Morgunblaðið - 20.04.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.04.2000, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 43 JKngmiHftfeifr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJORI: RITSTJÓRAR: Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. A GRUNDVELLI KÆRLEIKANS ISLENSKA þjóðin minnist þess nú að þúsund ár eru lið- in frá því kristni var lögtekin af alþingi á Þingvöllum. Á þessum tímamótum er skoðað hvaða áhrif kristnin hefur haft á líf þjóðarinnar í aldanna rás. Karl Sigurbjörnsson, biskup Islands, ritar grein á heimasíðu Þjóðkirkjunnar sem nefnist Þjóðkirkjan í 1000 ár. Þar segir m.a.: „Árið 1000 er kristni lögleidd sem undirstaða löggjafar og siða. í stað blóta kom hin kristna tilbeiðsla sem í þökk þiggur náð Guðs í Jesú Kristi. Land og þjóð voru helguð í nafni Guðs, föður, sonar og heilags anda. Síðan hefur ísland verið kristið þjóðfélag, löggjöf og siður byggt á kristinni trú. Um þetta hefur æ síðan ríkt sátt og eining í þjóðfélaginu.“ Ákvörðun forfeðra okkar á Þingvöllum forðum, um eina trú og einn sið, reyndist gæfuspor. Nefna má hlut kirkju og klaustra í varðveislu menningararfsins. Ekki síst hefur það verið íslenskri þjóð til blessunar að byggja á kærleiks- boðskap kristninnar. Jesús Kristur sagði að hið æðsta boðorð væri að elska Guð og bætti við: „Annað er þessu líkt: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Hverri kynslóð er hollt að hugleiða hvort náungakærleik- ur fari þverrandi. Hvort við komum fram við náungann eins og við viljum að hann breyti gegn okkur sjálfum? Margir bera nú ugg í brjósti vegna óheillaþróunar sem ógnar sálarheill og velferð ungra og aldinna. Fíkniefnin eru ógnvaldur sem fjötrar þá sem þeim ánetjast svo þeir bíða við það tjón á líkama og sál. Oft óbætanlegt. Menn hafa vaxandi áhyggjur af mengun umhverfisins, en það er ekki síður ástæða til að óttast mengun hugarfarsins. Jafn- vel virðist unnið að því að lækka siðferðisþröskuld þjóðar- innar með ýmsum hætti. Þar ræður hvorki náungakær- leikur né mannvirðing ferðinni. Kristin trú og kenning hefur verið hornsteinn siðferðis okkar og mótað reglur um daglega umgengni við náungann. Hún kennir að sérhver maður beri þar ábyrgð og eigi að gæta bróður síns. Þjóðfélag nútímans er gjörólíkt þjóðveldinu. I stað eins- leitni ræður fjölhyggja alþjóðasamfélagsins. Þrátt fyrir það er vandfundið betra veganesti á leiðinni til nýrrar ald- ar en sá grundvöllur sem lagður var á Þingvöllum forðum. Morgunblaðið óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra páska. MUSTERI ÍSLENZKRAR TUNGU ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ fagnar fímmtíu ára afmæli í dag. Þjóð- leikhúsið er sú menningarstofnun sem hvað dýpstum rótum hefur skotið í þjóðarsálinni og hvað mestar vonir voru bundnar við þegar húsið var tekið í notkun. Erfítt er að gera sér í hugarlund í dag hversu miklum stórhug þjóðleikhús- byggingin lýsti og hversu mikil sjálfstæðisyfirlýsing var fólg- in í þeirri ákvörðun lítillar þjóðar að hefja byggingu þjóðleik- húss árið 1928, aðeins 10 árum eftir að þjóðin hlaut fullveldi en var þó áfram í konungssambandi við Danmörku. Leikhúsið var steypt upp og klárað að utan á tveimur árum en síðan lágu framkvæmdir niðri þar til eftir seinni styrjöld og var þá lokið