Morgunblaðið - 20.04.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.04.2000, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Frönsk kórtonlist í Langholtskirkju á skírdag og föstudaginn langa „Ætlaði alltaf að verða óperu- söngkona“ Kór Langholtskirkju og Gradualekór Langholtskirkju flytja franska kórtónlist á tónleikum í kirkjunni í dag og á föstudaginn langa kl. 17. Margrét Sveinbjörns- dóttir brá sér í Langholtskirkju og hitti þar að máli þrjár ungar stúlkur sem syngja einsöng á tónleikunum og hyggja allar á frekara söngnám í framtíðinni. ALLAR hafa þær fengið sitt sönguppeldi í Gradualekór Langholtskirkju og stunda nú söngnám hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur í Söngskólanum í Reykjavík. Dóra Steinunn Ár- mannsdóttir er 16 ára og Regína Unnur Ólafs- dóttir 18 ára. Þær syngja einsöng með Gradua- lekórnum í Messe basse eftir Gabriel Fauré. Guðríður Þóra Gísladóttir, sem er tvítug, syngur einsöng með Kór Langholtskirkju í Requiem eftir Fauré, ásamt Bergþóri Páls- syni, sem vart þarf að kynna hér. Tónleikarnir hefjast á því að Gradualekór- inn flytur tvö verk eftir Fauré, Tantum ergo, samið 1894, og Messe basse, 1881-82. Þá flytur Kór Langholtskirkju Davíðssálm 150, Laudate Dominum (Lofíð Guð í helgidómi hans), eftir César Franck, frá ár- inu 1888, og eftir Fauré Tu es Petrus (Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína), samið 1872, og Eitt er orð Guðs (Cantique de Jean Racine), samið 1865. Stærsta verk tónleikanna og lokaverkið er svo Requiem eða Sálumessa, tvímælalaust þekkt- asta verk Faurés. Orgelleikari á tónleikunum er Claudio Rizzi, Gunnhildur Einarsdóttir leik- ur á hörpu og stjórnandi er Jón Stefánsson. „Ótrúlega miklar raddir og með af- brigðum músíkalskar“ Messe basse þýðir Lágmessa og vísar til þess að ekki eru allir fastir þættir hinnar sí- gildu messu notaðir, heldur aðeins Kyrie, Sanctus, Benedictus og Agnus Dei. Regína Unnur syngur einsöng í Kyrie og Dóra Stein- unn í Benedictus. Báðar segja þær sönginn vera aðaláhugamálið. Kóræfingar eru tvisvar í viku, námið í Söngskólanum tekur sinn tíma en báðar hyggjast þær Ijúka 5. stigi í vor. Þá eru ótaldar tónleikaferðir, aukaæfingar og æfinga- búðir - eða þrælabúðir, eins og þær eru líka kallaðar. Auk þess eru þær stöllur vitanlega í skóla, Regína í Kvennaskólanum í Reykjavík og Dóra Steinunn í Menntaskólanum við Sund. Regína segist alltaf hafa lifað og hrærst í tónlistinni, hún hefur lært á píanó_ og verið í Gradualekórnum frá barnsaldri. „I föðurfjöl- skyldunni minni er mikið af tónlistarfólki. Systkini pabba eru öll í tónlist en reyndar ekki pabbi,“ segir hún. „Það hefur verið minn draumur að verða söngkona alveg frá því ég var fimm ára,“ segir Dóra Steinunn, ákveðin í að láta drauminn rætast. Báðar sungu þær Regína og Dóra Steinunn einsöng með Gradualekórnum á tónleikum í Salnum nýverið. Tónlistargagnrýnandi Morg- unblaðsins, Bergþóra Jónsdóttir, skrifaði m.a. um söng þeirra í dómi sínum um tónleikana: „Söngur þessara frábæru stelpna með kómum var sannarlega hápunktur tónleikanna. Báðar hafa þær ótrúlega miklar raddir og eru með af- brigðum músíkalskar. Þær geisluðu líka báðar Morgunblaðið/Jim Smart Frá æfingu Kórs Langholtskirkju. Morgunblaðið/Kristínn Guðríður Þóra Gísladóttir, Dóra Steinunn Ármannsdóttir og Regína Unnur Ólafs- dóttir syngja allar einsöng á tónleikunum í Langholtskirkju. af sönggleði og gerðu þessa stund eftirminni- lega.“ Alin upp í Operunni Guðríður Þóra syngur eins og áður sagði einsöng í Requiem. „Eg syng aríuna Pie Jesu - og svo syng ég auðvitað líka með kómum,“ segir hún. Hún hefur verið í Kór Langholts- kirkju frá því hún var 17 ára og þar áður í mörg ár í Gradualekórnum. Aðspurð um helsta muninn á því að syngja í þessum tveimur kór- um segir hún að mesta breytingin fyrst um sinn hafi verið að fara allt í einu að syngja með karlaröddum. „Svo er náttúmlega heilmikill munur á barna- og fullorðinskór. En í þessu til- felli er hann samt ekki eins mikill og annars, vegna þess að Jónsi stjómar báðum kóran- um,“ segir Guðríður Þóra. Hún segir jafngam- an að syngja í eldri kómum og þeim yngri en vissulega séu viðfangsefnin stærri í Kór Lang- holtskirkju. Guðríður Þóra er búin með menntaskólann og einbeitir sér nú að