Morgunblaðið - 20.04.2000, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ
56 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000
y 11 ...
UMRÆÐAN
Fiskeldi útilokar
ekki laxveiðar
UNDANFARIÐ
hafa spunnist nokkrar
umræður vegna um-
sókna þriggja fiskeldis-
fyrirtækja til landbún-
aðarráðherra um leyfi
til þess að stunda kvía-
eldi. Það er eðlilegt að
stangveiðimenn hafi
vissar áhyggjur af
auknu fiskeldi. Hins
yegar er engin ástæða
til annars en að ætla að
fiskeldi og stangveiðar
geti þrifist hlið við hlið,
sé rétt að málum stað-
ið.
Segja má að íslenskt
fiskeldi standi nú á tímamótum.
Byrjunarerfiðleikamir hafa verið yf-
irstignir, það ríkir bjartsýni innan
greinarinnar og fjárfestar eru famir
að sýna fiskeldi áhuga. Ymsir mögu-
leikar eru á frekari þróun íslensks
fiskeldis og mikilvægt er að grein-
inni sé gefið svigrúm til þess að þróa
sig áfram á eigin forsendum. Við höf-
um alla möguleika á því að reisa hér
stóran atvinnuveg.
Fiskeldi er í örri þróun og fáar
%reinar matvælaiðnaðar munu vaxa
jafn hratt og fiskeldi á þessari öld.
Fiskeldi býður upp á gríðarlega
möguleika, sem enn eru aðeins að
litlu leyti kannaðir. Tekjur Norð-
manna af fiskeldi á seinasta ári vom
meiri en tekjur Islendinga af þorsk-
veiðum. Eldisafurðir munu brátt
keppa við fiskafurðir Islendinga á
erlendum mörkuðum og allar líkur
eru til þess að fiskeldi haldi áfram að
vaxa með tilkomu nýrra fiskeldisteg-
unda.
■ * Þrátt fyrir að aðstæður til fiskeld-
is á Islandi séu að ýmsu leyti mjög
góðar, hefur fiskeldisframleiðsla
aukist hægar hér en í nágrannalönd-
unum. Astæður þess eru m.a., að
nauðsynlegt hefur verið að aðlaga
fiskeldi að séríslenskum aðstæðum.
Þróunarvinna íslenskra fiskeldisfyr-
irtækja og rannsóknastofnana á
undanfömum árum hefúr skilað góð-
um árangri og segja má, að nú fyrst
geti fiskeldi hafist á Islandi af al-
vöru. Fiskeldi tengist náið hefð-
bundnum atvinnugreinum íslend-
inga og því höfum við
alla möguleika til þess
að sækja fram á þessu
sviði. Við erum stór-
framleiðendur á fiski-
mjöli og lýsi, sem eru
meginuppistaða fiski-
fóðurs. Hér er einnig
fyrir hendi markaðs-
þekking, vinnslu-
stöðvar og þekking á
vinnslutækni sjávaraf-
urða, sem auðvelt er að
yfirfæra á fiskeldið. Því
liggur beint við að nýta
náttúrulegar aðstæður
ásamt innlendri þekk-
ingu og reynslu til
sóknar á þessu sviði.
Líkt og önnur matvælaframleiðsla
hefur fiskeldi óhjákvæmilega áhrif á
umhverfið. Þessi áhrif eru margvís-
leg, en undanfarið hefur mest verið
rætt um þá hættu sem villtum stofn-
um gæti stafað af fiskeldi. Talið er að
villtum fiskum geti stafað ákveðin
hætta af sjúkdómum og sníkjudýr-
um frá eldislaxi. Hins vegar má, með
virku eftirliti, koma í veg fyrir að
sjúkdómar breiðist út. Einnig má
koma í veg fyrir eða draga verulega
úr smithættu, með því að koma fisk-
eldiskvíum fyrir fjarri veiðiám.
Nefnt hefur verið að villtum stofn-
um gæti stafað hætta af því að bland-
ast kynbættum eldislaxi. Niður-
stöður rannsókna á íslenskum
laxastofnum benda til þess, að í
hverri á sé sérstakur stofn sem
blandast lítið við aðra laxastofna.