á tæpum fímm árum. Vígsla Þjóðleikhússins færði þjóðinni heim sanninn um að henni væri ekkert ómögulegt í listrænu og menningarlegu til- liti. Fullkominn pólitísk eining ríkti um mikilvægi þess að Ijúka byggingunni og hefja starfsemina. Ráðning þjóðleik- hússtjóra var hitamál á þeim tíma og lengi síðar hefur staðið styrr um listræna stjórn Þjóðleikhússins. Er það í raun til marks um hversu sterkum tilfínningalegum böndum þjóðin er tengd Þjóðleikhúsinu, hversu vel hún fylgist með því og hversu nærri sér hún tekur þær dýfur sem leikhúsið hefur tekið á hálfrar aldar siglingu sinni. Með opnun Þjóðleikhúss- ins varð í fyrsta sinn til stétt atvinnumanna í leiklist og hefur það leitt af sér hið geysiöfluga leikhúslíf sem þjóðin nýtur í dag. I þessu forystuhlutverki hefur staða Þjóðleikhússins ver- ið óumdeild. Þar hafa á hverjum tíma verið hinir hæfustu listamenn þjóðarinnar í leiklistinni og þjóðinni ber sjálfsögð skylda til að umbuna þeim við hæfi. Svo kvað Tómas Guðmundsson í vígslukvæði til Þjóðleikhússins að kvöldi hins 20. apríl 1950. Svo mótarlistin vilja vorn ográð, og vel sé oss hvern dag, sem markið hækkar. Því hér skal engum æðsta sigri náð: Hvert afrek vort skal tákna nýja dáð. Ogþað er sóknin sjálf, sem manninn stækkar. * / / I ár eru liðin 125 ár frá því að fyrstu Islendingarnir lögðu af stað frá Islandi á vit óvissunnar í Vesturheimi. Afkom- endur þessa fólks reyna enn að halda í tengslin við gamla landið, en íslenskukunnátta þess hefur eðlilega minnkað. Egill Olafsson ræddi við Vestur-íslendinga í Kanada um fortíðina og hvernig þau reyna að rækta tengslin við Island, en nokkrir þeirra voru viðstaddir upphaf landafundaafmælis á dögunum. Erfítt að halda menningartengslum NORMA Guttormsson, formaður ís- lendingafélagsins í British Columbia í Kanada, er Vestur-íslendingur í báðar ættir og hefur einu sinni komið til íslands. Hún hefur undanfarið unnið við að kenna innflytjendum frá Rússlandi og Kína ensku, en starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur. Hún talar ekki íslensku en er áhugasöm um Island og Islendinga. Morgun- blaðið bað hana að segja frá for- feðrum sínum og hvernig hún liti á tengsl sín við land forfeðranna. „Langafi minn og langamma, Jón Guttormsson og Pálína Ketilsdóttir, fluttu frá Austfjörðum árið 1875 og settust að í Kanada. Mér skilst að ástæðuna fyrir brottför þeirra megi rekja til eldsumbrota á íslandi á þessum tíma sem ollu miklum erfið- leikum. Jón og Pálína voru í hópi fyrstu Islendinganna sem hingað komu. Þau komu með afa minn, Vig- fús, með sér, en hann fæddist í nóv- ember 1874 og var því kornabam þegar þau lögðu af stað. Þau settust að í Nýja Islandi. Afi minn ólst upp við fljót sem á þeim tíma var kallað Islandsá, en heitir í dag Riverton. Misstu þrjár dætur í nýja landinu Afi minn kvæntist konu sem hét Vilborg Árnason og þau eignuðust föður minn árið 1899. Vilborg, amma mín, var fædd í Kanada, en foreldrar hennar komu frá Islandi 1875. Faðir hennar hét Pétur Árnason. Þegar hann og Friðrika Björnsdóttir, kona hans, fóru frá Islandi komu þau með þrjár dætur með sér. Þær létust allar í bólusóttarfaraldri sem herjaði árið 1877. Það er rétt hægt að ímynda sér harm foreldranna sem komu hingað uppfull af vonum staðráðin í að hefja nýtt og betra líf, en