söngnáminu, hyggst ljúka 7. stigi nú í vor. Hún hefur líka lært á pía- nó og er meira að segja aðeins farin að vinna fyrir sér með söngnum, með því að syngja með Kammerkór Langholtskirkju. Seinna meir er draumurinn að gera sönginn að aðalstarfi. „Ég ætlaði alltaf að verða óperusöngkona þegar ég var lítil,“ segir hún, enda að stóram hluta til al- in upp í Islensku óperunni. „Mamma syngur í Óperakórnum og ég var með henni á öllum sýningum. Annars var eiginlega togast á um mig þegar ég var yngri, mamma er öll í tónlist- inni og pabbi í íþróttunum," segir hún. Þekki eng-a tónlist jafn hreina * I tilefni af flutningi Sálumessu Gabriels F auré fjallar Jón Stefánsson stjórnandi Kórs Langholtskirkju um tónskáldið. ,Ég þekki enga tónlist jafn hreina og ein- staka, nema, ef til vill, tónlist Mozarts eða Schuberts." (Arthur Honegger (1892-1955) um tónlist Gabriels Fauré.) Gabriel Fauré (1845-1924) fæddist í Pamiers í Suður-Frakklandi í ná- grenni Pyreneafjallanna. Hann stundaði nám við Niedermeier- kirkjutónlistarskólann í París og meðal kennara hans var Saint-Saéns. Síðasta árið sitt við skólann vann hann fyrstu verðlaun í tónsmíðasam- keppni (þá tvítugur) fyrir verkið Cantique de Jean Racine. Verkið var tileinkað César Frank. Fauré átti fyrir höndum langt starf sem kirkjuorganleikari og kórstjóri. Gabriel Fauré Á æviferli sínum kynntist hann list ólíkra tónskálda s.s. Chopin, Wagn- er, Debussy, Schönberg og Stravins- ky. Þetta er e.t.v. tími mestu umbrota tónlistarsögunnar en stíll Faurés er afar persónulegur og einstakur. Hann var tvímælalaust mesta tón- skáld Frakka á sínum tíma og hafði gífurlega mótandi áhrif á tónskáld 20. aldarinnar, sem lærðu undir handleiðslu hans eftir að hann varð prófessor við Tónlistarháskólann í Morgunblaðið/Jim Smart Jdn Stefánsson París og síðar rektor sama skóla. Meðal nemenda hans vora Ravel, Enesco og Boulanger. Hann stofnaði með sínum góða vini Camille Saint-Saéns félagið Société nationale de musique sem átti stóran þátt í að uppgötva og koma á fram- færi tónskáldum s.s. Duparc, Franck, Lalo, Debussy, d’Indy og fleiram. Sagt hefur verið um tónlist hans að hún sameini hreinleika, jafnvægi og nákvæmni klassísku tónlistarinnar og hjartahlýju rómantíkurinnar. Það tók þó langan tíma fyrir umheiminn að kynnast tónlist hans en nú á tím- um nýtur hann mikillar virðingar sem meistari ljóðaflokkanna, skáld hljómborðs og mikilfenglegt tón- skáld kammertónlistar. Ópera hans, Pénélope, er af mörgum talin til meistaraverka en þekktasta og vin- sælasta verk hans er tvímælalaust Sálumessan sem frumflutt var 1877 í styttri mynd en við þekkjum í dag. Hann var sífellt að endurbæta verkið og það var ekki fyrr en árið 1900 sem það var fullbúið í þeirri mynd sem það er flutt nú á tímum. Á efri árum þjáðist hann af heyrn- arleysi sem varð til þess að hann dró sig í hlé frá Tónlistarháskólanum í París 1920 en hann helgaði sig algjör- lega tónsmíðum og mörg meistara- verka hans eru frá þessum síðustu árum hans, s.s. önnur sellósónatan, annar píanókvintettinn og ljóðaflokk- urinn L’horizon chimérique. Eitt af síðustu verkum hans var píanótríóið op. 120 samið 1922-3 og framflutt á afmælisdegi hans 12. maí 1923 af þre- menningunum Pablo Casals, Alfred Cortot og Jaques Tibaut. Síðustu ár sín naut Fauré mikillar virðingar og var m.a. sæmdur heið- ursmerkinu Grand Croix de Legion d’honnor. Hann lést í París 4. nóvember 1924,79 ára að aldri. Feðgin leika á páskatón- leikum í Eyjum FEÐGININ Védís Guðmunds- dóttir þverflautuleikari og Guð- mundur H. Guðjónsson, orgel- leikari Landakirkju og skólastjóri Tónlistarskóla Vest- mannaeyja, halda tónleika í Landakirkju í Vestmannaeyj- um mánudaginn 24. apríl kl. 17. Flutt verða verk eftir Bach, Claude Debussy, Anton B. Fiir- stenau, G.F. Hándel, Mariu Theresiu v. Paradis, Felix Mendelssohn-Bartholdy, César Franck og Luigi Boccherini. Húnavöku- stemmning SIGURRÓS Stefánsdóttir opn- ar myndlistarsýningu í kaffi- húsinu Við árbakkann á Blönduósi í dag, skírdag, kl. 14. Yfirskrift sýningarinnar er Húnavökustemmning Sigur- rósar. Flest verkin era unnin á þessu og síðasta ári. Um er að ræða olíumálverk á striga og blandaða tækni (pastel og dag- blöð). Verkin era öll til sölu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.