Morgunblaðið - 30.04.2000, Síða 41

Morgunblaðið - 30.04.2000, Síða 41
 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000 41 MINNINGAR ' + Sigurlaug Sig- urðardóttir fæddist að Höfða í Dýrafírði 11. janúar 1914. Hún lést á St Jósefsspítalanum í Hafnarfirði 17. apríl siðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Mar- grét Jóna Petrína Arnfinnsdóttir, f. 21.6. 1895 í Ytri- Mýrarhreppi, d. 14.1. 1969 og Sigurður Jónsson, f. 10.7. 1888 á Næfranesi íMýrar- hreppi, d. 11.3. 1941, fórst með línuveiðaranum Pét- ursey ÍS 100. Systkini Sigurlaug- ar eru: Lilja, f. 1.5. 1915; Sigurð- ur Pétur, f. 25.3. 1917, d. 9.4. 1945, línuveiðaranum Fjölni; Jón Þorsteinn, f. 22.1. 1920; Arnfríð- ur Kristjana, f. 30.7. 1923, d. 5.4. 1999; Einar Garðar f.23.7. 1927, d. 19.4. 1990; Jóhann Sigurlíni, f. 8.7. 1928; Gunnar, f. 6.5. 1931; Guðmundur Kristján, f. 3.3. 1934. Sigurlaug giftist 8.12. 1934 Ég hef kvatt kæra ömmu mína í hinsta sinn. Það er alltaf erfitt að sjá á bak þeim sem eru okkur kærir og venjulega kemur dauðinn hvorki vel- kominn né fagnandi en þegar hann kemur þar sem hans er vænst og ósk- að er hann lausn fyrir þá sem þjást. Sigurlaug amma mín var fædd á Höfða í Dýrafirði árið 1914 og var því 86 ára er hún lést eftir strangt veik- indastríð. Hún hefur lifað tímana tvenna eins og þeir sem fæddir eru á fyrstu árum aldarinnar, fæddist í torfbæ en bjó á 6. hæð í blokk síðustu árin. Eftir að ég flutti til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum kynntist ég ömmu mjög vel og við áttum margar góðar stundir saman sem ég nú minnist með þakklæti. Sagði hún mér þá oft frá liðnum tímum en hún ólst upp við kröpp kjör og kynntist ung striti og erfiðisvinnu og varð það hennar hlutskipti að vinna mikið alla tíð og því var henni umhugað um bar- áttu verkafólks fyiir bættum kjör- um. Amma var einnig mjög ákveðin kona sem hafði skoðanir á öllum hlut- um, hvort sem rætt var um þjóðmál almennt eða persónuleg málefni. Eins og margir af hennar kynslóð var amma ekki ginnkeypt fyrir nýj- ungum og vildi halda í það gamla eins og mögulegt var og nýta til hins ýtr- asta. Amma var mikil handavinnukona og ófáar lopapeysurnar og sokkamir sem eftir hana liggja og við barna- börnin nutum góðs af. Fallegur gróð- ur og blóm áttu hug hennar alla tíð og hún var vel að sér í íslensku flór- unni. Amma hafði yndi af útiveru og fór í gönguferðir á meðan heilsan leyfði. í fyrrasumar fórum við í nokki-ar ferðir um höfuðborgarsvæð- ið og nágrenni, m.a. til Þingvalla og fleiri staða. Kom þá vel í ljós draum- ur hennar um að eignast lítið sumar- SIMI551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AOAI S TKÆ'l'I ili • 101 1U YKJAYÍk Dtivid htger Úirifnr IJtfanusíj. I ’tfmnstj. ('tfnnmtj. LÍ KlvISTUVI N Nl ISTOIA EWINDAR ÁRNASONAR Símoni Albínusi Nikulássyni, f. 1.3. 1898, d. 30.5. 1960. Árið 1970. hinn 20.6., giftist Sigur- laug Gísla Guð- mundssyni, f. 26.6. 1916, d. 29.11. 1998. Börn Sigurlaugar og Símons Albínusar eru 1) Jónas Agúst, f. 2.5.1935. 2) Asdís, f. 28.3. 1944, gift Bjarna Garðarssyni, f. 8.9. 1943, börn þeirra eru: a) Hrefna, f. 30.10. 1964, gift Gunnari Helga Guð- mundssyni,f. 12.10. 1956, börn þeirra eru: Ásdís, f. 15.7. 1989, Katrín, f. 30.11 1994. b) Þröstur, f. 23.5. 1969, maki Áslaug Þórð- ardóttir, f. 21.10. 1965. c) Sigur- laug María, f. 28.9. 1974, maki Halldór Eraclides, f. 28.7. 1971 bam þeirra Lovísa Ósk, f. 21.12. 