Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 '27 síðar breyttist starfsemin þannig að allir þeir sem þurftu á sjúkaþjáflun að halda voru teknir þar til með- ferðar, en börn hafa alla tíð setið í fyriirúmi á Æfingastöð SLF. Sjúkraþjálfarar margir erlendir Pegar starfsemin byrjaði á Sjafn- argötunni var ég eini íslenski sjúkraþjálfarinn,“ segir hún. „Hauk- ur Kristjánsson hafði verið ráðinn sem yfirlæknir en hann veiktist af mænuveiki og gat ekki hafið störf í byrjun, en kom síðar til starfa og var yfirlæknir stöðvarinnar um ára- bil. Þá var danskur læknir ráðinn til Æfingastöðvarinnar, Dr. Bodil Eskisen, ásamt sjúkraþjálfurum og hjúkrunarfræðingum. Þessi hópur starfaði saman á Grænlandi fáum árum áður þegar þar geysaði mænuveikisfaraldur. Sjúkraþjálfar- ar við Æfingastöðina voru flestir er- lendir lengi framan af, einkum frá Þýskalandi. Þetta voru duglegar konur sem voru fúsar til að koma og vinna hér. Sjúkraþjálfaramir komu frá fleiri þjóðlöndum eins og Sví- þjóð, Hollandi, Noregi og Sviss. Gallinn var hins vegar sá að þær réðu sig aðeins til eins árs. Þegar þær voru orðnar sæmilega færar í málinu voru þær farnar. Eg held að við kunnum ekki nógsamlega að meta það nú að hafa stöðugan vinnukraft." Jónína segir skondna sögu af tveimur sjúkraþjálfurum, færeyskri og danskri. Þær buðu íslenskum samstarfskonum sínum heim um jól í rjúpur því það átti að gera vel við þær. Þegar átti að taka til matarins kom í ljós að þær höfðu gieymt að taka innmatin innan úr rjúpunum og brögðuðust þær því hálf ein- kennilega. „Þannig má gera ráð fyr- ir að erlendir sjúkraþjálfarar hafi kennt okkur mikið og lært talsvert af dvöl sinni á íslandi," bætir Jónína við og kímir. Þurfti að bera sjúklingana á milli hæða „Strax í upphafi var keypt bifreið til Æfingastöðvarinnar og ráðinn bifreiðastjóri, Sigurður Ólafsson, sem annaðist akstur sjúklinganna eftir því sem hægt var. Þá voru sjúklingarnir fluttir frá Heilsu- verndarstöðinni og á Sjafnargötuna. Þetta var gert að danskri fyrir- mynd. Sigurður starfaði hjá Æf- ingastöðinni þangað til fyrir tveim árum. Það var meðal annars í hans verkahring að bera sjúklingana inn í og úr bflnum því á þeim tíma var talið óæskilegt að lamaðir reyndu að stíga í fæturna." Jónína segir að húsið á Sjafnar- götunni hafi verið mjög skemmtilegt en þetta var einbýlishús á þremur hæðum og því mikið af tröppum. „Húsið var því óhentugt þótt þjálf- unaraðstaða væri þar góð miðað við þá tíma. Það stóð alltaf til 'að setja lyftu utan á húsið en það varð aldrei úr því. Þess vegna þurfti starfsfólk- ið að bera sjúklingana á milli hæða sem var oft erfitt. Jónína heldur áfram að lýsa að- stöðunni og segir að í kjallara húss- ins hafði verið stórt þvottahús en ákveðið var að byggja þar litla æf- ingalaug sem kom sér vel. „Síðan hefur alltaf verið boðið upp á æfing- ar í vatni hjá Styrktarfélaginu. Við húsið var afar fallegur garð- ur. Á góðviðrisdögum naut starfs- fólk og sjúklingar þess að sitja úti eða rölta um garðinn. Garðurinn var óspart notaður til gönguþjálfunar og komið gat fyrir að farið var út með dýnurnar og æft þar. Ingveldur Jónsdóttur starfskona hjá Æfingastöðinni, sem hafði unun af blómarækt, sá um garðinn meðan félagið starfaði þar eða í hartnær tvo áratugi. Kvennadeildin stofnuð Fljótlega eftir að Æfmgastöðin var opnuð á Sjafnargötunni kom til starfa bandarísk stúlka sem var fyrsti iðjuþjálfinn sem starfaði hjá okkur. Hún var fyrst með aðstöðu i kjallaranum við hliðina á sundlaug- inni en eftir nokkur ár var útbúin aðstaða fyrir iðjuþjálfunina í bíl- skúrnum. Það var erfitt