Morgunblaðið - 30.04.2000, Page 14
14 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
A
1 landslagi hugans
MYJVPLIST
(ierðarsafn /
Lislasafn Kðpavogs
ARNGUNNURÝR
GYLFADÓTTIR -
MÁLVERK
Sýningin er opin frá 12 til 18
alla daga nema mánudaga
og stendur til 21. maí.
ÞAÐ ER of einfalt að segja að
landslagið sé viðfangsefnið í mál-
verkum Ai’ngunnar Yrar þótt svipir
landsins í verkum hennar leynist
engum og hún hafi á undanfömum
árum kafað svo djúpt ofan í bergið,
svörðinn og sandinn að hún hafi
meira að segja notað útprent úr jarð-
skjálftamælum í verk sín. Þrátt fyrir
svo bókstaflegar tilvísanir og fjöllin
sem eru greinileg í myndunum er það
fyrst og fremst hið innra landslag
málverksins sem Amgunnur kannar,
ekki hið áþreifanlega landslag kletta
og heiða. Með þessu er átt við að hún
kanni fyrst og fremst möguleika þess
miðils sem hún hefur valið sér og
unnið með af meiri einbeitni en flestir
jafnaldrar hennar síðasta einn og
hálfan áratug. Málverk hennar em
umfram allt tilraunir með dýpt og
litahrif og landslagið í þeim er til þess
haft að draga áhorfandann inn í óra-
víddir myndarinnar en ekki til þess
að vera eftirmynd landsins eða vísa
beint í reynslu okkar af því.
Málverkið er þögult ljóð, eins og
Símoníðes hinn gríski sagði fyrir
hálfu þriðja árþusundi, og það gætu
vel verið einkunnarorð Amgunnar á
þessari sýningu. I myndum hennar
vakir landslagið þögult en lifandi, án
orða og einkunna en sífellt hvikult og
breytilegt, iðandi eins og gárað vatn
eða sandur sem vindurinn hefur ýft
upp í öldur. Litaspjald Arngunnar er
sem á síðustu sýningum einkum
takmarkað við jarðliti, gula, jarð-
græna og brúna liti sem minna á
gulnuð blöð og haustlandslag, sól-
brenndan gróður og lífvana sanda.
Umfram allt hafa þessi málverk yfír
sér blæ drauma þar sem víddir lands-
ins era óræðar bæði í rúmi og tíma.
Landslagið sem birtist okkur í mynd-
unum er ekki fjallahringurinn eða
hálendistindar heldur hið óræða
landslag hugans.
Það var fyrir um sjö eða átta áram
RAGNHEIÐUR
JÓNSDÓTTIR -
MÁLVERK OG
TEIKNINGAR
að Ragnheiður Jónsdóttir sýndi á
Kjarvalsstöðum fyrst þær óhlut-
bundnu mynsturteikningar sem hafa
verið viðfangsefni hennar síðan og
mörkuðu þá skörp skil í efnis- og
myndmeðferð hennar, viðskilnað við
hlutbundna grafík og þau samfélags-
legu málefni sem verið höfðu yrkis-
efni hennar um árabil. Á þeirri sýn-
ingu vora stórar kolateikningar sem
túlkuðu reglu og óreiðu í senn, djúpa
sýn inn í iður veraleikans þar sem
merking og örlög ólga án tilgangs.
Ragnheiði var mikið niðri fyrir á sýn-
ingunni á Kjarvalsstöðum og sú sýn
sem þar kviknaði hefur verið helsta
yrkisefni hennar síðan. Frá eintóna
teikningunni hefur hún smátt og
smátt fært myndir sínar yfir í mál-
verk og nú sýnir hún verk þar sem
litur og litamunur gegna aðalhlut-
verki. Þemun era þau sömu og á síð-
ustu sýningum Ragnheiðar en öll
úrvinnslan er einhvem veginn bjart-
ari og léttari, einfaldari og glaðlegri.