verða svo fyrir því að missa öll börnin sín. Síðar eignuðust þau ömmu mína. Faðir minn, sem hét Pétur Gutt- ormsson, lærði ekki að tala ensku fyrr en hann var orðinn 6 ára gamall þegar hann hóf skólagöngu. Hann lifði í íslensku samfélagi þar sem allir töluðu íslensku. Sama var upp á ten- ingnum hvað varðar móður mína, sem hét Salin Reykdal. Móðuramma mín kom til Kanada með foreldrum sínum sem smábarn. Móðurafi minn kom hins hins vegar sem fullorðinn maður til Kanada árið 1895. Hann hét Kristján Kristjáns- son, en það voru svo margir sem báru sama nafn svo hann breytti nafni sínu í Reykdal. Kristján Reyk- dal var bóndi í samfélagi sem var kallað Baldur suðvestur af Winnipeg. Móðuramma mín fæddist á íslandi og kom til íslands með foreldrum sínum ásamt mjög stórri fjölskyldu. Hún hét Sigríður Pétursdóttir. Móðurforeldrar mínir fluttu til Winnipeg og töluðu alltaf íslensku sem fyrsta tungumál eins og faðir minn. Þar var öflugt samfélag Is- lendinga sem hélt vel saman, sótti eigin kirkju og hafði fyrst og fremst samskipti sín á milli. Flestallir gift- ust fólki af íslenskum uppruna. Foreldrarnir töluðu saman á íslensku Báðir foreldrar mínir voru fæddir 1899 og giftust 1924. Faðir minn lauk háskólaprófi í læknisfræði frá Há- skólanum í Manitóba og móðir mín vann við bókhald meðan hann var í námi. Eftir að hann útskrifaðist fluttum við frá íslendingasamfélag- inu í Winnipeg og þá losnaði nokkuð um böndin við Island. Morgunblaðið/Golli Norma Guttormsson er frænka Guttorms Guttormssonar, sem er eitt helsta skáld Vestur-Islendinga. Ég er fædd í litlum námabæ í Manitóba, en þegar ég var 7 ára fluttum við til Vancouver þar sem faðir minni vann sem læknir. Þar höfðum við svolítil samskipti við V- íslendinga, en ekki mikil. Ég heyrði íslensku talaða á heimili mínu og einnig stundum þegar ég fór með móður minni í kirkju. Foreldrar mín- ir töluðu hvort við annað á íslensku, en á ensku við okkur bömin. Þau töl- uðu íslensku eins og hún var töluð árið 1875, sem mér skilst að sé mjög sérstök. Það þyrfti nauðsynlega að hljóðrita þennan hreim því það eru mjög fáir á lífi í dag sem tala með þessum gamla íslenska hreim. Ég hef mikinn áhuga á að beita mér fyr- ir því að þessi sérstaka íslenska, sem er það mál sem íslendingarnir töluðu sem komu til Kanada fyrir 125 árum, verði hljóðrituð. Eftir því sem ég hef elst hef ég fundið aukna þörf hjá mér til að finna rætur mínar. Ég lít ekki svo á að ég hafi nokkurn tíma algerlega misst tengslin við fortíðina. Ég hef alla tíð vitað hver ég er. Þegar ég var að alast upp leit ég á mig sem kana- dískt barn með sama hætti og börn í nágrenni mínu. Flest börn sem voru með mér í skóla voru af breskum uppruna. Eitt sinn spurði kennari minn um uppruna okkar, einkum þeirra sem voru af evrópskum upp- runa. Ég fór til föður míns og spurði: ,Af hvaða þjóðerni er ég?“ Hann horfði hvasst á mig og sagði: „Segðu kennaranum þínum að þú sért Kanadamaður af íslenskum upp- runa.