Morgunblaðið - 20.04.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.04.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 13 FRÉTTIR Skólasamningar milli Kópavogsbæjar og grunnskólanna Vegagerð ríkisins Aukið fjárhags- legl sjálfstæði BÆJARYFIRVOLD í Kópavogi hafa undirritað samning við sjö grunnskóla bæjarins, Smáraskóla, Lindaskóla, Digranesskóla, Hjalla- skóla, Snælandsskóla, Kópavogs- skóla og Þinghólsskóla, um aukið fjárhagslegt sjálfstæði, sem skapar svigrúm til hagræðingar og gefur möguleika á breyttum faglegum áherslum. Samningurinn felur í sér breytt stjómskipulag í skólunum með til- komu þriggja deildarstjóra við hvern skóla, sem starfa undir stjórn skóla- stjóra við daglega stjórn deildanna og faglega stefnumótun. Markmið skólasamninganna er að skapa grunnskólunum nútímalegt rekstr- arumhverfi og hvetja skólastjórn- endur og kennara til faglegra um- bótastarfa. I greinargerð með samningnum kemur fram að hann er umræðu- grundvöllur milli bæjaryfirvalda og grunnskólanna um fjárhagslegan rekstrargrundvöll og innra starf . Áhersla er lögð á rammafjárveiting- ar til skólanna og frelsi til að flytja fé milli fjárhagsliða og ára. Ennfremur er gerð krafa um faglegar umbætur og krafa um formlega dreifingu valds og ábyrgðar. Greinilegri verkaskipting Tekið er fram að breyttu stjórnun- arfyrirkomulagi sé ætlað að flytja þungamiðju allra ákvarðana vegna daglegs skólastarfs nær vettvangi kennslunnar, um leið og verkaskipt- ing milli skólastjóra, aðstoðarskóla- stjóra, deildarstjóra og kennara verður greinilegri. Skólastjórar munu framselja hluta af stjómunar- og fagvaldi sínu til deildarstjóra, sem ráðnir verða við þrjú stig skól- anna en gert er ráð fyrir að skólarnir skiptist í þrjár deildir í samræmi við þrískiptingu skólans í aðalnámskrá. Fram kemur að eitt meginmarkmið- ið sé að auka áhrifavald kennara á Morgunblaðið/Jim Smart Kristinn Kristinsson fræðslustjóri Kópavogs, Sigurður Geirdal bæjar- stjóri, Ólafur Guðmundsson skólastjóri Kópavogsskóla og Bragi Micha- elsson formaður skólanefndar undirrita skólasamning milli Kópavogs- bæjar og sjö grunnskóla bæjarins. daglegt skólastarf og mun kennur- um gefast aukið tækifæri til þátttöku í ákvörðunum varðandi deildir. Enn- fremur munu skapast auknir mögu- leikar til samstarfs kennara. Skólasamningurinn gerir ráð fyrir að fjárframlög til skólans miðist við fjölda nemenda og kennslustundir og eru fjárveitingar vegna hans því breytilegar milli skólanna en fram- lög miðast að öðru leyti við rekstur skólanna. 011 tilboð undir kostnaðar- áætlun ÞRJÚ tilboð bárust Vegagerðinni í efnisvinnslu á Norðurlandi vestra og átti Myllan ehf. á Egilsstöðum lægsta boð, rúmar 44 milljónir króna. Tilboðið er 64% af kostnað- aráætlun, sem er 69,2 milljónir. Þá hefur verið opnað tilboð í 60 km af Vestfjarðaleið um Gemlu- fallsheiði og Bjarnadal. Tíu tilboð bárust og átti Höttur sf. í Hrúta- firði lægsta boð, bauð 31 milljón króna, sem er 67% af kostnaðar- áætlun. Fimm tilboð bárust í klæðningar á Norðurlandi vestra og átti Borg- arverk ehf. í Borgarnesi lægsta boð, tæpar 27 milljónir, sem er 84% af kostnaðaráætlun. Fjögur tilboð bárust í klæðningar á Vesturlandi og átti Slitlag ehf. á Hellu lægsta boð, um 20 milljónir króna, sem er 71% af kostnaðar- áætlun. Illi ■ V iiJjjM HHÍilÍ Ertu í lausu lofti? Gijótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 Það eru 4 loftpúðar í öllum Renault Mégane Þegar þú velur bíl skaltu gæta þess að öryggið standist ströngustu kröfur. Renault Mégane fékk hæstu einkunn allra bíla í sínum flokki í NCAP árekstrarprófinu enda eru 4 loftpúðar staðalbúnaður í öllum útgáfum Renault Mégane; öryggisbúnaður sem varla finnst nema í mun dýrari bílum. Hliðarloftpúðarnir vernda þig sérstaklega vel í hliðarárekstrum sem ella gætu valdið meiðslum. Hafðu öryggið í lagi. Veldu Renault Mégane. RENAULT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.