Morgunblaðið - 20.04.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.04.2000, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF + Ástkær sonur minn, bróðir okkar og mágur, ÓSKAR EGGERTSSON, Foldahrauni 39, Vestmannaeyjum, lést sunnudaginn 16. apríl. Útförin fer fram frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum laugardaginn 22. apríl kl. 14.00. Jóna Guðrún Ólafsdóttir, Ólafur Eggertsson, Svava Eggertsdóttir, Gunnar Marel Eggertsson, Þóra Guðný Sigurðardóttir, Guðfinna Edda Eggertsdóttir, Kristinn Hermansen, Sigurlaug Eggertsdóttir, Halldór Kr. Sigurðsson. + Ástkær dóttir okkar og systir, HRAFNHILDUR LÁRA BENEDIKTSDÓTTIR, andaðist á Landspítalanum föstudaginn 14. apríl. Útför hennar fer fram frá Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 25. apríl kl. 15.00. Benedikt Jónasson, Alda K. Sölvadóttir, Áslaug María, Brynjar Karl, Sigurður Rúnar, Guðni Veigar. + Okkar innilegustu þakkir sendum við ykkur öllum, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Vesturbergi 142, Reykjavík. Guðrún Ragnarsdóttir, Ragnhildur Ragnarsdóttir, Birgir Þórisson, Hrafnkell Birgisson, Brynhildur Birgisdóttir, Anna Rakel Róbertsdóttir, Davíð Garðarsson, Garðar Davíðsson. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR MARÍU ÓLAFSDÓTTUR, Óðinsgötu 19. Guð blessi ykkur öll. Jón Sigurðsson, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Jóhannes Þorsteinn Helgason, Margrét Sesselja Sigurðardóttir, Þorbjörg Fjóla Sigurðardóttir, Ingólfur Magnússon, barnabörn og langömmubörn. + Þökkum þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, ÞORFINNS SÆVARS ÞORFINNSSONAR, Kirkjubraut 14, Seltjarnarnesi. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Jónsdóttir. + Þökkum af alhug öllum þeim fjölmörgu er sýndu okkur samúð, ómetaniega vináttu og stuðning vegna andláts og útfarar frú LOVÍSU SIGURGEIRSDÓTTUR frá Hrísey. Börn, tengdabörn og ömmubörn. Árbæjarkirkja Safnaðarstarf Barna- og fjöl- skylduguðsþjón- usta í Arbæjar- kirkju HÁTÍÐARGUÐSÞJÓNUSTA verð- ur kl. 8 árdegis. Kristín R. Sigurðar- dóttir syngur einsöng og kór kirkjunnar syngur. Organisti er Pav- el Smid. Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður eins og hefð er fyrir í Árbæj- arkirkju á páskadagsmorgun kl. 11. Gleðiefni páskanna verður reifað í máli og myndum. Gleðisöngur mun fylla helgidóminn þennan morgun sem og aðra helga daga ársins. Vilj- um við hvetja foreldra tii að koma með börnum sínum þessa morgun- stund í helgidómnum. Guðsþjónust- an verður með léttu yfirbragði og áhersla lögð á gleðiboðskap pásk- anna. Öll böm fá páskaeggjagjöf frá kirkjunni. Páskahátíðin í Grafarvogs- kirkju Að venju verður guðsþjónustuhald fjölbreytt í Grafarvogskirkju um páskahátíðina. í dymbilviku eru fermingarguðs- þjónustur á skírdag, en á föstudag- inn langa er útvarpsguðsþjónusta kl. 11.00 Dr. Sigurjón Arni Eyjólfsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur, organisti: Hörður Bragason. Hátíðarguðsþjónusta er kl. 8.00 árdegis, séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Ing- veldur Yr Jónsdóttir syngur ein- söng, kór Grafarvogskirkju syngur, organisti er Hörður Bragason. Eftir guðsþjónustu verður boðið uppá páska-súkkulaði og pönnukökur, í boði Safnaðarfélags og sóknarnefnd- ar. Hátíðarguðsþjónusta er á Hjúkr- unarheimilinu Eir kl. 10.30. Sr. Vig- fús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Ingveldur Yr Jónsdóttir syngur einsöng, kór Grafarvogs- kirkju syngur, organisti er Hörður Bragason. Hátíðarguðsþjónusta er kl. 11.00 í Grafarvogskirkju. Prestur sr. Sig- urður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Garðar