Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 1 5
setningu Alþingis um framkvæmd varnarsamstarfsins
stóla og sannfært dómara um að
bandarísk utanríkisstefna sé röng.“
í lok bréfsins skoraði hann á
dómsmálaráðuneytið að áfrýja
dómnum. Til þess kom þó ekki því
að Transatlantic Lines áfrýjaði
sjálft málinu og hafði fullan sigur í
áfrýjunarrétti. Áður en að rétturinn
kvað upp sinn úrskurð sinn reyndi
Torricelli að fá það skilyrði sett fyr-
ir samþykkt fjárlagafrumvarps
Bandaríkjanna að afstaða banda-
rískra stjórnvalda héldist óbreytt til
túlkunar, framkvæmdar og breyt-
inga á sjóflutningasamningnum og
samkomulaginu sem fylgir honum.
Ekki reyndi á þetta því að áfrýjun-
arrétturinn sneri niðurstöðu málsins
við Transatlantic Lines í vil.
Afskiptum Torricelli af málinu
lauk ekki með niðurstöðu réttarins
því að í mars. sl. skrifaði hann utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna bréf
þar sem hann varar utanríkisráðu-
neytið við að grípa til aðgerða í því
skyni að breyta á nokkurn hátt sam-
komulagi landanna um sjóflutninga
fyrir varnarliðið. I bréfinu, sem
Ernest F. Hollings, öldungadeildar-
þingmaður frá Suður-Karolínu,
skrifaði einnig undir, er minnt á að
Bandaríkjamenn hafi gefið talsvert
eftir í þessu máli þegar sjóflutninga-
samningurinn var gerður 1986. Þeir
skora á utanríkisráðuneytið að
hafna öllum beiðnum um að samn-
ingurinn verði túlkaður með öðrum
hætti en lagður var í hann þegar
öldungadeildin samþykkti hann á
sínum tíma.
Tilefni bréfsins er hins vegar
greinilega frumvarpið sem utanrík-
isráðherra íslands hafði stuttu áður
lagt fram á Alþingi. „Þær breyting-
ar, sem íslendingar leggja til,
myndu koma á fyrirkomulagi, sem
er í grundvallaratriðum ósanngjarnt
gagnvart litlum fyrirtækjum og yrði
kostnaðarsamt Bandaríkjunum, allt
í því skyni að koma á einokun fyrir
það fyrirtæki, sem íslensk stjórn-
völd taka fram yfir.“
Talsmaður Torricelli segir að öld-
ungadeildarþingmaðurinn sé mjög
óánægður með íslenska frumvarpið
og nefndi þá sérstaklega ákvæðið
um að far'a skuli fram forval áður en
útboð fer fram. Frá sjónarhóli
bandarískra skattborgara sé óviðun-
andi að íslensk stjórnvöld setji fram
frumvarp sem beint og óbeint sé
fallið til að draga úr líkum á að það
takist að draga úr kostnaði við starf-
semi hersins. Hann sagði Torricelli
vera ánægðan með afstöðu banda-
ríska utanríkisráðuneytisins til
frumvarpsins. Ef frumvarpið yrði að
lögum yrði Torricelli að endurmeta
málið í heild. Hann sagðist ekkert
geta sagt til um hugsanleg viðbrögð
hans, en eitt væri víst; afskiptum
Torricelli af málinu væri ekki lokið.
Hann myndi áfram fylgja málinu
eftir.
Utanríkisráðuneyti íslands hefur
bent á að frumvarpið breyti engu
íyrir Transatlantic Lines og banda-
ríska hlutann af flutningnum. Það
varði eingöngu framkvæmd á ís-
lenska hluta samningsins og því sé
óeðlilegt að Torricelli sé að reyna að
hafa áhrif á ákvarðanir íslenskra
stjórnvalda í málinu. Þetta sýni að í
reynd snúist málið í huga Torricelli
ekki um hagsmuni Transatlantic
Lines heldur um að tryggja að
Atlantsskip haldi flutningunum.
