Morgunblaðið - 20.04.2000, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 20.04.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 67 FRÉTTIR Keppnislið hinna ýmsu landa tóku sama höndum í lok keppninnar í Blackpool í fyrra þegar löndin áttust við í yngri hópnum. Islenskir keppnis- dansarar til Blackpool HÓPUR íslenskra keppnispara á aldrinum 15 ára og yngri fer laug- ardaginn 22. apríl til Blackpool. Keppnin sjálf hefst annan í páskum og lýkur laugardaginn 30. aprfl. Keppt verður samfleytt í 6 daga, ýmist í einum dansi, tveimur eða öllum dönsunum. Islendingar hafa tekið þátt í þess- ari keppni í mörg ár og oftar en ekki komið heim með gullverðlaun. í fyrra sigruðu þau Gunnar Hrafn Gunnarsson og Sigrún Ýr Magnús- dóttir, Gulltoppi, í jive. Blackpool- keppnin er ein af stærstu keppnum heims fyrir þennan aldurshóp og koma keppendur frá öllum heims- hornum. Lýst eftir mikilvægu vitni LÖGREGLAN á Selfossi lýsir eft- ir mikilvægu vitni að umferðarslysi á Suðurlandsvegi síðastliðið sumar. Um kl. 15.30 laugardaginn 14. ágúst sl. varð umferðarslys á Suð- urlandsvegi á móts við Ólfusborg- ir. Aðdragandi var með þeim hætti að röð bíla var ekið í austur þegar ökumaður sem fremstur var í röð- inni beygði til vinstri inn á veginn að Ölfusborgum. A sama tíma var bifhjóli með farþega ekið meðfram bílaröðinni og lenti á vinstri hlið bílsins sem beygt var.Vitni að þessu atviki voru meðal annars ökumenn bifreiða sem voru á eftir þeim sem beygði. Lögreglan þarf nauðsynlega að hafa tal af konu sem ók bifreiðinni sem var næst á eftir þeirri sem beygði inn á veginn að Ölfusborg- um og bifhjólið lenti á. Þessi kona er beðin að hafa samband við lög- regluna á Selfossi hið allra fyrsta. Minnt á bíl- belti og varað við hraðakstri UMFERÐARRÁÐ hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: „Framundan er eitt lengsta sam- fellda frí launafólks á árinu, ef sum- arfrí er undanskilið. Páskarnir eru óvenju seint þetta árið og því er ekki ólíklegt að margir leggi land undir fót. Þess vegna má búast við tals- verðri umferð víða um land. Mikilvægt er að fólk undirbúi ferðir sínar vel. Fylgjast þarf með veðurspá og leita upplýsinga um færð á þeirri leið sem fyrirhugað er að aka. Hafa þarf í huga að aksturs- skilyrði geta breyst snöggt og því er mikilvægt að notfæra sér þá mögu- leika sem tiltækir eru til að afla upp- lýsinga. Þjónustudeild Vegagerðarinnar verður opin alla páskadagana nema páskadag frá klukkan 8-12, en utan þess tíma verður bakvakt ef eitthvað ber útaf. Símanúmer þar er 1777 og gildir þá einu hvar á landinu fólk er statt. Upplýsingar eru tiltækar í textavarpi númer 470 og áfram. Einnig er hægt að fá upplýsingar á Netinu og er slóðin: www.vegag.is Auk þessa eru upplýsingar um færð og umferð í Útvarpi Umferðar- ráðs, sem sendir út á flestum út- varpsstöðvum á skírdag, laugardag fyrir páska og á annan páskadag. Þá eru stöðugt veittar upplýsingar um færð og veður í fréttatímum útvarps- og sjónvarpsstöðvanna. Því miður hefur borið töluvert á hraðakstri að undanförnu. Ökumenn eru beðnir um að velta fyrir sér hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér, en vitað er að hraðakstur kemur við sögu í flestum alvarleg- ustu umferðarslysunum. Þá er sér- stök ástæða til að vara við ótímabær- um framúrakstri. Þar sem heil og óbrotin lína er á vegi er framúr- akstur hættulegur. Yfirborðsmerk- ingar eru hins vegar víða ógreinileg- ar á þessum árstíma og reynir því enn meira á ökumenn að þeir meti aðstæður rétt. Einnig er rétt að minna á bílbelti og öryggisbúnað fyrir börn í bílum sem getur skipt verulegu máli eigi óhöpp sér stað. Þeir sem hyggja á ferðir þurfa einnig að hafa í huga að áfengi og akstur mega aldrei eiga samleið og rétt er að árétta að það á bæði við í byggð og í óbyggðum. Lögregla verður með markvisst umferðareftirlit um helgina og koma þar meðal annars við sögu lögreglu- menn frá ríkislögreglustjóranum sem munu starfa í nánu samstarfi við starfsbræður sína í einstökum um- dæmum. Umferðarráð óskar vegfarendum góðrar ferðar og ánægjulegrar heimkomu.