Morgunblaðið - 07.05.2000, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 23
LISTIR
FRAMÚRSKARANDI
Elinborg Liitzen á heimili súiu.
Neytakonur, 1985, dúkskurður, 28,4x30,1 cm.
MYNDLIST
II a 1' n a r b o r g
Svvrrissalur/Apoluk
DÚKRISTUR/
TEIKNINGAR
ELINBORGLÚTZEN
Opið alla daga frá 12-18.
Lokað þriðjudaga
Til 29. maí. Aðgangur
300 krónur í allt húsið.
í NÝÚTKOMINNI bók frá Gyld-
endal í Kaupmannahöfn, Ómeðvitað-
ar gáfur, Þú veist meira en þú held-
ur, eftir Ole Vedfelt, greini-
ngarsálfræðing í anda Jungs, er
eðlisvísunin hafin til vegs. Þeim meir
sem menn rannasaka heilann því
óræðari gáta verður hann, og niður-
stöður sálfræðingsins vísa til þess að
ósjálfráð vitund okkar rúmi nær
ótæmandi þróunarmöguleika. Heila-
kima hvers og eins sé líkust neti sem
rúmar óteljandi skrár til túlkunar
veruleikans og gerð þess mun flókn-
ara öllum tölvunetum, minnir helst á
undrið sem verður er fóstrið þróast
og tekur á sig mynd í móðurkviði, og
engin fær skýrt til fulls. Hátæknin
hefur þó undarlega megi virðast,
hafið skynjunina, tilfinninguna og
hið rennandi blóð til vegs sem aldrei
fyrr, og gert hið óræða enn mar-
græðara. Þessi vísindi rakst ég á í
ritdómi um bókina í bókakálfi nýj-
asta eintaks Weekendavisen á leið-
inni til Hafnarfjarðar, í þeim tilgangi
að rýna í myndverk færeysku lista-
konunnar Elinborgar Liitzen (1918-
95). Varð mér þá hugsað til þess hve
vel niðurstöður sálfræðingsins rím-
uðu við kenningar Goethes í lita-
fræðinni, sem ég reifaði í Lesbók
nýlega, en átti engan veginn von á að
áþreifanlegt dæmi biði mín á leiðar-
enda.
Skynjunin, tilfinningin og eðlisá-
vísunin hafa átt erfitt uppdráttar í
myndlistum á áratugum hvers konar
skilgreiningaáráttu í anda Newtons
og ótal heimspekinga, lífs og liðinna,
þar sem umræðan og niðurstöðurnar
eru orðnar mikilvægari athöfninni.
Þroskamöguleiki beinnar skynjunar
vanmetin til hags fýrir rökfræði og
hópefli, þar sem allt skal skýrt metið
og útlistað ofan í kjölinn.
Þetta skarar myndheim Elinborg-
ar Liitzen ekki svo lítið, því verk
hennar eru rakið skynjanaferli þar
sem ósjálfráð vitundin stýrir hinu
beitta skurðarjárni um myndflötin
og endurvarpar í sífellu sjónrænum
skjalfestingum frá heilahvelum og
skynjanasviði listakonunnar. Hið
ósjálfráða tekur á sig rökrænt form
svipað hinni óformlegu athöfn og
fyrirburði, sem getur allt eins lotið
ströngustu formrænum reglum og
lögmálum, og er hér sjálf náttúran
skýrasta dæmið, jafnt regnið sem
vindurinn.
Dúkskurðarmyndir listakonunnar
bera iðulega í sér fíngert net marg-
víslegra sjónrænna skráninga frá
heimalandi hennar, mikið til í Gerði
og Uppsölum í Klakksvík, í kringum
æskuheimilið og verslunarhúsin, en
þar og á Norðoyri voru enn hús með
torfþökum þá hún var að alast upp.
