Morgunblaðið - 07.05.2000, Page 30

Morgunblaðið - 07.05.2000, Page 30
30 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTIÁ SUNNUDEGI . Morgunblaðið/Jón Eggertsson Olafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands. FÉKK AÐ VELJA SÉR NÝJA SAMSTARFSAÐILA VmSKBTtWVINIWIÍF Á SUNNUDEGI ► Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjdri Hraðfrystihúss Hellissands, er fæddur 4. september 1954. Hann lauk verslunarprúfi frá Verslunarskóla íslands 1974. Ólafur hefur starfað hjá Hraðfrystihúsi Hellissands hf. frá unglingsárum, vann fyrst flest störf í frystihúsi, leysti af sem verkstjóri og vann síðar á skrifstofunni. Hann var hægri hönd föður síns, Rögnvalds Ólafssonar framkvæmdastjóra við stjórnun fyrirtækisins, og tók við fram- kvæmdastjórn að honum látnum, árið 1994. Eiginkona Ólafs er Hildur Gunnarsdóttir húsmóðir og eiga þau þijá syni. tír vinnslusal Hraðfrystihússins þar sem ekki hefur verið elst við tísku- sveiflur þótt frystihúsið þyki eitt hið allra best rekna á landinu. eftir Helga Bjamason HRAÐFRYSTIHÚS HelUssands hf. rekur útgerð og frystihús á Rifi. Fyrirtækið hefur ekki elt tísku- sveiflur í tæknivæðingu en er samt sem áður talið eitt best rekna frysti- hús landsins. Það hefur skilað hagn- aði um árabil. Breytingar í hluthafahópnum Breytingar urðu í hluthafahópn- um á árinu 1998. Kassagerð Reykja- víkur, sem tekið hafði þátt í rekstri fyrirtækisins frá því um 1950, ákvað að selja sinn hlut sem var 30%. Jafnframt ákvað eignarhaldsfélag Valfellsættarinnar að selja sín 10%. „Við vorum lánssamir með það hvernig Kassagerðin skildi við okk- ur. Þegar fyrirtækið ákvað að selja sinn hlut vegna breytinga á áhersl- um í rekstri þess fyrirtækis gaf Leifur Agnarsson, forstjóri Kassa- gerðarinnar, sem jafnframt var stjórnarformaður Hraðfrystihúss- ins, mér leyfi til að velja okkur nýja samstarfsaðila. Ég hringdi til vinar míns og félaga úr Verslunarskólan- um, Eiríks Tómassonar, fram- kvæmdastjóra Þorbjarnar hf. í Grindavík, og keypti Þorbjörn hlut- inn ásamt okkur fyrri eigendum og Tryggingamiðstöðinni og Skeljungi. Ég lít á það sem forréttindi að fá að velja mér samstarfsaðila og er ákaflega þakklátur Kassagerðinni fyrir það. Fleiri mættu standa að málum eins og Leifur gerði í þessu tilviki," segir Ólafur Rögnvaldsson framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands hf. Samvinna um hráefnisöflun Þorbjörn hf. á nú rúmlega 20% hlut í Hraðfrystihúsinu og er stærsti hluthafinn fyrir utan Ólaf og fjölskyldu hans. Eignaraðild stórs útgerðarfélags hefur ekki breytt miklu í rekstri Hraðfrystihússins. Ólafur segir þó að félögin hafi ákveðið samstarf um hráefnisöflun. Þannig fari stærri fiskurinn af bátum Hraðfrystihúss- ins til Þorbjarnar sem láti á móti smærri fiskinn af sínum skipum enda sérhæfi Hraðfrystihúsið sig í vinnslu á smáum þorski. Ólafur sér fyrir sér möguleika á frekari sam- vinnu fyrirtækjanna. Hann segir ekki á döfinni að sameina þau, að minnsta kosti ekki á næstunni, enda telur hann að það sé mjög gott að geta verið sjálfs sín herra og gert það sem er fyrirtækinu fyr- ir bestu á hverjum tíma. Telur Ólafur að reglur Verð- bréfaþings takmarki athafnarými stjórnenda lítilla fyrirtækja og sér ekki ástæðu til að skrá félagið á al- mennum hlutabréfamarkaði. Þó vill hann ekki útiloka þátttöku í stærri fyrirtækjahringjum, eins og verið hafa að myndast í sjávarútvegi. Ólafur segir að þótt minni fyrirtæk- in séu oft betri rekstrareiningar sé hætta á að þau verði undir í sam- keppni við stórar einingar. En hann leggur ríka áherslu á að í þessum stóru sameinuðu fyrirtækjum verði stjómendur á hverjum stað að hafa svigrúm til ákvarðana og bera ábyrgð á sinni rekstrareiningu. „Viðunandi“ rekstur „Það má segja að hann sé viðun- andi,“ segir Ólafur þegar hann er spurður hvernig reksturinn hafi gengið. Frystihúsið velti rúmum 520 milljónum á