“ Þó að ég hafi alla tíð vitað um ís- lenskan uppruna minn hugsaði ég ekki mikið um það. Ég vissi um tungumálið. Ég þekkti íslenska fán- ann og gat sagt nokkur orð á ís- lensku. Við tókum alltaf þátt í hátíða- höldum á Islendingadeginum. Mamma söng gjarnan íslensk lög og ég þekkti þjóðsöng íslands. Að öðru leyti var ég alltaf alin upp sem kana- dískt barn. Frænka Guttorms Guttormssonar skálds Foreldrar mínir fóru til íslands ár- ið 1974 og voru viðstödd þjóðhátíðina í tilefni þúsund ára íslandsbyggðar. Vigfús, afi minn, sem var fæddur á íslandi, fór hins vegar aldrei aftur til Islands. Hann var aftur á móti Is- lendingur inn að beini. Hann talaði alltaf íslensku og talaði ensku með ís- lenskum hreim. Hann var skáld eins og bróðir hans, Guttormur Gutt- ormsson, sem er eitt þekktasta skáld Vestur-íslendinga. Afi minn var mjög gott skáld og ljóð hans voru gefin út. Hann var einstakt ljúfmenni og afskaplega fallegur maður sem ég hef alla tíð dáðst að. Ég held að hann hafi viljað heimsækja Island og veit raunar ekki af hverju hann fór aldrei. Guttormi, bróður hans, var hins vegar boðið til Islands. Hann var þekktur fyrir sitt stórkostlega ljóð, Zansibar. Ljóðið var þýtt yfir á ís- lensku, en hann sagði raunar sjálfur að þegar ljóð væri þýtt yfir á annað tungumál yrði til nýtt Ijóð. Hann upplifði ljóðið ekki sem sitt eigið þegar það var lesið á ensku. Fyrir mig er þýðingin hins vegar mikilvæg því að ég hefði aldrei getað notið kraftsins og fegurðarinnar í ljóðinu ef það hefði ekki verið þýtt yfir á ensku. Ég hef aftur á móti ekki lesið neitt eftir Vigfús, afa minn, vegna þess að skáldskapur hans hefur ekki verið þýddur yfir á ensku. Ég fór til Islands á sjöunda ára- tugnum og heimsótti meðal annars ættingja móður minnar. Frænka mín, Gróa Marta Stefánsdóttir, bjó þá í húsi við hliðina á safni Ásmund- ar Sveinssonar. Ég hitti listamann- inn og keypti mynd af verkum hans, sem ég er afar stolt af að eiga. Ég fór einnig til Akureyrar og Húsavíkur. Ég gat ekid talað íslensku en áður en ég fór til Islands kenndu foreldrar mínir mér að segja „Komdu sæll“. Pabbi sagði við mig að ef Islendingar færu að spyrja mig nánar á íslensku skyldi ég segja „Ég skil ekkert". Flestir sem ég hitti á Islandi töldu að ég væri bara svona feimin og að ég gæti talað íslensku en bara treysti mér ekki til þess, en það var ekki rétt. Barnabörnin af ólíkum uppruna Maðurinn minn var frá Skotlandi og börnin mín hafa alla tíð vitað að þau eru 50% íslendingar og 50% Skotar. Barnaböm mín eiga sér hins vegar ólíkan uppruna. Eitt barna- barna minna á foreldra af íslenskum, skoskum, frönskum, írskum og norskum uppruna. Það getur orðið erfitt fyrir það að halda tengslum við uppruna sinn. Þess vegna má kannski segja að ég eigi í dálítilli baráttu við hugmyndina um að ég sé Kanadamaður af íslenskum uppruna. Ég var alin upp sem Kanadamaður; hef alla tíð þekkt uppmna minn, en ég tala ekki íslensku og þess vegna eru bönd mín við ísland kannski ekki mjög sterk. Vegna þess að ég tala ekki tungumálið hef ég ekki haft tækifæri til að lesa Islendingasög- urnar eða önnur góð íslensk skáld- verk og hef ekki sterk menningarleg tengsl við ísland. Ég hef á tilfinning- unni að íslendingar ætlist til þess að við höfum þessi sterku tengsl, en það er útilokað að þau geti verið mjög sterk þegar við tölum ekki tungumál- ið. Kanada er samfélag ólíkra þjóðar- brota og ennþá er mikill fólks- straumur til Kanada. Þess vegna vilja mjög margir leitast við að halda tengslunum við rætur sínar í stað þess að líta alfarið á sig sem Kanada- menn. Ég hef hugsað talsvert um þetta og mín niðurstaða