Hún er færeyskur listamaður fram í
fingurgóma og niður í tær, þótt
kenna megi sterkra áhrifa frá hinum
snjalla danska grafík listamanni
Povl Christensen (1909-77) sem hún
nam hjá í listiðnaðarskólanum í
Bergen, þar sem hann kenndi á ár-
unum 1955-57 og mun mestur
áhrifavaldur um listræna þróun
hennar. Er þó til umhugsunar af
hverju hún vann ekki í tréristu en á
því sviði var lærimeistari hennar
einn sá nafntogaðasti í heimalandi
sínu sem segir ekki svo lítið, galdra-
meistari í skurðinum. Óbeint er
Lutzen þannig afkvæmi þróunar
sem hófst í grafíska skólans við aka-
demíuna í Kaupmannahöfn, þar sem
Christensen nam hjá stofnanda hans
Aksel Jörgensen.
Líkt og lærimeistarinn lýsti hún
margar bækur, og svo sem málarinn
Bárður Jákupsson segir í formála
sem auðvelt er að vera sammála,
missti ævintýramyndefnið smám
saman yfirbragð bókaskreytingar,
síður mögulegt að setja það í sam-
band við ákveðin ævintýri öllu frekar
að það öðlaðist eigið líf milli handa
listakonunnar...
Elinborg Lútzen var svartlista-
maður fram í fingurgóma og á sýn-
ingunni í Hafnarborg eru einvörð-
ungu dúkskurðarmyndir í
svart-hvítu ásamt sýnishomi af
teikningum. Hún hafði þann háttinn
á að nota ekki þrykkpressu heldur
fór hún að dæmi kennarans og
margra annarra grafíklistamanna
tímanna að vinna allt ferlið í höndun-
um, þrýsta vahlega þunnum pappírn-
um niður á myndmótið með spæni
eða trékefli. Nokkuð einhæft, því
einnig er mögulegt að nota skeiðar
og falsbein, en allt þetta þykir fram-
kalla meiri nánd við efnið milli hand-
anna en pressuvinnan, gefur í mörg-
um tilvikum ííngerðari og mattari
áferð. Styrkur listakonunnar fólst
jafnt í fjölþættum hreinum skurði og
formsterkum andstæðum og tel ég
nokkrar myndimar á sýningunni
grafískar perlur en get ekki vísað
sérstaklega til þeirra hér vegna þess
að allt er ónúmerað. Skammturinn
er þó nokkuð stór í jafn takmörkuðu
rými og ekki bæta hinir svem hlut-
drægu trérammar úr skák en þeir
taka full mikið í, er gamall en að
mestu úreltur siður að nota þunga
ramma við grafík, hér hlutleysir
blaðasilfur ólíkt betur en er yfirmáta
dýr útgerð.
Úr hverju horni blasa við gestin-
um sígild þolinmæðivinnubrögð for-
tíðar, þar sém engin málamiðlun
þótti réttlætanleg, ódýrar lausnir og
sull í einþrykki jöðmðu við drottins-
vik. Og hvað mörg verkanna á sýn-
ingunni snertir liggja að baki þeirra
ótal uppköst og umformanir og
kannski mest um vert að listakonan
var aldrei ánægð, alltaf í vafa og ekki
sátt við sjálfa sig. Bárður Jákupsson
segir þannig; að þegar barst í tal að
• FRÆNDI Rameaus er eftir
franska heimspekinginn Denis
Diderot í þýðingu Friðriks Rafns-
sonar. Bókin er í flokki lærdóms-
rita Hins íslenska bókmennta-
félags.
Denis Diderot (1713-1784), lagði
hugmyndagmnninn að frönsku
stjómarbyltingunni 1789 ásamt
fleiri hugsuðum s.s. Voltaire og
Rousseau. Sennilega er Diderot
þekktastur fyrir að hafa ritstýrt
fyrstu frönsku alfræðibókinni sem
kom út um miðja 18. öld, en önnur
verk hans sem nú era talin til
klassískra heimspeki- og bók-
menntaverka em Jakob for-
lagasinni og meistari hans (sem
Mál og mennning gaf út árið 1996)
og Frændi Rameaus.