síðasta ári og út- gerðin um 200 milljónum til viðbót- ar. Ekki eru gefnar upp frekari töl- ur um reksturinn enda er Hrað- frystihúsið lokað hlutafélag. Hins vegar staðfestir Ólafur að hagnaður hafi lengi verið á rekstrinum, fyrir utan árið 1984, en það ár var tap. „Reksturinn hefur yfirleitt verið í lagi, bara mismunandi góðu lagi,“ segir hann. „Við erum með úrvals starfsfólk og það eru fáir hér sem ekki vinna beint við framleiðsluna. Yfirbygg- ingin er í lágmarki. Þá eru við í ná- grenni auðlindarinnar og fáum gott hráefni til vinnslu," segir Ólafur Við erum með úrvals starfs- fólk og það eru fáir hér sem ekki vinna beint við framleiðsl- una. þegar hann er spurður um ástæður góðrar afkomu. Ekki íþyngir kostnaður við hlut- hafana rekstrinum því fyrirtækið hefur aldrei greitt arð. „Allur hagn- aður hefur verið notaður í fyrirtæk- ið sjálft, meðal annars til kaupa á veiðiheimildum á meðan það var hægt. Hluthafarnir hafa í mesta lagi fengið kaffi á aðalfundi.“ Hann getur þess einnig að stjórnendur Hraðfrystihússins hafi aldrei hlaupið á eftir tískusveiflum í tækjabúnaði. Þar hefur til dæmis ekki verið flæðilína. „Sum frysti- húsin hafa kastað tugum eða hundruðum milljóna í kaup á röng- um tækjum. Við notumst við gamla bakkakerfið og það hefur reynst okkur vel. Ég tel að fram undir þetta hafi ekki verið á markaðnum réttu tækin fyrir okkur. Það er grundvallaratriði í svona rekstri að geta fylgst með því allan daginn hvað hver starfsmaður er að gera, ekki aðeins í lok dagsins. Nú er Skaginn hf. hins vegar að koma með góða útfærslu, flæðilínu með einstaklingskerfi," segir Ólafur. Frystihúsið hefur verið með gamalt vogakerfi frá Póls en er nú að taka í notkun nýtt kerfi frá Marel. „Við treystum á að Marel muni geta þjónað fiskvinnslunni á komandi ár- um og ákváðum að taka þeirra vog- ir.“ Fleiri fjárfestingar eru í bígerð. Eftir að fiskvinnsluhús Hraðfrysti- hússins á Hellissandi brunnu var byggt nýtt og glæsilegt frystihús við höfnina á Rifi. Skrifstofan var áfram í kjallara íbúðarhúss á Hell- issandi. „Hér erum við niðurgrafnir og sjáum ekkert út. Við vitum ekki einu sinni hvort bátarnir eru á sjó. Við höfum því látið teikna litla skrifstofubyggingu ofan á vestur- enda frystihússins og fáum þá alla starfsemina á einn stað,“ segir Ölafur. Framtíðin í flugfiski Hraðfrystihús Hellissands hf. gerir út tvo báta, togbátinn Rifsnes og línu- og netabátinn Örvar, og hefur yfir að ráða um 2000 tonna kvóta, aðallega þorski. Einnig er frystihúsið með báta í föstum við- skiptum. „Hráefnisöflunin er sífellt að þyngjast. Það hentar okkur best að vinna 2-5 kílóa þorsk. Bátarnir sem landa á fiskmarkaði fá hins vegar miklu hærra verð fyrir fimm kílóa fisk og stærri og einbeita sér að honum. Og á fiskmörkuðunum er mikil samkeppni um hráefnið þannig að erfitt er að brúa bilið þar.“ 45 starfsmenn eru hjá Hrað- frystihúsinu auk 18 sjómanna á bátunum. Ólafur segir að unnt sé að vinna meira í frystihúsinu en mikilvægt sé að vera með stöðugt hráefni og veiðiheimildimar leyfi ekki meiri vinnslu. í frystihúsinu á Rifi er einungis unninn þorskur, ýmist frystur fyrir Bandaríkjamarkað eða flakaður og fluttur ferskur út með flugi. „Við hættum með ýsu og aðrar tegundir og höfum ekki saltað í átta ár. Við erum góðir í því að vinna þorsk og látum aðra um þá vinnslu sem þeir kunna betur enda felst hagkvæmni í sérhæfingunni. Ólafur telur að útflutningur á ferskum flökum með flugi muni aukast á kostnað hefðbundinnar frystingar. Segist hann ekki átta sig á því hversu lengi verði hægt að halda áfram að frysta fisk í neyt- endapakkningum fyrir Bandaríkja- markað. „Sjófrystingin hefur ákveðið forskot, vegna fersk- leikans. Útflutningur á ferskum fiski með flugi bætir samkeppnis- stöðu okkar á móti vegna þess að hann skilar betra verði,“ segir Ólaf- ur. ;

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.