Morgunblaðið - 07.05.2000, Side 41

Morgunblaðið - 07.05.2000, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 41 HERMANN DANÍELSSON OG SIGURRÓS * GUÐMUNDSDOTTIR + Hermann Daní- elsson fæddist á Gafli í Víðidal í V- Húnavatnssýslu 11. júní 1906. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík aðfara- nótt laugardagsins 29. apríl síðastlið- inn. Hann var sonur Daníels Gestssonar og Valgerðar Níels- dóttur, en ólst upp hjá Ólínu Ólafs- dóttur og Jóni Brandssyni bónda á Tannastöðum í Hrútafirði. Sigurrós Guðmunds- dóttir fæddist í Gilhaga í Hrúta- firði 16. nóvember 1914. Hún lést 1. mars 1997. Foreldrar hennar voru Ragnheiður Guð- björg Sigurðardóttir frá Junk- aragerði í Höfnum og Guðmund- ur Þórðarson frá Grænumýr- artungu. Hermann og Sigurrós gengu í hjónaband 20. janúar 1937 og þau eignuðust fjögur börn, sem öll eru á lífi. Utför Sigurrósar fór fram 7. mars 1997 en útför Hermanns fer fram frá Áskirkju á morgun, mánudaginn 8. maí, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. eru þau enn hjá okkur, bara á ann- an hátt en áður. Við vorum mjög lánsöm að fá að kynnast afa og ömmu meðan þau höfðu góða heilsu. Það huggar okk- ur í sorg okkar að við vitum að nú hefur Guð bundið enda á þjáningar þeirra og fært þau saman á ný, eftir þriggja ára aðskilnað. Ó, þig, minn Drottinn, ég þrátt við prísa og þína miskunn hverri sál. í>eim öllum veginn vilt þú vísa, sem vita og reyna að leið er hál. Þú veikum gefur vörn og lið. Þú veitir öllum himnafrið. Lát þú minn anda þroskast og þræða rétta braut, sem liggur beint til lífsins og léttir hveija þraut. Send þú mér kraft ef sorgir, migsækjaviljaheim, að byggja háar borgir og byrgja mig í þeim. (Hermann Daníelsson.) Við biðjum Guð að varðveita þau og þökkum fyrir þær minningar sem við eigum um þau. Blessuð sé minning þeirra. Einar Jón, Hermann Dan og Heiða Hraunberg. Nú hafið þið bæði haldið burt, horfm einsog sól um nótt. En af hverju voruð þið ekki um kjurt? Undarlegt hvað allt verður hljótt. Með örfáum orðum langar okkur að minnast Hermanns afa og Rósu ömmu. Við fengum ávallt hlýjar móttök- ur hjá þeim. Amma var fljót að búa til pönnukökur og efna til veislu í hvert skipti sem við heimsóttum þau og afi var snöggur að setjast við orgelið og spila fyrir okkur. Þau virtust alltaf hafa tíma fyrir okkur og gætum við rifjað upp ótal ánægjustundir sem við áttum með þeim. Einhvern veginn höfðum við ímyndað okkur að afi og amma yrðu alltaf hér hjá okkur. Og vissulega En hjá ykkur tekur nú annað við, upphaf í nýjum heimi. Oft ég hugsa, hvar eruð þið, aldrei ég ykkur gleymi. Takk fyrir samverustundirnar, amma og afi. Hlynur Þór. GRÉTAR DALHOFF MAGNÚSSON 4 + Grétar Dalhoff Magnússon fæddist _ í Vetleifs- holti, Ásahreppi í Rangárvallasýslu, 1. nóvember 1930. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Eir í Grafarvogi 26. