Morgunblaðið - 20.04.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.04.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 37 Kirkjugripir og kirkjustaðir í Arnesþingi VORSÝNING Byggðasafns Árnes- inga, Húsinu, Eyi-arbakka, er sýn- ingin Kirkjugripir og kirkjustaðir í Arnesþingi. Þjóðminjasafn íslands leggur sýningunni til gripi eins og róðukross frá Kaldaðarnesi, líkneski þrjú úr Ögmundarbríkinni - altaris- bríkinni stóru frá Skálholtsdóm- kirkju. Einnig koma frá Þjóðminja- safninu stólbrík úr Amarbæliskirkju og líkan af síðustu útbrotakirkjunni hér á landi, Stóra-Núpskirkju og fleira. Kastljósi sýningarinnar er einkum beint að horfnum kirkjustöðum í héraðinu. Meðal kirkjustaða má nefna Arnarbæli og Reyki í Ölfusi, Klausturhóla og Snæfoksstaði í Grímsnesi, Úthlíð í Biskupstungum, Reykjadal í Ytri-hrepp, Hróarsholt og Kaldaðarnes í Flóa. Sýningin er liður í Kristnihátíð Ámesprófastsdæmis og er sam- starfsverkefni Byggðasafns Árnes- inga og Þjóðminjasafns Islands. Sýningin er opin um helgar kl. 14-17 í apríl og maí, og eftir samkomulagi, en henni lýkur sunnudaginn 4. júní. Auk þess er opið á sama tíma á skírdag, föstudaginn langa, annan í páskum og 1. maí. Róðukross frá Kaldaðarnesi. Barnabókaverðlaun Reykjavíkur Morgunblaðið/Jim Smart Fjórir voru verðlaunaðir í Höfða. Á myndinni eru Sigrún Magnúsdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir, Ragnheiður Gestsdóttir, Gunnar Karlsson, Áslaug Jónsdóttir og Guðni Kolbeinsson. Grýlusaga verðlaunuð GUNNAR Karlsson hlaut bama- bókaverðlaun Reykjavíkur fyrir bók sína Grýlusögu, sem bókaútgáfan Skrípó gefur út. Verðlaun fyrir þýð- ingu hlaut Guðni Kolbeinsson fyrir bókaflokkinn Ógnaröfl eftir Chris Wooding sem Æskan gefur út. Verðlaun fyrir sérstakt framlag til bamabókmennta hlaut Ragnheiður Gestsdóttir fyrir starf sitt í þágu barnabóka, barnamenningar og lestrarörvunar. Ragnheiður hefur Tónlistarveisla í Mývatnssveit HÓTEL Reynihlíð ásamt tónlistar- mönnum efnir í þriðja sinn til tónlist- arveislu í Mývatnssveit undir heitinu Músík í Mývatnssveit. Að þessu sinni munu þau Sigrún Hjálmtýsdóttir (söngur), Laufey Sigurðardóttir (fiðla), Þorkell Jóels- son (horn) og Selma Guðmundsdótt- ir (píanó/orgel) flytja tvær mismun- andi efnisskrár. Á föstudaginn langa í Reykjahlíðarkirkju kl. 21 verður flutt tónlist sem hæfir stað og stund og í Skjólbrekku laugardaginn fyrir páska kl. 15 verður flutt verk eftir Brahms ásamt íslenskum sönglögum og ópemaríum. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. endursagt og myndskreytt fjölda ís- lenskra ævintýra svo sem Söguna af Hlina kóngssyni. Verðlaun fyrir framlag sitt til myndskreytinga í bamabókum hlaut Áslaug Jónsdóttir. Áslaug hefur myndskreytt fjölda barnabóka, nú síðast Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Þetta var í 28. sinn sem fræðsluyf- irvöld Reykjavíkur veita höfundum og þýðendum barnabóka verðlaun. Vortónleikar Þrasta KARLAKÓRINN Þrestir heldur ferna vortónleika í Hafnarfirði þetta árið. Fyrstu tónleikamir verða í Hásölum 25.apríl og hefjast