Morgunblaðið - 20.04.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 35
Pútín hefur töglin og hagldirnar á rússneska þinginu
Skúratov sviptur
embætti saksóknara
Moskvu. AFP.
VLADÍMÍR Pútín, forseta Rúss-
lands, hefur nú tekist það í fyrstu at-
rennu, sem Borís Jeltsín, fyrirrenn-
ara hans, tókst ekki í þremur, það er
að bola burt Júrí Skúratov saksókn-
ara. Var það samþykkt næstum ein-
róma í Sambandsráðinu, efri deild
rússneska þingsins.
Tillaga Pútíns um að svipta Skúra-
tov embætti var samþykkt með 133
atkvæðum gegn 10 og er þetta annar
sigur Pútíns á þingi. Sá fyrri var er
Dúman, neðri deildin, samþykkti
START Il-samninginn í síðustu viku
en búist var við því í gær, að Sam-
bandsráðið samþykkti hann þá síðar
um daginn. Þykir þetta sýna hvaða
tök Pútín hefur á þinginu en Jeltsín
kom aftur á móti litlu sem engu fram
á síðara kjörtímabili sínu.
Jeltsín vék Skúratov frá um stund-
arsakir í febrúar 1999 en þá hafði
embætti saksóknara hafið rannsókn
á spillingarmálum, sem talin voru
tengjast Jeltsín og fjölskyldu hans.
Hæstiréttur Israels staðfestir dóm
um úlögmæta gíslatöku
Sleppa 13
líbönskum
föngum
Haifa. AP, AFP.
HÆSTIRÉTTUR ísra-
els úrskurðaði í gær, að
sleppa skyldi 13 líbönsk-
um föngum og hafnaði
ósk um, að þeim yrði
haldið sem gíslum í því
skyni að skipta á þeim og
ísraelskum flugmanni.
Voru mennirnir látnir
lausir í gær.
Hæstiréttur úrskurð-
aði í síðustu viku að
sleppa skyldi mönnunum,
sem hafa afplánað dóma
sína fyrir löngu, en fjöl-
skylda Rons Arads, ísra-
elsks flugmanns, fór
fram á, að því yrði frest-
að. Arad féll í hendur líb-
anskra skæruliða eftir að
flugvél hans var skotin
niður yfir Líbanon 1986
og fjölskylda hans og
fleiri ísraelar vilja trúa
því, að hann sé enn á lífi.
Aharon Barak, forseti
hæstaréttar, kvaðst hafa
samúð með fjölskyldu
Arads en í þessu máli
yrði að fara að lögum.
Fyrir nokkrum árum komst hæsti-
réttur ísraels raunar að þeirri nið-
urstöðu, að heimilt væri að halda
mönnunum í gíslingu og vakti það
mikla furðu, að slíkur dómur
skyldi kveðinn upp í landi, sem á
að heita lýðræðislegt réttarríki.
Ríkisstjórn Ehuds Baraks brást
við úrskurðinum í síðustu viku með
því að undirbúa lög um, að mönn-
unum yrði haldið áfram í fangelsi
en hætti við að leggja þau fram.
Hún segist þó ætla að sjá til þess,
að tveimur öðrum líbönskum föng-
um verði haldið áfram sem gíslum.
Líbanarnir 13 voru sóttir í fang-
elsið í gærmorgun og farið með þá
til hafnarborgarinnar Haifa þar
sem fulltrúar Rauða krossins tóku
við þeim.
Israelar handtóku mennina 13 í
Skúratov sakaði Pútín í janúar sl.
um að halda vemdarhendi yfir spillt-
um embættismönnum, ráðgjöfum
Jeltsíns, og þar á meðal skrifstofu-
stjóranum, Alexander Voloshín.
Kreditkort Jeltsíndætra
Asakanirnar á Jeltsín eða fjöl-
skyldu hans voru hins vegar þær, að
dætur hans tvær, Tatjana Dyatsjen-
ko og Jelena Okúlova, hefðu tekið við
kreditkortum frá Mabetex, sviss-
nesku byggingafyrirtæki, sem
hreppti ábatasaman samning um
ýmiss konar endurnýjun í Rreml.
Skúratov hafði ekki fyrr komið
með þessar ásakanir en sýnt var í
ríkissjónvarpinu myndband, sem
sagt var, að sýndi Skúratov með
tveimur vændiskonum. Var því hald-
ið fram, að þær væru á vegum mafíu-
foringja. Hefur Skúratov aldrei neit-
að því, að um hann sé að ræða á
myndbandinu, en segir, að með því
að sýna það hafi átt að reyna að kúga
hann til uppgjafar.