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 4. maí. Vorið heilsaði ungum stúdentsefnum eftir langa setu á hörðum bekkjum Menntaskólans í Reykjavík. Læriféðrum voru færðar þakkir, þó að flestir fögnuðu að þurfa ekki aftur að sitja undir látínuþulum og reiknik- únstum. Dimission, upplestrarfrí, stúdentspróf og misjafnar einkunnir liðu hjá sem í draumi, en þar kom að Pálmi rektor afhenti skírteini á sal. Hundrað hvítar húfur höfnuðu á jafn- mörgum kollum fulíum vona og vænt- inga til lífsins sem beið úti í sól og vori. Síst þurfti Grétar M. Dalhoff, dúx máladeildar á stúdentsprófi 1952, að vera óánægður vegna einkunna, enda var skólaferill hans óslitin sigur- ganga frá upphafi. Þeir sigrar unnust þrátt íyrir skerta sjón, sem hefði orð- ið flestum illfær hindrun. Einbeittur vilji, staðföst ástundun, góðar gáfur og frábært minni urðu mótvægi dapr- ar sjónar á öllum hans ferli. Þessir eiginleikar styrktu hann til glæsUegs námsárangurs í Háskóla Islands þar sem hann lauk BA prófi bæði í þýsku og ensku. Að háskólanámi loknu starfaði Grétar við þá deild Landsbanka ís- lands sem hafði eftirlit með gjaldeyr- ismálum íslendinga. Þjóðsagan segir að vegna sjóndepurðar hafi Grétar lagt allar skýrslur um innflutning og útflutning á minnið svo að hægt var að nálgast gögnin með sama hraða og tíðkast á tölvuöld. Hvort heldur þessi saga er rétt eða röng varð ég margoft vitni að ótrúlegu minni Grétars og skipti þá ekki máh hvort um var að ræða fróðleik um bókmenntir, tónUst, ættartengsl fólks eða nánast hvað sem var. En örlögin voru Grétari ekki hUðholl. Þar kom að veik augu urðu fyrir áfalli og sjónin hvarf að fullu. Grétar fékk starf sem símavörður hjá Seðlabanka Islands og gengdi því til loka starfsævinnar. Á barnsaldri naut Grétar þeirrar gæfu að fá tilsögn í tónUst. Enda þótt kennslan hafi ekki jafnast á við það, sem böm og ungUngar geta notið nú á dögum, varð tónUst og tónUstariðkun Grétari sú hugsvölun sem bætti að nokkra missi lífsgæða, sem heilbrigð sjón á þátt í að veita. Meðan döpur sjón entist til að lesa nótur safnaði Grétar miklum forða tónUstar í minnisbanka. Þegar sjónin hvarf að fullu gat hann gengið í þenn- an sjóð og spilað á orgel eða píanó langar lagasyrpur. Þessi kunnátta og hæfni varð Grétari drjúgt veganesti til virkrar þátttöku í samtökum bind- indismanna og í Blindrafélaginu. Hann var eftirsóttur undirleikaii við söng bæði á samkomum bama og fuUorðinna, en þátttaka í þessum fé- lögum veitti honum mikla ánægju. Tengsl sem myndast á mótunarár- um unglinga í menntaskóla fyrnast seint. Grétar varð tíður gestur og heimiUsvinur. Börnum og bamabörn- um vai’ð hann tákn staðfestu í sí- breytilegum heimi, en vakti um leið virðingu þeirra fyrir sálarstyrk og æðruleysi þess, sem á við fótlun að stríða. Það verður seint fullþakkað. Aðstandendum Grétars sendum við samúðarkveðjur. Guðmundur E. Sigvaldason. Þegar vinur minn, Grétar Dalhoff, er allur minnist ég fyrst af öllu hve trygglyndur hann var. Þótt stundum Uði langur tími milli funda okkar, stundum mánuðir og ár, var það sem örstund ein þegar við hittumst á ný. Grétar virtist alltaf vita glögg skil á högum mínum og minna. Hann vissi hvar böm mín voru stödd í námi og starfi og aldrei kom honum á óvart hvað ég var að fást við hverju sinni. Einn góðan veðurdag bankaði hann upp á, heilsaði með spaugsyrði á vör- um, rataði að píanóinu og tónlistin flóði um húsið. Væri ég á landinu brást ekki að Grétar hringdi á að- fangadag og gamlársdag og ekki heldur gleymdi hann afmæUsdegi