er að það sé mikilvægt að þekkja sjálfan sig og vita hvaðan fjölskylda manns er. En ég legg mesta áherslu á að hvert sem ég fer geti ég minnt á ísland með nærveru minni. Með öðrum orðum, þegar ég er viðstödd samkomu þar sem fólk af ólíkum uppruna hittist þá kem ég með íslenskan uppruna minn inn á þann mannfagnað, en ég vil ekki láta sem ég sé Islendingur. Ég segi þetta á dálítið gagnrýninn hátt vegna þess að ég hitti oft fólk sem þykist vera Islendingar. Einu sinni afsakaði ég mig fyrir að tala ekki ís- lensku vegna þess að mér fannst fólk ætlast til að ég gæti talað hana, en ég er hætt að afsaka mig. Ég er stolt af uppruna mínum, en ég vil ekki þykj- ast vera meiri f slendingur en ég get verið. Þetta er sá boðskapur sem ég mun leggja áherslu á sem formaður íslendingafélagsins í British Colum- bia,“ sagði Norma Guttormsson að lokum. Janis G. Johnson öldungardeildarþingmaður frá Manitóba. Morgunblaðið/Golli Vestur-íslendingar sitja á kanadíska þinginu MARGIR Vestur-Islendingar hafa í gegn um tíðina tekið virkan þátt í stjórnmálum í Kanada og verið vald- ir til að gegna forystustörfum. Með- al V-Islendinga sem á síðustu árum hafa verið kosnir á þing eru John Harvard, sem situr á kanadi'ska þjóðþinginu fyrir Manitóba og Janis Johnson, sem er öldungadeildar- þingmaður fyrir Manitóba. Johnson er í Ihaldsflokknum, en Harvard er þingmaður Frjálslyndaflokksins, flokks Jean Chrétiens forsætis- ráðherra. Janis er dóttir Georgs Johnson sem lengi var fylkisstjóri í Manitóba. Hún lauk prófi í stjórnmálafræði frá Háskólanum í Manitóba árið 1968. Árið 1990 skipaði Mulroney, þáver- andi forsætisráðherra Kanada, Janis öldungadeildarþingmann. Hún á m.a. sæti í sjávarútvegsnefnd þings- ins. Janis Johnson kom á sínum yngri árum til Isiands og dvaldi hér um nokkurra mánaða skeið. Hún vann t.d. um hríð í Landsbankanum. Hún þekkir því vel til Islands og segist eiga marga vini á íslandi. Einn þeirra er Davíð Oddsson for- sætisráðherra. Janis sagði í samtali við Morgun- blaðið að samband íslands við Kan- ada hefði alla tíð verið gott, en nú væri tækifæri til að efla það enn frekar. Hátíðarhöld vegna landa- fundaafmælisins gæfi mönnum til- efni til að treysta bönd þjóðanna, ekki síst í gegn um þau fjölbreyttu menningarlegu samskipti sem væru framundan. Viðskipti landanna hefðu einnig verið að aukast mikið á seinni árum og þar væru án nokkurs vafa tækifæri til að gera enn betur. Janis sagðist sjálf hafa sérstakan áhuga á að efla samstarf þjóðanna á sviði sjávarútvegsmála. Kandískur sjávarútvegur ætti við margvíslega erfiðleika að stríða og Kanadamenn gætu örugglega lært ýmislegt af ís- lendingum. Hún sagðist ennfremur vera sannfærð um að við ættum margvíslega ónýtta möguleika á sviði ferðaþjónustu. Hún sagðist hvetja alla þá sem hún hitti og væru að velta fyrir sér fcrðalögum til út- landa að fara til íslands. Hlakka mikið til að koma til Islands Ljósmynd/Jón E Gústafsson Marno Olafson situr í stjórn Lögbergs-Heimskringlu. MARNO Olafson er af fjórðu kynslóð Vestur-íslendinga í Kanada. Hann hefur á síðustu árum tekið virkan þátt í félagsstarfi íslendingasamfé- lagsins í Winnipeg og situr m.a. í stjórn vikublaðsins Lögbergs-Heims- kringlu. Marno, sem er þrítugur og starfar við fjármálaráðgjöf, stefnir að því að heimsækja