Morgunblaðið - 20.04.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.04.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ \X\\ WH+H^/// Þrír Svíar úr tveim leiðöngrum verða sóttir á norðurpólinn í dag Búnaður Haralds að ge fa sig og nestið uppurið Fær nýjan búnað og 30 daga nesti í dag HARALDUR Öm Ólafsson pólfari náigast 87. breiddargráðu óðfluga eftir góða spretti síðustu daga. Und- anfama viku hefur hann gengið rúmlega 18 km á dag að meðaltali og með sama áframhaldi ætti hann að ná pólnum í kringum 10. maí eins og stefnt var að. Haraldur gekk á þriðjudag 22,1 km sem er besti árangur hans frá upphafí leiðangursins sem hófst fyr- ir 40 dögum á Ward Hunt-eyju. Hann hefur lagt að baki 427 km og á eftir 347 km á pólinn. Hann ienti á góðri frosinni vök sem lá í norður og gekk 14 km á henni á þremur og hálfri klukkustund. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég fékk svona gott rennsli beint í norð- ur,“ sagði Haraldur í gær við bak- varðasveitina. „Alla norðurpólsfara dreymir um að Ienda á svona vök,“ bætti hann við. „Þessi vök var kíló- metri á breidd og lá í norður og ætl- aði aldrei að enda. Síðar fór færið að þyngjast og mér miðaði hægar áfram.“ Gangan ho 10. mars Haraldur hefur nú lagt að baki 427 km af rúmlega 770 km göngu á pólinn eftir 40 daga göngu Morgunblaðið/Kristinn Gamli lestrarsalurinn í Þjóðmenningarhúsinu nefnist nú Bókastofan og verður þar sýning um islenska bókmenningu frá upphafi prentaldar. Þjóðmenningar- húsið opnað í dag I dag, skfrdag, flýgur Ingþór Bjarnason út á ísinn til Haralds og færir félaga sinum nýjar birgðir, m.a. sleða Ólafs Amar, föður Har- alds, sem notaður var í suðurpóls- leiðangri þeirra feðga ásamt Ing- þóri fyrir fáeinum árum. Sá sleði er grynnri en sá sem Haraldur er nú með og er hentugri við þær aðstæð- ur sem nú er við að etja. Honum er síður hætt við að brotna en hefði þó ekki gagnast á fyrri hluta Ieiðang- ursins. Fær 30 daga birgðir af mat og bensrni Haraldur fær í dag 30 daga birgð- ir af mat og bensíni. Upphaflega var gert ráð fyrir 40 daga birgðum en Ijóst er að ekki er nauðsyn á því. Að viðbættum sleðanum fær hann ný skíði og ýmislegt smálegt sem hefur gefið sig á langri og strangri ferð. I samtali við Morgunblaðið í gær sagði Ingþór, sem staddur var í Res- olute, að Haraldur fengi einnig nýja skó í stað þeirra sem hann er á nú. Skór Haralds eru orðnir hrörlegir eftir mikla notkun og nú si'ðast í fyrradag datt táin af öðrum skónum. Ingþór hefur dvalið í Resolute undanfama viku vegna umsýslu við búnað Haralds. Þá var áætlað að fljúga til Eureka í gær og gista þar í nótt sem leið. Þaðan átti að fljúga út á ísinn snemma í morgun. „Ég hlakka mikið til að hitta Harald,“ sagði Ingþór. „Ég geri ráð fyrir u.þ.b. 30 minútna áningu hjá honum, en hann þarf að skipta um skó og vera viðbúinn því að láta mig taka myndir af sér. Hann er sjálfsagt orð- inn æði vígalegur eftir alla útiver- una. Farangur hans mun þyngjast um 35 kg eftir birgðasendinguna og líklega mun það draga eitthvað úr hraðanum á næstunni." Tveir Bretar gáfust upp Enn berast fregnir af afföllum í norðurpólsleiðöngrum. Margoft hef- ur verið minnst á tvo Svía, hvom úr sínum leiðangrinum, og danska konu sem öll þurftu að snúa við vegna skakkafalla, auk eins Breta að Ingþóri sjálfum ógleymdum. Ný- lega þurftu tveir breskir leiðangurs- menn til viðbótar úr fjögurra manna hópi að snúa við. Að sögn