Hann sé því að berjast fyrir hags-
munum „íslenska fyrirtækisins"
Atlantsskips. í þessu sambandi
verður auðvitað að hafa í huga að
það skiptir öllu máli fyrir fyrirtækin
tvö, sem eru í eigu sömu aðila og má
þess vegna hugsanlega líta á sem
eitt félag, að sjá um alla flutninga
fyrir Varnarliðið. Það dregur að
sjálfsögðu mjög úr líkum á að fyrir-
tækin hafi arð af flutningnum ef
hlutur þeirra minnkar niður í ein-
vörðungu 65% eða jafnvel 35%.
Morgunblaðið ræddi einnig við
talsmann Hollings, sem sagði að
hann hefði skrifað undir bréfið til
utanríkisráðherrans að beiðni Torr-
icelli. Hollings, sem hefur setið í öld-
ungadeildinni síðan 1966, hefði verið
óánægður með eftirgjöf Bandaríkja-
manna í sjóflutningasamningnum
frá 1986. Hann væri algerlega sam-
þykkur afstöðu Torricelli í málinu.
Hollings er demókrati eins og Torr-
icelli og á sæti í þingnefnd sem fjall-
ar um viðskipti, vísindi og sam-
göngumál. Hann sagði að Jón
Baldvin Hannibalsson sendiherra
hefði fyrr í vetur rætt við menn úr
nefndinni um þetta mál og nokkur
önnur sem vörðuðu ísland. Talsmað-
urinn sagði að Hollings hefði skiln-
ing á sjónarmiðum íslands, en hann
gæti ekki stutt íslensk stjórnvöld í
þessu máli.
Það er hætt við að mörgum þyki
Torricelli hafa gengið nokkuð langt í
hagsmunagæslu fyrir Transatlantic
Lines og Atlantsskip, en nauðsyn-
legt er hins vegar að hafa í huga að
svona hagsmunagæsla þykir næsta
sjálfsagður hlutur í bandaríska
stjórnkerfinu. Það þykir eðlilegt að
þingmenn komi sjónarmiðum sínum
að við embættismenn í ráðuneytum
um framkvæmd stefnu Bandaríkj-
anna í utanríkis- og varnarmálum.
íslenskum embættismönnum,
sem unnið hafa í þessu
máli, finnst hins
Ekki liggur fyrir hvað Bandaríkja-
menn ætla að fara fram á í viðræð-
unum sem framundan eru, en ís-
lensk stjómvöld reikna með að
stærsta málið í viðræðunum verði
leiðir til að lækka kostnað við starf-
semi Varnarliðsins. Bandarískir
embættismenn sem Morgunblaðið
ræddi við í Washington sögðu að
ekki væri búið að móta stefnu
Bandaríkjamanna í viðræðunum, en
lækkun kostnaðar yrði eitt megin-
atriðið í viðræðunum. Þeir sögðust
vera þeirrar skoðunar að svigrúm
væri til að lækka kostnað umtals-
vert án þess að það þyrfti að leiða til
þess að dregið yrði úr vörnum í
Keflavík.
í Bandaríkjunum eru uppi ýmis
sjónarmið varðandi mikilvægi Varn-
arliðsins á Keflavíkurflugvelli. Innan
flughersins hefur það sjónarmið t.d.
verið nokkuð sterkt að draga megi
verulega úr starfsemi hans á Kefla-
víkurflugvelli. Sjóherinn hefur aftur
á móti haft meiri áhuga á að við-
halda núverandi vörnum í Keflavík,
en kafbátaeftirlitskerfið sem hann
rekur er gífurlega umfangsmikið.
Innan utanríkisráðuneytisins hefur
það sjónarmið verið ríkjandi að leit-
ast eigi við að koma til móts við
sjónarmið Islendinga varðandi varn-
ir á Keflavíkurflugvelli, en jafnframt
verði að stefna að því að draga úr
kostnaði við starfsemina.