Thor Cortes syngur einsöng, Unglingakór kirkj- unnar syngur undir stjórn Oddnýjar Þorsteinsdóttur. Organisti: Sigrún Þórsteinsdóttir. Fermingarguðsþjónustur eru síð- an á annan í páskum kl. 10:30 og kl. 13:30 Prestar Grafarvogskirkju 99 ára les Passíusálmana Skh-dagm-: Kl. 20:00, messa í Hveragerðiskirkju. Messa á skír- dagskvöld er ávallt sérstök vegna þess að altarisgangan er aldrei í jafn nánum tengslum við hina upphaflegu kvöldmáltíð Jesú með lærisveinum sínum, eins og á skírdagskvöld. Föstudagurinn langi kl. 14:00, Hveragerðiskirkja. Lestur Passíu- sálma. Leikfélag Hveragerðis stendur fyrir upplestrinum ásamt sóknar- presti. Þátttakendur eru á ýmsum aldri. Elsti íbúi Hveragerðis, Stefán Sigurðsson, kennari, 99 ára gamall, hefur lesturinn, en síðan taka við grunnskólanemar sem tóku þátt í upplestrarkeppni skólanna í vor. Ki. 17:00 Tónlistarstund. Jörg E. Sond- ermann leikur föstutónlist. Laugard. 22. apríl ki. 23:00 Hvera- gerðiskirkja. Páskanæturvaka. Páskavakan er athöfn, sem tengir uppgjöf krossfestingarinnar og graf- arinnar við sigur upprisunnar. At- höfnin hefst í myrkvaðri kirkjunni og leiðir þátttakendur með ritning- + HU... Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við and- lát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og ■■: ,' langafa, HINRIKS RAGNARSSONAR ' 1 vörubílstjóra, k , t Kleppsvegi 62, Reykjavík, Guð blessi ykkur öll. n w Edda Hinriksdóttir, Bragi Ásgeirsson, Ragnar Hinriksson, Helga Claessen, barnabörn og barnabarnabörn. arlestrum og bænum til sköpunar ljóssins og vonarinnar og inn í fögn- uð upprisusólarinnar og samfélags- ins við hinn upprisna Drottinn. Fermingarbörn og foreldrar þeirra gegna mikilvægu hlutverki í Páska- næturvöku. Páskadagur kl. 8:00 Hveragerðis- kirkja. Hátíðarguðsþjónusta. Kirkjuganga á páskadagsmorgun er dýrmæt og mörgum þykir hún ómissandi þáttur hátíðarinnar. Kl. 11:00 HNLFÍ guðsþjónusta, kl. 14:00 Kotstrandarkirkja, hátíðar- guðsþjónusta. Sóknarprestur Kolaports- messa Helgihald þarfnast ekki húsnæðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa heldur lifandi steinar, manneskjur af holdi og blóði. Þess vegna er hægt að fara út úr kirkjubyggingum með helgihald og fagnaðarerindið og mæta fólki í dagsins önn. I tilefni af því bjóðum við til messu í Kolaportinu á skírdegi kl. 14. Prestarnir Jakob Ágúst Hjálm- arsson, Bjami Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir þjóna ásamt Eygló Bjarnadóttur guðfræðinema. Þorvaldur Halldórsson, Gréta Scheving og Laufey Geirlaugsdóttir leiða lofgjörðina. Það verður stutt hugleiðing um altarissakramentið sem síðan verður útdeilt í lok stund- arinnar. Messan fer fram á kaffistofunni hennar Jónu í Kolaportinu þar sem hægt er að kaupa sér kaffi og dýrind- is meðiæti og eiga gott samfélag við guð og menn. Það eru allir velkomn- ir. Dómkirkjan og mið- bæjarstarf KFUM & K. Niðjar lesa Passíusálmana Föstudaginn ianga 21.apríl, kl. 13- 18:30, verða Passíusálmar Hallgríms Péturssonar fluttir í heild sinni í Hallgrímskirkju eins og tíðkast hef- ur í rúman áratug. Að þessu sinni eru lesararnir þrettán, sex karlar og sjö konur sem öll eru afkomendur Passíusálmaskáldsins og konu hans, Guðríðar Símonardóttur í 10.-12. lið. Árið 1989 kom út niðjatal þeirra hjóna sem Ari Gíslason ættfræðing- ur tók saman og er þar að finna ým- islegan fróðleik um Hallgrím og Guðríði, ættir þeirra og afkomendur til okkar daga. Lesarar á föstudaginn langa eru: Árni Bergmann, rithöfundur, Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, jarðfræðing- ur, Bergþóra Ingólfsdóttir, nemi,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.