Morgunblaðið - 20.04.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Samkeppni borgarskipulags meðal framhaldsskólanemenda um framtíðarsýn í skipulagsmálum
Ætlunin er að
benda á nýjar
hugmyndir
Reykjavík
FRAMTÍÐARSÝN í skipu-
lagsmáluin Reykjavíkurborg-
ar var viðfangsefni
samkeppni sem borgarskipu-
lag efndi til meðal framhalds-
skólanemenda í vetur. Alls
bárust nítján tillögur í keppn-
ina og máttu þáttakendur
sjálfir velja miðil til að koma
hugmyndum sínum á fram-
færi. Dómnefnd mat tillög-
urnar með tilliti til frumleika
og hugmyndaauðgi (50%),
framsetningar (30%) og
hversu raunhæfar þær voru
(20%).
Dómnefnd komst einróma
að þeirri niðurstöðu að verk-
efnið rvk.framtíð skyldi hljóta
fyrstu verðlaun, 250.000 krón-
ur, en það er unnið af Hildi-
gunni Birgisdóttur, Höm
Harðardóttur, Rakel Gunn-
arsdóttur, Baldri Bjömssyni
og Gunnari Má Péturssyni,
nemendum á myndlistarbraut
Fjölbrautaskólans í Breið-
holti.
í umsögn dómnefndar segir
að í verkefninu komi fram
nokkrar frumlegar hugmynd-
ir og það sýni að höfundar hafí
auðugt ímyndunarafl. Tillag-
an sé framsækin og í henni
lagður gmnnur að framtíðar-
borgarsamfélagi sem lifi sjálf-
stæðu lífi óháð tengslum við
hinn ytri vemleika náttúrann-
ar. Einnig segir að margar
hugmyndirnar sem komi fram
séu fljótt á litið útópískar og
minni á skipulagshugmyndir
frá byrjun aldarinnar, en þó
að þær virðist við fyrstu sýn
langsóttar eða óraunhæfar sé
erfitt að fullyrða að svo sé því
óvíst sé hvað framtíðin beri í
skauti sér. Að auki þóttu hug-
myndirnar vel framsettar,
skiljanlegar og bera vott um
listfengi höfunda.
Þau Hildigunnur, Hörn,
Rakel, Baldur og Gunnar
lögðu upp með viðfangsefnið
Reykjavík á upplýsingaöld og
skiluðu inn uppdráttum,
tölvumyndum og skriflegri
lýsingu á tillögum sínum. Þau
segjast einkum hafa lagt
áherslu á fernt þegar verkefn-
ið var unnið, en það var sam-
þjöppun byggðar, samgöng-
ur, miðlun upplýsinga og
byggðaþróun.
Nýstárleg ráð til að þétta
byggð í Reykjavík
Tillögurnar spanna næstu
hundrað árin eða svo og er
gengið út frá því að fjölgun
borgarbúa verði svipuð og
hún hefur verið undanfarin
ár. Þau segjast hafa reynt sér-
staklega að koma fram með
tillögur um hvemig þétta
megi byggðina í Reykjavík, en
Landfylling
Landfylling
T U /^HIöðurað
I í y \ landfyllingum
[..J / }og lestarkerfi
Garðabær/ f )\ Reykjavík“
Hafnarfjörður y Leifsstöð *
Akranes
v-
Lestarkerfi
Morgunblaðið/Júlíus
Gunnar Már Pétursson, Hildigunnur Birgisdóttir, Rakel Gunnarsdóttir, Baldur Björnsson
og Hörn Harðardóttir, nemendur á myndlistarbraut Fjölbrautarskólans í Breiðholti, unnu
verkefnið rvk.framtíð sem hlaut fyrstu verðlaun.
í tillögum þeirra má sjá ýmis
nýstárleg ráð.
„Það er alltaf verið að
dreifa Reykjávík yfir stærra
og stærra svæði,“ segir Bald-
ur. „Þetta er að verða ein
strjálbýlasta höfuðborg í
heimi, þannig að við vorum að
velta því íyrir okkur að
byggja stór háhýsi sem yrðu
tengd saman með brúm.“
„Háhýsin myndu síðan líka
ná djúpt niður í jörðina," segir
Hildigunnur og benda þau á
að sum starfsemi sé þess eðlis
að það skipti engu máli þó hún
sé neðanjarðar.
„Við eram aðallega tala um
hluti eins og bílastæðahús,
vöralagera, verksmiðjur og
verslunarmiðstöðvar. Þetta er
hvort sem er allt saman gervi-
umhverfi. Ef þetta er allt sett
neðanjarðar er miklu meira
pláss fyrir verslunarkjama
eins og miðbæinn og miklu
meira pláss fyrir íbúabyggð
án þess að það þurfi að keyra
borgina út að Kjalarnesi eða
Kefiavík," segir Baldur.
