Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Það skilja það nú allir sem vilja skilja að það er ekki kvótakerfínu að kenna þegar allar stofnanir hrynja svona niður, petta er bara hrein og klár flensa. Kynning á nýjustu línunni í innréttingum frá HTH auk 20% afsláttar af öllum raftækjum sem keypt eru með innréttingunni* HTH og Bræðurnir Ormsson eiga um þessar mundir sitt fyrsta sameiginlega afmæli og ætlum víð af því tilefni að efna til sérstakra eldhúsdaga þar sem nýja línan frá HTH verður í aðalhlutverki. Spónlagður kirsuberjaviður og gegnheilt birki einkennir nýjustu straumana sem liggja frá hinum danska framleiðanda sem getið hefur sér orð fyrir glæsilega hönnun og vinalega verðlagningu. A eldhúsdögum fást líka öll önnur raftæki í verslun okkar með 20% afslætti (með innréttingunni) og því geta húseigendur sparað sér umtalsverðan tíma og fjármuni á þessum dögum. Veríð velkomin í glæsiiegan sýningarsal okkar á 3.hæð í Lágmúlanum Opið í dag kl. 13-17 *Venjulega merkja svona stjömur einhverjar leiöinlegar takmarkanir á þvf hvað fellur undir skilmálana en í þessu tilfelli er það heldur betur á hinn veginn. Viö erum ekki bara að tala um hin ýmsu tæki í eldhúsið, stór sem smá, heldur sjónvörp, hljómtæki, myndavélar og hvað eina sem fæst í búðinni okkar í Lágmúlanum - og hana nú. Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is Ráðstefna um Evrópusamruna Staða minni ríkja Baldur Þórhallsson RÁÐSTEFNA um stöðu minni ríkja í Evrópu verður haldin á Hótel Sögu í sal A á þriðjudaginn nk. og hefst hún klukkan 13. Það er stjórnmálafræðiskor Há- skóla íslands, Félag um vestræna samvinnu, Varð- berg og Félag stjómmála- fræðinga sem standa að þessari ráðstefnu. Dr. Baldur Þórhallsson hefur skipulagt ráðstefnuna í samvinnu við fleiri, en doktorsritgerð hans fjaUaði um stöðu smærri ríkja inn- an Evrópusambandsins. Hann var spurður um markmið ráðstefnunnar. „Markmið hennar er að fjalla um hvemig smærri ríkjum í Evrópu gengur að fóta sig í þeim miklu breytingum sem nú eiga sér stað í álfunni. Það má í rauninni segja að ráðstefnan sé þrískipt. Fyrst verður svokall- aður Schuman-fyrirlestur sem haldinn er í tilefni Evrópudagsins, í öðm lagi verður fjallað um stöðu Noregs og Sviss og stöðu smærri ríkja innan Evrópusambandsins og í þriðja lagi verður fjallað um öryggis- og vamarmál í Evrópu og hvernig smærri ríkjum gengur að aðlagast þeim breytingum sem em að verða í þeim málaflokkum." -Hver heldur þennan Schu- man-fyrirlestur? „Bertel Haarder sem er þing- maður Dana á Evrópuþingi og var menntamálaráðherra Dana frá 1982 til 1993. Schuman-fyrirlestur er haldinn árlega í flestum ríkjum Evrópu í tilefni þess að 9. maí 1950 setti Róbert Schuman, utanríkis- ráðherra Frakklands, fram áætlun um Kola- og stálbandalagið sem er undanfari Evrópusambandsins. Fastanefnd framkvæmdastjómar Evrópusambandsins stendur að þessum fyrirlestri og stefnt er að því að slíkur fyrirlestur verði hald- inn hér á landi árlega í samvinnu við Háskóla íslands, en í ár era fimmtíu ár frá því að þessar fyrstu hugmyndir sem leiddu til stofnun- ar Evrópusambandsins litu dags- ins Ijós.