Morgunblaðið - 30.04.2000, Page 55

Morgunblaðið - 30.04.2000, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000 55 FÓLK í FRÉTTUM Leikfélag MA frumsýnir Byltingu CNœturqatinn í kvöld sjá LÉTTIR SPRET simi 587 6080 I kvöld sjá LÉTTIR SPRETTIR um fjörið Dramatískur gam- anleikur í dýralíki Þetta unga fólk á það m.a. sameiginlegt að leika í Byltingu sem Leikfé- lag Menntaskólans á Akureyri frumsýnir á morgun, 1. maí. LEIKFÉLAG Menntaskólans á Akureyri, LMA, frumsýnir leikritið „Animal Farm“ eftir Geogre Orwell í Samkomuhúsinu á Akureyri á morgun, mánudaginn 1. maí kl. 20.00. Leikritið hefur fengið nafnið Bylting, í uppfærslu LMA. Leik- stjóri er Agnar Jón Egilsson en hann leikstýrði einnig Kabarett hjá leikfélaginu á síðasta ári. Alls leggja um 40 manns hönd á plóginn við að koma sýningunni upp, þar af 20 leikarar og annað eins af tæknimönnum, enda um viðamikið verk að ræða. Tónlistar- stjórn er í höndum Elínar Bjarkar Jónsdóttur og Helga Hreiðars Stef- ánssonar. Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, formaður Leikfélags Menntaskól- ans á Akureyri, sagði að þetta verk væri mjög þekkt en það fjallar um rússnesku byltinguna. Hún sagði það jafnframt skemmtilegt að bókin væri notuð í enskukennslu í 3. bekk skólans. „Þetta er dramatískur gamanleikur sem er settur upp í dýralíki, þar sem dýrin gera upp- reisn gegn bónda sínum. Bóndinn hefur kúgað dýrin sín og það líkar þeim illa og þau hrekja hann í burtu og taka við stjórninni.“ Allt gengur þetta nokkuð vel í byrjun, að sögn Fanneyjar Dóru, eða þangað til að svínin taka upp hætti mannanna og fara að stjórna hinum dýrunum. Ástandið er þá orðið svipað og hjá bóndanum forðum sem hrakinn var í burtu og jafnvel verra ef eitthvað er. Fanney Dóra sagði að verkið væri mjög fyndið og dramatískt á köflum og hún mælir með því fyrir alla ald- urshópa. Þetta sé sögulegt verk sem skilji eftir sig boðskap sem hrífi fólk á öllum aldri. Hún gerir ráð fyrir alla vega fjórum sýningum en framhaldið ræðst af aðsókn. Aðstandendur sýningarinnar hafa lagt á sig ómælda vinnu síðustu vik- ur og mánuði. „Krakkarnir eru að gefa alveg rosalega mikið af sér og það er virkilega gaman að sjá hvað hægt er að gera upp úr einu hand- riti. Leikstjórinn er alveg frábær og hann nær upp einstaklega skemmtilegum húmor. Þetta verð- ur alveg æðislegt, krakkarnir eru yndislegir og ég er rosalega stolt af þeim,“ sagði Fanney Dóra. Aðrir fy ri rlesarar eru: Steinunn Sigurðardóttir hönnuður hjá Gucci; 'Hiinmin og framleiðslu á alþjnðavettvangL Stefán Bjargmundsson frá Ríkistollstjóra; »TolIar-ng upprunareglur- & Þórunn Marínósdóttir frá Eimskipafélaginu; »Flntningar og dreifileiðir.. OtflutningsrAð íslands Jafnframt munu íslensk fyrirtæki sem þegar hafa hafið útflutning fjalla um »eigin reynslu í alþjóðamarkaðssetningu. Vi nsamlegast skráið þátttöku fyrir kl. 16:00 þann Oi.mai bjá Útflutningsráði íslands í síma 511- 4000 eða t-póst icetrade@icetrade.is Þátttökugjald er kr. 2900______________________ » » » innifalib eru fundarg gn, hádegisverður og kaffiveitingar. 4.mai kl.8:30- 16:30 Versalir, HalIveigarstig 1 Kaffi og kökur apbtEk har • grili Austurstræti 16 Simi: 5757 900 Úrvalið á veitingasvæði Kringlunnar er fráb !*• Stutt er í bíó og leikhús og bílastæði við innganginn Opið öll kwöld. * -4T ' ' »«- II; Betri kostur • Domino's • Jarlinn • McDonalds • Rikki Chan • Subway Café bleu • Eldhúsið • Hard Rock • ísbúðin • Kringlukráin Krú\a(ea\ 9 VE1TIHBB5THÐIR UPPLVSINBH5ÍMI 5 B B 7 7 8 8 SKRIFSTBFUSÍMI 5 6 8 9 2 UUMVHUMM SiMti Á myndbandi 3. maí mitsleu 1X9 Slwil í»1- MÚPAUMD PUBUmUNOlKOK t4MI> H4.1S1T mmmBsj mmm 'MB SEN NVJUSTU MYNDIRNAR HtST’

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.