustu.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Lamba-
kóngur
og lamba-
drottning
Laxamýri - Fyrstu lömb-
in eru kærkominn vor-
boði og er þeirra oftast
beðið með eftirvæntingu.
Þótt sauðburður byrji al-
mennt ekki fyrr en í maí
eru alltaf einhverjar ær
sem bera snemma, hvað
sem líður veðri og vind-
um;
Á myndinni má sjá
Guðnýju Jónsdóttur
Buch á Einarsstöðum í
Reykjahverfi með lamba-
kónginn og lambadrottn-
inguna sem komu óvænt
í' heiminn til mikillar
gleði, enda fyrstu lömbin
í þeirri sveit þetta árið.
Vonandi verður sumarið
sem gengur í garð í dag
ungviðinu notalegt.
Bænagöngur á Þingvöll-
um vegna Kristnihátíðar
BÆNAGÖNGUR verða á sunnu-
dögum í sumar á Þingvöllum.
Gengið verður frá kirkjunni að lok-
inni guðsþjónustu sem hefst kl. 14.
Stutt viðstaða verður á nokkrum
sögustöðum og einnig þar sem
helgihald verður á Kristnihátíð.
Liðinna atburða verður minnst á
hverjum stað og jafnframt beðið
íyrir Kristnihátíðinni í sumar og
fyrir starfi kirkjunnar í framtíðinni.
Gengið verður í tæpan klukkutíma.
Göngur eru engin nýlunda á
Þingvöllum, sögugöngur af ýmsu
tagi hafa verið skipulagðar þar og
þar hafa verið gengnar helgigöng-
ur fyrr á tímum enda eiga þær sér
djúpa hefð í kirkjunni, segir í
fréttatilkynningu. Bænagöngur
eru með ýmsu formi, stundum er
gönguleiðin stutt eins og verður á
Þingvöllum í sumar, aðrar vara oft
marga daga eins og pílagrímsgöng-
urnar.
Hópur kvenna í kirkjunni, sem
gengist hefur um árabil fyrir
kyrrðardögum fyrir konur, á hug-
myndina að þessum bænagöngum
á Þingvöllum á Kristnhátíðar-
sumri. Þingvallaprestur, Þingvalla-
sókn og Biskupsstofa taka þátt í
framkvæmd þeirra ásamt kvenna-
hópnum. Fyrsta bænagangan verð-
ur gengin sunnudaginn 30. apríl að
lokinni messu í Þingvallakirkju um
kl. 15. Nú um páskahátíðina verða
hinsvegar tveir atburðir á Þingvöll-
um til undirbúnings bænagöngun-
um og í tengslum við þær. Það eru
iðrunarganga á föstudaginn langa
og messa árla morguns á páskadag.
Iðrunarganga á
föstudaginn langa
í fréttatilkynningu frá Biskups-
stofu segir:
„Guðsþjónusta verður í Þing-
vallakirkju kl. 14 á föstudaginn
langa . Að henni lokinni verður
gengin ganga minninga og bæna til
þeirra staða á Þingvöllum sem
tengdir eru hinum myrku atburð-
um kirkjusögunnar og um leið Is-
landssögunnar. Fortíðin er okkur
ekki óviðkomandi, hún er okkur
veruleiki, bæði hin illu verk sem
hinir glæstu atburðir. Á Þingvöll-
um gerðist hvorutveggja og við
hljótum að taka okkur stöðu með
þeim sem gengu slóðina á undan
okkur, setja okkur í þeirra spor og
spyi-ja hvort við hefðum ekki breytt
eins og þau, því að sannarlega erum
við jafnbreysk og þau. Iðrunin er
því ekki vegna þeirra, heldur vegna
okkar sjálfra.
Á föstudaginn langa minnumst
við illmennskunnar af hvaða rót
sem hún er sprottin, þeirra atburða
sem hún markar, bæði á Golgata, á
Þingvöllum sem í okkar eigin lífi.
Bæn okkar til Guðs er sú að hann
varðveiti okkur, þjóð okkar og vald-
hafa ríkis og kirkju gegn hinu illa:
„Eigi leið þú oss í freistni, heldur
frelsa oss frá illu.“
Komu páskanna verður minnst
með sérstökum hætti á Þingvöllum
að morgni páskadags. Komið verð-
ur saman við Þingvallabæinn í birt-
ingu, en sólris á páskadag mun vera
kl. 05.27, og hinni rísandi páskasól
fagnað og síðan gengið til messu í
kirkjunni.Konur hafa hvatt til þess-
arar páskasamveru á Kristnihátíð-
arárinu m.a. til þess að sýna sam-
stöðu með konunum við gröfina.
Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra í opinberri heimsókn í Tyrklandi
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra, sem staddur er í opinberri
heimsókn í Tyrklandi, átti í gær fundi
með þeim Suleyman Demirel, forseta
Tyrklands, og Ismail Cem, utanrflds-
ráðherra.
„Við byrjuðum á því að undirrita
samning um aukið pólitískt samstarf
og reglulega fundi milli landanna.