Þessir stofnar virðast að einhverju
leyti vera aðlagaðir að umhverfi á
hveijum stað og kemur það meðal
annars fram í mismunandi tíðni
smálaxa í ám. Hversu víðtækar þess-
ar aðlaganir að umhverfisaðstæðum
eru eða hversu mikilvægar þær eru
fyrir afkomu fisksins er hins vegar
ekki vitað.
Það er alveg ljóst, að í kvíaeldi
mun einhver hluti fiskanna sleppa.
Reynsla Norðmanna bendir til þess
að eldisfiskur muni villast upp í ár og
jafnframt blandast villtum stofnum.
Það er ekki hægt að segja fyrir um
það með vissu hvaða afleiðingar það
hefði á afkomu villtra stofna ef þeir
Helgi Thorarensen
Að draga úr glym
HÚN heitir dymbil-
vika, einnig kyrravika
og hljóðavika, vikan
fyrir páska. Nafnið
dregur hún af því að þá
voru kólfar í kirkjukl-
ukkum klæddir með
efnum sem drógu úr
glym þeirra. Eða þá að
skipt var um þá. Settir
trékólfar í stað jáms.
Tilefnið var að ganga
hljóðlega um minningu
um þjáningar Jesú frá
Nasaret, göngu hans til
krossins á Golgata.
Unnendur ritninganna
^stíga hljóðlega til jarð-
'ar á þessum dögum. Einlæglega
trúaðir menn. Hljóðlega.
Ekki er auðvelt að skilgreina „ein-
læga trú“. Vafalítið hefur hver og
einn, sem telur sig á einhvem hátt
trúaðan, komið sér upp eigin skil-
greiningu á því hvað sé að vera trúað-
ur og síðan stutt hana með almennri
reglu þess trúfélags sem hann heyrir
til. Aðrir treysta fremur á Orðið.
Þannig var þetta einnig á dögum
Krists. Á pálmasunnudag var Jer-
úsalemborg í uppnámi. Hin almenna
kirkja þess tíma var þar saman kom-
Méb. Vegna trúar sinnar. Þjóðin safn-
•aðist saman úr norðri og suðri til að
halda helga hátíð. Páska. Til að minn-
ast forfeðranna sem merktu hús sín
með lambsblóði. Og framhjágöngu
plágnanna. Og hinnar stórkostlegu
brottfarar úr áralangri, vægðarlausri
ánauð. Hvar Guð fór fyrir þeim.
Mannfjöldinn sem kominn var til
'y rúsalem til að halda páska, á dög-
um Jesú, fagnaði feiki-
lega. Og þegar Jesús
kom ríðandi á ösnufola
inn í borgina, dansaði
fólkið og veifaði pál-
magreinum og söng af
öllum lífs og sálarkröft-
um: „Blessaður sé sá
sem kemur, í nafni
Drottins." Og þetta var
á sunnudegi. Fyrsta
virkum vikudegi þess
tíma. Heitir í dag pál-
masunnudagur. Og enn
streymdi fólk til borg-
innar helgu og trúarg-
leði þess jókst með
hverjum degi.
En hjartsláttur Jesú frá Nasaret
þyngdist. Hann vissi hvaða ógn og
skelfing beið hans á næstu dögum.
Vissi, allar götur frá því að hann
dvaldi í eyðimörkinni, þrem árum áð-
ur, og glímdi þar einn við ljómandi
gylliboð tilverunnar, að vegur hinna
æðstu verðmæta lá á meðal kram-
inna manna. Fólks sem byrðar höfðu
sligað. Byrðar sektar og sjálfsásök-
unar, synda og sjúkdóma. I glímunni
í eyðimörkinni, baráttu vitundar við
vitund, sjálfs við sjálf, hafði hann
skilið að með afli elskunnar var hægt
að græða brotinn vilja og rétta bogið
bak. Og minntur á alla ánauð mann-
kyns, þjáningar og harmakvein, valdi
hann að gefa líf sitt. Öðrum mönnum.
Á krossi. Deila út sálu sinni til hinna
hungruðu og þyrstu. Eins og lamb
sem leitt er til slátrunar.
