Morgunblaðið - 20.04.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.04.2000, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Ytra-Seljalandi, Vestu r- Eyjafj öl I u m, sem andaðist á líknardeild Landspítalans mið- vikudaginn 12. apn'l, verður jarðsungin frá Stóradalskirkju laugardaginn 22. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Hálfdan Auðunsson, Kristján Hálfdanarson, Sigurveig Jóna Þorbergsdóttir, Auðunn Hlynur Hálfdanarson, Berta Sveinbjamardóttir, Guðlaug Helga Hálfdanardóttir, Ásbjörn Þorvarðarson, Hálfdan Ómar Hálfdanarson, Þuríður Þorbjarnardóttir, Markús Hrafnkell Hálfdanarson, Inga Lára Pétursdóttir, Arnlaug Björg Hálfdanardóttir, Heimir Freyr Hálfdanarson, Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir, Sigríður Hmnd Hálfdanardóttir, Hafþór Jakobsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, systir og mágkona, SIGURLAUG BJÖRG PÉTURSDÓTTIR, Obdams Allé 7, Kaupmannahöfn, lést á Amager hospitalet þriðjudaginn 18. apríl síðastliðinn. Gert Thomsen, Nína Björg Thomsen, Thomas Dan Thomsen, Júlía Björg Thomsen, Guðrún Pétursdóttir, Þorkell Þorsteinsson, Anna G. Pétursdóttir, Harald Kristófersson, Steinunn B. Pétursdóttir, Kristín Pétursdóttir, Ólafur Stefánsson. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, ANNA VIGDÍS ÓLAFSDÓTTIR, Miðleiti 7, Reykjavík, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund mið- vikudaginn 12. apríl. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 25. apríl kl. 13.30. Ólöf Vigdís Baldvinsdóttir, Kristinn R. Gunnarsson, Anna Vigdís Kristinsdóttir, Baldvin J. Kristinsson, Ragna S. Kristinsdóttir. + Elskuleg móðir okkar, OLGA ELLEN LUDVIGSDÓTTIR, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 9. apríl. Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Jóhanna Einarsdóttir, Þorsteinn Einarsson. £ Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð vegna andláts sonar okkar, bróður, barnabarns og föður, KNÚTS STEINARS. Guð geymi ykkur öll. Steinunn Ólafsdóttir Eðvarð T. Jónsson og fjölskylda, og fjölskylda og aðrir ástvinir. KARL KRISTINN KRISTJÁNSSON + Karl Kristinn Kristjánsson fæddist á Akranesi 17. febrúar 1979. Hann lést af slysför- um 10. apríl síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Akra- neskirkju 19. apríl. Ganganerlétt úr garði tilglaðraendurfunda. Þaðsemvar er heilt framundan horfið en ekki liðið. I birtu morgunsins mætirþúKristi við hliðið. (Þ.S.) Genginn er ljúfur og góður dreng- ur sem hefur verið hluti af okkar stóra vinahóp frá því daginn sem hann fæddist, í yfir tuttugu ár. Á liðnu ári fögnuðum við áfanga í lífí Kalla þegar hann lauk stúdentsprófi. Hann hafði gengið mikla og góða þroskabraut, greindur, rólegur og yfirvegaður piltur, sem eftir að hafa tekið sér vetrarfrí frá námi ætlaði að hefja háskólanám í Bifröst á haust- dögum. Á síðasta þjóðhátíðardegi liðinnar aldar var þessi ungi gjörvi- legi piltur valinn til að flytja ávarp í samfélagi sínu á Skaganum, fullur gleði og væntinga. í lok máls síns minntist hann þess að framtíðin væri björt og vísaði til væntinga og tæki- færa sem bíða ungs fólks á þessum brautarmótum. Brautargengi Kalla á lífsins leið lauk fyrr en okkur grun- aði. Eftir stendur minningin um góð- an og heilsteyptan dreng. Dreng sem naut alltaf samverustunda með okkur vinunum, á fagnaðarstundum, í ferðalögum og útilegum. Þegar kom að því á ferðalögum að kveikja í hlóðum eða varðeld, var Kalli þar fremstur í efnisöflun, og að liggja við eldinn langtímum saman, rýna í log- ana, bæta við sprekum, á milli þess sem tekið var þátt í leikjum, það barn geymdi hann alltaf í sér og lýsir honum vel. Kalli hafði ávallt mikið að gera, var kappsam- ur íþróttamaður og vann fjölmarga sigra í sundi með félögum sín- um, enda alinn upp á heimili þar sem íþróttaandi og áhugi réð ríkjum. Kalli hafði metnað og þor, enda ná fæstir miklum árangri í einstaklingíþróttum nema með góðan aga og atgervi. Kalla er einnig vel lýst í nokkrum orðum dóttur okkar, er hún sagði fyrir nokkrum dögum: „Það var alltaf svo skemmtilegt að koma til Kalla, hann tók alltaf fram það nýjasta og besta sem hann átti til að sýna eða gera.“ Þannig var hann vinur okkar, einlægur og ljúfur og þroskaðist enn betur með fjöl- skyldu sinni við fráfall náinna ætt- menna síðustu árin. Kalli átti stóran vinahóp sem nú situr hljóður eftir, unnusta hans, komin langt að frá öðru heimshorni, syrgir ástvin sinn sárt og brostna drauma, systkinin ástkæran bróður sem var svo stór hluti af þeim sjálfum. Við sem stærri erum verðum öll að styðja við þessi ungu hjörtu. Það er einmitt á þess- um stundum sem reynir á okkur eldri og það skjól sem við getum veitt, ekki bara 1 dag, heldur á morg- un. En minningin lifir! Að lokum er það sá sólargeisli sem vermir og fær þerrað tárin. Kalli á sannarlega skil- ið að við brosum til hans í minning- unni, það munum við gera. Lífshlaup vinar okkar uppskar birtu og bros ofnum bautasteinum ljúfra minn- inga. Við fjölskyldan sendum Kalla vini okkar hinstu kveðju og biðjum Krist fyrir góðan dreng. Pálmi Pálmason. Elsku Kalli okkar. Á þessari stundu þegar við loksins áttum okk- ur á því að það verður ekki aftur snúið viljum við fyrst og fremst þakka þér fyrir að hafa fengið að þekkja þig, því þó að við séum nú svo + Elskuleg móðir okkar og amma, JÓHANNA PETRA BJÖRGVINSDÓTTIR frá Hlíðarenda, verður jarðsungin frá Heydalakirkju laugar- daginn 22. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á hjúkrunarheimilið Skjólgarð, Hornafirði. Börn, barnabörn og fjölskyldur þeírra. + Ástkær tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN SIGURBJÖRNSDÓTTIR, Suðurgötu 8, Keflavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mið vikudaginn 26. apríl kl. 13.30. Jón A. Snæland, barnabörn, tengdabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega alla þá samúð, virðingu, hlýju og vináttu sem okkur hefur verið sýnd við andlát systur okkar, systur MARÍU HILDEGARD. Minningarathöfn fer fram í Kristskirkju, Landa- koti, þriðjudaginn 25. apríl kl. 18.00. St. Jósefssystur. miklu fátækari eftir að hafa misst þig, þá erum við svo óendanlega rík- ari vegna þess tíma sem við áttum með þér. Fyrstu samverustundir okkar krakkanna ná lengra aftur en minn- ingarnar. Ekki óraði okkur fyrir því að þær yrðu ekki fleiri. I þau fjölmörgu skipti sem fjöl- skyldur okkar hittust og vináttan óx horfðum við til þess tíma þegar lítil kríli myndu bætast í hópinn og við gætum sagt þeim frá öllum búðar- leikjunum, He-man, AD&D, tölvu- leikjunum og öllum þeim leikjum sem við lékum. Þú varst okkur svo yndislegur vinur og félagi, svo góður og einlæg- ur vinur er vandfundinn. Ég (Björg) man sérstaklega eftir því þegar við vorum 5-6 ára og þú ákvaðst upp á þitt eindæmi að safna öllum vasapeningunum þínum, sem voru nú ekki miklir í þá daga, svo þú gætir keypt fyrir mig hlunkasúper- bolta sem þú vissir að mig langaði mikið í. Minningin um þetta sem svo margar aðrar mun alltaf ylja mér um hjartaræturnar, þetta sýnir svo vel hvernig hjartalag þú hafðir, ávallt reiðubúinn að hjálpa hverjum sem var. Við vitum að Jón Þór hefði viljað minnast á og segja svo margt að skilnaði í þessari grein og að þið eig- ið minningar um ýmis strákapör, en við vitum að þó að það sé ekki skrif- að hér mun það komast til skila. Elsku Kalli, hversu gaman það var að sjá hve vel þú þroskaðist og varðst að ungum og fallegum manni, hversu ánægður og hamingjusamur þú varst, brostir svo mikið og fal- lega, enda full ástæða til; búinn að finna ástina þína, ákveða hvað þú vildir læra og sumarið framundan. Og hversu sorglegt og óréttlátt sem okkur kann að finnast að þú skulir þurfa að fara þegar lífið lék við þig, þá erum við samt sem áður þakklát fyrir að síðustu stundirnar þínar voru hamingjuríkar. Við getum ekki lokið þessari grein án þess að minnast á hversu yndis- legan og smitandi hlátur þú hafðir, og ómar hann enn í huga okkar. Elsku Rúna, Stjáni, Álfhildur og Sveinn, ömmur og afi og Guðrún, við biðjum góðan guð að styrkja og styðja ykkur í þessari miklu sorg, svo og alla aðra nákomna. Elsku Kalli, við biðjum góðan guð að blessa þig og gangi þér ávallt vel. Fjölskyldan Neðstabergi 18. Orð mega sín lítils á slíkri sorgar- stund er nú ríkir. Ungur drengur í blóma lífsins er horfinn á braut og eftir situr minningin ein. Við kynnt- umst Kalla í gegnum Álfhildi en á uppvaxtarárunum vorum við vin- konurnar heimalningar hver heima hjá annarri. Eftir að við fluttumst allar til Reykjavíkur hefur samgang- urinn minnkað. Við hittumst samt alltaf reglulega og spjöllum og þann- ig fengum við að vita hvað Kalli var að gera og hvert hann stefndi. Elsku Stjáni, Sigrún, Álfhildur og Sveinn, hugur okkar er hjá ykkur og sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð veri með ykkur. Áhendurfelþúhonum, semhimnastýrirborg, þaðallt, eráttu’ívonum, ogallt,erveldursorg. Hann bylgjur getur bundið ogbugaðstormaher, hann fótstig getur fundið, semfærséhandaþér. (Bjöm Halldórsson) Amheiður og Sandra. Undanfarna daga hef ég oft hugs- að: Ég hlýt að vakna upp við vondan draum. Énginn er viðbúinn þegar sorgin ber að dyrum. „Til góðs vinar liggja gagnvegir, þótt hann sé fyrr farinn." (Háva- mál.) Ég man eftir fallegum dreng sem brosti með augunum. Blíður og hvers manns hugljúfi. Ég man fal- legar sögur um góðan dreng. Ég veit að amma Guðrún og afi Sveinn eiga eftir að taka honum opn- um örmum. Ég þakka þér fyrir samfylgdina. Elsku Álfliildur, Sveinn, Sigrún og Stjáni, megi Guð vera með ykkur. Helena og fjölskyldan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.