Hafin var rannsókn á því hvort
Skúratov hefði brotið af sér í emb-
ætti en dómstóll í Moskvu vísaði því
máli síðar frá. Skúratov bauð sig
fram í forsetakosningunum 26. mars
sl. fyrir samtök, sem berjast gegn
spillingu, en uppskeran var rýr, að-
eins 0,43% atkvæða.
Rússneska Dúman samþykkti
einnig í gær með miklum meirihluta
þá tillögu Pútíns, að Sergei Stepa-
shín, fyrrverandi forsætisráðherra,
yrði formaður endurskoðunarnefnd-
ar þingsins. Hefur nefndin rannsak-
að ýmis spillingarmál, t.d. varðandi
opinbera sjóði, og hefur eftirlit með
ýmsum stærstu fyrirtækjunum í
Rússlandi. Endurskoðar hún einnig
reikninga seðlabankans og skatt-
heimtunnar.
Stepashín, sem var forsætisráð-
herra frá því í maí og fram í ágúst á
síðasta ári, er hófsamur umbótamað-
ur og hefur orð á sér fyrir að vera
strangheiðarlegur, einn fárra,
kunnra stjómmálamanna í Rúss-
landi.
Skúratov bíður niðurstöðu at-
kvæðagreiðslunnar í Sambands-
ráðinu.
Sambandsráðið þurfti hins vegar að
staðfesta brottvikninguna en það
neitaði því þrisvar sinnum. Síðan
hefur rússneska dómskerfið verið í
hálfgerðu tómarúmi en til bráða-
birgða hefur Vladímír Ústínov gegnt
saksóknaraembættinu.
Líbönsku fangarnir voru brosmildir er þeir
yfirgáfu ísrael í bfl frá Rauða krossinum og
héldu til fundar við ættingja sína í Líbanon.
Líbanon snemma árs 1986 þegar
þeir smöluðu saman fólki, sem
grunað var um stuðning við
skæruliða. Þótt sumir Líbananna
væru bara unglingar voru þeir
samt sem áður dregnir fyrir her-
rétt og dæmdir í fangelsi. Langt er
síðan þeir afplánuðu dómana en
hefur verið haldið sem gíslum til
að unnt væri að skipta á þeim og
ísraelskum föngum í Líbanon.
Fjölskyldur og ástvinir fang-
anna 13, um 1.500 manns, biðu
þeirra í gær á landamærastöð í
Suður-Líbanon. „Ég hef beðið
hans árum saman. Hann var
dæmdur í fjögurra ára fangelsi
1986 en hefur verið í gíslingu í ára-
tug,“ sagði Fatima Ammar, systir
eins fanganna, og skömmu síðar
féllust þau systkinin í faðma.
Bókaðu til
Benidorm
Irá kr. 39.955
í sumar meðan enn er laust
Benidorm-ferðir Heimsferða í sumar hafa
fengið ótrúlegar undirtektir, enda er nú
uppselt í helming allra ferða okkar á
þennan vinsælasta áfangastað íslendinga.
Aldrei fyrr höfum við boðið jafn góða gisti-
staði og í sumar og fararstjórar Heimsferða
bjóða þér margar spennandi kynnisferðir á
meðan á dvöl þinni stendur.
Bókaðu strax og tryggðu þér besta
verðið á fslandi.
Picasso
Þjónusta Heimsferða
• Beint flug alla þriöjudaga
• Kynnisferðir
• Ferðir til og frá flugvelli
• Viðtalstímar á hótelum
• Barnaklúbbur
Verð kr.
39.955
Vikuferð 16. maí, m.v. hjón með 2
böm, Picasso.
Verð kr.
49.990
Hvenær er laust
25. apríl 6 sæti 25. júlí uppselt
16. maí 24 sæti 1. ágúst 23 sæti
23. maí uppselt 8. ágúst uppselt
30. maí örfá sæti 15. ágúst fá sæti
6. júní 21 sæti 22. ágúst laust
13. júní uppselt 29. ágúst laust
20. júní 11 sæti 5. sept. laust
27. júní örfá sæti 12. sept. laust
4. júlí 16sæti 19. sept. laust
11. júlí laus sæti 18. júlí uppselt 26. sept. laust
Vikuferð 16. maí, m.v. hjón með 2
böm, Picasso.
Verð kr.
59.990
2 vikur, m.v. 2 fullorðna í íbúð,
Picasso.
Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is