Borgin yrði opin hvað
varðar upplýsingar
„Svo leggjum við líka
áherslu á að borgin eigi að
vera mjög opin hvað varðar
upplýsingar. Alls staðar yrðu
skjáir þar sem allir borgar-
búar hefðu aðgang að Net-
inu,“ segir Hildigunnur.
I tillögunum gefa þau sér
að allur sjávarútvegur faii úr
borginni og að aðalútflutn-
ingsgreinar verði byggðar á
hugviti. Þá gerðu þau upp-
drátt með tillögum að land-
fyllingum þar sem íyllt yrði
upp í höfnina og strandlínunni
yrði breytt í tvær beinar línur
sem mynduðu rétt horn.
„Þetta yrði bein afleiðing
þess að sjávarútvegurinn
væri farinn og borgin orðin að
hugmyndaverksmiðju,“ segir
Hildigunnur. „Við myndum
þá leggja aðaláherslu á
menntun og hún yrði útflutn-
ingsgreinin. Við eram strax
byrjuð á þessu, því það er fullt
af fyrirtækjum sem framleiða
hugbúnað. Þá er hugmyndin
að taka peninginn úr sjávar-
útveginum setja hann í hug-
vitið og þá þyrftum við ekki
lengur á sjávarútveginum að
halda hér í Reykjavík,“ segir
Hildigunnur.
Ekki markmið þessarar
keppni að leysa vandamál
Öflugar almenningssam-
göngur era annað sem þau
leggja áherslu á en við það
yrðu fyrst og fremst notaðar
lestir og sporvagnar, bæði
ofan- og neðanjarðar. Þau
teiknuðu upp lestarkerfi þar
sem tæki innan við fimm mín-
útur að komast á milli allra
helstu borgarhverfa og einnig
er gert ráð fyrir smærri spor-
vögnum sem færu um hverfin
sjálf.
I tillögunum felst einnig að
Reykjavíkurflugvöllur fari úr
Vatnsmýrinni og innanlands-
flug yrði þá annaðhvort fært
til Keflavíkur, en ferð þangað
frá Reykjavík tæki tuttugu
mínútur með neðanjarðarlest,
eða að byggður yrði flugvöllur
fyrir innanlandsflug í Engey.
Þau segjast vel gera sér
grein fyrir að fjölmörg vanda-
mál séu óleyst við útfærslu
þessara hugmynda, enda hafi
verið ætlunin að fá fram
hagnýtar hugmyndir með
keppninni.
„Það var ekki markmið
þessarar keppni að láta okkur
leysa vandamál. Frekar að
benda á nýja möguleika," seg-
ir Gunnar.
„Málið var að koma bara
fram með alls konar sniðugar
hugmyndir. Kannski virka
þær ekki en það skiptir ekki
öllu máli því það er öragglega
eitthvað í þeim sem er not-
hæft,“ segir Hildigunnur.
Grunnvatnsmengun frá jarðhitavökvum veldur litfellingum í hitaveituvatni á Nesjavöllum
Nesjavellir
Tekur tíma áður en vand-
inn verður úr sögunni
HREFNA Kristmannsdóttir,
jarðefnafræðingur og deild-
arstjóri hjá Orkustofnun,
segir að álstyrkur sem hún
mældi í vatni frá Nesjavalla-
veitu og ættað er frá vatni úr
borholum og uppsprettum í
Grámel og hitað er upp á
Nesjavöllum sé yfir þeim
mörkum að vatnið geti talist
neysluhæft. Ljóst sé að þrátt
fyrir að Orkuveita Reykjavík-
ur hefjist handa við niðurdæl-
ingu jarðhitavökva á Nesja-
völlum í sumar muni einhver
tími líða áður en það vanda-
mál, sem leitt hefur af meng-
un grunnvatns í Grámel,
verður úr sögunni.
Við rannsóknir á varma-
skipti sundlaugarinnar í
Kópavogi fannst vistkerfi
hitakærra örvera sem mynd-
ast hafði vegna útfellinga í
vatninu og era ekki taldar
hættulegar neytendum, held-
ur aðeins hitakerfum.
Hrefna segir að þrátt fyrir
að reglugerðir árétti að hita-
veituvatn sé ekki ætlað til
neyslu sé ekki mikið um upp-
lýsingar því tengdar til al-
mennings. Neysluvatnsmörk
fyrir styrkleika í áli séu 0,2
mg/1 en styrkurinn í Grámel
sé a.m.k. 0,26 mg/I.
