Morgunblaðið - 30.04.2000, Side 27

Morgunblaðið - 30.04.2000, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000 27 Morgunblaðið/RAX með brjósldos séu mjög vanræktir í Svíþjóð. „Sjúklingur sem fær brjósklos á Islandi á kost á fyrsta flokks meðferð án tafar og oft eru menn komnir til starfa 3-4 vikum eftir að brjósklosið gerir vart við sig. I Svíþjóð lita menn einfaldlega svo á, að þar sem brjósklos sé ekki lífs- hættulegt geti sjúklingamir farið á biðlista og á þá lista komast þeir ekki fyrr en þeir hafa reynt verkjalyf og rúmlegu í að minnsta kosti þrjá mán- uði. Þetta er hrópleg framkoma við fólk, ekki bara sjúklingana sjálfa, sem þurfa að þjást mánuðum saman, heldur einnig vinnuveitendur og samfélagið allt, því það er dýrt að hafa manneskju rúmliggjandi heima í hálft eða eitt ár sem gæti verið í fullri vinnu ef hún kæmist í klukku- stundar langa aðgerð. Þessi einföldu sannindi hafa ekki mnnið upp fyrir stjórnendum sænska heilbrigðis- kerfisins. Tryggingarfélög átta sig hins vegar á þessu og ég er kominn í samband við tvö stór tryggingarfé- lög, sem vilja auðvitað koma fólki til vinnu á ný, í stað þess að greiða sjúkrabætur mánuðum saman.“ Deildin á íslandi stenst allan samanburð Steen Magnús er Reykvíkingur, sonur hjónanna Margrétar B. Þor- steinsdóttur kennara og Torbens Friðrikssonar, sérfræðings í fjár- málaráðuneytinu. I Svíþjóð hefur hann búið sér heimili með sambýlis- konu sinni, Heléne Westrin svæfing- arhjúkrunarfræðingi og dóttur þeirra, Ellen Katarinu, sem er tæp- lega tveggja ára. Hann á tvö böm heima á Islandi með fyrrverandi eig- inkonu sinni, Maríu Olafsdóttur sér- fræðingi í heimilislækningum, ný- fermdan soninn Einar Búa, 14 ára og dótturina Unu Björgu, sem er tíu ára. Steen Magnús á oft leið heim og enn oftar nú, eftir að eldri börn hans tvö fluttu þangað með móður sinni. Á síðasta ári keypti hann litla íbúð í Reykjavík, þar sem hann og fjöl- skylda hans eiga athvarf í íslands- heimsóknum. Undanfarin þrjú sumur hefur hann notað sumarfrí sín í Svíþjóð til að vinna þar sem áhugi hans á heila- skurðlækningum vaknaði, á Borgar- spítala, sem nú heitir Landspítali- háskólasjúkrahús. „Deildin heima stenst fyllilega samanburð við bestu heilaskurðdeildir á hinum Norður- löndunum, bæði vegna hæfni skurð- læknanna sjálfra og alls annars starfsfólks. Tækjakostur er góður, til dæmis hefur deildin yfir fullkom- inni skurðsmásjá að ráða. Eg fann engan mun á því að starfa heima og á deildinni í Linköping. Það eina sem hægt var að gagnrýna voru þrengsli á skurðstofunni, en nú er verið að byggja nýja skurðstofu, svo sá vandi verður úr sögunni.“ Nokkrir íslenskir sjúklingar hafa gengist undir aðgerð á heilaskurð- deild sjúkrahússins í Linköping. „Við eigum ekki formlegt samstarf við sjúkrahúsin á íslandi, en fyrsta sumarið sem ég var að vinna heima, fyrir þremur árum, kom til mín sjúklingur með æxli sem mér fannst ekki ráðlegt að láta fjarlægja þar. Yfirlæknirinn minn, Jan Hillman, gerði aðgerðina með mér úti í Sví- þjóð og hún tók tuttugu tíma, en heppnaðist vel. Eftir það hafa tveir sjúklingar komið til okkar frá ísl- andi og ef til vill verður eitthvert framhald þar á.“ Steen Magnús segir að bestu heilaskurðdeildir taki stundum þann kostinn að senda sjúklinga annað, enda séu sjúkdómar svo margvísleg- ir að ekki sé hægt að ætlast til að sérþekking á þeim öllum liggi á ein- um stað. „Við sendum fólk með ákveðna sjúkdóma frá Linköping til Gautaborgar eða Stokkhólms, ef nauðsyn krefur. Viss tilfelli eru svo sjaldgæf, að þau koma aðeins til kasta okkar þriðja eða fimmta hvert ár. Það segir sig sjálft að við búum ekki yfir sambærilegri þekkingu á slíkum tilfellum og þeir læknar, sem hafa sérhæft sig í slíku.