Morgunblaðið - 20.04.2000, Blaðsíða 70
70 PÍMMÍ ÍJD AGUR' 20. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ
>-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Dýraglens
Hundalíf
Til hamingju,
ísafjörður
Frá Greipi Gíslasyni:
í DAG, sumardaginn íyrsta, opnar
ungt fólk kaffi- og menningarhús í
miðbæ Isafjarðar. Húsið á að vera
miðstöð fyrir fólk á
framhaldsskóla-
aldri. í húsinu er
kaffisala auk marg-
víslegarar annarr-
ar starfsemi. Kaffi-
húsið er að sjálf-
sögðu opið öllum og
ekki vanþörf á því
kaffihús er eitt af
því sem ísfirðinga
hefur vantað fyrir
sigog gesti sína.
Á Isafirði hefur lengi vantað af-
drep fyrir fólk á þessum aldri og er
þetta því kærkomin nýjung í annars
fjölbreytta flóru mannlífs í bænum.
Húsið verður reyk- og vímulaust og
á að vera opið eins og skemmtistaðir
í bænum og því fullkomlega sam-
keppnishæft við það sem er í boði í
dag. Hugmyndin er að í húsinu verði
alltaf mikið fjör og nóg um að vera.
Þar er svið fyrir listamenn til að
troða upp, þar eru tölvur tengdar við
umheiminn og sjónvarpsherbergi,
sem nú þegar hefur verið komið fyr-
ir. í framtíðinni bætist svo fleira við.
Tölvurnar gætu svo ferðamenn nýtt
til að athuga tölvupóstinn sinn.
Það var í febrúar sem Hollvættir
Menntaskólans á ísafirði, Rauða-
krossdeildirnar á norðanverðum
Vestfjörðum og VáVest ásamt
áhugasömum einstaklingum, könn-
uðu grundvöll fyrir rekstri sem
þessum. Fljótlega fannst húsnæði í
gamla apótekinu við Hafnarstræti
og var strax hafist handa við að
koma því í rétt horf. Það var alltaf
markmiðið að unga fólkið sem kæmi
til með að sækja staðinn fengi að
móta hann og síðasta mánuðinn hef-
ur hópur sjálfboðaliða starfað við að
mála og rífa veggi, byggja upp,
breyta og bæta. í dag fáum við svo
að sjá afraksturinn.
Þrátt fyrir að í dag verði húsið
opnað er ekki þar með sagt að húsið
sé tilbúið, langt í frá. Starfsemin
verður í stöðugri endurnýjun með
fólkinu sem hana sækir. Það verður
stöðug endurnýjun á fólki og með
því koma nýjar hugmyndir og verð-
ur leitast við að koma sem flestu í
framkvæmd.
Staðreyndin er sú að á svæðinu
búa fjölmargir unglingar með góðar
hugmyndir. Þessi starfsemi á að ýta
undir og hjálpa þessu fólki við að
koma þeim í framkvæmd. Hópar af
ýmsu tagi geta fengið inni í húsinu,
hvort sem það er í bókstaflegri
merkingu eða á vefsvæði hússins.
Fyrir hönd ísfirskra ungmenna
þakka ég þeim sem hafa staðið á bak
við verkefnið. Ennfremur þakka ég
öllum sem lagt hafa fjármagn í verk-
efnið og vinnu. Einnig óska ég
starfsmönnum hússins, forstöðu-
manninum Aldísi Sigurðardóttur
þjóðfræðingi og Auðuni Gunnari
Eiríkssyni, gæfu í nýjum störfum.
Til hamingju með daginn.
GREIPUR GÍSLASON,
menntaskólanemi á Isafirði.
Ljóska
í dag ætla ég að Af hverju kallarðu Þetta er gamall brandari, Talandi um gamalt, Ég þoli
kalla mig Ófelíu. þig bara ekki náðirðu því. ert þú ekki full- þetta
leigubíl? gamall fyrir mig? ekki.
Ferðumst
til Austurríkis
Frá Guðmundi Jónasi
Kristjánssyni:
SÚ AKVÖRÐUN Evrópusambands-
ins (ESB) að setja Austurríki í póli-
tiska einangrun eftir að ný ríkisstjóm
mið- og hægriflokka tók við völdum
hefur sætt mikilli gagnrýni bæði inn-
an sambandsins sem utan. Einkum er
þá hugsað til fordæmisins í framtíð-
inni og þeirrar spumingar hvar
mörkin eigi að vera, og hver geti orðið
hlutlaus dómari í þeim efnum. Þessi
afstaða ESB, sem stjómað er nær al-
farið af sósíaldemókrötum, er einstæð
gagnvart aðOdarríki, og þykir gróf
íhlutun í innanríkismál. Þá benda
margir réttOega á að þessi aðför sýni
á hvaða vOligötur þetta Evrópusam-
starf er komið í dag.
Ogrun við samrunaferlið
Sem betur fer era menn og þjóðir
frekar dæmd eftir verkum sínum og
framkomu fremur en fordómum. Hin
nýja ríkisstjóm Austurríkis hefur frá
því hún tók við völdum í einu og öllu
virt lýðræði, mannréttindi og alþjóð-
lega samninga, enda stóð heldur ekk-
ert annað tíl. Það er hins vegar ekki
hægt að segja um margar rOdsstjóm-
ir sem ESB heíúr velþóknun á og hef-
ur góð pólitísk samskipti við. Má þar
nefna kommúnistastjómina í Kína og
hryðjuverkastjómina í ísrael. En fyr-
ir hvað er þá verið að refsa? Jú, annar
stjómarflokkanna i Austurrfld, Frels-
isflokkurinn, er Evrókrötunum í
Bmssel ekki þóknanlegur, því hann
hefur efasemdir um samrunaferlið
innan ESB. Það að flokkur með slíkar
þjóðlegar skoðanir komist tO vegs og
virðingar innan ESB getur smitað út
frá sér að mati Evrókrata, og koll-
varpað dramnsýn þeirra um hið stóra
Sambandsríki Evrópu. Þessi ögrun
við samrunaferlið er því aðalástæðan
fyrir öllu írafárinu í Brussel.
Sælyum Austurrfld heim
Austurríki er mikið ferðamanna-
land enda gott heim að sækja. í aðfór-
inni gegn austurrískum stjómvöldum
hefur verið reynt að vinna skemmdar-
verk á austurrískum ferðamannaiðn-
aði með því að hvetja ferðamenn tO að
sniðganga landið. Við Islendingar er-
um sem betur fer alltof skynsöm þjóð
tO að láta blekkjast af slíkum áróðri,
og munum auðvitað ferðast til Aust-
urrflds hér eftir sem hingað tO. Það er
því ánægjulegt að íslensk stjómvöld
hafi nú ákveðið að setja upp sendiráð í
Austurrfld tO að styrkja vináttutengsl
og samskipti þjóðanna enn frekar.
Evrókratar á Alþingi íslendinga hafa
mótmælt þessari ákvörðun, sem sýnir
enn og aftur hræsnina í þeirra öfga-
fulla málflutningi. Sem betur fer er
ísland enn frjálst og fullvalda utan
ESB, og lætur fordóma ekki ráða för í
alþjóðlegum samskiptum.
GUÐMUNDUR JÓNAS
KRISTJÁNSSON,
Funafold 36, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.