Morgunblaðið - 30.04.2000, Page 12

Morgunblaðið - 30.04.2000, Page 12
12 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Reuters Ken Livingstone og Frank Dobson ræðast við á kosningafundi í skóla í Westminster. Kannanir benda til að Livingstone muni sigra örugglega þegar íbúar London kjósa borgarstjóra á fimmtudaginn. • • Oruggur sigurvegari en spennandi úrslit Englendingar ganga að kjörborðinu á fímmtudaginn og velja sér tæplega 3.400 fulltrúa í sveitar- og bæjarstjórnir og í London verður kosið til endurreists borgar- stjóraembættis og borgarráðs. Þetta eru síðustu kosningar fyrir albingiskosningarn- ar á næsta ári og þótt úrslitin segi kannski fátt um landsmálapólitíkina, þá verða þau nokkur vísbending um stöðu flokkanna. Freysteinn Jóhannsson hefur fylgzt með fréttum af kosningabaráttunni. FLESTRA augu hafa beinzt að höfuðborginni í þessari kosn- ingabaráttu. Reyndar hefur lengi stefnt í það, að Ken Living- stone verði borgarstjóri og spurn- ingin nú kannski sú, hvort hann nái 50%-markinu og þá hversu mikið umfram það. I síðustu skoðanakönn- un var hann með 51% fylgi, sem var óbreytt tala frá því í febrúar, svo lítið hefur hamagangurinn í Verka- mannaflokknum hrinið á honum. Og hann virðist hafa sloppið óskaddaður frá ýmsum ummælum, sem hann hefur látið falla og þóttu orka tví- mælis, þá sögð voru. Sigur Livingstones virðist örugg- lega í höfn, svo örugglega, að veðm- angarar eru hættir að taka við veð- málum á hann. Jafnvel þótt hann nái ekki sjálfur 50% markinu í kosning- unum, benda kannanir til þess að hans hlutur sem númer tvö á at- kvæðaseðlum hinna muni skila hon- um örugglega í borgarstjórastólinn. Hann er talinn munu fá helmingi fleiri atkvæði frá kjósendum hinna frambjóðendanna en Steve Norris, sem næst honum kemur. Þessi sigurvissa hefur sett sitt mark á kosningabaráttuna. En nú eru menn hættir að hugsa um hana, en horfa þess i stað fram yfir kosn- ingadaginn og velta því fyrir sér, hvernig samstarfi Livingstones og Tony Blairs, forsætisráðherra, verði háttað. Livingstone hefur sagt, að fari hann með sigur af hólmi muni þeir Blair fljótlega skjóta á samráðs- fundi. Og Blair hefur sagt að hann muni vinna með hverjum þeim, sem Lundúnabúar velja til borgarstjóra. Vafalaust verða honum það þó þung spor eftir allt sem á undan er gengið þeirra í millum. Livingstone var vikið úr Verka- mannaflokknum til fimm ára, þegar af sjálfstæðu framboði hans varð. Það er talið vera honum mikið hjart- ans mál að komast þar inn fyrir dyr aftur og því muni hann setja málið á dagskrá fyrr en síðar. Það verður þó ekki auðvelt því mjög margir í for- ystuliði flokksins eru ekki tilbúnir til þess að fyrirgefa Livingstone fram- boð hans eins og ekkert hafi í skor- ist. Eru þeir Gordon Brown, fjár- málaráðherra, og John Prescott, aðstoðarforsætisráðherra, sagðir þar fremstir í flokki. Rothögg fyrir V erkamannaflokkinn Blair hefur nú viðurkennt opin- berlega, að það hafi verið rangt af sér að vera með puttana í framboðs- málum Verkamannaflokksins í Wal- es og örugglega hugsar hann það sama um London, þótt enn sé ótíma- bært að gera um það opinbera játn- ingu. Barátta forystu Verkamanna- flokksins gegn framboði Living- stones á vegum flokksins og sérframboð hans í kjölfarið mun ör- ugglega kenna forystuliði flokksins þarfa lexíu um raunveruleika vald- dreifingarinnar og nauðsyn þess að breyta kosningareglum flokksins til lýðræðislegri áttar. Þessar kosningar í London, sem áttu að vera rós í hnappagat flokks- ins, hafa fyrir afskipti flokksforyst- unnar og vandræðagang reynzt hon- um algjör martröð og mikill álitshnekkir. Það yrði svo algert rot- högg, ef frambjóðandi