“ - Hver er staða smæiri ríkjanna innan Evrópusambandsins núna? „A ráðstefnunni ætlum við eins og fyrr kom fram að fjalla um stöðu Noregs og Sviss í Evrópu- samrunanum, en þessi tvö lönd era í svipaðri stöðu og ísland. Þess vegna held ég að það sé mjög fróð- legt fyrir okkur að heyra álit fræðimanna á því hvernig þeim gengur að fóta sig í öllum þessum breytingum. Einnig ætlum við að fjalla um möguleika smærri ríkja til áhrifa innan Evrópusambands- ins.“ - Hvernig gengur þeim þar? „í stuttu máli kemst ég að þeirri niðurstöðu í minni ritgerð að smærri ííkjunum gengur vel að ná fram hagsmunamálum sínum inn- an Evrópusambandsins. Þau verða hins vegar að forgangsraða hvaða málefnum þau beina sjónum sínum að vegna smæðai' stjómsýslu sinnar. Þau verða þann- ig að leggja ákveðin málefni til hliðar og beina öllum kröftum sínum í að ná fram já- kvæðri niðurstöðu í grundvallar- hagsmunamálum sínum.“ - Hvað fínnst þér persónulega um hugsanlega aðild ríkja einsog Noregs, Sviss og íslands að Evrópusambandinu í ljósi þinna rannsókna? „Þau smærri ríki sem þegar em í Sambandinu telja að þau komi ► Baldur Þórhallsson fæddist á Selfossi 1968. Hann lauk stú- dentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1988, BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Is- lands 1991, mastersfræði í stjómmálafræði frá háskólanum í Essex 1994 og doktorsprófi frá sama skóla í fyrra. Hann hefur m.a. verið ritstjóri Suðurlands og Stúdentablaðsins, hann kenndi við háskólann í Essex og var stundakennari við HI frá 1995 fram til þessa en er nú nýráðinn lektor í stjómmálafræði með al- þjóðastjórnmál að sérsviði. Bald- ur er giftur Felix Bergssyni leik- ara og eiga þeir tvö böm. sjónarmiðum sínum þar á fram- færi og það er kannski besti mæli- kvarðinn á hvemig smáríkjum gengur að vinna innan Évrópu- sambandsins. Luxemburg hefur t.d. tekist að tryggja sérstöðu bankakerfis síns og Finnum og Ir- um hefur gengið einkar vel að vinna innan Sambandsins, svo ég taki dæmi. Ég get ekki annað séð en sama ætti að gilda um önnur smærri ríki. Hins vegar hefur hvert og eitt ríki sérstöðu, t.d. varðandi ísland þá er stjómsýsla okkar einkar smá, en hún virðist hins vegar vera skilvirk og vinna vel innan Evrópska efnahagssvæð- isins. Síðan verður að taka inn í stórpólitískar spumingar eins og sjávarútvegsstefnu Evrópusam- bandsins, aðild að myntbandalag- inu og utanríkis- og öryggismála- stefnu Sambandsins. Ráðstefn- unni er m.a. ætlað að svara því hvemig smáum ríkjum vegnar innan þessara málaflokka." - Hverjir tala aðrír en Bertel Haarder? „Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra mun setja ráðstefnuna, prófessor Clive Archer mun fjalla um stöðu Noregs í Evrópusamrun- anum, Clive Church mun fjalla um þverstæðu í Evrópuvæðingu Sviss, Kristófer N. Donnelli talar um smærri ríki og stækkun NATO, Antti Turanen mun fjalla um minni ríki og utanríkis- og öryggis- stefnu Evrópusam- bandsins, prófessor Emil Kirchnir mim ræða um hvað hefur breyst fyrir smærri rík- in í vamarmálum frá 1990 og ég mun fjalla um stöðu smærri ríkja innan Evrópusambandsins." - Hvers vegna er þetta á dag- skrá hjá ykkur núna? „Ég held að það sé mjög mikil- vægt fyrir okkur Islendinga að átta okkur á því hvemig öðmm minni ríkjum Evrópu gengur að aðlagast þeim miklu breytingum sem fylgja samruna Evrópu.“ Smærri ríkjum gengurvel að ná fram hags- munamálum sínum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.