Morgunblaðið - 30.04.2000, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ásatrúarmeim bor
en þeir kristnu e
Ásatrúarmenii halda *1
sína árlegu hátíð á
Þingvðilum í sumar.
Þeim er gert að greiða
750 þúsund króniir
fyrir afnot af salerni
og annað eins fyrir
tjaldstæði.
iM/M inifi
í’G-tfUAJD
Kristilegt eða ókristilegt kúk og piss, herra?
Upplagt í eldhúsið
bráðsniðugt í barnaherberglð
hljómar vel í hjónaherbergi
stórgott í stofuna
• Myndlampi Black Matrix • Nicam stereo • 50 stöðva minni
Allar aðgerðir á skjá • Skart tengi • Fjarstýring • íslenskt textavarp
nss?
ŒBsEKO á aðeins 18.900 stgr.
SBbEKDO á aðeins 14.900 stgr.
ORION
Myndbandstæki
• 6 hausa-nicam-LP/SP
• 2 skart/ RCA tengi fyrir myndbandstökuvél
• Allar aðgerðir á skjá • Myndvaki • NTSC afspilun
BRÆÐURNIR
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is
Flötum 29 Sími 481 3333
Lok samræmdra prófa grunnskóla
Foreldrar -
verið vakandi!
Bergþóra Valsdóttir
SAMRÆMDUM próf-
um grunnskólanna
lýkur nk. miðviku-
dag. Unglingar sem lokið
hafa prófunum hafa undan-
farin ár gert sér dagamun
af slíku tilefni óg væntan-
lega verður svo einnig nú.
Bergþóra Valsdóttir er
starfsmaður á skrifstofu
SAMFOK, sem er sam-
band foreldrafélaga og for-
eldraráða í grunnskólum
Reykjavíkur. Hún telur
nauðsynlegt að foreldrar
séu vakandi fyrir því
hvemig böm þeirra hyggj-
ast halda upp á lok sam-
ræmdra prófa - en hvers
vegna?
„Kannanir hafa sýnt að
margir unglingar neyta áf-
engis í fyrsta sinn að lokn-
um samræmdum prófum. Okkur
foreldrum finnst að mikilvægt sé
að unglingar og foreldrar haldi
daginn hátíðlegan á heilbrigðan og
jákvæðan hátt. Það er mjög já-
kvætt að í mörgum skólum hefur
tekist gott samstarf foreldra, skóla
og félagsmiðstöðva um að gera sér
dagamun í tilefni prófaloka. Fam-
ar verða margar óvissuferðir með
spennandi dagskrám sem rétt er
að hvetja til breiðrar þátttöku í.“
- Hvernig geta foreldrar fylgst
með að „hátíðahöldin“ fari vel
fram?
„Mikilvægast af öllu er að hvetja
unglinginn til þátttöku í skipulögð-
um ferðum af jákvæðu tagi og láta
vera að neyta áfengis. Þetta er
ekki bara dagur unglinganna þó
svo að þeir hafi mikinn áhuga á að
fagna honum saman. Mér finnst
mikilvægt að benda á að þetta er
áfangi sem unglingurinn er að ná
og það er mál fjölskyldunnar alh-
ar. Ég vil eindregið hvetja foreldra
til þess að gera sér dagamun með
unglingnum sínum þegar þessum
áfanga er náð. Ég tel líka mikil-
vægt að foreldrar séu meðvitaðir
um á hvem hátt unglingamir
fagna með sínum félögum. Ef það
er eitthvað sem þeir hafa enga
stjóm á þá geta jieir heldur ekki
tekið ábyrgð á unglingnum. Þá er
ég ekki að tala um að allt eigi þetta
að gerast á forsendum foreldra
heldur þarf að vera samráð og
samkomulag á milli þeirra og ungl-
ingsins. Ég vil líka leggja mikla
áherslu á að foreldrar samþykki
ekki eftirlitslausar ferðir eða par-
tí.“
- Eru foreldrar of eftirgefanleg-
ir íþessum efnum ?