Hin almenna kirkja fagnaði pásk-
um. Gleði hennar var formföst. Siðir
og venjur sátu við völd. Mannfjöldinn
Óli Ágústsson
Fiskeldi
Fiskeldi er í örri þróun,
segir Helgi Thorar-
ensen, og fáar greinar
matvælaiðnaðar munu
vaxa jafn hratt og físk-
eldi á þessari öld.
blönduðust eldislaxi. Vegna þessarar
óvissu er ekki verjandi að mæla með
óheftri uppbyggingu laxeldis í kvíum
á Islandi að svo komnu máli. Hins
vegar er mikilvægt að fiskeldismenn
fái tækifæri til þess að þreifa fyrir
sér með kvíaeldi.
Áður en hægt er að leyfa kvíaeldi
er nauðsynlegt að afla ýmissa frekari
upplýsinga. Kanna þarf hversu stór
hluti fiskanna sleppur, hvað verður
um þá, hversu stór hluti þeirra geng-
ur í ár og á hve stóru svæði. Komi
t.d. í ljós, að þessi fiskur komi fram
aðallega í námunda við eldisstöðv-
arnar sem þeir sluppu úr er ekkert
því til fyrirstöðu að stunda kvíaeldi í
hæfilegri fjarlægð frá laxveiðiám.
Enn fremur er rétt að athuga hvort
mögulegt sé að ná þeim fiskum sem
sleppa aftur með einhverjum ráðum.
Einnig er nauðsynlegt að kanna
frekar hagkvæmni eldisins og
hversu vel fiskamir vaxa við þessar
aðstæður. Það er mikilvægt að vel sé
vandað til þessara tilrauna og hægt
sé að grípa til nauðsynlegra ráðstaf-
ana, stafi villtum stofnum hætta af
eldinu.
Án upplýsinga sem fengjust með
slíku tilraunaeldi er ekki hægt að
taka afstöðu til þess hvort eða hvern-
ig skuli staðið að kvíaeldi. Þó vissu-
lega sé að einhverju leyti hægt að
byggja á reynslu annarra þjóða,
verður ekki hjá því komist að gera
þessar tilraunir á íslandi. Ljóst er að
miklir hagsmunir eru í húfi. Árlega
koma inn umtalsverðar tekjur af
stangveiði, en það er líka ljóst að
tekjur af fiskeldi gætu orðið marg-
falt meiri. Að sjálfsögðu ber okkur
einnig skylda til þess að vemda fjöl-
breytileika íslenskrar náttúm. Því er
mikilvægt að ákvörðunin um það
hvort leyfa eigi kvíaeldi við ísland sé
byggð á traustum forsendum.
Höfundur er deildarstjóri fiskeldis■
brautar Hólaskóla.
Páskar
Hún heitir dymbilvika,
einnig kyrravika og
hljóðavika, segir Óli
Ágústsson, vikan fyrir
páska.
fylgdist með Jesú. Skiptist í flokka.
Álmenna kirlqan, með lærða menn í
farabroddi, og fylgjendur hennar,
annars vegar. Jesús frá Nasaret og
fylgjendur hans, hins vegar. Hópur
sem samanstóð af trúuðum fiski-
mönnum og allskonar minnimáttar-
fólki sem hann hafði reist upp, lækn-
að, frelsað, hughreyst og stappað
stálinu í. Og konum af ýmsum toga.
Fólki úr skuggunum. Fólki sem hélt
sig til hliðar, fjarri félagslegri hlýju.
Jesús hafði breytt lífi þess með elsku
sinni og andlegu afli.
Síðustu dögunum eyddi hann með
lærisveinum sínum. Kæram vinum.