að fá iðju- þjálfa til starfa á þessum árum. Námið var lítt þekkt hér á landi og fáir höfðu útskrifast í faginu. Vorum við iðulega með erlenda iðjuþjálfam Morgunblaðið/Ami Sæberg Þjálfun ungbarna er veigamikill þáttur í starfsemi Æfingastöðvarinnar. meðal annarra eiginkonur hermanna af vellinum sem höfðu þessa menntun. Við- höfum alltaf reynt að bjóða upp á iðjuþjálfun. Þegar við gátum ekki fengið lærða iðjuþjálfa unnu hjá okkrn- föndurkennarar. Jónína segir að þar eð samfélagið hafi verið mun minna á þessum árum en nú er hafi starfsfólkið kynnst sjúklingunum og aðstand- endum þeirra mjög vel. „Þó sérstaklega mæðrunum; þá var það venjulega móðirin sem kom fram fyrir hönd barnsins en nú eru það ekk- ert síður feðumir sem koma með bömin í æfingar til okk- ar,“ segir Jónína. „Þegar við opnuðum á Sjafnargötunni vantaði margvíslegan búnað. Við ákváðum því nokkrar konur að stofna kvennadeild Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra. Við aug- lýstum stofnfundinn sem var í Odd- fellowhúsinu í mars árið 1966. Á fundinn kom fjöldinn allur af fólki og mun fleiri en við höfðum búist við. Kvennadeildin hefur frá upphafi haft það að markmiði að aðstoða og styrkja starfsemi SLF. Helsta fjár- öflun deildarinnar var kaffisala, bas- ar og bingó. Tekjum sínum varði deildin til að styrkja endurhæfing- arstöðina og dvalarheimilið í Reykjadal, oft með því að gefa ýms- an gagnlegan búnað. Þá skiluðu konumar ómældri sjálfboðavinnu á mörgum öðram sviðum." Jónína var mjög virk í kvenfélag- inu og starfaði meðal annars sem formaður félagsins. Efnahagsskýrsla tekin af sjúklingunum „Á þessum áram var Styrktarfé- lagið líkt og nú fjármagnað með símahappadrætti og svo fékk það smáaura af hveijum eldspýtustokk sem seldur var,“ segir Jónína. „Það muna margir enn eftir myndinni af manninum með hækjuna sem límd var á hvern eldspýtustokk. Hluti þessa fjár rann til reksturs Æfingastöðvarinnar. Þá vora marg- ir sem höfðu ekki bolmagn til að borga fyrir þjálfunina. Til að ganga úr skugga um hvemig fjárhag sjúkl- inganna væri háttað tíðkaðist að taka af þeim eins konar efnahags- skýrslu, heillangt plagg, til að átta sig á því hvort sjúklingurinn ætti að greiða eitthvað fyrir þjálfunina því greiðslumar fóra eftir efnahag. Síð- ar kom Sjúkrasamlag Reykjavíkur til skjalanna og greiddi þjálfunina að hluta og loks Tryggingastofnun rfldsins.“ Jónína hætti tímbundið hjá Æf- ingastöðinni þegar hún fór með eig- inmanni sínum, Gunnari Baldvins- syni til Danmerkur þar sem hann HótelValhöll hefur opnað að nýju að loknum vetrardvala og bjóðum við gesti velkomna í hið magnaða og sögulega umhverfi í Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Á hótelinu eru 29 notaleg herbergi, öll með snyrtingu, en auk þess er hægt að fá svefnpokapláss. Fundar- og ráðstefnuaðstaðan er engri annarri lík enda nýtur hún mikilla vinsælda. Þar er hægt að halda allt að 300 manna ráðstefnu. í bakgarðinum er mjög notaleg og skemmtileg aðstaða fyrir 10-150 manna grillveislu. Hótel Valhöll er frábær staður til að fagna brúðkaupi og öðrum merkisviðburðum á lífsleiðinni. Aðstaðan er öll hin besta, umhverfið er virðulegt og kynngimagnað. Nýr og glæsilegur matseðill gefur gestum fyrirheit um ógleymanlega máltíð sem framreidd af matreiðslumeisturum hótelsins. Hafðu samband og við útvegum þér allar frekari upplýsingar um staðinn og möguleika hans. Starfsfólk HótelValhallar Hótel Valhöll Lykilhótel • Þingvöllum • 801 Selfoss • Sími 482 2622 • Fax 482 3622 • www.travelnet.is/Lykilhotel/VALHOLL.html
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.