Island í sumar og segist hlakka mikið til. „Forfeður mínir í báðar ættir fóru frá Islandi í kringum árið 1876 þegar mjög stórir hópar íslendinga settust að í Kanada. Þeir settust að á stað sem kallaður er Riverton, sem er um 80 mílur norður af Winnipeg. River- ton átti að verða meginmiðstöð ís- lendingasamfélagsins í Kanada, en þróunin varð hins vegar sú að flestir Islendingar kusu að setjast að í Gimli og þar varð til stærsta einstaka sam- félag Islendinga í Kanada. Föðurfjölskylda mín kom frá Akur- eyri, en móðurfjölskylda mín kom frá Þingeyjarsýslu. íslendingar í Kanada hafa alltaf haldið fast saman og gift- ust mikið innbyrðis. Ég er t.d. 100% íslendingur þar sem allir mínir for- feður komu frá Islandi. Þetta er að verða sjaldgæft eins og kannski eðli- legt má teljast. Kanadamenn eiga sér fjölbreyttan uppruna og eins og nærri má geta hefur fólk blandast mikið innbyrðis. Annars hefur ís- lenska samfélagið í Kanada haldið mjög fast saman í gegn um árin. Böndin hafa verið sterk.“ Er ekkert erfitt að viðhalda þess- um sterku böndum sem þú talar um? Það eru jú 125 ár frá því að landnám íslendinga í Kanada hófst. „Við þurfum auðvitað stöðugt að vinna að því að treysta þessi bönd. Það sem hefur verið reynt að gera á síðustu árum er að höfða til fólks á mínum aldri og fá það til þátttöku í starfi samfélags íslendinga í Kanada. Starfið hefur mikið hvílt á herðum fólks sem er af kynslóð foreldra minna, en það er mikilvægt að fá yngra fólk til að taka þátt í því, aðeins þannig náum við að viðhalda því sem við höfum. Það er mikilvægt að yngra fólkið missi ekki tengsl við fortíðina." Þú segist vera stoltur yfir því að vera 100% af íslenskum ættum. Ert þú þá kannski undir þrýstingi að finna þér konu af íslenskum ættum svo að afkomendur þínir verði ís- lenskir? „Nei, það held ég ekki. Það yrði auðvitað ánægjulegt ef ég fyndi slíka konu, en ég finn ekki fyrir slíkum þrýstingi, a.m.k. hefur enginn haft orð á því við mig.“ Lögberg-Heimskringla mun lifa Marno hefur síðastliðin fimm ár setið í stjórn Lögbergs-Heims- kringlu, sem er blað Vestur-íslend- inga, en það hefur verið gefið út í yfir 100 ár. ,Að undanförnu hef ég tekið auk- inn þátt í útgáfu blaðsins og er nú ábyrgur fyrir útbreiðslu og auglýs- ingum. Við höfum komið okkur upp heimasiðu og reynt að taka upp nýjar aðferðir við markaðssetningu. Blaðið kemur út vikulega og við erum stöð- ugt að reyna að bæta blaðið þannig að það falli lesendum okkar betur í geð. Við höfum reynt að höfða meira til fólks sem er af blönduðum uppruna, þ.e. hálfir íslendingar eða að fjórð- ungi Islendingar. Við höfum einnig fundið fyrir áhuga á blaðinu hjá fólki sem er ekki af íslenskum uppruna. Ástæðan er sú að í Winnipeg er stærsta samfélag íslendinga utan Is- lands. Fólk af íslenskum uppruna er mjög áberandi í Winnipeg. Það er í forystu í viðskiptum, stjómmálum, er framarlega í íþróttum o.s.frv. Þetta vekur áhuga fólks sem vill gjarnan kynnast þessu samfélagi." Lögberg-Heimskringla er í dag gefið út í um fimm þúsund eintökum. Ertu sannfærður um að blaðið muni lifa af samkeppni um athygli fólks í framtíðinni? „Já, ég er sannfærður um að það mun lifa í einni eða annarri mynd. Það kann að vera að við förum meira inn á Netið eða breytum um áherslur, en blaðið mun lifa áfram. Að mínu mati verður blaðið að lifa áfram.