„Það hlýtur að vera mjög
mikil sýking í jarðvegi þegar
það kemur svona mikið ál í
vatnið og mér finnst að hita-
veitan hafí ekki sýnt þessu
máli nógu mikla alvöra,“
sagði Hrefna en rannsóknir
hennar á vegum Kópavogs-
bæjar urðu til þess að upp
komst að útfellingar í hita-
veituvatninu mætti rekja til
þess að jarðhitavökvi, sem
losaður var á yfírborð jarðar
við Nesjavelli hefði mengað
grannvatnsból við Grámel.
Hún segist ekki sannfærð
um að álstyrkurinn stafi ein-
ungis af mengun frá jarðhita-
vökva.
„Ef hlutfallið er orðið þetta
hátt þýðir það að vatnið, sem
er hent frá Nesjavöllum, er
mjög súrt og er að leysa upp
ál frá jarðvegi og bergi. Þétti-
vatn gufu er reyndar talsvert
súrt, en annað affallsvatn
minna. Það er ekki víst að nið-
urdælingin lagi þetta fyrr en
eftir talsverðan tíma og ei'fitt
er að segja til um hversu
langan, en um er að ræða
mánuði eða ár,“ sagði hún.
„Ég mundi segja að með
því að uppgötva þetta svona
fljótt hafi verið forðað svip-
uðu slysi og varð 1991 og
kostaði um milljarð fyrir utan
þau óþægindi sem fólk varð
fyrir.“ Þar vísar Hrefna til
þess að þegar framleiðsla
hófst á Nesjavöllum 1991 var
upphituðu vatni þaðan bland-
að saman við jarðhitavatn og
leiddi það til útfellinga sem
víða stífluðu leiðslur og hita-
kerfi. I kjölfar þess var di'eifi-
kerfi Nesjavallavatnsins að-
skilið frá dreifikerfi jarð-
hitavatnsins. Hrefna segir að
fram hafi komið að sá kostn-
aður hafi numið um milljarði
króna, þar af 500 m.kr. vegna
nýrrar aðveituleiðslu til að
aðskilja hitaveiturnar tvær,
200 m.kr. vegna dælustöðvar
sem síðar reyndist óþörf, auk
kostnaðar við að þrífa veitu-
kerfin.
Hún segir sérkennilegt að
þrátt fyrir kvartanir frá í
haust hafi Orkuveitan ekki
fundið skýringar á útfelling-
unum nú fyrr en fyrir lá
skýrsla óháðra sérfræðinga,
gerð fyrir orkukaupanda.
„Þessi vandamál era í tví-
gang búin að koma þeim að
óvöram. Þeir virðast aðeins
hafa fylgst með kísilstyrk en
álstyrkurinn kemur þeim á
óvart. I sjálfu sér hefði kísil-
styrkur mátt aukast 4-5 falt
án þess að útfellingar yrðu,
en aukinn álstyrkur kemur
útfellingunum af stað.
Kannski hefur tekist að koma
í veg fyrir stórslys með því að
benda á vandamálið."
Hrefna sagðist aðeins í sín-
um rannsóknum hafa leitað
orsaka fyrir útfellingunum,
sem reyndust vera illa krist-
ölluð álsiliköt. „Ég veit ekk-
ert um styrk annarra þung-
málma í vatninu og hef ekki
skoðað það með það fyrir
augum heldur fyrst og fremst
til að leysa útfellingarvanda-
málið. Það getur vel verið að
það séu aðrir óæskilegir
þungmálmar í vatninu jafn-
framt álinu.“ Hrefna bendir
jafnframt á að svo virðist sem
útfellingarnar myndi jafn-
framt kjöraðstæður fyrir
vöxt hitakærra övera sem
minnki enn frekar vii'kni
varmaskipta og hitakerfa þar
sem þetta vandamál hefur
komið upp.
Oi*veruvistkerfi
Islenskar hveraöiverar
ehf. fengu einnig forhitarann
úr Sundlaug Kópavogs til
skoðunar og að sögn Viggós
Marteinssonar, sérfræðings
hjá fyrirtækinu, komu í ljós
hitakærar örverrn- í útfelling-
unum en lítið er um þær í
vatninu sjálfu og séu þær
ekki hættulegar neytendum.
Svo virðist sem í útfellingun-
um hafi myndast skilyrði sem
geri örveranum kleift að
mynda lítið vistkerfi í varma-
sldptinum. Varmaskiptai' hafi
mikið yfirborð sem örverurn-
ar hafi kosið sér að setjast á
og ná festu og mynda örvera-
þekjur sem hafi náð sér vel á
strik vegna efna í vatninu eða
annarra utanaðkomandi skil-
yrða.