1996. Útför Sigurlaugar fór fram 27. apríl í kyrrþey. hús til að geta verið nær náttúrunni og dvalið þar yfir sumartímann með- an gróðurinn skartar sínu fegursta. Amma var gestrisin kona og gerði vel við þá er sóttu hana heim, bæði í mat og drykk, og tók ekki annað í mál en að gestir hennar þægju ein- hverjar góðgerðir. Þrátt fyrii' að hún gæti vart mælt fyrir þjáningum und- ir það síðasta bauð hún gestum sín- um ætíð upp á góðgæti sem hún átti í handraðanum og lýsir það vel hlýju hennar og gestrisni í garð þeirra sem henni þótti vænt um. Blessuð sé minning ömmu Sigurlaugar. Ég sendi þér kæra kveðju, núkominerlífsins nótt Þig umveQi blessun og bænir, égbiðaðþúsofírrótt Þótt svíði sorg mitt hjarta, þá sælteraðvitaafþví, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þáauðnuaðhafaþighér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þótt þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hrið þín minning er ljós sem lifir oglýsirumókomnatíð. (Þórunn Sig.) Þröstur Bjamason. Elsku amma mín, mér brá svo þegar ég sá þig, hinn 20. febrúar sl. Þú varst í rúminu og þú varst ekki eins hraust og áður. Eg grét yfir þér og þú sagðir mér að ekki þýddi að gráta. Ég gisti hjá þér í nokkra daga og annaðist þig, en ég hef aldrei fyrr annast neinn undir slíkum kring- umstæðum. Ég aðstoðaði þig eins og ég gat. Við sátum og þú reyndir að koma niður nokkrum sopum af malt- öli. Seinna fékk ég þig til að fara á sjúkrahúsið og þú vildir að ég og hann Þröstur færum með þig. Daginn sem þú fórst pökkuðum við niður helstu hlutum fyrir þig og þú varst þögul. Þú vissir að þú kæmir ekki aftur heim til þín. Við systkmin báðum mömmu að fara suður til þín og hún var daglega hjá þér þar til yfir lauk. Elsku amma mín, við söknum þín. Nú er komin þín hvíld og ró. Af hjarta léttir þér. Sofðunúctjúptogvært, elskuammamín. Sigurlaug, Halldór og Lovísa Ósk, ísafirði. Blómastofa Frídjtnns Suöurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK___________________ Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960,fax: 587 1986 Vesturhlíð 2 Fossvogi Simi 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Utfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja £ £ % ^ UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. SIGURLAUG SIG URÐARDÓTTIR 1899 t Okkar ástkæri sonur, stjúpsonur, faðir, bróðir og afi, HRAFN HAUKSSON, Reynimel 51, Reykjavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 26. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd okkar allra, Haukur Óskar Ársælsson, börn, systkini og aðrir vandamenn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, fóstur- móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGUNN ÞORVARÐARDÓTTIR, Grænugötu 12, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðviku- daginn 3. maí kl. 13.30. Kristján Einarsson, Krístbjörg Kristjánsdóttir, Stefán Sigurðsson, Guðfinna Kristjánsdóttir, Kristján Magnússon, Árvök Kristjánsdóttir, Einar Kristjánsson, Ársæll Kristjánsson, Heiðrún Kristjánsdóttir, Ásta Sigurðardóttir, Haukur Arnar Árnason, Sólveig Guðmundsdóttir, Dóra Kristjánsdóttir, Vilhjálmur Þ. Snædal, Sveinbjörg Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ( t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, JÓNA KRISTÍN HARALDSDÓTTIR, Grýtubakka 2, Reykjavík, lést á gjörgæsiudeild Landspítalans við Hring- braut, þriðjudaginn 25. apríl. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 3. maí kl. 15.00. Kristján Vernharðsson, Sigríður Gunnarsdóttir, Stefán Hallgrímsson, Haraldur Gunnarsson, Ingibjörg Gísladóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, fósturmóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR ÁSGEIRSDÓTTUR, Hlfð 2, ísafirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki öldr- unardeildar Landspítalans við Hringbraut. Kristján V. Jóhannesson, Jóhannes Jónsson, Sigrún Sigurðardóttir, Ásgeir Magnússon, Svanfríður Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR ÓLAFSDÓTTUR, Bræðraborgarstíg 37, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynningar Krabbameinsfólagsins fyrir einstaka umönnun, skilning og nærgætni. Guð veri með ykkur kæru vinir. Haraldur Karlsson, Karl Þórhalli Haraldsson, Ólöf Haraldsdóttir, Pétur Ottósson, Sigrún Ásta Haraldsdóttir, Þórður Adolfsson, Hjálmar Haraldsson, Svanhvít Ástvaldsdóttir, Jónas Haraldsson, Sigrún Sigurðardóttir, Kristbjörn Haraldsson, Ásdís Ástvaldsdóttir, Sigríður Haraldsdóttir, Magnús Bjarni Baldursson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.