Flestum. Kvöldmáltíð stóð yfir. Jes-
ús kraup og þvoði fætur þeirra. Hann
sagði: „Ekki er sendiboði meiri en sá
sem sendi hann. Breytið eftir því. Og
umfram allt, leggið yður fram um að
elska. Aðra menn eins og sjálfa yð-
ur.“ Eftir þetta fór hann með vinun-
um yfir lækinn og inn í grasgarðinn í
hlíðinni hinum megin við dalinn. Og
nú setti að honum ógn og angist. „Sál
mín er hrygg,“ sagði hann, „allt til
dauða.“ Og lokaglíman hófst. Enn og
aftur glíma. Barátta sjálfs við sjálf,
vitundar við vitund: „Elsku faðir
minn í himninum, tak frá mér þennan
beiska bikar. Faðir minn, faðir minn,
faðir minn. Verði samt þinn vilji.“
Hermennimir komu nú og tóku
Valdablokkir
gegn viðskipta-
ráðherra
Valdasamþjöppun í
atvinnulífinu með ítök-
um fárra aðila og sam-
rana stórra fyrirtækja-
samsteypna á
markaðnum hefur leitt
til fákeppni og einok-
unar víða í atvinnulíf-
inu. Nú á lokaspretti
þingsins á þessu vori
reynir virkilega á við-
skiptaráðherra að ná
fram breytingum á
samkeppnis-
löggjöfinni, sem er eitt
mikilvægasta málið
sem liggur fyrir Al-
þingi. Augljós merki
era um það í þingstörf-
unum nú að reyna á að stöðva fram-
gang málsins.
Verðlag og fákeppni
Hagsmuna- og stjórnunartengsl
milli samkeppnisaðila verða æ al-
gengari í atvinnulífinu og þar hafa
myndast markaðsráðandi fyrir-
tækjablokkir sem tengjast eigna- og
stjórnunarlega. Þama era á ferðinni
sérhagsmunir og samtrygging, sem
ganga gegn almannahagsmunum,
því slíkt leiðir til hærra verðs á vöra
og þjónustu fyrir neytendur. Sam-
rani stórra verslanasamsteypna á
matvörumarkað, enda hafa verð-
hækkanir í á síðustu mánuðum
keyrt upp vöruverð og verðbólgu.
Allt bendir til að fákeppni sé orsök-
in, en nýlegar upplýsingar staðfesta
að á íslandi er næsthæsta verðlagið í
öllum OECD-löndunum. Óheft
frjálshyggja og söfnun valds og fjár-
magns á fárra manna hendur eykur
ekki einasta misrétti í kjöram fólks
og ýtir undir stéttaskiptingu, heldur
stuðlar hún að fákeppni og einokun
sem leiðir af sér hærra verð á vöru
og þjónustu við almenning.
Veik samkeppnislöggjöf
Til að stuðla að heilbrigðri sam-
keppni og hindra einokun og fá-
keppni þarf þegar í stað að breyta
hann höndum. Alvopnaðir. Stoltir
fulltrúar valdsins. Og þeir bundu
hann og færðu fyrir höfðingja
kirkjunnar. Og haninn gól á Pétur.
Pílatus þvoði hendur sínar. Mann-
fjöldinn tók að æpa. Nú nýjan kór:
„Krossfestið, krossfestið hann. Komi
blóð hans yfir börnin okkar.“ Sami
mannfjöldi. Reif hár sitt og stappaði
með fótunum í jörðina. Og hróp
þeirra tóku yfir. „Rrossfestið hann.“
Hermennirnir höfðu hann að háði.
Sumir hræktu. Mannfjöldinn skók
höfuð sín og gerði gys. Æðstu prest-
ar, fræðimenn og öldungar einnig.
Og þeir krossfestu hann.
Móðir Jesú stóð álengdar, María.
Einnig kona Klópa, María. Og hún
frá Magdölum, María. í nístandi
harmi. Hljóðlátar. Kyrrar. Grátandi.
Yfirkomnar. Jesús hneigði höfuðið og
gaf upp andann. Það var föstudagur
og myrkur um miðjan dag. Mann-
fjöldinn var farinn niður í miðbæ.
Trúarhátíðin hélt áfram. Glaumur-
inn. Fólkið dansaði og fagnaði af afli.
Og fómaði fuglum í musterinu og
minntist Guðs sem heyrði ánauðar-
kvein í fomöld. Þar var glatt á hjalla.
En vinir Jesú tóku líkama Rrists.
Sorgmæddir. Hljóðir. Þeir sveipuðu
líkama hans með línblæjum og ilmj-
urtum. Og lögðu í gröf.
