Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ________________________________________________________SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 3 7
MINNINGAR
KRISTJANA
KÁRADÓTTIR
+ Kristjana Kára-
dóttir fæddist í
Garði í Kelduhverfi
hinn 16. ágúst 1915.
Hún lést í Skjól-
brekku í Kópavogi 1.
maí síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Sigrún Gríms-
dóttir frá Garði, f. 12.
september 1886, d. 5.
apríl 1970 og Kári
Stefánsson frá Grá-
síðu í Kelduhverfi, f.
19. ágúst 1882, d. 21.
september 1935.
Bræður Kristjönu
voru Ámi, f. 26. ágúst 1918, d. 10.
maí 1984 og Stefán Örn, f. 17. apr-
fl 1923, d. 1. maí 1998. Þeir störf-
Kristjana ólst upp hjá foreldrum
sínum í Garði í Kelduhverfi til tíu
ára aldurs, en þar höfðu þau búið frá
árinu 1913 þegar þau gengu í hjóna-
band. Þau Kári og Sigrún urðu að
bregða búi í Garði árið 1925 þegar
Kári veiktist af berklum og varð að
fara á Vífilstaðahælið. Sigrún fylgdi
manni sínum suður með yngsta
barnið, Stefán Örn, og réðst til
starfa við eldhús sjúkrahússins en
eldri börnin tvö fóru í fóstur um sinn
til ættingja, Kristjana til móður-
bróður síns séra Sveins Víkings sem
þá gengdi starfi sóknarprests í Þór-
oddsstaðarprestakalli í Köldukinn.
Ári seinna fékk séra Sveinn Víking-
ur veitingu fyrir Dvergasteini við
Seyðisfjörð og fór Kristjana með
prestshjónunum þangað austur og
dvaldi hjá þeim fram á unglingsár.
Sigrún starfaði á Vífilsstöðum í
tvö ár en fór eftir það austur í
Dvergastein með Stefán Örn og árið
1929 hafði Kári náð nægilegum bata
til þess að geta komist austur á
Seyðisfjörð, þar sem þau hjónin
tóku við ráðsmennskustöðu á
sjúkrahúsinu. Svo fór þó að lokum
að veikindi Kára tóku sig upp og lést
hann haustið 1935. Sveinn Víkingur
lýsir Kára mági sínum í bókinni
Myndir daganna III sem mætum at-
orkumanni, greindum og vel hagorð-
um. Kristjana átti heima á Seyðis-
firði þar til hún var 28 ára gömul,
vann þar í apotekinu og um tíma að-
stoðaði hún móður sína við veitinga-
rekstur. Á þessum árum breyttist
Seyðisfjörður úr friðsælum útgerð-
arbæ í herstöð og herskipalægi þar
sem öflugur floti Breta leitaði skjóls
á milli átaka á hafinu. Útgerð lagðist
niður vegna þessa og fjöldi Seyðfirð-
inga fékk vinnu við flotastöðina.
Kristjana og móðir hennar fluttu
til Reykjavíkur og bjuggu á höfuð-
borgarsvæðinu eftir það, lengst af í
Kópavogi. Kristjana vann á ýmsum
stöðum í borginni áður en hún veikt-
ist af berklum og þurfti að dvelja al-
lengi sem vistmaður á Vífilsstöðum.
Eftir að hún hafði fengið heilsuna
aftur gengu þau Kristjana og frændi
minn Haukur Davíðsson í hjónaband
31. mars 1962, en það hafði dregist
vegna veikinda hennar. Hjónaband
þeirra var hið besta. Kristjana var
góðum kostum búin gáfuð og glað-
lynd og hjónabandsár þeirra hafa ef-
laust verið ánægjulegasti tíminn í
ævi þeirra beggja. Sá tími varð þó
ekki langur því Haukur veiktist árið
1972 og lést í febrúar ári seinna, þá
tæpra 48 ára gamall. Þau áttu ekki
börn, en lítið frændfólk Kristjönu
heimsótti þau oft og fékk góðar mót-
tökur hjá frænku og Hauki, sem gat
þá farið út að ganga með litla fólkið
að leita að búð sem seldi eitthvað
bragðgott. Búðin fannst og þau
héldu heim til frænku og skemmtu
sér hjá barngóðu hjónunum, sem
kunnu svo vel að meta heimsóknir
barnanna. Á yngri árum hafði Hauk-
ur starfað hjá sýslumannsembætt-
um úti á landi og var síðar oft feng-
inn til að leysa sýslumenn af þegar
þeir fóru í sumarleyfi. Kristjana var
gjarnan með í þessum ferðum og
minntist þeirra með mikilli ánægju.