Ingþórs kól annan þeirra á fingri en hinn veiktist. Hinir tveir sem eftir em munu vera um 100 km á eftir Har- aldi og hafa kvartað talsvert undan slæmum vökum og íshryggjum. Að sögn Ingþórs virðist sem Har- aldur hafi verið mun heppnari með færi en Bretamir og sömu sögu er að segja um Svíana tvo sem era rétt ókomnir á pólinn. Fyrir er Svnnn Ola Skinnarmo sem komst á pólinn í siðustu viku. Páskaegg til pólfarans Haraldur mun halda kyrra fyrir í dag, skírdag, enda er hann orðinn svo gott sem uppiskroppa með nesti og þarf aukinheldur að bíða flugvél- arinnar, sem reiðir sig á að vita stað- arákvörðun hans með góðum fyrir- vara. I gær beið Haralds það verkeftii að fínna flugbraut fyrir Twin Otter- skíðaflugvélina á göngu sinni. „Ég get ekkert gengið á morgun [í dag Fjolbreytt urval korta f kortadeild Eymundsson w Fvnumdsson Kringtunni • sími: 533 1130 * fax: 533 1131 fimmtudag] því ég hef engan mat til dagsins og auk þess er ekki ráðlegt að færa sig til á meðan flugvélin er i' loftinu því þá gæti orðið erfiðara að finna mig en ella.“ Vélin lendfr klukkan 17 að ís- Ienskum tíma hjá Haraldi og enda þótt hún þurfi ekki nema 300 metra langa flugbraut var Haraldur engu að síður nokkuð efins um að hann fyndi hentuga braut með lítilli fyrir- höfn. „Ég hef mjög sjaldan fúndið al- mennilegar flugbrautir á i'snum og því veitir ekki af að finna eina góða í dag [í gær miðvikudag]," sagði hann og bætti við að hannhlakkaði mikið til að fá birgðirnar. í þeim leynist páskaegg og ýmisskonar annar vamingur sem ætlað er að lífga upp á tilveru Haralds. Um páskahelgina verður dagleg umljöllun um norðurpólsleiðangur- inn á fréttavef Morgunblaðsins mbl.is. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ verð- ur formlega opnað í dag við hátíðlega athöfn. Húsið verður opinbert sýn- ingar- og fundarhús, vettvangur kynningar á íslenskri sögu og menn- ingararfi. í húsinu verða tíu fastar sýningar sem tengjast sögu Islands og menningu, til dæmis á íslenskri bókmenningu frá upphafi prent- aldar. Einnig verða tvær breytilegar sýningar í húsinu. I dag verður sýn- ingin Landafundir og ragnarök opn- uð. Sýningin er samstarfsverkefni við Landafundanefnd og fjallar um landafundi og siglingar Islendinga á miðöldum með áherslu á fund Græn- lands og Vínlands. Fundaraðstaða verður leigð út í húsinu en þar er einnig veitingastofa og verslun með bækur og listmuni. Húsið hefur verið endurnýjað að utan og innan en það var byggt að tilstuðlan Hannesar Hafstein ráð- herra á áranum 1906 til 1908. Áður hýsti það Landsbókasafnið, Þjóð- skjalasafnið, Þjóðminjasafnið og Náttúrugripasafnið og gekk lengst af undir nafninu Safnahúsið. Ávörp og ræður við opnunina flytja Salome Þorkelsdóttir, formað- ur stjórnar hússins, Björn Bjama- son menntamálaráðherra, Guð- mundur Magnússon, forstöðumaður hússins, og Davíð Oddsson forsætis- ráðherra sem lýsa mun opnun húss- ins. Athöfnin fer fram í gamla hand- ritasalnum á 1. hæð hússins. Að henni lokinni mun forsætisráðherra afhjúpa marmaraskjöld í anddyrinu. Athöfnin hefst kl. 14 en Þjóð- menningarhúsið verður opnað al- menningi kl. 17 og verður opið til kl. 20 að þessu sinni. Síðan er opið á milli kl. 11 og 17 laugardaginn 22. apríl og mánudaginn 24. apríl og síð- an alla daga á milli kl. 11 og 17. Fylgst verður með opnun Þjóð- menningarhússins á mbl.is í dag. Millilandaflug ódýr- ara en innanlandsflug MEÐ tilkomu