mínum. Grétar var mikiU námsmaður og lauk öllum prófum með ágætum. Prúður var hann í umgengni og óáleitinn. Hann missti fóður sinn ung- ur og kvaðst ekkert eiga nema góðar minningar um hann. Móðir hans var yndisleg kona og umvafði einkason sinn ást og hlýju sem veitti honum ör- yggi og sjálfstraust alla tíð. Um langa hríð var Grétar alblind- ur en fór þó allra sinna ferða með hvíta stafinn. Stundum var sem hann hefði meira fyrir stafni en margir þeir sem alsjáandi voru. Hann tók mikinn þátt í starfi BUndrafélagsins og bindindishreyfingarmnar og spil- aði oft á samkomum þessara félaga. I sumarleyfum heimsótti hann vinafólk fyrir austan fjaU, fór í sumardvöl við Vestmannsvatn og kunni margt fróð- legt að segja af ferðum sínum. Grétar lét ekki sjónleysið draga úr sér kjark til að lifa fjölbreyttu félagslífi og vinna að málum sem hann taldi tU góðs. Stundum var sem Grétar hefði þann hæfileika að sjá bUndur gegnum holt og hæðir, svo vel fylgdist hann með öllu sem var að gerast, hvort heldur var í þjóðfélaginu eða meðal vina hans og kunningja. Hann hafði einarðar skoðanir á mönnum og mál- efnum og var róttækur af eðUsávísun og hélt fram jafnrétti og mannúð sem þeim gUdum sem samfélaginu bæri öðrum fremur að hafa í heiðri. Tónlistin var Grétari mikils virði. Hann hlustaði á alls konar tónlist og spilaði sjálfur á píanó og orgel. Fylgdist hann ekki síst náið með kirkjuorgelum og útskýrði fyrir leik- manni sérkenni hinna ýmsu orgela í kirkjunum á landinu, bæði gömlum og nýjum. Hann kunni Uka skil á organistunum íslensku og ræddi um hvað hverjum og einum væri best gefið. Tómlegt er þegar gamlir skólafé- lagar hverfa úr hópnum. Minningar um gott fólk halda þó áfram að vera hluti af þeim sem eftir lifa þar til síð- ustu slög klukkunnar glymja. Grétar Dalhof skilur eftir minningar um góð- an dreng og tryggan félaga. Haraldur Ólafsson. ALDARMINNING MATTHILDUR ÍSLEIFSDÓTTIR í DAG, 7. maí 2000, eru liðin hundrað ár frá fæðingu Matthildar Isleifsdóttur, föður- ömmu minnar. Hún var mikils metin kona í Vestmannaeyjum á fyrri hluta aldarinnar. Matthildur ísleifs- dóttir var fædd í Kirkjubæ í Vest- mannaeyjum. Kirkju- bæirnir eru einn söguf- rægasti staður Eyjanna en hurfu und- ir hraun í gosinu 1973. Guðjón Armann Eyjólfsson skólastjóri segir í bók- inni Vestmannaeyjar, byggð og eld- gos: „Túnin að Kirkjubæ, sem teygðu sig upp eftir hlíðum Helga- fells, hvanngræn að vori, bleik af hánni á miðsumri, voru prýði Heimaeyjar og var ákaflega fallegt að sjá heim til Kirkjubæjar af hafi.“ Matthildur var dóttir hjónanna Is- leifs Guðnasonar bónda í Kirkjubæ og konu hans Sigurlaugar Guðmun- dsdóttur. ísleifur var ættaður úr Landeyjum og má rekja ísleifsnafn- ið á áum hans þar aftur á öndverða 18. öld að minnsta kosti. Sigurlaug var frá Fossi á Síðu, dótturdóttir séra Páls prófasts og þjóðfundar- manns í Hörgsdal Pálssonar, en kona hans hét Matthildur Teitsdótt- ir. Sigurlaug Guðmundsdóttir var góðum gáfum gædd. Hún var víðles- in og átti gott bókasafn. Matthildur ólst upp í Kirkjubæ með systkinum sínum, Regínu, sem dó ung, og Ólafi, skipstjóra, en kona hans var Una Helgadóttir frá Stein- um í Vestmannaeyjum. Hlaut Matt- hildur skólagöngu