Tvíhliða samskipti hafa verið afskap-
lega lítil á undanfömum áram og sem
dæmi um það má nefna að þetta er í
fyrsta skipti sem utanríkisráðherra
Islands fer til Tyrklands í opinbera
heimsókn. Við ræddum um mögu-
leika á að auka okkar samskipti í við-
skiptum og á menningarsviðinu, en
þau hafa verið fremur lítil á milli land-
anna. Við ætlum því að reyna að finna
leiðir til að auka þau. Það er tfl dæmis
ljóst að Tyrkir eru mjög áhugasamir
um samstarf á sviði jarðhitamála en
hér í Tyrklandi er mjög mikfll jarðhiti
ónýttur og einnig vilja þeir vinna með
okkur að sjávarútvegsmálum. Þótt
sjávarútvegur sé ekki umfangsmikill
hér þá hafa þeir farið illa með sínar
auðlindir og vilja læra af því.
Þeir hafa einnig byggt hér mfltið af
vatnsaflsvirkjunum og eru enn að
byggja þær, enda eru Tyrkir ekki
sjálfum sér nógir með raforku. Þann-
ig að árekstrar á sviði umhverfismála
eru jafnframt þekkt fyrirbæri í
Stefnt aðauknum
samskiptum
Tyrklandi. Þeirra mesti vandi á þessu
sviði eru þó kolaorkuver sem menga
mikið, oft á fallegum svæðum, og hafa
drepið skóga í stórum stfl,“ sagði ut-
anríkisráðherra.
Sömu áherslur í öryggismálum
Hann sagði að mest hefði verið
rætt um öryggis- og varnarmál og
væru sjónarmið ríkjanna mjög áþekk
í þeim málum. Bæði ríkin eiga aðfld að
Atlantshafsbandalaginu, eiga aukaað-
ild að Vestur-Evrópusambandinu en
standa utan Evrópusambandsins.
Akveðið hefur verið að innlima VES í
Evrópusambandið og að það muni sjá
um framkvæmd hinnar sameiginlegu
öryggis- og vamarstefnu ESB.
„Við teljum að lönd Evrópusamb-
andsins þurfi að koma með frekara
útspil um hvemig við og aðrar þjóðir
utan ESB eigum að koma að stofn-
anaþætti þess máls þannig að áhrif
okkar séu tryggð. Við ákváðum að
tryggja samvinnu okkar
á þessu sviði því áhersl-
ur ríkjanna eru líkar.
Við ræddum einnig
svæðasamstarf og fór-
um yfir reynslu okkar af
Norðurlandaráði og
fleiri svæðasamtökum.
Þeir eru að byggja upp
svæðasamstarf á þessu
svæði en Tyrltir eru
mjög mikilvægir í sam-
bandi við þau mál, ekki
síst á Balkanskaga,
Kákasussvæðinu og í
samskiptum við rílti við
Persaflóa. Þeir eiga tfl
dæmis landamæri að ír-
an, írak og Sýrlandi.
Mikilvægi Tyrklands fer vissulega
vaxandi vegna þeirrar spennu, sem er
hér víða í kringum þá.“
Tyrkir hafa lengi sótt fast að verða
aðilar að ESB og í lok síðasta árs var
ákveðið að líta á Tyrk-
land sem íúllgilt um-
sóknarrflti og er stefna
Tyrkja að verða aðilar
fyrír árið 2008. „Þetta
mun þýða miklar breyt-
ingar og eru þeir þegar
farnir að undirbúa sig
undir það á sviði
löggjafar, dómstóla og
lýðræðislegra stjórnar-
hátta sem og á ýmsan
annan hátt. Það er ljóst
að hér eru að eiga sér
stað miklar breytingar.
Þessi stóra þjóð, sem
telur 65 milljónir
manna, verður sífellt
mikflvægari ekki síst
vegna þess að ýmsar þjóðir í kring
búa við sömu trúarbrögð og sumar
kákasusþjóðimar tala einnig svipað
tungumál. Tyrkir munu því gegna
lykilhlutverki í sambandi við samstarf
Halldór Ásgri'rasson
á þessu svæði. Þeir eru mjög ákveðnir
í ESB-málinu og telja að þetta hafi
haft mikil áhrif á tyrknesk innanrflds-
mál að hafa verið teknir sem fullgilt
umsóknarríki."
Utanrfltisráðherra sagði að mál
Sophiu Hansen hefði einnig borið á
góma. „Við höfum átt ágætt samstarf
við tyrknesk stjómvöld og þeii’ hafa
hjálpað okkur að tiyggja umgengnis-
rétt hennar við dætumar og leggjum
við áherslu á að svo verði áfram. Það
er þó ljóst að á undanfórnum árum
hefur þetta mál haft slæm áhrif á
samskipti ríkjanna."
Halldór sagðist telja að í Tyrklandi
væm ýmsir möguleikar. Þarna væri
fögur náttúra og miklir möguleikar
íyrir ferðamenn. Til þessa hefði hins
vegar verið lítið um að íslendingai’
sæktu Tyrkland heim.
Hann sagðist að lokum hafa boðið
tyrkneska utanríkisráðherranum að
koma í opinbera heimsókn til íslands.
Hins vegar sagðist hann vera nokkuð
trúaður á að ráðherrann, Ismail Cem,
væri mjög líklegur sem eftirmaður
Demirel í embætti forseta. Nýr for-
seti verður kjörinn 16. maí. „Eg held
að Cem sé afar lfldegur, ég hef þekkt
hann í nokkur ár og það hefur tekist
mjög gott samstarf og vinátta okkar á
milli. Ég tel hann afskaplega hæfan
mann.“