Morgunblaðið - 30.04.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000 35
FRÉTTIR
Arsfundur Lífeyrissjóðsins Framsýnar
7% kjarabætur til líf-
eyrisþega samþykktar
A ARSFUNDI Lífeyrissjóðsins
Framsýnar, sem haldinn var 26.
april sl., var samþykkt tillaga
stjórnar sjóðsins um að auka rétt-
indi sjóðfélaga frá og með 1. júlí
2000. Lífeyrisgreiðslur þeirra sem
fá elli-, örorku- eða makalífeyri úr
sjóðnum munu þá hækka um 7%.
Jafnframt munu stig annarra sjóð-
félaga hækka um sömu prósentu.
Á fundinum var kynnt góð af-
koma lífeyrissjóðsins á síðasta ári
en hrein raunávöxtun sjóðsins var
14,72% og hækkuðu eignir hans
um 9 milljarða króna milli ára eða
um 23%. Hrein eign til greiðslu líf-
eyris í árslok var 45,6 milljarðar
króna.
Greint var frá stofnun verð-
bréfafyrirtækis sem Lífeyrissjóð-
urinn Framsýn og Lífeyrissjóður
Norðurlands stofnuðu síðastliðið
sumar. Eitt aðalmarkmiðið með
stofnun þess var að fá beinan að-
gang að Verðbréfaþingi Islands.
Aðild að Verðbréfaþinginu var
samþykkt í desember sl. og eru
sjóðirnir fyrstu lífeyrissjóðirnir til
að fá beinan aðgang að verðbréfa-
markaðinum.
Nýr framkvæmda-
stjóri ráðinn
Framkvæmdastjóraskipti verða
hjá sjóðnum 1. júlí nk. en þá mun
Karl Benediktsson láta af störfum
eftir 30 ára farsælt starf, fyrst hjá
Lífeyrissjóði Dagsbrúnar og
Framsóknar og síðar hjá Lífeyris-
sjóðnum Framsýn sem varð til við
sameiningu nokkurra lífeyrissjóða
árið 1996. Karl mun áfram sinna
verkefnum fyrir sjóðinn næstu
þrjú árin.
Við starfi Karls tekur Bjarni
Brynjólfsson, sem starfað hefur
hjá sjóðnum frá árinu 1997, fyrst
sem sjóðstjóri en er nú fram-
kvæmdastjóri Verðbréfamiðlunar
Framsýnar ehf. Hann er 33 ára
löggiltur verðbréfamiðlari og við-
skiptafræðingur frá University of
Bridgeport, Connecticut í Banda-
ríkjunum.
Tveir nýir stjómarmenn voru
kjörnir á ársfundinum þeir Gunn-
ar Björnsson í stað Birgis Guð-
jónssonar og Ragnar Árnason í
stað Unnar A. Hauksdóttur.
Stjórn sjóðsins skipa: Halldór
Björnsson, formaður, Þórarinn V.
Þórarinsson, varaformaður,
Bjarni Lúðvíksson, Guðmundur Þ.
Jónsson, Gunnar Bjömsson, Helgi
Magnússon, Ragnar Árnason og
Þómnn Sveinbjörnsdóttir.
Til sölu
laglegt eintak af
Nissan Patrol 2.8 SE, árgerð 1998
Ekinn 29.000 km.
Dökkgrænn (DR2) • 5 dyra • Dísel • Beinskiptur (5 gíra)
• 33 tommu breyting • Álfelgur fundmetal 15 tommu 15x8
• Tölvukubbur • Dráttarbeisli meö aukarafmagnstengi frá Altenator
• Krómgrind • Vindskeið, samlit • Varadekkshlíf króm, samlit
• Toppbogar • Kenwood geislaspilari • Ljósahlífar • Húddhlíf
Upplýsingar í sima 561 1552 og 899 2853
www.mbl.is
Velkomin
um
borð.
Nýr BMW 3 touring.
sáas^w 'v"
-’-v/ á' í*
Þú sérö strax viö fyrstu sýn að BMW 3 touring á sér engan sinn líka.
Frábær hönnun með áherslu á samræmi smáatriða, vönduð þægileg
innrétting í miklu og vel skipulögðu innra rými auk sportlegra eiginleika
gera akstur á BMW 3 touring að frábærri upplifun. Komdu og prófaðu!