“ Tala foreldrar þínir íslensku? „Pabbi, sem er fæddur árið 1936, talar ágæta íslensku. íslenska var töl- uð á heimili hans í barnæsku og hann lærði ekki að tala ensku fyrr en hann varð átta ára. Fjölskylda móður minnar talaði íslensku, en innan hennar var það viðhorf nokkuð sterkt að sá sem býr í Kanada og talar er- lent tungumál sé innflytjandi. Þar var því ekki lögð sérstök rækt við að kenna börnum íslensku. Móðir mín hefur þess vegna alla tíð talað ensku. Áhugi hennar á að læra íslensku hef- ur hins vegar vaknað því að hún er farin að sækja námskeið í íslensku.“ Hvað um sjálfan þig, hefur þú reynt að læra íslensku? „Ég lærði íslensku í háskóla í eitt ár. Ég þekki til málfræðinnar og get lesið léttan texta, en ég treysti mér ekki til að tala málið. Ég hef hins veg- ar áhuga á tungumálinu." Ætlar að heimsækja Island í sumar Hafa foreldrar þínir komið til Is- lands? „Já, þeir komu til Islands í tengsl- um við upphaf flugs Flugleiða til Halifax. Ég vona að mér gefist tæki- færi til að heimsækja ísland í sumar í fyrsta skipti. Ég þekki margt fólk á íslandi og hef orðið mjög mikinn áhuga á að heimsækja landið. Það er eitthvað sem dregur mig til íslands; landsins sem faðir minn kallar raunar föðurland sitt. Ég veit ekki hvað það er, en ég hlakka mikið til.“ Reynir þú að fylgjast með því sem er að gerast á íslandi? „Já, ég reyni að gera það. Ég reyni að fylgjast með fréttum um stjórnmál og fleira. Á hverju ári kemur talsvert af Islendingum til Kanada sem við hittum og þá spjöllum við um ísland og fáum fréttir frá íslandi. Faðir minn hefur lengi tekið þátt í starfi Is- lendingafélagsins og í gegn um störf hans höfum við hitt marga íslend- inga. Seta mín í stjórn Lögbergs- Heimskringlu knýr einnig á um að ég sé í sambandi við ísland.“ Heldur þú að tækniframfaiir, eins og Netið, og aukin ferðalög auðveldi Vestur-íslendingum kannski að halda sambandi við ísland? „Já, það er ótrúlegt hvaða mögu- leika Netið færir okkur á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum. Ferðalög hafa aukist og nú þykir næstum jafn sjálfsagt að fara í flugvél eins og að taka strætisvagn. í þessu sambandi er afar mikilvægt að Flugleiðir skuli hafa hafið flug til Minneapolis og Halifax. Mér finnst umræða um ísland vera mikil, ekki síst í fjölmiðlum. íslend- ingum virðist hafa tekist að búa til já- kvæða mynd af landinu sem vekur áhuga fólks. Þetta horfir þannig við mér að fólk sé dálítið að uppgötva ís- land.“ Mikilvægt að opna sendiráð Islensk stjórnvöld hafa leitast við að auka samskiptin við Kanada. Svav- ar Gestsson var á síðasta ári skipaður ræðismaður í Winnipeg og nú er áformað að opna íslenskt sendiráð í Ottawa. Er þetta jákvætt að þínu mati? „Tvímælalaust. Svavar Gestsson hefur unnið mjög gott starf í Kanada. Hann er mjög metnaðarfullur og hef- ur verið afar duglegur að hafa sam- band við V-íslendinga. Við höfum óskað eftir að íslensk stjórnvöld sinntu þessum störfum og raunar hefur lengi verið mikil þörf fyrir þetta. V-Islendingar hafa reynt að halda uppi samskiptum við ísland á sviði menningarmála, viðskipta o.s.frv. án þess að hafa þennan form- lega vettvang fyrir samskiptin sem nú er kominn. Þetta er því afar mikil- vægt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.