„Já, ég tel það. Ég held að nokk-
uð sé um að foreldrar séu óömggir
í sínu uppeldishlutverki, ég er ekki
í nokkrum vafa um að aílir foreldr-
ar vilja það allra besta fyrir bömin
sín. I hraða nútímaþjóðfélags þar
sem við foreldrar emm oft undir
miklu áiagi og samviskan nagar þá
verður okkur stundum á að láta
undan óskum sem bomar em fram
undir yfirskriftinni; Allir hinir
mega það, en em í raun ekki af
hinu góða.“
-Eru þessi hátíða-
höld vegna prófaloka
nýtt fyrirbrigði?
„Nei, það hefur lengi
verið haldið upp á
prófalok en það er alveg
óhætt að segja að á síð-
ustu ámm hefur þetta farið tölu-
vert mikið úr böndunum. Ungling-
ar hafa safnast saman í miðbænum
og í Kringlunni og mikið hefur ver-
ið um áfengisdrykkju og jafnvel
neyslu annarra fíkniefna. I fyrra
var í fyrsta skipti staðið fyrir
skipulögðum ferðum í tilefni próf-
loka í flestum skólum og það sýndi
sig að það skilaði góðum árangri
► Bergþóra Valsdóttir fæddist í
Reykjavík 11. september 1958.
Hún lauk stúdentsprófl frá
Menntaskólanum við Sund og
stundaði háskólanám ílanda-
fræði, stjómmálafi'æði ogþjóð-
hagfræði við háskólann í Ósló í
nokkur ár. Hún var ritari á
Rannsóknarstofnun landbúnað-
arins eftir stúdentspróf en eftir
að hún kom frá Noregi sinnti hún
umönnun bama sinna og hóf svo
störf á skrifstofu SAMFOK fyrir
tveimur árum. Bergþóra er gift
Birni Erlingssyni hafeðlisfræð-
ingi og eiga þau fjögur böm.
ásamt eftirliti foreldra á samkom-
ustöðum unglinganna á höfuð-
borgarsvæðinu"
- Væri ástæða til að hafa marga
foreldra á rölti á þessum stöðum á
miðvikudagskvöld?
„Ég vil eindregið hvetja foreldra
til að vera sýnilegir í miðbænum
og annars staðar þar sem ungling-
ar koma saman nk. miðvikudag-
skvöld og næstu daga. Mörg for-
eldrafélög eru með virkt
foreldrarölt í sínum hverfum og
það hefur skilað mjög góðum ára-
ngri. Það er afar mikilvægt að við
látum okkur alla unglinga varða.
Mjög oft eru það foreldrar ungl-
inga sem virða útivistartímann
sem eru hvað öflugustir í foreldra-
röltinu og þeir gætu haft afskipti
af þeim unglingum sem eru
óheppnir með foreldra að þessu
leyti. Það er kærleiksverk að sinna
villuráfandi unglingum."
- Verða foreldrar með aðstöðu
eða miðstöð fyrir röltara og ungl-
inga?
„Ef unglingar hafa áfengi um
hönd og virða ekki útivistartíma
verða þeir færðir í athvarf í mið-
bænum þangað sem foreldrar
þeirra eiga að sækja þá. Foreldrar
á röltinu hafa aðstöðu í Loftstof-
unni í Austurstræti við hlið
Macdonalds. Svona var þetta í
fyrra. Fjöldi aðila stendur að þess-
ari aðstoð."
- Geta foreldrar bara farið niður
í bæ til að fylgjast með eða eiga
þeir að skrá sig ein-
hvers staðar?
„Best væri að þeir til-
kynntu sig í aðstöðu for-
eldraröltsins þegar þeii'
koma í bæinn. Þá er
mikilvægt að þeir fái
símanúmer sem þeir geta hringt í
ef þörfkrefur.“
- Telurþú að aðgerðir sem þess-
argeti minnkað áfengisdrykkju og
lætialmennt meðal unglinga?
„Ég er sannfærð um það, þeir
haga sér öðruvísi þai' sem margt
fullorðið fólk er á vettvangi og þeir
kunna í flestum tilfellum vel að
meta þetta starf.“
Samþykkið
ekki eftir-
litslausar
ferðir og partí