“ „Efst á baugi undan- farin 3-5 ár er svoköll- uð neuro navigation, sem er líklega hægt að kalla siglingafræði taugalækninga. Á sýningu, sem haldin var í tengslum við ársþing bandarískra heilaskurðlækna, var mikil áhersla lögð á þessa tækni. getum ekkert gert til að bæta upp- haflega skaðann sem hefur þegar orðið þegar sjúklingur kemur til okkar. Starf okkar miðast allt að þvi að grípa inn í og draga eins og mögu- legt er úr keðjuverkuninni og út- breiðslu afleiðinga upphaflega skað- ans. En þrátt fyrir allar framfarir, þá höfum við enn ekkert tæki í hönd- unum sem sýnir okkur blóðflæðið, og þar með súrefnisstreymið, til heilans jafnóðum. Nú er reyndar til ein að- ferð til að mæla súrefnisstreymi til heilans, en hún er eingöngu notuð í rannsóknarskyni, enda of umfangs- mikil og dýr til að nota á gjörgæslu. Okkur vantar einfalt tæki, sem sýnir blóðflæði til heilans, og helst ólíkra hluta hans, jafnóðum." Steen Magnús og Jan Hillman veltu lengi fyrir sér hvaða tækni gæti nýst þeim við hönnun slíks tæk- is og nú telja þeir sig komna á sporið. Þeir nutu liðsinnis Áke Öberg pró- fessors í Ijóstæknifræði við hönnun tækis, sem lýsir upp höfuðið með leysigeisla og nemur svokölluð Dopplerhrif, eða breytingu á ákveð- inni tíðni, sem er sama eðlisfræðifyr- irbæri og notað er til að mæla hraða reikistjarna og sólkerfa úti í geimn- um. „Enn eru mörg ljón í veginum, enda er erfitt að fá mynd af heilanum í gegnum húð, bein og heilahimnu. Við fengum styrk úr sænskum nýs- köpunarsjóði til að þróa tækið og réðum tæknifræðing til að gera frumgerð af því. Nú er tækið tilbúið og á næstu mánuðum ætlum við að prófa það við rannsóknir á grísaheil- um. Eg reikna með að það taki ekki langan tíma að sjá hvort tækið er nýtanlegt. Ef allt gengur að óskum, þá er næsta skref að sýna fram á að tækið sé skaðlaust mönnum." Ekki er hægt að segja til um það nú hve langan tíma það myndi hugs- anlega taka að koma tækinu í notkun á sjúkrahúsum. „Ef þessi hugmynd okkar reynist haldbær, þá verður þessu tæki tekið fegins hendi af heilaskurðlæknum um allan heim. Á læknaþingi um heilagjörgæslu í Belgíu, sem ég sótti á síðasta ári, voru kollegar mínir sammála um að slíkt tæki yrði mikið framfaraskref og myndi valda byltingu í gjörgæslu heilasjúklinga.“ Brjósklosaðgerðir í hjáverkum Steen Magnús lætur ekki staðar numið við heilaskurðlækningar og hönnun gjörgæslutækja. Á næstunni hyggst hann opna eigin stofu í Lin- köping, en segir enga hættu á að þar takist hann á við heilaskurðlækning- ar. Hins vegar sé fjöldi sjúklinga á biðlista í Svíþjóð eftir minni aðgerð- um og hann ætli að gera sitt til að stytta þann biðlista eitthvað. „Allt frá því að ég fékk sérfræðileyfið hef ég velt fyrir mér að opna stofu. Heil- brigðiskerfið í Svíþjóð hefur hins vegar alltaf verið mjög miðstýrt og læknar hafa ekki haft mikið svigrúm til að reka eigin stofur. Núna blása hins vegar aðrir vindar. í Stokk- hólmsléni hefur til dæmis verið ákveðið að bjóða út alla heilsugæslu, sem hefði nú þótt saga til næsta bæj- ar fyrir nokkrum árum. Heilbrigðis- ráðherrann hefur að vísu heitið því að spyrna við fótum, en fæstir efast um að heilbrigðiskerfið verði einka- rekið í auknum mæli. Þessar breyt- ingar hafa hvatt mig til að reyna fyr- ir mér, en ég hef hugsað mér að reka stofuna samhliða starfinu hjá sjúkrahúsinu, enda er sá háttur hafður á þar að borga yfirvinnu með frídögum, svo ég get líklega starfað á stofunni einn dag í viku.“ Steen Magnús segir að sjúklingar Full búð af bútasaumsefnum VIRKA Opið Mánud.-föstud. kl. 10-18, Mörkin 3, sími 568 7477. lokað á lau. frá 1. júní. Hugað aé heilsunni l LYSI J kalk 'vœsSk wƧ wfflrSsUfA I góðum maium m Blóðsykursmæling Kólesterólmæling BMI mæling Þyngdarmæling Blóðþrýstings /púlsmæling Vefjafitumæling Róðgjöf við . lyfjanotkun a getur þú koi m hjúkrunarfK ur verða til Allar mælingar verða skróðar í þína eigin bók sem afhent verður við fyrstu heimsókn Vinsamlegast geymið auglýsinguna 2. maí , verður hugað að heilsunni í Apótekinu Iðufelli frá 14.00 til 18.00 3. maí, verður hugað að heilsunni í Apótekinu Suðurströnd, Seltjarnarnesi frá 14.00 til 18.00 4. maí, verður hugað að heilsunni í Apótekinu Spönginni í Grafarvogi frá 14.00 til 18.00 5. maí, verður hugað að heilsunni í Apótekinu Nýkaupi í Mosfellsbæ frá 14.00 til 18.00 8. maí, verður hugað að heilsunni í Apótekinu Hagkaupi í Skeifunni frá 14.00 til 18.00 Apótekið er á eftirtöldum stöðum: Smáratorgi 1, Kópavogi * Smiðjuvegi 2, Kópavogi * Kringlunni 8-12, Nýkaupi Spönginni 13, Grafarvogi * Iðufelli 14, Breiðholti * Skeifunni 15, Hagkaupi Suðurströnd 2, Seltjarnarnesi * Fjarðargötu 13 - 15, Firði í Hafnarfirði Þverholti 2, Nýkaupi f Mosfellsbæ * Furuvöllum 17, Hagkaupi Akureyri Hugum saman að heilsunni þinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.