þeir kl. 20:30. Síðan verða þrennir tón- leikar í Víðistaðakirkju; 27. apríl kl. 20:30,29. apríl kl. 14:00 og þeir síðustu sunnudaginn 20. apríl kl.l6:00. Flutt verður innlend og er- lend tónlist af ýmsum toga. Þorgeir J. Andrésson tenór verður sérstakur gestur Þrasta á vortónleikunum. Tónleikar verða einnig Glerárkirkju 6. maí k!.17:00. Kyrrðardagar í París MYNDLIST G a 11 e r i @ h 1 e m m u r. i s, 1» v e r h o 11 i 5 BLÖNDUÐ TÆKNI BJARGEY ÓLAFSDÓTTIR & KRISTJÁN ELDJÁRN Til 23. apríl. Opið þriðjudaga til sunnudaga kl. 14-18. Ein af litskyggnum Bjargeyjar Ólafsdóttur úr myndröðinni Ljúfar sælustundir í París. BJARGEY Ólafsdóttir hefur lengi fengist við ljósmyndun hversdags- lífsins, einkum þess hversdagslífs sem snýr að næturlífi, skemmtanalífi og eftirhreytum slíkrar breytni. Snemma á listferli sínum vakti Bjargey athygli með leigubílaljós- myndum sem hún tók sem bílstjóri eftir lokun veitingastaða um helgar. Þar kvað þegar við nýjan tón því sárafáir listamenn, ef nokkrir, höfðu gert sér mat úr þeim félagslega hval- reka sem laugardagsfárið er í ís- lensku samkvæmislífi. Sem betur fer hvarflaði ekki að Bjargeyju að dramatísera þessa al- mennu upplifun. Öðru nær örlaði þegar í öndverðu á vissri gamansemi í verkum hennar, chaplínskum til- burðum sem eru svo nærtækir okkur norrænum mönnum af því við erum svo sárafáir. Á endanum þekkja allir alla þannig að smáuppreisnin sem felst í ofdrykkjunni og hundakætinni á það til að bakhlaupa og skilja okkur eftir eins og sprungnar blöðnir þeg- ar af tekur mesta fíflaganginn. Það er þetta kauðska samneyti Gpg og Gokke sem verður Bjargeyju hugstætt og hún dvelur við birting- armyndir okkar íslenska svalls og eftirvæntingarinnar sem liggur í loftinu en á svo auðvelt með að gufa upp þegar öllu er á botninn hvolft. Ljtífar sælustundir í París er nýj- asta verk hennar í þessum dúr. Átta- tíu litskyggnur rúlla gegnum hring- elq'una ofan á vélinni undir seiðandi og látlausri, en lítið eitt írónískri tónlist Kristjáns Eldjárns. Þær segja sögu tveggja stúlkna - greini- lega norrænna - á hótelherbergi. Stundum eru þær einar að gera ekki neitt, en stundum njóta þær aðstoð- ar pilts við að gera ekki neitt á hótel- herberginu. Vandinn við að vera til í birtingar- heimi nútímans er mestmegnis fólg- inn í því að við megum aldrei vera beinlínis eins og við erum. Eitt er að vera manneskja inn á við, trú sjálfri sér, tilfinningum sínum og stundlegu skapi. Annað er að vera manneskja í auga linsunnar. Þar verður maður að vera trúr mýtunni um að allt sé í stakasta lagi, og ekki bara það held- ur að allt sé í enn betra lagi hjá manni sjálfum en öllum hinum, því hvemig á maður annars að lenda í því úrtaki sem prýðir síður glans- tímaritanna? Lygar glansritanna eru lygar okkar sjálfra þegar við pósum fyrir linsuna. Það er að vísu hægt að hugsa sér tímarit sem héti Þreytt og þegar almælt, því ekkert í glansritunum kemur á óvart, síst af öllu hver var hvar, hver var með hverjum, hver skildi við hvern og hver er tekinn saman við hvern. En rútína hinna