Þrýst á um
lækkun kostnaðar
í viðræðunum um endurskoðun á
bókuninni verður fjallað um hversu
mikil umsvif Varnarliðið kemur til
með að hafa á Keflavíkurflugvelli á
næstu árum. Fjallað verður m.a. um
hvort herþoturnar verði áfram stað-
settar á vellinum, hvort þyrlubjörg-
unarsveitin verður þar áfram, hvort
Varnarliðið heldur áfram að taka
þátt í rekstri flugvallarins sem m.a.
felur í sér að fjarlægja snjó og hálku
af brautunum en sú þjónusta er
mjög kostnaðarsöm. Allt þetta og
margt fleira verður undir í þessum
viðræðum. Hafa ber í huga að Varn-
arliðið greiðir íslenskum verktökum
og öðrum þeim sem vinna fyrir það
árlega yfir 10 milljarða íslenskra
króna . Sú upphæð gerir þær 180
milljónir sem sjóflutningasamning-
urinn snýst um að næsta smárri
upphæð.
Síðan kalda stríðinu lauk hefur
bandaríski herinn dregið saman
starfsemi i herstöðvum í Bandaríkj-
unum og nokkrum hefur verið lokað.
Þetta hefur að sjálfsögðu komið nið-
ur á fólki sem haft hefur atvinnu af
þjónustu við herinn og einnig hefur
þetta komið við verktaka og fyrir-
tæki sem unnið hafa fyrir hann.
Bandarískir þingmenn hafa verið
undir þrýstingi vegna þessa frá fyr-
irtækjum og kjósendum sem telja
eðlilegra að skera meira niður í her-
stöðvum Bandaríkjahersins í öðrum
löndum áður en skorið er niður í
Bandaríkjunum. Það er því stöðugt
vaxandi þrýstingur í Bandaríkjunum
á að sparnaður verði meira í rekstri
Bandaríkjahers erlendis.
þeirra yrði hafnað á þeirri forsendu
að þau uppfylltu ekki útboðsskilmála
og ákvæði sjóflutningasamningsins.
Fullyrt er að þrýstingur Torricelli
hafi komið í veg fyrir að þetta gerð-
ist og tryggt þannig að samningar
væru gerðir við Transatlantic Lines
og Atlantsskip. Sömuleiðis mun
þrýstingur Torricelli á varnarmálar-
áðuneytið hafa skipt máli þegar það
tók ákvörðun um að breyta ákvörð-
un Ríkisendurskoðunar Bandaríkj-
anna um að banna hernum að gera
samninga við fyrirtækin meðan
rannsókn færi fram á framkvæmd
útboðsins.
Bréfaskrif
Torricellis
Eftir að Transatlantic Lines og
Atlantsskip töpuðu dómsmáli sínu
fyrir undirrétti skrrifaði Torricelli
bréf til Janet Reno, dómsmálaráð-
herra Bandaríkjanna. í bréfinu lýsir
Torricelli áhyggjum sínum af afleið-
ingum dómsins. „Ég hef miklar
áhyggjur af því að verði úrskurður
dómsins látinn standa geti hann haft
umtalsverð áhrif á stefnu Banda-
ríkjanna í utanríkis- og hernaðar-
málum,“ segir Torricelli. „I fyrsta
lagi er í áliti réttarins vitnað ræki-
lega í diplómatíska nótu, sem ís-
lenska utanríkisráðuneytið sendi
bandaríska utanríkisráðuneytinu,
þar sem kemur fram sú afstaða ís-
lenskra stjórnvalda að samningurinn
og minnisblaðið meini Bandaríkja-
mönnum að veita íslensku skipafé-
lagi og félagi undir bandarískum
fána samningana séu þau tengd
hvort öðru. Bandaríkin hafa túlkað
samninginn og minnisblaðið á annan
veg bæði í málaferlunum og í svari
við hinni diplómatísku nótu frá ís-
landi.“
Torricelli segir að í þessu máli sé
ekki um það að ræða að einkaaðilar
séu í málaferlum vegna túlkunar á
alþjóðasáttmála, sem sérstaklega
varði réttindi og skyldur einkaaðila.