Diderot skrifaði Frænda Ra-
meaus á áranum 1762-1774. Hún
fjallar um tvo menn, heimspeking
og bláfátækan furðufugl. Þeir taka
tal saman á kaffihúsinu La
setja upp stóra yfirlitssýningu til að
mynda í tilefni 70 og síðar 75 ára af-
mælis hennar var svarið jafnan þvert
nei. Var sannfærð um að myndir sín-
ar væm ekki nógu góðar, og þannig
samansett að ef hún neitaði ein-
hverju varð henni ekki um þokað. Til
að kaupa sér frið sagðist hún eitt
sinn vera búin að eyðileggja öll
myndmót, þannig að ekki væri
mögulegt að þrykkja eftir þeim aft-
ur, en eftir lát hennar komu þau öll
fram þótt eitthvað hafi hún verið
búin að kmkka í þau til viðbótar sum
hver. Engin myndanna er árituð af
listakonunni en þær bera óvéfengj-
anleg kennimörk hennar, en álykta
má að þetta séu ekki eigin þrykk
sökum þess að sum virka merkilega
feit, jafnvel óhrein, miðað við fram-
angreind vinnubrögð, en önnur alveg
brilljant eins og menn orða það.
Régence við Palais Royal í París,
en þangað komu menn um miðbik
18. aldarinnar þeirra erinda að
skrafa saman og tefla. Heimspek-
ingurinn fer að spyrja furðufugl-
inn, sem er frændi hirðtónskáldsins
Rameau (sem var eitt þekktasta
tónskáld Frakka á 18. öld) út í hagi
hans og líðan. Smám saman þróast
samtalið upp í samræðu um þjóðfé-
lagslegt réttlæti og óréttlæti, visku
og fávisku, menntun og uppeldi,
mun snilligáfu og vitfirringar, kyn-
líf ópemsöngkvenna og margt
fleira sem Diderot var hugleikið.
Friðrik Rafnsson ritar einig for-
mála og skýringar. Hann hefur áð-
ur þýtt eina bók eftir Diderot,
Jakob forlagasinna og meistara
hans, og var þýðingin tilnefnd til
Bókmenntaverðlauna Evrópu,
Aristeion.
Frændi Rameaus er 203 bls.,
unnin í Prentsmiðjunni Odda h.f.
Verð: 1.990 kr.
Elinborg Ltitzen fæddist í Klakks-
vík, en frá ellefu ára aldri var hún í
umsjá föðursystur sinnar Ingeborg
Ltitzen í Þórshöfn, þar sem hún gekk
í skóla. Listamenn vom heimagang-
ar hjá Ingeborgu og sat Elinborg
litla fyrir hjá Sámal Joensen Mikines
málara og Janus Kamban mynd-
höggvara og mun þá hafa vaknað hjá
henni löngun til að verða listamaður.
Og þar sem menn greindu hjá henni
ótvfræða hæfileika, kostaði föðurs-
ystirin hana til náms í Kaupmanna-
höfn þangað sem hún hélt 1937.
Seinna er þau Mikines urðu innlyksa
í Kaupmannahöfn á stríðsámnum
átti eftir að þróast vinátta og sam-
dráttur milli þeirra og sem leiddi til
hjúskapar 1944. En eftir að þau flutt-
ust á heimaslóðir eftir stríðið tóku
þau að fjarlægjast hvort annað,
skildu loks 1952 og fluttist þá Mikin-
es aftur til Danmerkur.
Hér er þannig um að ræða verk
einnar mætustu listakonu Færeyja
sem ber á fjörar okkar, sem um
skeið var gift nafnkenndasta málara
þeirra á síðustu öld, og má telja mik-
ilsháttar og væna heimsókn.
Bragi Asgeirsson
Djassað á
Múlanum
HJÁ djassklúbbnum Múlanum
á Sóloni Islandusi leikur Tríó
Omars Axelssonar í kvöld,
sunnudagskvöld, kl. 21. Tríóið
leikur hefðbundna djassstand-
arda og jafnvel einhver íslensk
lög inn á milli. Tríóið skipa
Ómar Axelsson á píanó, Þor-
steinn Eiríksson á trommur og
Leifur Benediktsson á bassa.
Aðgangseyrir 1.000 kr., 500
kr. fyrir nema og eldri borg-
ara.
Bækur
2
hásindraðar,
frostþolnar
postulínsf lísar
þykkt: 8,5 mm.
5 mismunandi litir,
30 x 30 4 20 x 20 sm.
t.
pr. m
TEPPABL'ÐIN
SUÐÚRUNOSBRAUT 26
tr 56a i 9 50