ríku og frægu heldur sem betur fer áfram að seljast, margseljast og endurseljast eins og heitar lummur því þeir eru svo bless- unarlega margir sem aldrei þreytast á að heyra sömu söguna, hversu oft sem hún er spiluð. Skilgreindi Rousseau ekki alþýðuna sem þá sem eru svo saklausir og óspilltir að þeir eru gjörsamlega varnarlausir gagn- vart öllum lygum hversu oft sem þær eru kveðnar? Ljúfa lífið í París er með öðrum orðum þreytuleg bið á hótelherbergi, sennilega eftir að frí- inu ljúki og þremenningarnir - pilt- urinn og stúlkumar tvær - geti snúið heim og aftur orðið þau sjálf. Það er nefnilega svo óendanlega leiðinlegt að þurfa að þykjast skemmta sér, bara til að þykjast hafa haft það æðislegra en náunginn. Það er að vísu ok sem við á Norðurslóð- um - flegmatískustu og vinnuglöð- ustu menn í heimi - undirgöngumst án þess að æmta, en mikið þurfum við að hvolfa í okkur ef við eigum að þola slíka pínu of lengi. Halldór Björn Runólfsson Söfn opin um hátíðarnar Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu TVÆR sýningar eru í sölum Hafnarhússins; Myndir á sýn- ingu, úrval verka úr eigu Lista- safns Reykjavíkur og innsetning franska listamannsins Fabrice Hubert sem nefnist Á eigin ábyrgð. Á skírdag og annan í páskum verður leiðsögn um sýn- ingarnar kl. 15. Báðar sýning- arnar hafa verið valdar á dag- skrá menningarborgar. Kjarvalsstaðir og Ásmundarsafn I vestursal Kjarvalsstaða standa nú yfir þrjár sýningar; Chihuly á Islandi - Form úr eldi, bandaríski glerlistamaður- inn Dale Chihuly, Veg(g)ir, listamaðurinn Gunnar Örn hefur unnið verk á vegg miðrýmis Kjarvalsstaða sem er útfærsla hans á hugmynd tengd undra- purikti jógafræðanna. I austur- sal er sýning á verkum Jóhann- esar S. Kjarval. Sýningin var valin á dagskrá menningarborgar. Ásmundarsafn í safninu er sýning á nýjum verkum Steinunnar Þórarins- dóttur myndhöggvara og úrval verka Ásmundar Sveinssonar, en þau fjalla bæði um manninn og þær aðstæður sem allir menn finna sig í. Sýningin var valin á dagskrá menningarborgar. Árbæjarsafn Sýningin Saga Reykjavíkur - frá býli til borgar, verður opin á skírdag og annan í páskum kl. 13-17. Leiðsögn um sýning- una er kl. 14 og 16. íslensk grafík, Hafnarhúsinu Ljósmyndasýning Kristínar Hauksdóttur, Brot frá liðinni öld, 1993-99, verður opin á venjulegum opnunartíma um páskahátíðina, fimmtudaga til sunnudaga. kl. 14-18. Listasafni ASI, Freyjugötu 41 í Ásmundarsal er sýning á verkum Kjartans Ólasonar sem ber heitið Sjónrænar minningar. Þar fjallar listamaðurinn um forgengileika þeirrar tákn- mynda sem sjálfsmynd íslend- inga er að einhverju leyti byggð á, nú undir aldarlok. I Gryfjunni sýnir Þórarinn Óskar Þórarinsson ljósmyndir sem teknar voru á sl. ári, þar sem ljósmyndarinn fylgdi stór- hljómsveitinni Stuðmönnum á reisu þeirra um landið. Síðasti sýningardagur beggja sýning- anna er páskadagur 23. apríl. En safnið er opið alla páskavik- una frá kl.14-18. 'KRftm Jtústp Innritun h KRAMHÚSIÐ sima ginn! r 5Ö1 51 03 • 551 7860
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.