„Þetta mál varðar beina deilu milli
tveggja fullvalda ríkja um þýðingu
sáttmála, sem varðar það hvernig
Bandaríkjastjórn tryggi flutninga.
Þetta er einmitt alþjóðaágreiningur
af því tagi, sem stjórnarskráin kveð-
ur á um að eigi alfarið að vera á
valdi framkvæmdavalds stjórnkerfis
okkar. Sem meira er kveður minnis-
blaðið sérstaklega á um leið fyrir
Island og Bandaríkin til að endur-
skoða og breyta minnisblaðinu. For-
seti og utanríkisráðherra geta ekki
mótað og fylgt utanríkisstefnu þessa
lands með skilvirkum hætti ef
stjórnir annarra ríkja eða borgarar
þeirra geta leitað til
alríkisdóm-
vegar afskipti Torricelli í þessu máli
óeðlileg. „Það er óneitanlega sér-
stakt að upplifa það að ísland, sem
hefur verið í varnarsamstarfi við
Bandaríkin í yfir 50 ár, hafi minni
áhrif á stefnu Bandaríkjanna í þessu
máli en kjördæmapotari frá New
Jersey,“ sagði einn af heimildar-
mönnum Morgunblaðsins.
Embættismenn í bandaríska utan-
ríkisráðuneytinu hafna því algerlega
að afstaða bandarískra stjórnvalda
ráðist af vilja Torricelli í þessu máli.
Málið sé miklu flóknara en svo.
Hann hafi vissulega komið sjónar-
miðum sínum að í þessu máli, en
fleiri bandarískir þingmenn hafi
einnig gert það. Það komi margir að
því að móta utanríkisstefnu Banda-
ríkjanna, en það sem mestu skipti í
þessu máli séu þó efnisatriði máls-
ins.
Þess má geta að meðan Morgun-
blaðið var að afla upplýsinga í
Washington um þetta mál fór ekkert
á milli mála að skrifstofa Torricellis
fékk upplýsingar um gang viðræð-
anna við sendinefnd íslands. Greini-
legt var að öldungadeildaþingmað-
urinn eða starfsmenn hans voru í
sambandi við bandaríska embættis-
menn sem sátu fundi með Islending-
unum. Ljóst má vera að þetta auð-
veldaði ekki verkefni íslensku
sendinefndarinnar.
Framundan eru viðræður um
framtíð varnarsamstarfsins
ísland og Bandaríkin hafa tvívegis
gert með sér bókun um framkvæmd
vamarsamstarfsins. Ástæðan fyrir
því að slík bókun var upphaflega
gerð var sú að íslenskum stjórnvöld-
um bárust misvísandi skilaboð um
framtíð Varnarliðsins á Keflavíkur-
flugvelli. Þetta varð til þess að við-
ræður hófust milli landanna árið
1993 og gengið var frá bókun í árs-
byrjun 1994 þar sem samið var um
umtalsverðan samdrátt í starfsemi
flughersins á vellinum og jafnframt
að gerðar yrðu ráðstafanir til að
lækka kostnað verktaka sem unnu
fyrir herinn. íslendingar lögðu
áherslu á að Varnarliðið héldi áfram
uppi trúverðugum loftvömum og
féllust Bandaríkjamenn á það, en
það þýddi jafnframt að þyrlubjörg-
unarsveitin var áfram staðsett í
Keflavík. Þessi bókun var gerð til
tveggja ára, en hún var endumýjuð
1996 þar sem samið var um óbreytt
umsvif Varnarliðsins til næstu fimm
ára. Jafnframt varð að samkomulagi
að halda áfram að lækka kostnað
m.a. með því að auka samkeppni í
verktöku.
Frá og með 9. apríl sl. hafa þjóð-
irnar getað óskað eftir endurskoðun
á bókuninni og þó að hvomg þjóðin
hafi enn formlega óskað eftir endur-
skoðun er gengið út frá því að við-
ræður hefjist síðar á þessu ári
og að ný bókun verði und-
irrituð á næsta ári.