lágfargjaldaflugfé- lagsins Go á íslenskan flugmarkað milli landa er nú boðið upp á ódýrara flug tO London en boðið er upp á til helstu áfangastaða í innanlandsflugi hérlendis. Go-flugfélagið mun bjóða ferðir fram og til baka frá London á 10.000 krónur með sköttum, á meðan almennt fargjald til EgOsstaða og Homarfjarðar kostar rúmar 16.000 krónur og rúmar 14.000 krónur til Isafjarðar. Jón Karl Ólafsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags íslands, segir að ekki sé hægt að bera saman verð í innanlandsflugi við tilboð flugfélags- ins Go, og að innanlandsflug hérlend- is sé mun ódýrara heldur en t.d. í Noregi og í Bretlandi. Að sögn Jóns Karls er það al- menna fargjald sem mest er notað, t.d. til ísafjarðar, í kringum tíu þús- und krónur einnig og að meðalflug- fargjald sem flestir greiði í innanlan- dsflugi sé í kringum 10-11 þúsund kr. „Menn verða síðan að athuga að þegar flugfélagið Go býður nokkur sæti á 10 þúsund krónur, þá eru þeir að selja fargjöld frá 10 þúsund upp í 24 þúsund krónur, eftir því hvaða skilmála þeir era með. Þannig að tíu þúsund króna flugfargjaldið sem þeir era með, er kannski sambæri- legt við átta þúsund króna tilboð hjá okkur í sérfargjöldum. Þeirra upp- setning byggist síðan á því að fylla vélina, vera með nógu mikla nýtingu, og það er eitt af vandamálum innan- landsflugsins, að nýtingin hjá okkur er ekki nægilega mikil, og liggur ein- hvers staðar í kringum 65%. Ef við gætum verið með um 80% nýtingu að meðaltali, þá væri afkoman hjá okk- ur betri.“ Hann bendir á að það sé önnur hugsun á bak við lágfargjaldafélögin, sem hafa engar söluskrifstofur og litla sem enga þjónustu. „Þannig að bera þetta saman er svolítið eins og að bera saman epli og appelsínu og fá út banana, því þetta er önnur tegund af ílugfélögum." Stefnt að lækkun kostnaðar með þjónustu á Netinu Jón Karl segir jafnframt að miðað við t.d. innanlandsflug í Noregi og í Bretlandi séu flugfargjöld miklu ódýrari hérlendis. I innanlandsflugi hérlendis sé einnig erfiður vandi við að glíma við, en það er veðurfarslegi þátturinn. Að sögn Jóns Karls fylgir því mikill kostnaður að fella niður 160-170 ferðir á ári og það sé erfitt að ráða við. Markaðurinn sé því erfiður og t.d. hafi þessi vetur verið sérstak- lega þungur í skauti. Hann segist sjá fyrir sér svipaða þróun varðandi sölumál og þjónustu hjá Flugfélagi íslands í framtíðinni og lágfargjaldafélögin byggja á. Fé- lagið hefur þá stefnu að fara meira inn á Netið með þjónustuna og selja þá meira beint og vera með svipað kerfi og lágfargjaldaflugfélög. „Og það mun nú vonandi lækka kostnaðinn hjá okkur þegar til lengri tíma er litið, þ.á m. dreifikostnað og kostnað sem við höfum í dag í formi skrifstofa og þessháttar." Margir vinna að rannsókn LÖGREGLAN í Keflavík vinnur stöðugt að rannsókn á morðinu á 19 ára stúlku aðfaranótt síðastlið- ins laugardags. Ungur maður hef- ur verið úrskurðaður í gæsluvarð- hald til 15. júní vegna málsins. Þórður Maronsson, yfirlögreglu- þjónn í Keflavík, segir stöðugt unn- ið að rannsókninni, allar manna- í Keflavík ferðir og samskipti þeirra sem voru hugsanlega í íbúðinni um nóttina könnuð rækilega og hvað- eina annað sem skipta kunni máli til að varpa megi ljósi á atburða- rásina. Hann segir enn ekkert nýtt hafa komið fram við rannsóknina en hún sé margþætt og margir lög- reglumenn vinni að henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.