Morgunblaðið - 30.04.2000, Page 20

Morgunblaðið - 30.04.2000, Page 20
20 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000 rllrlt- fRVtUDHUW MORGUNBLAÐIÐ Frá hátíðarhöldunum á 1. maí í Tomsk. Eldri borgarar voru í meirihluta viðstaddra og margir með myndir af horfnum leiðtogum; fyrir sumt af þessu fólki er kommúnisminn trúarbrögð. Konan hélt fast í mynd sína af Stalín. Baráttudagur í Síberíu Rör sem flyfja heitt vatn eru ekki grafin niður þar sem þau liggja um hverfín. Þetta er ódýrara svona, segja menn, en viðurkenna að ekki séu þau augnayndi. Rörin eru hafin upp til að umferðin eigi greiða leið milli blokka. Borffln Tomsk í Síberíu miðri var ein af miðstöðvum k.i'arnorku- iðnaðarins í Sovétríkjun- um. Efnahagsástand hefur verið þar báfft á síðasta áratug, eins og fólk fræddi Þorkel Þorkelsson ljósmyndara um, en hann fylgdist þar með hátíðarhöldum á 1. maí fyrir ári síðan og festi mannlífíð í borginni á fílmu. ÚSSLAND er langstærsta land heims og sum ríki þess stærri en flest þjóðlönd. Þegar ég spurði mann nokkurn hvort langt væri til næstu borgar svaraði hann: „Nei, það er um klukkustundar flug.“ Síbería er land öfganna. Hvergi á jörðu er jafn mikill munur á hitastigi sumars og veturs. Frost getur farið niður fyrir 50 gráður og hitinn upp fyrir 40 gráður á sumrin. Borgin Tomsk í miðri Síberiu var ein aðal kjarorkumiðstöðin í gömlu Sovétríkjunum. Þarvoru framleiddir kjarnaoddar í kjarnorkuflaugar og ýmsir hlutir í kafbáta. Það kann að hljóma sérkenni- lega, þar sem vart fmnst borg sem er fjær sjó. Eftir mikið umrót í rússnesku þjóðlífi síð- ustu árin, þar sem fáir einstaklingar hafa risið til velmegunar, býr þorri fólks við verri kjör en áður. Fullyrt er að 80 prósent alls fjár- magns í rússnesku efnahagslífi fari um Moskvu og St. Pétursborg. Afgangurinn fell- ur hinum borgunum á landsbyggðinni í skaut. Það er ekki mikið til skiptanna. I kjölfarið á falli kommúnismans var ýmsum stórum og óhagkvæmum verksmiðjum lokað og starfs- mennirnir stóðu ráðalausir eftir. Það reyndist ótal fjölskyldum erfið lífsreynsla og að auki hafa margir, sem þó hafa atvinnu, lent í því að fá engin laun greidd mánuðum saman. En neyðin kennir naktri konu að spinna, segir máltækið, og víða í Síberíu má sjá þess merki að lítil og fámenn fyrirtæki séu að reyna að fóta sig í nýju viðskiptaumhverfi. „Róðurinn er að sönnu erfiður en við verð- um að reyna að laga okkur að nýjum tímum,“ segir maður sem ég hitti en hann á og rekur litla húsgagnaverksmiðju. „Við reynum að framleiða innréttingar og húsgögn sem eru í samræmi við þarfir og efnahag viðskiptavina okkar.“ Fyrirtæki sem þetta hafa víða skotið rótum og berjast harðri baráttu fyrir til- verurétti sínum. Ég kom til Tomsk 20. apríl og þá var tíu stiga frost. Daginn eftir tók að hlýna og nokkrum dögum síðar var hitinn kominn í 20 gráður og áin Tomka búin að ryðja sig. Þá upplifði ég alþjóðlegan baráttudag í borginni. Hér á árum áður sáum við í blöðum og sjón- varpi myndir af tilþrifamiklum hersýningum og skrúðgöngum rússneskra hermanna á Rauða torginu 1. maí. Karlar í gráum frökk- um veifuðu valdsmannslega til mannfjöldans ofan af háum svölum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þessum myndum var slegið upp í heimspressunni. Hátíðarhöldin 1. maí í Tomsk voru sem minningarbrot liðins tíma. Fólk byrjaði að safnast saman í miðbænum fyrir klukkan sjö um morguninn. Gamlir kunningjar stungu saman nefjum. Sumir slógu á létta strengi en aðrir voru alvarleikinn uppmálaður. Fánum og borðum var flett sundur og í ljós komu gömul slagorð og mynd- ir af föllnum foringjum,Marx, Lenín og jafn- vel Stalín, en Kommúnistafiokkurinn stóð fyr- ir hátíðarhöldunum. Fólkinu fjölgaði smám saman og þegar dag- skráin hófst voru þarna saman komin fjögur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.