I erfiðum veikindum Hauks annað-
ist hún hann af mikilli kostgæfni, en
að honum látnum bjó hún með Árna
bróður sínum á meðan hann lifði.
uðu báðir hjá Pósti
og síma í Reykjavík.
Kristjana giftist
31. mars 1962 Hauki
Davíðssyni lögfræð-
ingi, f. 10. aprfl 1925,
d. 12. febrúar 1973.
Foreldrar hans voru
Ingibjörg Árnadótt-
ir f. í Höfðahólum
25. aprfl 1901, d. 12.
ágúst 1927 og Davíð
Jóhannesson, f. 18.
september 1896, d.
8. mars 1960.
Utför Kristjönu
fer fram frá Foss-
vogskirkju á morgun, mánudag-
inn 8. maí, og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Eftir að hún var orðin ein naut hún
vináttu og ræktarsemi nánustu ætt-
ingja sinna. Eflaust hefa langvar-
andi veikindi hennar verið henni
þungur kross, þó svo að hún léti ekki
á því bera. Heilbrigð viðhorf og kær-
leiksríkt hugarþel urðu til þess að
fólki leið vel í návist hennar og sótt-
ist eftir félagsskap við hana. Allra
síðustu árin dvaldi Kristjana á
Skjólbrekku, sambýli aldraðra í
Kópavogi og lést hún þar í svefni að-
faranótt 1. maí sl. Við Ragnheiður
sendum ættingjum Kristjönu inni-
legar samúðarkveðjur.
Páll Halldórsson.
Fátt er erfiðara en að kveðja þá
sem manni þykir vænt um og hefur
þekkt alla sína ævi. Kristjana afa-
systir mín var fædd í miðju fyrra
stríðinu og því skildi okkur að hátt í
sjöunda tug ára, þegar ég leit dags-
ins ljós. Hún bjó á hæðinni fyrir neð-
an afa minn og ömmu og heimsótti
ég hana því oft sem lítill strákur.
Alltaf var hálfundarlegt að fá að fara
niður stigann og kíkja til Kristjönu
og Árna, bróður hennar, sem lést er
ég var fimm ára gamall. íbúðin
fannst mér alltaf frekar skrýtin,
dimmari en ég þekkti og svolítið
þunga lykt lagði um hana. Minning-
amar um Araa eru ekki margar en
ákaflega skýrar þó. Hjá Kristjönu
var líka sitthvað um undarlega hluti
fyrir lítinn strák. Eg man eftir ein-
hvers lags pullu sem öðlaðist líf ás-
amt barkanum úr sturtunni og urðu
að hesti og beisli. Orgelið gamla bar
einnig yfir sér einhvern ljóma.
Ósjaldan laumaðist maður niður
stigann til að fá að spila á orgelið.
Kristjana sat þá undir mér og steig
það áfram með ég hamaðist sem
mest ég mátti á nótnaborðinu.
Vænst þótti mér þó um lítinn sel sem
gerður var úr selskinni og var kall-
aður Kobbi. Tímunum saman gat ég
setið og klappað Kobba. Kristjana
var óþreytandi að eyða tíma með
barnabörnum bróður síns, og ávallt
var einhver ró sem fylgdi því að
heimsækja hana. Hún spilaði mikið
við mig og kenndi mér að tefla, sem
ekki hefur verið lítið verk, því þolin-
mæði fylgdi mér ekki í æsku. Marg-
oft tókum við skákir og hún passaði
sig á að vinna passlega oft.
Það kann að þykja undarlegt en
eftir því sem ég eltist fannst mér
Kristjana yngjast og hafði ég það oft
á tilfinningunni að ég væri að ræða
við jafnaldra þegar við spjölluðum
um það sem efst var á baugi hverju
sinni. Hún gat rökrætt við mann um
íþróttir og önnur málefni sem frem-
ur þykja tilheyra unglingum en eldri
konum.
Kristjana eignaðist engin börn og
taldi hún sig því eiga talsvert í okkur
og tel ég okkur bamaböm afa hafa
skipað jafnstóran sess hjá henni og
hún vissulega gerði hjá okkur.