flokksins, Frank Dobson, yrði í fjórða sæti; á eftir frambjóðendum Ihaldsflokks- ins, sem hann er núna, og Frjáls- lyndra, sem allt virðist stefna í. Frank Dobson hefur ekki átt sjö dagana sæla í þessari kosningabar- áttu. Gengi hans hefur fallið með hverjum deginum. En hann lætur sig hafa það; hleypir bara í herðam- ar og púar í skeggið. En það er sama hvað hann blæs. Livingstone hagg- ast hvergi. Sá eini sem hreyfist er hann sjálfur - og leiðin liggur niður á við. Steve Norris, frambjóðandi íhaldsflokksins, hefur hægt og bít- andi verið að sækja í sig veðrið og virðist nú með 17% atkvæða vera ör- uggur með annað sætið. Norris hef- ur lagt talsvert upp úr því að koma íram sem sjálfstæður og frjálslynd- ur stjórnmálamaður. Hann hefur til dæmis reynt að skilja í milli sin og forystu íhaldsflokksins um málefni samkynhneigðra og minnihlutahópa, en sú afstaða hans hljómar sérstak- lega vel í London, þar sem íbúahóp- urinn er til muna fjölbreyttari en annars staðar í landinu. Frambjóðandi Frjálslyndra, Sus- an Kramer, þykir dugnaðarforkur, en það skemmir fyrir henni, hversu oft það veður á henni í framboðs- slagnum. Hún setti sér það mark í upphafí kosningabaráttunnar að hitta kjósendur á 150 aðalgötum Lundúnaborgar og er ekki annað að sjá en henni ætli að takast að standa við það. Þessi dugnaður hefur fært henni 12% atkvæða og misjafnt gengi þeirra Dobsons kann að koma henni í þriðja sætið. Sá eini af öðrum frambjóðendum, sem kemst á blað í skoðanakönnun- unum er Darren Johnson, frambjóð- andi Grænna, sem mælist með 2%. Livingstone býður störf á báða bóga Það leikur enginn vafi á því, að þessar kosningar eru fyrst og fremst persónulegar. En þegar horft er til málefnanna, virðist ljóst, að sam- göngur, baráttan gegn afbrotum og atvinnumál eru efst á baugi. Mein- ingamunur er með frambjóðendum um lausn á fjárhagsvanda neðan- jarðarlestanna, þar sem Livingstone heldur fast i þá skipan, að lestirnar verði áfram í opinberri eigu og rekstri, sem er vilji mikils meirihluta Lundúnabúa. Dobson er bundinn af stefnu ríkisstjórnarinnar um að einkavæða lestakerfið, sem virðist reyndar líka með einhverjum hætti standa hugum hinna frambjóðend- anna næst. Það verður forvitnilegt að sjá, hvaða stefnu þessi mál taka, verði Livingstone borgarstjóri og þá á öndverðum meiði við stefnu ríkis- stjórnarinnar í málinu. Livingstone hefur verið óspar á að bjóða öðrum til samstarfs við sig eft- ir kosningar. Hann hefur sagzt vilja fá Dobson til þess að stjórna herferð borgarinnar gegn fátækt og meira að segja boðið íhaldsmanninum Steve Norris starf á sínum vegum. Norris var þó fljótur til að afþakka gott boð! Sömuleiðis hefur Glenda Jackson, sem keppti á sínum tíma við Livingstone og Dobson um fram- boðið á vegum flokksins, hafnað boði Livingstones um starf sem yfirmað- ur lögreglunnar og nokkurs konar sendiherra London. Sá eini, sem hef- ur opinberlega lýst því yfir að hann sé reiðubúinn til samstarfs við Liv- ingstone borgarstjóra, er Darren Johnson, frambjóðandi Grænna. Með borgarstjórakosningunum kjósa Lundúnabúar sitt borgarráð. Verkamannaflokkurinn er nú talinn munu fá 11 fulltrúa, íhaldsflokkur- inn 7, Frjálslyndir 5 og Grænir 2. Sjálfsvöm og sókn til sigurs En það ganga fleiri að kjörboðinu á fimmtudaginn en íbúar höfuðborg- arinnar. Sveitarstjórnarkosningar eru haldnar í Englandi á fjögurra ára fresti, en ber ekki allar upp á sama árið. Sá fjöldi sæta, sem nú er kosið um, 3.337, er sá minnsti sem losnar í einu. Stærstu sveitarstjórn- arkcsningarnar voru 1996, þegar íhaldsflokkurinn átti hvað eifiðast uppdráttar, en gengi Verkamanna- flokksins óx hins vegar með hverjum deginum. Það er talið útilokað að Verkamannaflokknum takist að halda stöðu sinni frá þeim kosning- um og reyndar ekki spurning, hvort heldur hversu mörgum sætum hann tapar. Tony Blair hefur í kosningabar- áttunni lagt mesta áherzlu á að fá fýlgismenn Verkamannaflokksins til að mæta á kjörstað. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Það er á brattan að sækja fyrir Verkamannaflokkinn í mörgum málum; ellilífeyrisþegum finnst ríkisstjórnin hafa hlunnfarið sig, heilbrigðiskerfið er ennþá ómögulegt, erfiðleikar í brezkum bílaiðnaði og reyndar skipaiðnaði líka bitna á ríkisstjórninni og flokki hennar, og nú síðast hafa umræður um lög og reglu í afskekktum héruð- um beinzt gegn ríkisstjórninni. Þannig hefur eitt mál af öðru náð að grafa undan Verkamannaflokknum og nýlegar skoðanakannanir hafa sýnt minnkandi traust fólks á ríkis- stjórninni og meiri fyrirvara á flokknum. Þá bendir skoðanakönnun í London til þess að los sé nú komið á fylgi ríkisstjórnarinnar, sem hefur til þessa haldizt nokkuð stöðugt í kring um 48%, en er nú komið niður í 45%. Eina huggun Tony Blairs er, að kjósendur hafa ekki snúið sér til íhaldsflokksins, sem situr fastur í 31%, heldur eru það Frjálslyndir sem bæta við sig. William Hague, formaður Ihalds- flokksins, hefur gripið til djarfra vopna í kosningabaráttunni. Hann hefur gagnrýnt seinagang ríkis- stjórnarinnar í málefnum flóttafólks og boðar skjótari aðgerðir íhalds- manna í þágu raunverulegra flótta- manna, en meiri hörku í garð hinna sem koma til landsins undir fölsku flaggi. Þá hefur hann tekið undir málstað þeirra, sem vilja aukinn sjálfsvarnarrétt fólks, sérstaklega í afskekktum héruðum, þar sem inn- brot og árásir eru tíð, en langt í lög- reglu. Hague hefur fyrir vikið verið kallaður tækifærissinni og sakaður um ómerkilegar tilraunir til múgæs- inga, en hann segir að stjómmála- menn eigi að vera hvergi hræddir við að taka upp mál, sem almenningur láti sig varða. Umræðuna um rétt manna til sjálfsvarnar má rekja til Martin- málsins. Tony Martin bjó einn og af- skekkt og var með innbrotsmenn og þjófa á heilanum. Nótt eina brutust tveir ungir menn inn til hans og hann skaut á þá með þeim afleiðingum að annar þeirra dó, en hinn særðist á fótum. Martin hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð. Mála- ferlin og dómurinn urðu tilefni heitr- ar umræðu, þar sem m.a. hefur verið sagt að heimili Englendingsins sé nú ekki lengur kastali hans. Dóminum yfir Martin hefur verið áfrýjað, m.a. vegna sagna um að kviðdómendur í málinu hafi verið ofsóttir. En hvað sem Martin-málinu líður, þá er það Tony Blair sem verður í vörn á fimmtudaginn og William Hague sá, sem sækir á. Skoðanakönnun, sem gerð var fyrir The Times, bendh- til þess, að Ihaldsflokkurinn muni vinna 350 til 400 sæti og Verkamannaflokkurinn tapa öðru eins. Enda þótt forysta Verkamannaflokksins sé talin líta á 350-400 sæta tap sem viðunandi úr- slit, þá er ljóst að slíkur sigur, ofan í sigurinn í Evrópuþingskosningun- um í fyrra, styrkir íhaldsflpkkinn og treystir til frekari átaka. Úrslit síð- ustu aukakosninga hafa verið þann- ig, að íhaldsflokkurinn hefur fengið 37% atkvæða, Verkamannaílokkur- inn 34 og Frjálslyndir 24. íhalds- menn gera sér því vonir um hærra atkvæðahlutfall á fimmtudaginn en Verkamannaflokkurinn og lifa 1 von- inni um að sóknar þeirra fari að sjá stað í fylgi flokksins á landsvísu. Kosningamar á fimmtudaginn munu því marka nokkur þáttaskil í ensku stjómmálalífi, reyndar mis- miklum eftir aðstæðum á hverjum stað. En á heildina litið verða úrslitin nokkur vísbending fram á þjóðveg- inn - til næstu kosninga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.