Hún heitir dymbilvika, einnig
kyrravika og hljóðavika, vikan fyrir
páska. Og það er hún í hugum
margra sem unna Orði Guðs. Þeir
stíga hljóðlegar til jarðar á þessum
dögum. Minnast þjáninga frelsarans
frá Nasaret. Hljóðlátir. Þakklátir.
Fyrir lífið sem þeir þáðu af honum.
Þjáning eykur við menn. Kyrrð
dýpkar þá. Aðrir draga hvergi úr
giy™-_________________________________
Höfundur erráðsmaður Gistiskýlis-
ins í Þingholtsstræti 25.
samkeppnislögum.
Gera þarf Samkeppnis-
stofnun fært að taka
með markvissari og
beittari hætti á málum
sem varða samrana
fyrirtækja og bann við
samkeppnishamlandi
samstarfi fyrirtækja
og við misnotkun á
markaðsráðandi stöðu.
Reyndar er það svo að
Islendingar búa við
miklu veikari sam-
keppnislöggjöf, en þau
lönd sem við helst vilj-
um bera okkur saman
við.
Samkeppni t.d. á
flutningsmarkaði bæði í lofti, sjó- og
landflutningum er farin að ógna al-
varlega eðlilegri samkeppni og fyr-
Samkeppni
Til að stuðla að heil-
brigðri samkeppni og
hindra einokun og fá-
keppni þarf, að mati Jó-
hönnu Signrðardóttur,
að breyta samkeppnis-
lögum þegar í stað.
irtæki á flutningsmarkaðnum tengj-
ast líka með beinni eignaraðild
trygginga- og olíufélögum sem þau
eiga mikil viðskipti við. Sömu til-
hneigingar gætir líka í bankakerf-
inu, þar sem t.d. Landsbankinn er
stór eignaraðili í vátryggingastarf-
semi, en það virðist svo að olíufélög-
in séu að teygja anga sína og umsvif
æ meira inní óskylda starfsemi og
liggja undir ámæli fyrir verðsamráð.
Þannig era það ekki síst olíufélögin,
trygginga- og flutningafyrirtæki, út-
flutningsfyrirtæki, sjávarafurða- og
ferðaþjónustufyrirtæki sem tengj-
ast með gagnkvæmu eignarhaldi.
Stjórnartengsl eru áberandi þar
sem sömu aðilar sitja í stjórnum
þessara fyrirtækja sem oft era í
samkeppni.
Fákeppni í fjölmiðlastarfsemi
Fákeppni og samþjöppun valds er
líka að verða meira áberandi í fjölm-
iðlastarfsemi sem er vissulega mjög
varhugavert fyrir lýðræðið og eðli-
lega skoðanamyndun í landinu. Er
reyndar orðin full ástæða til þess að
fákeppni og valdasamþjöppun á
fjölmiðlamarkaðnum sé gefinn meiri
gaumur og metin áhrifin af þeirri
þróun. Eðlilegt væri að fela Sam-
keppnisstofnun að skoða þá þróun
sem þar hefur orðið á undangengn-
um áram.
Prófraun viðskiptaráðherra
Mikilvægasta verkefnið nú er þó
að veita viðskiptaráðherra alla þá
aðstoð sem þarf til að ný samkeppn-
islöggjöf verði að veraleika á vor-
þingi. Það verður ekki síst hlutverk
þingmanna Samfylkingarinnar, sem
fluttu í upphafi þings framvarp,
svipaðs efnis og ráðherra lagði fram
fyrir skemmstu. Styrkur Valgerðar
og prófraun sem viðskiptaráðherra
mun ekki síst ráðast af lyktum þessa
máls. Hvor hefur betur, viðskiptar-
áðherra eða öflugustu valdablokkir
atvinnu- og fjármálalífsins, sem
maka krókinn ekki síst í skjóli einok-
unar og fákeppni? Því verður svarað
á næstu vikum. Miklir almanna-
hagsmunir velta á því að ná fram
þessari löggjöf. Allt bendir til að
valdaöflin í þjóðfélaginu ætli gegn
viðskiptaráðherra í þessu máli. Við
því þarf að bregðast af fullri hörku.
Höfundur er alþingismaður.