Síðustu misserin voru Kristjönu
erfið. Hún fluttist á sambýli þar sem
hún sagði að fólkið væri of gamalt og
vitlaust til að hægt væri að ræða við
það, sem lýsir vel kímnigáfu hennar
og skýrleika. Á sambýlinu kunni hún
vel við sig og var vel að henni hlúð.
Þótt erfitt sé að bera sorg sem
þessa skerpir hún minningar um
góða konu og Ijúfar stundir með
henni.
Ernir Kárason.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður, systur, mágkonu og ömmu
GUÐRÚNAR PÉTURSDÓTTUR,
Naustahlein, 30,
Garðabæ.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks
deildar 11-E og líknardeildar Landspítalans fyrir umönnun, skilning og
kærleika.
Guðmundur Rafn Guðmundsson,
Ásdís Guðmundsdóttir, Jón Bjarnarson,
Pétur Guðmundsson, Hólmfríður Ómarsdóttir,
Guðmundur Kr. Guðmundsson, Svanlaug Sigurðardóttir,
Magnús Karl Pétursson, Ingibjörg Pétursdóttir
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir sendum við þeim, er sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
ÓLAFAR SIGURÐARDÓTTUR
frá Teygingarlæk.
Sérstakar þakkir til starfsfólks og vina á hjúkr-
unarheimilinu Sunnuhlið í Kópavogi.
Guð veri með ykkur.
Margrét Runólfsdóttir,
Þuríður Runólfsdóttir,
Bjarni Ó. Runólfsson,
Sigurður B. Runólfsson,
Dagbjartur Sigursteinsson,
Jón Steinþórsson,
Erla Stefánsdóttir,
María Emma Suarez,
Bjargey Júlíusdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartkær móðir mln, tengdamóðir og amma,
ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR
frá Sauðanesi,
Norður-Þingeyjarsýslu,
lést á Vífilsstaðaspítala sunnudaginn 23. apríl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Innilegar þakkir til ættingja og vina fyrir
stuðning og hlýjan hug. Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífilsstaðaspítala
fyrir frábæra umönnun.
Hrafhildur Óskarsdóttir Voll,
Jone Voll,
Daníel Jonesson Voli,
Anný Jonesdatter Voll.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ELÍSABET WAAGE,
verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn
9. maí nk. kl. 13.30.
Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna,
Kristín Waage,
Hákon Jens Waage, Margrét S. Guðnadóttir,
Elísabet Indra Ragnarsdóttir,
Magnús Ragnarsson,
Gunnar Emil Ragnarsson,
Indriði og Inga Þórunn Waage.
t
Ástkær eiginmaður minn, stjúpfaðir, sonur,
bróðir og mágur,
GUNNLAUGUR KRISTJÁNSSON
kerfisfræðingur,
Laufengi 136,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu sunnudaginn 30. apríl
sl., verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðju-
daginn 9. maí kl. 13.30.
Sigríður Kristjánsdóttir,
Sveinn Þórir, Pétur Þór, Brynjar Ingi
Helga Þórðardóttir,
Anna Kristjánsdóttir, Jón H. Jónasson,
Unnur Dóra Kristjánsdóttir,
Þórður Kristjánsson, Tina Kristjánsson,
Kristófer Kristjánsson, Kolbrún D. Jónsdóttir,
Kristján Þór Finnsson, Ásrún Óladóttir.
t
Mágkona mín, föðursystir okkar og frænka,
KRISTJANA KÁRADÓTTIR,
Skjólbraut 1a,
áður til heimilis
að Melgerði 26, Kópavogi,
verður jarðsungin í Kópavogskirkju mánu-
daginn 8. maí kl. 13.30.
Sigríður Magnúsdóttir,
Kári Stefánsson, Bjarnheiður Elísdóttir,
Björg Stefánsdóttir, Þorsteinn Steinþórsson,
Ernir Kárason,
Elísa Káradóttir,
Sunna Þorsteinsdóttir,
Sigríður Björg Þorsteinsdóttir,
Steinþór Örn Þorsteinsson.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og systir,
SIGRÍÐUR BIRNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Skeljatanga 21,
Mosfellsbæ,
sem lést sunnudaginn 30. apríl sl., verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
9. maí kl. 15.00.
Guðbjartur Vilhelmsson,
Vilhelm Guðbjartsson,
Guðmundur Örn Guðbjartsson,
Eydís Erna Guðbjartsdóttir,
Sigurður Guðmundsson,
tengdabörn og barnabörn.