I verkunum er ekki að greina þá ör-
lagadýpt sem var svo sláandi þegar
hún sýndi fyrst afstraktmyndir sínar
á Kjarvalsstöðum, en á móti kemur
að með þessari sýningu virðist eins
og einhverra nýira umskipta sé að
vænta í list Ragnheiðar - að enn sé
komið að tímamótum í myndfram-
setningu hennar.
Hafdís Ólafsdóttir hefur fengist
HAFDÍS ÓLAFSDÓTTIR -
MÁLVERK
við erfið viðfangsefni í myndverkum
sínum og er skemmst að minnast
sýningar hennar í listasafni ASÍ árið
1997 þar sem hún sýndi grafíkmynd-
ir af ís, hverfulu efni sem er hvorki
loft né jörð, hvorki vatn né fast efni,
en þó á einhvem hátt myndað og for-
mgert. Nú sýnir Hafdís málverk sem
bera að ýmsu leyti sömu einkenni
þótt viðfangsefnið sé fjölbreyttara.
Sumum myndunum svipar til ís-
myndanna á sýningunni í ASI en
heildaryfirbragð sýningarinnar er
þéttara og ákveðnara, samhengi
myndanna sterkara og andstæður í
litum ogformum afdráttarlausari.
Það er ekki gott að segja hvað við-
fangsefni Hafdísar er á þessari sýn-
ingu, enda era verk hennar yfirleitt
þess eðlis að það er aðferðin sjálf, hin
formræna hugsun og efnismeðferðin
sem vekja fyrst athygli áhorfandans.
Vald Hafdísar á þessum þáttum ber
uppi sýningar hennar og áhorfand-
ann varðar í raun engu hvað við-
fangsefnið er - áhrifin era sterk
hvort sem um er að ræða hlutbundið
málverk eða afstraksjón.
Jón Proppé
Eitt af verkum Ragnheiðar Jónsdóttur.
Verk eftir Amgunni Ýr Gylfadóttur.
...fyrír þá sem vilja láta
f sér heyra
Morgynblaðið/Sverrir
Haukur Björnsson afhendir Davíð Ólafssyni styrkinn.
Davíð Olafsson hlýtur
styrk úr söngmenntasjóði
DAVÍÐ Ólafsson bassasöngvari
hlaut styrk úr Söngmenntasjóði
Marinós Péturssonar að upphæð
500.000 kr. Er þetta í sjötta sinn
sem styrkur er veittur úr sjóðnum,
en stofnfé sjóðsins er dánargöf
Marinós Péturssonar sem var um
árabil kaupmaður í Reykjavík.
Davíð er Keflvíkingur og lauk 8.
stigi frá Söngskólanum í Reykja-
vík vorið 1997. Samhliða söngnámi
lauk Davíð prófi í íslensku og
kennsluréttindum frá Háskóla ís-
lands. Þá um haustið hóf hann
nám við óperudeild Tónlistarhá-
skólans í Vínarborg og lýkur prófi
þaðan nú í vor. Davíð hefur gert
samning við óperuhúsið í Liibeck í
Þýskalandi og mun syngja þar
næstu tvö árin.
Fyrirlestur í LHÍ
DANSKI leirlistamaðurinn Jör-
gen Hansen heldur fyrirlestur í
LHÍ, Skipholti 1, miðvikudaginn
3. maí, stofu 113, kl 12.30. Jörgen
er um þessar mundir gestakennari
við LHI og vinnur með nemendum
að gerð viðarbrennsluofns. Jörgen
er þekktur fyrir að vinna stór verk
í leir, svonefnda „eldskúlptúra".
Þá byggir hann ofn utanum verkið
þar sem því er ætlaður staður, en
ofninn er síðan fjarlægður meðan
verkið er glóandi heitt. Þessi verk
hefur hann unnið á alþjóðlegum
vettvangi.
Jörgen flytur fyrirlestur á
ensku um verk sín og sýnir
skyggnur.