“ Miðasala Listahátíðar hefst 25. aprfl MIÐASALA Listahátíðar í Reykja- vík hefst þriðjudaginn 25. apríl kl. 9. Miðasalan verður opin virka daga kl. 9-17, laugardaga kl. 10-14 og lokað á sunnudögum. 14. maí - 8. júní verður miðasalan opin alla daga kl. 8.30-19. Listahátíð í Reykjavík stendur 20. maí - 8. júní og fagnar í ár 30 ára afmæli sínu, en Listahátíð hefur verið haldin í Reykjavík annað hvert ár síðan 1970. Fjöldi heimsþekktra listamanna kemur hingað til lands og meðal þeirra eru söngkonan Cesara Evora, frá Grænhöfðaeyjum, finnski píanóleikarinn Olli Mustonen, ítalski látbragðsleikarinn Paolo Nani, tón- listarkonan Aziza frá Azerbaidsjan, Þjóðarbrúðuleikhús Tékklands sýn- ir Don Giovanni, Bubbi syngur Bellman og boðið verður upp á Stór-i söngvaraveislu þar sem Kristján Jó- hannsson, Kristinn Sigmundsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Rannveig Friða Bragadóttir syngja saman dúetta og aríur úr frönskum og ít- ölskum óperum. Auk þess verður í boði fjöldi annarra atriða og sýn- inga, m.a. Leiklistarhátíð barnanna og Tónleikaröð Tónskáldafélags ís- lands, segir í fréttatilkynningu. Opið hús Heima- hlynningar HEIMAHLYNNING verður með samverustund fyiir aðstandendur þriðjudaginn 25. apríl kl. 20-22 í húsi Krabbameinsfélags Islands, Skógar- hlíð 8. Halla Þorvaldsdóttir, sálfræðing- ur á Sjúkrahúsi Reyjavíkur, ræði um börn sem aðstandendur. Kaffi og meðlæti á boðstólum. Nýju farsölu- kerfí frestað til haustsins f.. AKVEÐIÐ hefur verið að fresta því til haustsins að taka upp nýtt far- miðalaust farsölukerfi hjá Flugfélagi Islands. Þróunarvinna við samtengingu nýja farsölukerfísins og annarra tölvukerfa Flugfélagsins hefur tekið lengri tíma en áætlað var í upphafi. Þar sem framundan er mesti annatíminn í innanlandsfluginu þyk- ir ekki rétt að taka nýja farsölukerfið í notkun í sumar og því hefur fram- kvæmdinni verið frestað til hausts-% ins. Innifalið: Flug, bílaleigubíII í A flokki í 1 viku. M.v. að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11 ára ferðist saman. Ef2fullorðnirferðast saman erverðið 26.740 kr* 6.000 afsláttur á mann 17. júní, 24. júní og 5. júlí. Innifalið: Flug, gisting í 15 nætur, flugvallarskattar og 10.000 kr. afsláttur fyrir Visa-korthafa. M. v. 2fullorðna í stúdíói á Sol Doiro. 10.000 kr. afsláttur á mann í brottför 24. apríl og 2. maí ■ •• kr. á mann Innifalið er flug, gisting á Sol Doiro í 2 vikur, flugvallaskattar og 10.000 kr. afsláttur fyrir Visa-korthafa. M. v. að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11 ára ferðist saman. Ef 2 fullorðnir ferðast saman er verðið 56.550 kr.* 10.000 kr. afsláttur á mann í brottför 27. júní. Innifalið: Flug, gisting í 2 vikur á Dolphin, flugvallarskattar og 10.000 kr. afsláttur fyrir Visa-korthafa. M.v. að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11 ára ferðist saman. Ef 2 fullorðnir ferðast saman er verðið 54.990 kr.* 10.000 kr. afsláttur á mann í brottför 10. júlí ------ Miðað er við að ferðin sé að fullu greidd með VISA. ísafjörður • S: 45B 5111 Sauðárkrókur • S: 453 6262/896 8477 Akureyri• S: 462 5000 Höfn-S: 478 1000 Egilsstaðir • S: 471 2000 Selfoss* S: 4821666 Vestmannaeyjar • S: 481 1450 Keflavík' S: 421 1353 Brindavík • S: 426 8060 Akranes• S: 431 4884 Blönduós-S: 452 4168 Borgarnes • S: 437 1040 Dalvik^S: 466 1405 Þanmörk Portúgal Þú getur bókað á nctinui Umboðsmcnn Plúsferða um allt land FERÐIR Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 535 2100 • Fax 535 2110 »l\letfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is m m I f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.