Morgunblaðið - 30.04.2000, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 30.04.2000, Qupperneq 64
VlÐ SKIPTAHUC BÚN AÐUR A HEIMSMÆUKVARÐA fltagtiiiHiiMfe nr <Q> NÝHERJI S: 569 7700 MORGUNBLADW, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTIIÓLFS040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, ,AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Stunginn í kviðinn með hnífi 18 ÁRA gamall piltur var stunginn í kviðinn með hnífi á mótum Lauga- vegs og Klapparstígs í Reykjavík um fjögurleytið í fyrrinótt. Hann hlaut alvarlega áverka og var flutt- ur í skyndi undir læknishendur. Hann mun þó ekki vera í lífshættu. Lögregla fékk lýsingu á árásar- manninum og var maður handtek- inn skömmu síðar sem grunaður er um verknaðinn. Rannsókn málsins er á frumstigi en lögreglan lítur málið mjög alvarlegum augum. Fórnarlamb árásarinnar er illa slas- að. Hnífurinn gekk inn í kvið pilts- ins neðan nafla. Hinn grunaði er í **f.aldi lögreglu og verið var að yfir- heyra vitni um hádegisbilið í gær. Líklegt er að farið verði fram á að hinn grunaði verði hnepptur í gæsluvarðhald. Rólað í sólinni VORIÐ er komið. Sólin hækkar á lofti, dagarnir eru hlýrri og kvöldin orðin björt. Það er ávallt mikið ánægjuefni að fá að anda að sér vorloftinu og finna hvernig sólin vermir, skín og gleður. Tryggðu þér betri vaxtakjör og lægri þjónustugjöld með því að sameina kosti Heimilislínu og Heimilisbanka. ® BÚNAÐARBANKINN HEIMILISLÍNAN Traustur banki www.bi.iM FUNDUR vegna kjaradeilu Sjó- mannafélags Reykjavíkur og Sam- taka atvinnulífsins hófst hjá ríkis- sáttasemjara kl. 15 í gær. Verkfall félagsins er boðað 1. maí. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, segir að viðræð- ur hafi verið árangurslitlar til þessa. „Ég tel allt stefna í verkfall á þess- ari stundu,“ sagði hann. „Við höfum boðið Sjómannafélagi Reykjavíkur allt það sem okkur er mögulega stætt á gagnvart öðrum samningum, sem gerðir hafa verið að undanförnu, og erum reiðubúnir að taka mið af sérstökum aðstæðum sjómanna. Kröfugerð þessa 100 manna hóps gengur að mínu mati út á það að brjóta á bak aftur þá launa- stefnu sem samið hefur verið um við tugþúsundir launafólks.“ SA segir sjómenn kreíjast 70 þúsund króna hækkunar Ari Edwald sagði sjómenn í raun ekki láglaunahóp. Þeir hefðu lagt áherslu á að farið yrði með lægsta taxta úr 78 þúsund krónum í 100 þúsund en fáir eða engir væru á þeim taxta. „Laun sjómanna eru samsett á annan hátt en laun fólks í landi. Það liggur fyrir að meðallaun háseta á farskipi eru um 212 þúsund krónur á mánuði miðað við 12 mán- aða vinnu á ári en það samsvarar 250 þúsund króna tekjum í landi þegar tekið er tillit til sjómannaaf- sláttar en vinna sjómanna er þannig skipulögð að þeir eru 8 mánuði á sjó og fjóra í landi. Kröfugerð Sjó- mannafélagsins felur að mati okkar í sér 70 þúsund króna hækkun á mán- uði á þessum heildartekjum.“ Að sögn talsmanna skipafélag- anna eru þau þegar farin að gera ráðstafanir vegna yfírvofandi verk- falls. Fyrstu skipin munu að óbreyttu stöðvast strax í næstu viku. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Þunglega horfír í kjaraviðræðum farmanna og S A V erkfall y fírvofandi á kaupskipaflotanum Flest felög’in sam- þykkja FLEST þeirra nærri 40 verka- lýðsfélaga innan Verkamanna- sambands íslands úti um land sem síðustu daga hafa verið að greiða atkvæði um nýgerða kjarasamninga hafa samþykkt þá. Verkalýðsfélag Öxarfjarð- ar felldi samninginn með 57% atkvæða gegn 43% en 36% fé- lagsmanna greiddu atkvæði. Þá felldu verkalýðsfélögin Ald- an og Fram á Sauðárkróki einnig samningana. Felldur var sérkjarasamn- ingur sem gerður var við starfsmenn hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi en verkalýðsfélagið á Selfossi samþykkti og gera Samtök at- vinnulífsins athugasemd við framkvæmd atkvæðagreiðsl- unnar. Mjólkurfræðingar komu til fundar við viðsemj- endur sína hjá ríkissáttasemj- ara í gærmorgun og flugfreyj- ur ræddu einnig við viðsemjendur sín í gær. Afstaða SA óbreytt Ari Edwald, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði að þótt niðurstöður væru ekki komnar frá öllum félögun- um væri ljóst að yfirgnæfandi meirihluti þeirra hefði sam- þykkt samningana og kvaðst ánægður með þá stöðu. Hann sagði að Samtök atvinnulífsins myndu hins vegar gera at- hugasemd við framkvæmd at- kvæðagreiðslunnar á Selfossi. „Við höfum ekki tekið ákvarðanir um hvernig unnið verður úr stöðunni á Sauðár- króki eða á öðrum stöðum sem kynnu að fella. Afstaða okkar til þess um hvað samningarnir geti snúist um hefur að sjálf- sögðu ekki breyst þrátt fyrir það,“ sagði Ari og kvaðst búast við að ríkissáttasemjari myndi kalla aðila til fundar fljótlega. Verkfall skellur að líkindum aftur á 4. maí þar sem samn- ingar eru ekki samþykktir. 15% minni bílasala fyrstu þrjá 0 * mánuðina 15,7% SAMDRÁTTUR er í sölu á nýjum fólksbílum fyrstu þrjá mánuði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Sölusamdrátturinn í apríl mánuði er enn meiri, eða 23%, miðað við apríl í fyrra. Fyrstu þrjá mánuð- ina höfðu selst 4.395 fólksbílar sam- anborið við 5.214 bíla í fyrra sem er fækkun upp á 819 bíla. Þegar einstakar tegundir sem seljast í einhverju magni eru skoðað- ar sést að dregið hefur úr sölu á sölu- hæstu gerðunum, Toyota og VW, um 9,3% og 5,5%, fyrstu þijá mánuðina. Sömuleiðis hefur sala á Honda dreg- . ^gjst saman um 41,3%, Isuzu um 39,6%, Peugeot um 38,6%, Mitsu- bishi um 34,7% og Suzuki um 33,6%. Hins vegar er 8% söluaukning á Hyundai-bílum og 4,6% á Opel fyrstu þrjá mánuðina. Kappakstur á Sæbraut á 146 km hraða TVEIR ungir ökumenn voru stöðvaðir á bílum sínum á Sæbraut til móts við Skeiðar- vog rétt eftir miðnætti aðfara- nótt laugardags þar sem þeir þreyttu kappakstur, að því er talið er. Bílarnir voru mældir á 146 km hraða en þarna er 60 km hámarkshraði. Mennimir voru báðir sviptir ökuréttindum á staðnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.