sína í Eyjum. Matthildur giftist 17. jánúar 1920 Páli Oddgeirssyni, kaupmanni og útgerðarmanni í Vestmannaeyjum, og var hjónaband þeirra ástríkt. Páll var sonur séra Oddgeirs Guðmun- dsens á Ofanleiti sem var prestur Eyjamanna í hálfan fjórða áratug við mikinn orðstír. Móðir Páls var Anna Guðmundsdóttir prófasts í Arnarbæli í Ölfusi Einarssonar Johnsens en hann var bræðrungur við Jón Sigurðsson. Páll Oddgeirs- son var fæddur í Kálfholti í Holtum 5. júní 1888. Hann var kunnur at- hafnamaður í Eyjum á sinni tíð og tók Matthildur virkan þátt í dag- legri önn og umsvifum manns síns. Hann rak verslun í stórhýsi sem hann reisti við Bárugötu og gerði út bátana Herjólf og Heimaklett. Páll var hugsjónamaður sem stóð fyrir að reist væri minnismerki við Landakirkju eftir Guðmund Einars- son frá Miðdal um þá sem farist hafa af slysförum í Eyjum. Páll beitti sér mjög fyrir jarðrækt og landgræðslu í Vestmannaeyjum. Páll Oddgeirs- son var höfðinglegur maður svo að til var tekið. Hann lést í Reykjavík 24. júní 1971. Þeim Matthildi og Páli varð fimm barna auðið. Þau vora Richard, f. 1920, d. 1994, framkvæmdastjóri, ísleifur f. 1922, d. 1996, verslunar- maður, kvæntist Ágústu Jóhanns- dóttur, synir þeirra era þrír og greinarhöfundur þar á meðal, Odd- geir, f. 1923, fasteignasali í Los Ang- eles, Anna Regína, f. 1928, giftist Hermanni Þorbjarnar- syni loftskeytamanni og áttu þau fimm böm, og Bergljót, f. 1933, gift Tryggva Georgs- syni múrarameistara á Ákureyri og eiga þau þrjú börn. Auk þess átti Páll soninn Rúdólf, viðskiptafræðing, og lét Matthildur sér annt um hann. Matthildur og Páll bjuggu í Miðgarði, reisulegu húsi viðfr' Vestmannabraut, sem Sigurlaug móðir Matt- hildar lét byggja. Þar átti fjölskyld- an fagurt og menningarlegt heimili. Sumarbústaður þeirra stóð á Breiðabakka í Vestmannaeyjum og þar áttu þau góðar stundir. Naut Páll þar atorku og krafta sona sinna við jarðræktarstörf. Matthildur ísleifsdóttir var glæsi- leg kona og mikilhæf. Hún bar mikla persónu, var örlát og gestrisin. Hún var hefðarkona í sjón og raun. Þessa lýsingu á Matthildi hefi ég frá móð- ur minni sem kynntist henni ung. Matthildur hafði mætur á sálmi séra Matthíasar sem hefst á ljóðlín- unni Kom heitur til míns hjarta,* blærinn blíði! Síðasta erindið hljóð- ar svo: Ég fagna þó; ég þekki hvað er merkast, og þykist sjá hvað drjúgast er og sterkast, að það, sem vinnur, það er ást og blíða. Haf þökk míns hjarta, sumargyðjan fríða! Matthildur ísleifsdóttir lést í Vestmannaeyjum 29. ágúst 1945, langt um aldur fram. Var fráfall hennar eiginmanni og börnum þungbær missir og var hún harm- dauði öllum Eyjamönnum. Fluttist Páll til Reykjavíkur fljótlega eftir^' andlát hennar og bjó þar síðan. Matthildur ísleifsdóttir á sterk ítök í hugum afkomenda sinna og er minning hennar umvafin ástúð og hlýju. Olafur Isleifsson. OSWALDS sim.551 3485 ÞJONUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN \I)AI.S I R/l. l I 41» • 101 RI.YKJAVIK l.IKKIS IUVINNUS K)1A Í-YVINDAR ÁRNASONAR Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan ^ V sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja * ^ UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.